Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Síða 19
Loforðin sem stjórnin sveik Fréttir 19 Samkomulag um þetta var undirritað í utanríkisráðuneytinu. A ð hluta staðist: „Stuðlað verði að betri orkunýtingu, svo sem með uppbyggingu iðngarða og iðjuvera, garðyrkjustöðva, endurvinnslu og annarrar starfsemi sem nýtir gufuafl sjálfbærra jarðvarmavirkjana.“ Fyrir­ huguð er bygging risastórs gróðurhúss við Nesjavallavirkjun þar sem rækta á tómata til útflutnings. Í vinnslu: „Með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskistofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar. Úthlutun aflaheimilda er tímabundinn afnotaréttur og myndar ekki undir neinum kringum­ stæðum eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildun­ um.“ Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni gera ráð fyrir svona ákvæði. Frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið en óljóst er hvort það nái fram að ganga fyrir kosningar. Í vinnslu: „Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnota­ réttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind.“ A ð hluta staðist: „Takmarka framsal á aflaheimildum, auka veiðiskyldu og endurskoða tilfærsl­ ur á heimildum milli ára. Stofna auðlinda­ sjóð sem fer með ráðstöfun fiskveiðiréttinda í eigu þjóðarinnar. Arður af rekstri sjóðsins renni til atvinnuuppbyggingar.“ Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þegar hafa nokkrar breytingar verið gerðiar á fiskveiðistjórnunarkerfinu en þær eru þó langt frá því sem lýst var í stjórnarsáttmál­ anum. S taðist: „Heimila frjálsar handfæraveiðar smábáta yfir sumarmánuðina.“ Frjálsar handfæraveiðar hafa verið stundaðar við strendur landsins undanfarin sumur. Í vinnslu „Lög um stjórn fiskveiða verði endurskoðuð í heild með það að markmiði að stuðla að vernd fiskistofna, stuðla að hagkvæmri nýtingu auðlinda sjávar, treysta atvinnu og efla byggð í landinu, skapa sátt meðal þjóðar­ innar um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar.“ Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þær breytingar sem þegar hafa gengið í gegn eru þó langt því frá óumdeildar og ekki er hægt að segja að sátt hafi náðst um eignarhald og nýtingu sjávarútvegsauðlindarinnar. Enn frekari breytingar liggja fyrir þinginu. E kki staðist: „Leggja grunn að innköllun og endur­ ráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka.“ Þær breytingar sem gerðar hafa verið á fiskveiðistjórnunarkerfinu hafa ekki falið í sér innköllun aflaheimilda. A ð hluta staðist: „Íslendingar áskilja sér hér eftir sem hingað til rétt til nýtingar sjávarauðlinda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Forsendur fyrir veiðum og nýtingu sjávar­ spendýra, sela og hvala, verði endurmetnar frá grunni með tilliti til sjálfbærni og efnahagslegrar þýðingar fyrir þjóðarbúið í heild sem og alþjóðlegra skuldbindinga og ímyndar Íslands.“ Ísland er enn hvalveiðiþjóð en ekki liggur fyr­ ir úttektin um heildræn áhrif sem boðuð var. E kki staðist: „Friðlandið í Þjórsár­ verum verði stækkað og friðun þess lokið hið fyrsta.“ Þrátt fyrir að málið hafi verið í vinnslu í ráðu­ neytinu hefur ekkert bólað á því í þinginu. S taðist: „Ný náttúruverndar­ áætlun til 2013 verði afgreidd á vorþingi.“ Náttúruverndaráætlunin var afgreidd. S taðist: „Vatnatilskipun ESB verði innleidd og aðlöguð íslenskum aðstæðum með því að lokið verði við frumvarp til nýrra vatnalaga, sem tryggi verndun og sjálfbæra nýtingu ferskvatns og skilgreini aðgang að vatni sem grundvallar­ mannréttindi.“ Ný vatnalög voru samþykkt á Alþingi. A ð hluta staðist: „Lokið verði við aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda um 50–75% til 2050, með tímasettum og tölulegum markmiðum, eigi síðar en vorið 2010. Í áætluninni verði lögð sérstök áhersla á samdrátt í losun frá samgöngum og fiskiskipum.“ Ný aðgerðaáætlun felur í sér að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30% til ársins 2020. S taðist: Verðleggja losunarheim­ ildir gróðurhúsalofttegunda og gera viðskipti með þær mögu­ leg. Viðskiptir með losunarheimildir eru mögulegar en ekki er búið að verðleggja heimildirnar. S taðist: „Ný skipulags­ og mann­ virkjalög verði lögð fram á Alþingi að höfðu samráði við sveitarfélög. Þar verði kveðið á um landsskipulagsstefnu, sem mótuð verður í samstarfi ríkis og sveitarfélaga, þar sem litið verði til landsins sem einnar heildar.“ Alþingi samþykkti mannvirkjalögin árið 2010. S taðist: „Innleiðingu Árósasamn­ ingsins í íslenskan rétt verði hraðað og nauðsynlegar lagabreytingar kynntar á haustþingi 2009.“ Samn­ ingurinn var fullgiltur á Alþingi en hann fjall­ ar um aðgang almennings að upplýsingum, þátttöku hans í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. E kki staðist: Tryggja að erfða­ breytt matvæli séu merkt þannig að neytendum sé ljóst innihald matvæla við innkaup. Sérmerking um erfðabreytt matvæli hefur ekki tekið gildi hér á landi en matvörumerkingin Skráar­ gatið hefur verið innleidd hér á landi. Treysta má því að vörur merktar Skráargatinu séu mjög hollar . S taðist: „Lögð er rík áhersla á að ljúka gerð rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem allra fyrst og hún verði lögð fyrir Alþingi á vetri komanda og fái lögformlega stöðu í stjórnkerfinu. Engar frekari ákvarðanir tengd­ ar virkjun neðrihluta Þjórsár verði teknar þar til rammaáætlun liggur fyrir.“ Ramma­ áætlunin hefur verið samþykkt á Alþingi. E kki staðist: „Stuðlað verði að gagnsæi í orkusölusamningum og leitað leiða til að aflétta leynd af orkuverði til erlendra stóriðjufyrirtækja. Stefnt verði að jafnræði í verðlagningu raforku í ólíkum atvinnugreinum.“ Orkusölusamningar hafa ekki verið gagnsæir og garðyrkjubændur kvarta enn sáran yfir því að þeir þurfi að kaupa rafmagn hærra verði en aðrir stórnotendur. S taðist: „Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnu ofbeldi, m.a. með lögfestingu austur rísku leiðarinnar þannig að of­ beldismenn verði fjarlægðir af heimilum sínum og banni við nektardansi. Aðgerða­ áætlun gegn mansali, kynbundnu ofbeldi og heimilis ofbeldi verður fylgt eftir.“ Austurríska leiðin var samþykkt á Alþingi sumarið 2011. Nektardans hefur einnig verið bannaður. S taðist: „Ein hjúskaparlög verði lögfest. Hugað verði að réttarbót­ um í málefnum trans­gender fólks í samræmi við ábendingar Umboðsmanns Alþingis.“ Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir gengu í hjónaband af því tilefni. A ð hluta staðist: „Rík áhersla verður lögð á að tryggja rétt og þátttöku fólks af erlendum uppruna og lög um hælisleitendur verði endurskoðuð. Ný lög sett um málefni inn­ flytjenda. Aðbúnaður hælisleitenda er slæmur og afar fáir þeirra sem sækja um fá hæli. Innanríkis­ ráðherra hefur hins vegar sagt að til standi að hverfa frá strangri lagahyggju og opna faðminn á grundvelli mannúðar og félags­ legra sjónarmiða. S taðist: „Ríkisstjórnin leggur áherslu á baráttu fyrir mann­ réttindum og kvenfrelsi, friði og afvopnun og gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu og hungursneyð, m.a. með markvissri þróunaraðstoð.“ Íslendingar leggja árlega á annan milljarð króna til þróunaraðstoðar. Í fjárlögum 2013 er gert ráð fyrir 1,7 milljörðum í þróunarað­ stoð í gegnum Þróunarsamvinnustofnun auk 2,2 milljörðum í þróunarmál og alþjóðlega hjálparstarfsemi. A ð hluta staðist: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að nýr alþjóðlegur loftslagssamningur verði samþykktur í Kaupmannahöfn og leggi sitt af mörkum með því að flytja út þekkingu sína og reynslu af endurnýjanlegum orku­ gjöfum.“ Ríkisstjórnin beitti sér vissulega fyrir nýjum alþjóðlegum loftslagssamningi eins og lofað var, en ráðstefnan skilaði engu. S taðist: „Áhersla verði lögð á að byggja upp pólitísk tengsl við heimastjórn Palestínu og að Íslendingar styðji sjálfsákvörðunarrétt og sjálfstætt ríki þeirra og styðji áfram Friðar­ ráð palestínskra og ísraelskra kvenna.“ Utanríkisráðherra hefur farið í opinbera heimsókn til Palestínu og talað máli þeirra opinberlega. Í nóvember 2011 viðurkenndi Alþingi fullveldi Palestínu. E kki staðist: „Ísland verði boðið fram sem vettvangur fyrir friðarumræðu, þar á meðal fyrir alþjóðlegar ráðstefnur og fundi fræðimanna og stjórnmálaleiðtoga um þau efni.“ Engar fréttir hafa borist af efndum þessa háleita loforðs. Í vinnslu „Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðarat­ kvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusam­ bandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs­, landbúnaðar­, byggða­ og gjaldmiðilsmál­ um, í umhverfis­ og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.“ Hægt hefur verið á aðildarviðræðunum þangað til þingkosningar hafa farið fram. Þá kemur það í hlut nýrrar ríkisstjórnar að ákveða framhaldið. Helgarblað 1.-3. mars 2013 n Staðið að fullu við rúmlega helming loforðanna n Rýnt í hvað hefur staðist í stjórnarsáttmálanum n Margt er enn í vinnslu þegar nokkrir dagar eru eftir af kjörtímabilinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.