Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Side 20
20 Erlent 1.-3. mars 2013 Helgarblað
Svaf í 44 daga
L
ois Woods er ósköp venjuleg
unglingsstelpa frá Stevenage í
Hertfordskíri í Austur-Englandi
fyrir utan það að hún á það til
að falla í trans og sofa svo dög-
um skiptir. Hún er haldin sjaldgæfu
svefnröskunarheilkenni sem er kallað
Þyrnirósarheilkenni, eða Sleeping
Beauty Syndrome, fræðiheiti sjúk-
dómsins er Kleine-Levins Syndrome
og er hann afar sjaldgæfur tauga-
sjúkdómur. Talið er Kleine-Levin hafi
einungis lagst á um 1.000 manns frá
því hann var fyrst greindur árið 1950,
og að aðeins 65 einstaklingar á öllu
Englandi þjáist af sjúkdómnum. Vit-
að er um eitt slíkt tilvik hér á Íslandi
en Sandra Daðadóttir sagði í viðtali
við DV í janúar 2011 að hún væri með
sjúkdóminn og lýsti einkennum hans
sem eru mjög hvimleið.
Árásargjörn og uppstökk
Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að
þegar kast er yfirvofandi hjá Lois þá
breytist persónuleiki hennar mikið.
Hún verður mjög uppstökk og of-
beldisfull í garð sinna nánustu. Með-
an köstin standa yfir sefur hún allt
upp í 20 tíma á sólarhring en þann
tíma sem hún er vakandi er hún mjög
uppstökk og árásargjörn sem annars
er mjög ólíkt henni. Hún lemur höfði
sínu í veggi, ræðst á litla bróður sinn
og hámar í sig ruslmat á nóttunni.
Persónuleiki hennar breytist algjör-
lega og hún fer frá því að tala eins og
smábarn yfir í að láta eins og ofbeldis-
full fyllibytta.
Ekki neitt ævintýri
Þegar kastið er búið, en það getur
staðið svo dögum skiptir – lengsta
kastið hingað til hjá Lois stóð í 44 daga
– þá man hún ekki neitt eftir hegðun
sinni.
„Þó þetta sé kallað Þyrnirósarheil-
kenni þá hefur þetta ekki verið eins
og neitt ævintýri,“ segir móðir hennar,
Setta Woods, í samtali við Daily Mail.
„Við köllum hana Lois litlu þegar hún
er í svona syrpu, hún er mjög óþægi-
leg í framkomu og er eins og hún eigi
við nokkur hegðunarvandamál að
stríða,“ segir móðir hennar. „Hún fer
frá því að vera eins og uppvakningur
sem hunsar mig algjörlega yfir í að
vera eins og tveggja ára barn sem
hoppar um alla veggi.“ Móðir hennar
segir hana óttast að fara að sofa núna
þar sem hún hræðist að vakna ekki
aftur. Hún segir það hafa verið erfitt
að horfa upp á þetta því áður en þetta
kom til sögunnar hafi allt leikið í
höndunum á dóttur hennar, hún var
fyrirmyndarnemandi sem dreymdi
um að vera atvinnumaður í körfu-
bolta.
Fyrsta kastið 14 ára
Lois fékk fyrst kast þegar hún var
fjórtán ára. Hún var nýkomin heim
úr skólanum þegar hún féll niður á
sófann heima hjá sér. Móðir hennar
kom að bróður hennar hoppandi á
systur sinni sem kippti sér ekkert upp
við lætin. Þau náðu að vekja hana í
örstutta stund en svo féll hún innan
skamms aftur í djúpan svefn. „Ég man
eftir að hafa gengið inn í stofu og ég
var að horfa á sjónvarpið. Það næsta
sem ég man er að ég var vakandi og
það sem ég hafði verið að horfa á í
sjónvarpinu var löngu búið. Mér leið
samt eins og ég hefði bara verið sof-
andi í hálftíma,“ segir Lois um þetta
fyrsta kast sitt. Kastið stóð yfir í næst-
um tvo mánuði, þar sem hún var vak-
in til þess að borða en sofnaði svo
strax aftur.
Sjúkdómurinn hefur stjórnað lífi
Lois og bæði námið og íþróttirnar hafa
þurft að lúta í lægra haldi fyrir honum.
Einnig hefur hegðun hennar breyst
mjög mikið. „Ég náði í Lois í skólann
einn daginn og þeir komu með hana út
í hjólastól. Hún hafði hendurnar fyrir
andlitinu eins og hún væri með grímu
og öskraði: „Ég er Batman, ég er Bat-
man!“ Þegar hún svo vaknaði upp úr
kastinu þá mundi hún ekki einu sinni
eftir að hafa verið í skólanum,“ segir
móðir hennar.
Skaðleg sér og öðrum
Þær mæðgur leituðu til lækna eftir
greiningu en þeir stóðu á gati þar sem
líkamlega fannst ekkert að Lois. Þær
höfðu séð heimildamynd um sjúk-
dóminn og hófu að lesa sér til um hann
og þannig uppgötvaðist á endanum að
um þennan sjúkdóm var að ræða. Til
þess að hægt sé að greina sjúkling með
sjúkdóminn þá þarf þó að útiloka alla
aðra möguleika. „Fæstir læknar þekkja
sjúkdóminn og halda frekar að sjúk-
lingurinn sé geðveikur eða eitthvað
slíkt,“ segir móðir Lois.
Orsök sjúkdómsins er óljós og
ekki er vitað af hverju hann tekur sig
upp. Lois þarf umönnun allan sólar-
hringinn meðan hún er í kasti þar sem
hún getur skaðað bæði sig og aðra.
„Ég hef vaknað úr kasti með blóðugar
hendur og marin hné án þess að vita
af hverju það stafar,“ segir Lois en
eins og áður segir man hún ekkert
hvað gerist meðan hún er í þessu
ástandi.
„Það skrýtnasta sem ég hef
gert er að gata á mér eyrun og lita
hárið á mér rautt meðan ég var í
kasti. Þegar ég vaknaði úr kastinu
og mamma sagði mér frá þessu
þá hélt ég að hún væri að grínast,“
segir hún. n
Þyrnirósarheilkenni
Kleine–Levin Syndrome
Kleine-Levin Syndrome er mjög sjaldgæfur taugasjúkdómur sem aðeins hefur greinst í
1.000 einstaklingum frá því um 1950. Hann er oft ranglega greindur sem sálrænn sjúkdómur.
Meðan á Kleine-Levin svefnkasti stendur minnkar blóðflæði til undirstúku heilans, sem stýrir
frumþörfum mannsins; árásarhneigð, kynlífi og hungri. Minna blóðflæði til undirstúkunnar
veldur bæði líkamlegum breytingum og breytingum á hegðunarmynstri einstaklinga. Svefn-
þörf eykst gífurlega, sem og hungurtilfinning. Persónuleikinn breytist og fólk fer í einhvers
konar draumkennt ástand. Þeir sem þjást af sjúkdómnum geta með engu móti ráðið við
þessar breytingar. Köstin geta varað allt frá nokkrum dögum eða vikum upp í nokkur ár
í einu. Á milli kastanna getur einstaklingur með Kleine-Levin lifað nokkuð eðlilegu lífi og
jafnvel haldið köstunum í skefjum ef hann lærir að þekkja hvað það er sem orsakar þau. Það
er mjög einstaklingsbundið hvað það er sem kemur köstum Kleine-Levin sjúklinga af stað.
Eftirfarandi þættir virðast
þó vera algengastir
n Áfengisneysla
n Svæfing eða deyfing
n Kuldi
n Ofþornun
n Mikið álag
n Flensa
n Sýkingar
n Meiðsli
n Líkamlegt erfiði
n Flugþreyta
n Svefnleysi
n Sólbruni
Kleine-Levin svefnköst geta valdið eftir-
farandi breytingum á einstaklingum
n Uppnám
n Einbeitingarskortur
n Barnaleg hegðun
n Ringulreið
n Draumkennt ástand
n Ofskynjanir
n Ofát
n Ljósfælni
n Þjáist af Þyrnirósarheilkenni n Veldur mikilli svefnþörf og persónuleikabreytingu
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Sandra, 17 ára, er með ÞyrniróSarheilkennið
SEFUR Í
2 VIKUR
7.–9. janúar 2011 3. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. hElgaRblað
n Svaf af sér Spánarferð Viðtal 20–22
n „Sleeping beauty
Syndrome“ er afar
sjaldgæfur sjúkdómur
n Sefur nánast
samfellt í 12 til 15 daga
n „Ég veit að ég
er sofandi þegar
ég er sofandi“
n Sjúkdómurinn
byrjar á gelgjuskeiðinu,
orsökin er líklega flensa
Viðtal 28/37
Fólk 62
helgarblað
„Ég er
mjög
rómantískur“
Kynlífssenurnar
voru erfiðar
Ingvar E. Sigurðsson:
Elma Lísa Gunnarsdóttir:
INGVI
HRAFN
DREGINN
FYRIR DÓM
n Skattstjóri vill tíu milljónir
Fréttir 4
JÓN STÓRI
STOFNAR
KLÍKU
ALEXANDER
KVARTAR
ALDREI
l Atvinnuhúsnæði til sölu eða leigu
l Ráðgjöf og skjalagerð
Fyrirtækjasala
Barónsstíg 5, 101 Reykjavík - S: 562 2554 - vidskiptatorg.is
líkama og sál
Ræktaðu
Föstudagur 7. janúar 2011 Umsjón Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is
Hollt og gott snarl
Oft þurfum við að fá okkur eitthvað á milli
mála. Í stað þess að gúffa í okkur súkkulaði
eða öðrum sætindum er sniðugt að vera
með hollt og gott snarl við höndina. Það
gefur okkur meiri orku og betri líðan. Í
bókinni Sjö daga safakúrinn eru tillögur að
snarli:
1 25 g sólblómafræ og 1 epli
2 25 g graskersfræ og 1 pera
3 25 g valhnetukjarnar og 1 appelsína
4 25 g brasilíuhnetur og 2 kíví
5 25 g pistasíuhnetur og 2 mandarínur
6 25 g pistasíuhnetur og 1 hrá gulrót, skorin
í lengjur
7 25 g furuhnetur og 3 sellerístönglar
Í Japan er lægsta offituhlutfall heims og
íbúar lifa lengur en víðast hvar annars staðar.
Japanskar konur þykja líka einstaklega
hraustar og grannar, en á meðan 17 prósent
Íslendinga eru of feit glíma aðeins þrjú
prósent Japana við offitu. Samt borða
japanskar konur aldrei með megrun í huga,
heldur til þess að nærast og njóta matarins.
Hér eru nokkur ráð sem gætu hjálpað þér að
tileinka þér þennan lífsstíl þeirra.
1 Borðaðu þar til þú ert 80% södd.
2 Fáðu þér hæfilega skammta og notaðu
fallegan borðbúnað.
3 Borðaðu og tyggðu matinn rólega og
njóttu hvers bita.
4 Taktu þér tíma til að dást að fegurð og
framsetningu matarins.
5 Borðaðu meira af fiski, ferskum ávöxtum
og grænmeti – og minna af mettaðri fitu og
transfitu.
6 Eldaðu upp úr canola-olíu og hrísgrjóna-
klíðisolíu.
7 Eldaðu japanskan ofurmorgunverð:
Mísósúpu með grænmeti, eggjum og
tófú.
8 Hugsaðu um grænmeti sem aðalrétt
frekar en meðlæti – og um rautt kjöt sem
meðlæti eða eitthvað sem þú borðar
sjaldan.
9 Fáðu þér skál af stuttum, hvítum eða
brúnum hrísgrjónum með matnum í staðinn
fyrir hvítt brauð.
10 Drekktu kalt, ósætt japanskt te í stað
gosdrykkja.
11 Gakktu í stað þess að nota bíl, alltaf
þegar þú getur það.
12 Mundu að matarástin er stór hluti
heilbrigðis. Það að elda og borða mat á að
vera gaman.
Njóttu matarins líkt og japönsk kona
n Vissir þú að bananar væru kalkríkir?
n Eða að epli efla ónæmiskerfið?
ávaxta- og grænmetistegundirnar
10 hollustu
Í bókinni Sjö daga safakúrinn er bent á hollustu ávaxta- og grænmetistegundirnar. Allar
eru þær stappfullar af vítamínum,
steinefnum og plöntunæringar-
efnum. Blandaðu þeim saman og
borðaðu úr ýmsum litaflokkum á
hverjum einasta degi.
1 Melónur Þvagræsandi, hreinsandi og vökvamiklar
þannig að þær vinna gegn
ofþornun.
2 Kívíaldin Innihalda mikið af C-vítamíni og trefjum.
Í þeim er einnig ensím sem bætir
ónæmiskerfið, lækkar blóðþrýsting
og hefur góð áhrif á hjartað.
3 Bananar Ein besta uppspretta kalíums sem við-
heldur eðlilegum blóðþrýstingi og
hjartastarfsemi. Þeir eru trefja- og
kalkríkir og innihalda efni sem næra
æskilegar bakteríur sem framleiða
vítamín og meltingarensím.
4 Ber Rauð og vínrauð ber veita vörn gegn veiru- og
bakteríusýkingum. Allar tegundir
eru góðar fyrir blóðrásina. Bláber
og sólber vinna gegn niðurgangi
og þvagrásarsýkingum. Hindber
innihalda náttúruleg verkjastillandi
efni og eru góð gegn túrverkjum.
Jarðarber eru góð fyrir hjarta- og
æðakerfið.
5 Lárperur Innihalda alls kyns næringarefni.
Geta lækkað kólesterólið, örvað
fitubrennslu og meltingu og veitt
vörn gegn krabbameinsvaldandi
efnum. E-vítamín eflir heilbrigði
húðarinnar, græðir sár og örvar
ónæmiskerfið.
6 Trönuber Vinna gegn sýkingum í þvagblöðru,
blöðruhálskirtli og nýrum. Geta
dregið úr líkum á nýrnasteinum
og veitt vörn gegn veiru- og
bakteríusýkingum.
7 Sítrusávextir Appels-ínur, sítrónur, límónur og
greipaldin innihalda efni sem
vinna gegn krabbameini og draga
úr kólesteróli í blóði og hættu á
æðakölkun. Veita vörn gegn veiru-
og bakteríusýkingum.
8 Papaja Bætir meltinguna og veitir vörn gegn
krabbameini. Hjálpar til við
uppbyggingu á C-vítamíni og gerir
reykingamönnum gott.
9 Epli Innihalda andoxunar-efni, draga úr kólesteróli,
hreinsa meltingarveginn og efla
ónæmiskerfið. Næringarefni hjálpa
til við meltingu á fitu.
10 Plómur Eru fullar af and-oxunarefnum, efla upptöku
járns og styrkja ónæmiskerfið.
Heilsublað fylgir:
n og margt fleira i 29–36
Sport 54–55
Fréttir 10
Íslenskt dæmi Sandra
Davíðsdóttir er með sama sjúkdóm
og Lois. Hún sagði sögu sína í DV í
janúar 2011 en hún er talin vera sú
eina á Íslandi með sjúkdóminn.
„Hún fer frá því að
vera eins og upp-
vakningur sem hunsar mig
algjörlega yfir í að vera
eins og tveggja ára barn
sem hoppar um alla veggi.
Umönnun allan
sólarhringinn
Meðan á köstum
Lois stendur þarf
hún umönnun
allan sólarhringinn
þar sem hún er
sjálfri sér og öðrum
skaðleg.