Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Page 16
F yrst þegar mér var tilkynnt um bit síðasta vor, hélt ég að þetta væri starrafló og það tók mig nokkrar vikur að átta mig á, lesa mér til um vandamálið og fá það stað­ fest af meindýraeyði að þetta væri veggjalús,“ segir Berglind Björk Halldórsdóttir sem á og rekur lítið gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur barist við veggjalýs, sem á ensku kallast „bed bugs“, sem sífellt gera sig heimkomna á gisti­ heimilinu og hefur Berglind ásamt manni sínum farið í viðamiklar að­ gerðir vegna þess. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og Berglind kallar eftir auknu eftirliti og samstarfi við yfirvöld til þess að koma í veg fyrir þennan óboðna gest sem getur verið afar hvim­ leiður, líkt og hún þekkir vel sjálf. Í DV 22. febrúar síðastliðinn var fjallað um veggjalúsina sem nærist á blóði fólks en meindýraeyðir sem DV talaði við sagði merkjanlega fjölgun útkalla vegna veggjalúsar hér á landi. Breyttu heimilinu í gistiheimili Berglind og fjölskylda hennar breyttu einbýlishúsi sínu í miðbæn­ um í gistiheimili vorið 2010. „Upp­ haflega var það skyndilausn til að ná að borga af láninu sem þrefaldaðist eftir hrunið. Húsið er svo vel staðsett og skemmtilega uppgert að við vor­ um viss um að það myndi slá í gegn hjá ferðamönnum.“ Og það varð raunin. Fjöldi gesta hefur gist hjá þeim og á ferðavefnum Tripadvisor eru þau lofuð fyrir góða þjónustu og hreinlæti. „Við höfðum enga reynslu af þess lags starfsemi en fylgdum bara hjartanu og það hefur gengið vonum framar. Við höfum byggt upp skemmtilegan anda með hjálp gestanna,“ segir hún. Þau hafa feng­ ið send viðurkenningarskjöl frá fyrr­ greindri síðu vegna þess að þau eru efst í sínum flokki á henni. Á sama tíma og gestir lofa gisti­ heimilið hafa þau hins vegar þurft að berjast til að losna við veggjalús úr húsinu sem hefur nærst á gestum þess. Erfitt að útrýma henni „Það þyrmdi svolítið yfir mig þegar ég opnaði bréfið með viðurkenn­ ingarskjalinu í fyrrasumar þar sem ég hafði aðeins nokkrum mínútum áður verið að skipta á laki með blóð­ blettum eftir að veggjalús hafði lagst á gest, sem hafði lagt af stað í ferð um hringveginn þá um morgun­ inn án þess að hafa orðið neins var. Þannig er þetta að berast á milli gisti­ staða, landshluta og landa, með far­ angri, fatnaði og svefnpokum,“ segir Berglind sem er orðin ansi vel að sér í hegðun veggjalúsar eftir baráttuna við hana. Lúsin virðist hafa falið sig í panel í húsinu en einnig í rúmdýn­ um ásamt fleiri stöðum. „Veggjalús nærist helst á nokkurra daga fresti og skríður svo í felur til þess að melta og verpa. Hún getur fundið sér felustað í tréverki rúma, bak við veggjapanel, milli gólflista, parketplanka eða hvar sem er í rauninni. Ef hún kemst ekki í næringu getur hún þó lifað í meira en ár án þess að nærast og þess vegna er gífurlega erfitt að vita með vissu hvort tekist hafi að komast fyrir vandamálið,“ segir hún. Orðin sjóuð í þessu Fyrst þegar veggjalúsarinnar varð vart á heimilinu þá fóru hjónin út í kostnaðarsamar aðgerðir til þess að losna við hana. Þau skiptu út dýnum í öllum rúmum og fengu mein­ dýraeyði til að eitra herbergin. Það dugði þó ekki til og alltaf kom lús­ in aftur. „Þetta er náttúrulega mjög kostnaðarsamt og það segir sig sjálft að ekki er hægt að skipta um rúm í hverri viku. Enda eru mjög skipt­ ar skoðanir milli meindýraeyða hvort þess þurfi. Ég kunni ekki réttu handtökin í byrjun en nú er ég orðin sjóuð í þessu og þegar ég verð vör við vegsummerki, þá geri ég dauðaleit í viðkomandi herbergi, þríf hátt og lágt, set sængurföt og dýnuhlífar í lokaðan poka á meðan ég ber hann í þvottahúsið og í suðuþvott, þvæ sængur og kodda, ríf í sundur rúm og gólflista, læt meindýraeyði eitra og set saman aftur,“ segir hún. Það kostar um 20–30 þúsund krónur að eitra hvert herbergi að sögn Berg­ lindar. Stundum þarf hún að loka herberginu í nokkra daga meðan eitrið er að virka og þá getur þurft að vísa frá gestum sem eiga pantað herbergi. Kemur alltaf aftur Frá því að vandamálið kom upp fyrst hafa þau unnið með meindýraeyðum að því að losna við meindýrin. Tugir þúsunda hafa farið í það að kaupa eitur auk þess sem þau hafa skipt um gólflista, borað í veggi til þess að hægt sé að sprauta eitri í gegn panel, málað, hent rúmum, tekið panel af og svo mætti lengi telja. „Í byrjun héldu þeir því fram að eitrið virk­ aði í yfir 90% tilfella. Þar sem ég hef látið eitra hvert einasta herbergi sem og húsið allt í tugi skipta undanfarið ár, virðist eitthvað verulega mikið athugavert við þá tölfræði. Ef mér þætti ekki svona vænt um þá mein­ dýraeyða sem hafa verið að gera sitt besta til að hjálpa okkur væri ég löngu búin að tilkynna vefsíður þeirra til Neytendastofu,“ segir hún. „Það þýðir lítið fyrir fólk að fussa og sveia og segja okkur bara að loka herbergjum eða húsinu í lengri tíma, þrífa og eitra. Það höfum við margoft Milljónatjón vegna veggjalúsar 16 Fréttir 1.-3. mars 2013 Helgarblað n Gistihúseigandi hefur barist við veggjalús sem alltaf virðist koma aftur n Kallar eftir auknum afskiptum yfirvalda og breyttum verklagsreglum Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Ef hún kemst í reglulegt æti, til dæmis ferðamenn, getur hún verpt fimm eggjum á dag Endalaus barátta Berglind hefur háð harða baráttu við veggjalús á gistiheimili sínu í miðbænum. Veggjalúsin kemur alltaf aftur og hún telur að samtals hafi verið eytt um þrem- ur milljónum í að reyna að losna við hana. MYND SIGTRYGGUR ARI Veggjalús Hér má veggjalús eða „bed bug“ eins og hún kallast á ensku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.