Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Síða 24
24 Umræða 1.-3. mars 2013 Helgarblað L eiðtogi jafnaðarmanna í Sví- þjóð, Olof Palme, sagði eitt sinn: „Með því að tryggja jöfn tækifæri allra, án tillits til efna- hags, stéttar eða stöðu, til þess að afla sér menntunar og þroska hæfileika sína, erum við í reynd að færa út landamæri frelsisins.“ Mér var hugsað til þessara orða Palme í vikunni þegar ég skiptist á skoðunum við sjálfstæðismenn á Alþingi. Þar sagði ég að frjálslyndir kjósendur ættu ekki lengur sama- stað í Sjálfstæðisflokknum enda hefði flokkurinn lokað á aðildarviðræður við ESB, upptöku nýrrar myntar og þar með líklega bestu leiðina til að styðja við skuldug heimili, verð- mætasköpun nýja atvinnulífsins og aukningu utanríkisviðskipta. Sjálfstæðismenn tóku þetta óstinnt upp og töldu mig ekki góðan málsvara frjálslyndis enda stuðn- ingsmaður ríkisstjórnar sem hefði á starfstíma sínum „hert höftin sem aldrei fyrr, rústað heilbrigðiskerfinu, hækkað skatta ótæpilega, skilað auðu í skuldamálum heimilanna og kollvarpað stjórnarskrá Íslands“ svo eitthvað sé nefnt. Þessar skeyta- sendingar hafa þó ekki breytt þeirri skoðun minni að unnendur frelsis eigi frekar heima í Samfylkingu en Sjálfstæðisflokki. Lofið mér að út- skýra. Staðan 2009 Árið 2009 var ríkissjóður Íslands rek- inn með 220 milljarða halla. Við vor- um ekki mjög frjáls, allar meiriháttar ákvarðanir þurfti að bera undir AGS. Við vorum komin á „sveitina“. Nú þurfti að bregðast við og farin var blönduð leið skattahækkana og niðurskurðar. Leitað var til þeirra með breiðustu bökin og láglaunafólki hlíft. Þrepaskiptur tekjuskattur lækk- aði t.d. skatta hjá 60% launafólks. Við niðurskurð var reynt að verja velferð, mennta- og heilbrigðismál og meira skorið niður í öðru s.s. yfirstjórn og ráðuneytum. Fjórum árum síðar er ríkissjóður kominn í jafnvægi og ver- kefnið framundan að greiða niður skuldir enda væri mikilvægt að geta notað 90 milljarða á ári (vaxtagreiðsl- ur) í eitthvað annað. Hefðu jafnaðarmenn ekki brugð- ist ákveðið við, það er, tekið óvinsæl- ar ákvarðanir um skatta og niður- skurð, hefði rekstur íslenska ríkisins orðið ósjálfbjarga og skuldir og vaxtakostnaður hrannast upp. Sumir stjórnmálamenn vildu á sínum tíma fresta vandanum, aðrir vildu skatt- leggja lífeyrinn og taka þannig lán hjá börnunum okkar en jafnaðar- menn ákváðu að taka strax á vandan- um og stöðva vítahring skuldasöfn- unar. Þannig tókst að verja sjálfstæði Íslands. Skuldir, höft og stjórnarskrá Á sínum tíma var það nauðsynleg aðgerð að herða höftin. Það var gert til að loka á möguleika erlendra vog- unarsjóða til að koma fjármunum úr landi á kostnað íslenskra skatt- borgara. Óvinsælar en nauðsynlegar aðgerðir. Annars hefði gengið veikst og verðbólga aukist. Vissulega hafa skuldamál heim- ilanna verið erfið úrlausnar. Enginn peningur í ríkissjóði til að bregðast við eins og ákjósanlegt hefði verið. Greiningar sýna að neyðin er mest hjá tekjulágum og/eða barnmörgum fjölskyldum og þess vegna hefur af veikum mætti eitt hundrað millj- örðum króna verið veitt í vaxta- og barnabætur á kjörtímabilinu. Ríkis- stjórnin þurfti að standast þrýsting um almennar aðgerðir á kostnað rík- issjóðs eða lífeyriskerfisins, en slíkt hefði sent reikninginn á börnin eða gamla fólkið. Aftur þurfti að gæta að ríkissjóði enda er góður rekstur hans forsenda þess að hægt sé að styðja við þá sem mest þurfa á aðstoð að halda. Og svo aðeins um stjórnarskrána. Alþingi hefur í 60 ár reynt að breyta plagginu frá 1944 en ríkisstjórnin ákvað að koma verkinu til þjóðarinn- ar í gegnum þjóðfundi, stjórnlaga- ráð og svo þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig vildum við losa verkið frá hagsmunagæslu stjórnmálaflokka og koma ritun stjórnarskrár til þjóðar- innar. Þannig er nú stjórnarskrárferl- ið kannski besta dæmið um frelsi einstaklingsins þegar ritun plaggs- ins er beinlínis vísað til þjóðarinn- ar sjálfrar. Sínum augum lítur hver frjálslyndið! Staðan 2013 Núna fjórum árum síðar stendur Ísland traustum fótum. Ekki hefur allt gengið upp á þessum tíma en sjálfstæði landsins, velferðarkerfið, skólana og spítalana tókst að verja. Kannski er mesta frelsið einmitt fólg- ið í því. Sjálfskipaðir unnendur frjálslynd- is ganga nú fram og lofa skattalækk- anir, þá sérstaklega til þeirra sem eiga mest og þéna mest. Nálgun okkar jafnaðarmanna er hins vegar öðru- vísi. Við metum það svo að frelsið sé falið í að viðhalda velferðarkerfinu, opna á möguleika til nýsköpunar og að tryggja ábyrgan ríkisrekstur. Að okkar mati er frelsið falið í að tryggja öllum jöfn tækifæri og þess vegna þurfi að vera til peningur til að reka góða skóla og góða spítala. Óábyrg kosningaloforð og innistæðulaus- ar ávísanir í formi skattalækkana eru hins vegar besta leiðin til að skerða frelsi einstaklinganna. Ekki búnir enn En verkefni okkar frelsisunnandi jafnaðarmanna er ekki lokið. Við viljum stíga frekari skref. Við viljum nefnilega losna undan höftum ís- lenskrar krónu, og við viljum losa heimilin undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Við viljum meira að segja ganga svo langt – á leið okkar til frels- is – að við viljum leyfa þjóðinni sjálfri að taka ákvörðun um hvort hún vilji halda í krónuna eða taka upp nýja mynt. Það er þess vegna sem ég tel að unnendur frelsisins eigi helst heima í Samfylkingunni – Jafnaðarmanna- flokki Íslands. Aðsent Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingarinnar Að verja frelsið„Sjálfskipaðir unn- endur frjálslynd- is ganga nú fram og lofa skattalækkanir, þá sér- staklega til þeirra sem eiga mest og þéna mest. Þ að er erfitt að vera atvinnu- laus. Ég man enn hvernig það var að sækja aftur og aftur um störf og fá jafnvel ekki svör við umsókninni. Eftir öllum óskemmtilegu símtölun- um til að frétta af starfsumsóknum og biðinni eftir svörum við tölvupóst- unum. Hvernig við hagræddum með því að segja fyrst upp öllu aukalegu, semja svo um frystingar á lánum og velta hverri krónu fyrir sér. Þegar sím- talið kom loksins um viðtal, man ég enn eftir kjólnum sem ég saumaði úr ódýrasta efninu í versluninni til að geta litið þokkalega út í viðtalinu. Sem og gleðinni í bland við tregann yfir fá starfið, þar sem það þýddi að ég þyrfti að flytja frá fjölskyldunni til að sækja vinnu. Fátt kenndi mér betur hversu miklu máli vinna skiptir, fyrir hvern einstakling og fyrir hvert einasta heimili. Framsókn = vinna Sjálfstæðismaður sagði eitt sinn við mig að framsóknarmenn væru alltaf að hugsa um vinnu, alltaf að hugsa um störf. „Þið áttið ykkur ekki á að það er í raun vöxturinn sem skiptir máli.“ sagði hann. Ég svaraði: „Þið sjálfstæðismenn skiljið aldrei að það er í raun vinnan sem skiptir mestu, því þannig verður raunverulegur vöxtur til og raunveruleg velferð.“ Í huga framsóknarmanna er at- vinna undirstaða vaxtar og velferðar. Án vinnu getum við hvorki tryggt vöxt né borgað fyrir velferðina. Það hefur sýnt sig á síðustu árum þegar atvinnuleysið fór úr 1,6% árið 2008 í 8,0% árið 2009. Að vinna og leggja þannig sitt fram til samfélagsins veitir hverjum og einum virðingu og öryggi og tækifæri til örvunar og þroska. Samfélagslegur ávinningur er einnig mikill þar sem félagsleg vandamál eru minni við mikla atvinnuþátttöku. Alþjóðavinnumálastofnunin hefur bent á að þeir sem missa vinnuna eiga erfitt með að vinna upp það tekjutap sem þeir verða fyrir, jafnvel eftir að þeir fá vinnu aftur. Atvinnu- leysið hefur einnig slæm áhrif á fram- leiðni, heilsu og lífslíkur fólks og á framtíðarmöguleika barnanna þeirra. Því er forgangsverkefni að byggja samfélag sem skapar vinnu fyrir alla. Hlutverk lítilla og meðalstórra fyrirtækja Í framtíðarsýn okkar Framsóknar- manna gegna því lítil og meðalstór fyrirtæki lykilhlutverki í atvinnusköp- uninni. Flest íslensk fyrirtæki eru lítil og meðalstór með að hámarki 10 starfsmenn. Fyrir þessi fyrirtæki skipt- ir hækkun á tryggingagjaldi um pró- sentubrot verulegu máli. „Einföld“ skattabreyting að hætti Indriða getur leitt til þess að eigandi og stjórnandi lítils fyrirtækis þurfi að vinna æ leng- ur á kvöldin eða sleppa því að ráða starfsmann. Við verðum því að skapa fyrirtækjum hagstætt starfsumhverfi meðal annars með einföldun skatt- kerfis og regluverks atvinnurekstr- ar. Löngu tímabært er að endurskoða heildstætt helsta tekjuöflunarkerfi rík- issjóðs, virðisauka- og tekjuskattskerf- ið, til að einfalda og auka skilvirkni þess. Sama gildir um félagarétt lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Nýtum tækifærin Við þurfum að tryggja fólki val um vinnu, raunverulega fjölbreytni. Til þess að svo megi verða, verðum við ávallt að horfa til framtíðar og til fram- fara. Það sem við gerum í dag getur lagt grunn að framförum samfélagsins til framtíðar. Mikil tækifæri blasa við Íslendingum. Þau tækifæri byggjast ekki hvað síst á mannauðnum, okkar fallega landi, hreinu lofti, gnægð af heitu og köldu vatni og auðugum fiskimiðum. Við framsóknarmenn viljum berjast áfram og nýta auðlindir þessarar þjóðar. Auðlindirnar, tæki- færin, þekkinguna og mannauðinn á skynsamlegan hátt. Til hagsbóta fyrir heimilin. Kjallari Eygló Harðardóttir Atvinna fyrir heimilin„ Í framtíðarsýn okkar framsóknarmanna gegna því lítil og meðal- stór fyrirtæki lykilhlutverki í atvinnusköpuninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.