Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Qupperneq 26
26 Viðtal 1.-3. mars 2013 Helgarblað Bað Guð um þennan mann Í litlu porti í Þingholtunum liggja húsin saman en fyrir framan eitt þeirra stendur kirsuberjatré í potti. Það er heimili Vilborgar Davíðsdóttur sem tekur hlýlega á móti blaðamanni og ljósmyndara, klædd í svartan prjónakjól og með kross um hálsinn. Hún er nýorðin ekkja, eiginmaður hennar, Björgvin Ingimarsson, dó þann 9. febrúar og dauði hans er alltumlykjandi. Sveipuð hlýhug Kirsuberjatréð var gjöf frá góðum vinum sem vildu ekki gefa afskorin blóm heldur tré sem mun lifa áfram eins og minningarnar um Björgvin. Kjóllinn sem Vilborg klæðist er gjöf frá vinkonu sem prjónaði hann sjálf og færði Vilborgu kvöldið sem Björg- vin var jarðaður. Í hvert sinn sem hún klæðist honum finnst henni hún hafa sveipað sig hlýhug. Í forstofunni hengir Vilborg yfir- hafnirnar upp í fataskáp. Skápurinn var það síðasta sem Björgvin smíð- aði hér á heimilinu. Hann var hand- laginn maður og áður en hann fór gekk hann frá öllu hér heima, gerði allt sem þurfti að gera. Við göngum upp brattan stiga og upp á næstu hæð þar sem blómaskreytingar úr jarðarförinni standa enn, blómin eru farin að fölna en eru hér enn sem minning um fal- lega stund. Á litlu skrifborði inni í borðstofunni stendur lítill engill við hliðina á kerti sem logar honum til heiðurs. Vilborg fer inn í eldhús og hellir upp á. Hún segir frá því að þau hafi aldrei lagt mikið upp úr efnisleg- um gæðum heldur hafi þau einsett sér að njóta litlu hlutanna, þau hafi til dæmis frekar eytt peningum í að kaupa sér góða kaffivél sem gef- ur gott kaffi heldur en eitthvað ann- að, af því að það er nautn að drekka gott kaffi. Hún bendir á bókahilluna sem nær þvert yfir allan vegginn í borðstofunni, smíðuð af Björgvin. Þegar þau byrjuðu að búa áttu þau bæði mikið af bókum en aðeins eina bók áttu þau bæði, bók um gjör- hygli, það að lifa í núinu. Líf í ár- vekni er það líf sem þau tileinkuðu sér, því einfaldara því betra. Reyndar ætluðu þau sér alltaf að skrifa sjálfs- hjálparbók sem heitir Líf í árvekni. „Hann var búinn að skrifa þrjá kafla um þessa lífsleikni. Kannski klára ég bókina einhvern tímann,“ segir Vil- borg. Orkan í kærleikanum Yfir henni er einhver ró og á heim- ilinu er góður andi, það er nánast eins og það hægist á hugsuninni og hjartslættinum hér inni. „Ég held að það hafi svo mikið að segja hvernig lífi þú lifir innan veggja heimilisins,“ segir Vilborg. „Ég trúi því að það sé orka í tilfinningunum þannig að þú finnur það þegar þú kemur inn á heimili þar sem kærleikurinn er mikill og eins þegar þú kemur inn á heimili þar sem það er mikið rifist og endalaust nöldur og leiðindi. Mér fannst það til dæmis magn- að að koma inn á líknardeildina í Kópavogi því það var nánast áþreif- anlegt hvað það var mikill kærleikur þar og sterkar, góðar tilfinningar. Það var búið að segja mér að þetta væri góður staður að vera á en engu að síður óskuðum við þess að vera hér heima allt til enda. En það gekk ekki eftir og síðustu sex dagana var Björg- vin inni á líknardeild og ég er mjög þakklát fyrir það. Því þar féll burt allt þetta smálega sem skiptir engu máli. Þangað kemur fólk til að eiga síð- asta áfangann í sínu lífi og allir sem koma þangað vita að þeir eru hugs- anlega að sjá þessa manneskju í síð- asta sinn. Þannig að fólk vandar sig við að vera góðar manneskjur.“ Að takast á við dreka Vilborg skrifaði opinskátt um barátt- una sem þau háðu við drekann, eins og þau kölluðu æxlið í heila Björg- vins. Í skrifum sínum varpaði hún ævintýraljóma á þessa baráttu sem í hennar huga snerist aldrei um að sigrast á dauðanum, heldur það að njóta þess að vera til og lifa hvern dag til fulls, í þakklæti fyrir það sem þau höfðu þrátt fyrir allt. „Að þiggja, gefa og lifa í kærleika. Það eru sigurlaun- in, kóngsríkið okkar, og þannig höf- um við betur en drekinn,“ segir hún. „Lífið er mikið skemmtilegra sem ævintýri en stríð. Ég skil ekki af hverju við þurfum alltaf að líkja öllu við stríðsátök, það er svo ógnvænleg tilhugsun.“ Hún ólst upp við það að pabbi læsi ævintýri og þjóðsögur Jóns Árnasonar og þegar hún var farin að skrifa sögulegar skáldsögur ákvað hún að skella sér í háskólann og lesa þjóðfræði. „Ævintýri hafa alltaf heillað mig. Það er alltaf einhver hetja sem leggur af stað og aldrei að eigin ósk heldur af því að henni er ýtt áfram. Eins og Súperman sem var skotið í vöggu út í geim þegar plánetan hans var sprengd í tætlur. Hetjurnar eru olnbogabörn sem hafa ekki fengið tækifæri en búa yfir leyndum hæfileikum. Ég hugsa að við séum ansi mörg sem höfum hugsað með okkur að fólk kunni ekki að meta okkur, að við séum minni- háttar og skortir traust á okkur sjálf- um. Þannig eru hetjurnar í ævin- týrunum líka. Þú sérð bara Hans klaufa. Síðan birtast alltaf einhverjar hjálparhellur sem leggja eitthvað til, nefndu mig á nafn ef þú þú þarft lítils við. Ef þú lítur á fólkið í kringum þig sem hjálparhellur en ekki ógn verð- ur lífið bæði auðveldara og skemmti- legra. Svo leggur þú af stað og leysir lífsins þrautir, stundum er margt sem þarf að leysa á einum degi en aðra daga getur þú tekið þér pásu á skógarstígnum, dregið upp köflótta dúkinn og kaffibrúsann og slakað aðeins á með vinum þínum. Síðan þarftu að halda áfram og þú veist aldrei hvað bíður á bak við trén. Þú fetar bara eftir mjóum stíg og von- ast til að finna bestu leiðina í gegn. Stundum mætir þú dreka. Í ævintýr- unum er drekinn alltaf lagður að velli en stundum deyr hetjan líka. Þannig var það í okkar ævintýri. Ég kýs að líta þannig á.“ Gerði sjúkdóminn spaugilegan Til að byrja með var ástæðan fyrir þessari samlíkingu þó önnur. Þegar Björgvin greindist fyrst með krabba- mein bjuggu þau úti í Skotlandi. Það var árið 2006 og sama ár kom út barnabók eftir Margréti Tryggva- dóttur sem skrifaði texta um ævin- týralega fallega prinsessu sem þurfti að loka inni í turni vegna fegurðar en svo kom vonbiðill sem sigraðist á dreka og um leið sigraði hann hug hennar og hjarta. Teikningarnar í bókinni voru hins vegar eftir Halldór Baldursson og algjör andstæða text- ans. Þær sýndu prinsessuna fögru með vígtennur og svo freka að for- eldrarnir urðu að læsa hana inni til þess að fá smá frið. Drekinn lék sér við lamb og vonbiðillinn var blindur og fékk aðstoð prinsessunnar við að berja drekann í höfuðið með blindrastafnum. „Í mínum huga var ég prinsessan og Björgvin var prins- inn. Svo var drekinn svolítið hlægi- legur og um leið varð hann ekki eins hræðilegur. Það hjálpaði mér að tóna dramatíkina niður og gera sjúk- dóminn spaugilegan. Björgvin sagði oft einhverja vitleysu þegar hann var með málstol sem mátti brosa að. Það má alveg hlæja að hlutunum, það gerir lífið léttara og stundum er það lykillinn að því að komast í gegnum daginn.“ Þráði mann eftir sjö ár ein Þau kynntust árið 2003. Þá var Vil- borg sjálfstæð tveggja barna móðir, eins og hún orðar það, og búin að vera ein í sjö ár og orðin svolítið þreytt á því. „Þannig að ég skrifaði Guði bréf og bað um mann. Ég var mjög skýr á því hvernig hann ætti að vera, bæði í útliti og eiginleikum. Ég var mjög vandfýsin og vildi velja vel, enda búin að ganga tvisvar sinnum í gegnum skilnað. Guð vildi greini- lega verða við þessum óskum því ég kynntist Björgvin.“ Þá var hann nýfluttur í hverfið, hafði búið í Þingholtunum í tíu ár en ákvað að færa sig um set og sett- ist að á horni Bræðraborgastígs og Bárugötu, þar sem Vilborg bjó. „Við vorum mjög nálægt hvort öðru en við kynntust á einkamál.is. Þá var það aðallega þannig að konur fengu bréf frá mönnum, skrifuðust aðeins á við þá og fóru kannski með þeim á kaffi- hús. Það gekk bara alveg hörmulega og það var lítið að gerast í tilhugalíf- inu, það var ekki mikið úrval fyrir konur á mínum aldri. Þannig að ég ætlaði bara að hætta þessu en ákvað að reyna einu sinni enn, skráði mig aftur inn undir nýju notendanafni og leitaði sjálf að manni samkvæmt þeim óskum sem ég hafði. Þá kom hann upp og ég sendi honum bréf. Það var í fyrsta sinn sem hann fékk sjálfur bréf.“ Þau skrifuðust á í þrjár vikur og Vilborg fann hvernig hún dróst að honum, húmorinn heillaði. „Ég á öll þessi bréf ennþá,“ segir hún og brosir angurvært. „Eftir þrjár vikur þá bauð hann mér í kaffi og þar var þetta inn- siglað. Ég er sannfærð um að hann var síðasti maðurinn af minni kyn- slóð sem var ekki með neinn hala á eftir sér, hafði ekki verið í sambúð áður og átti engin börn og ekkert vesen,“ segir hún hlæjandi. „Ég var mjög þakklát, mér fannst ég alveg eiga þetta inni hjá almættinu, að eignast mann sem var handlaginn, sjálfum sér nægur og sáttur við sjálf- an sig og bara á góðum stað að öllu leyti.“ Eins og fyrr segir þá var hún búin að vera á lausu í sjö ár og hafði það helst á tilfinningunni að menn væru upp til hópa að leita sér eftir ein- hverri aðstoð í lífinu. „Ég var ekkert í skapi til þess. Ég var búin með það. Hann var hins vegar að klára BA- próf í sálfræði, hafði áður mennt- að sig sem rafeindavirkja og var í fullu starfi sem kennari í rafeinda- deildinni í Iðnskólanum í Hafnar- firði.“ Viðburðarík vika Sambandið blómstraði og þau ákváðu að finna sér sameiginlegt húsnæði og keyptu sér þetta hús. Í maí 2004 eignuðust þau dóttur. „Við vorum 37 ára gömul og hann var til- búinn í að eignast fjölskyldu og dótt- ir okkar var algjör himnasending. Það kom mér á óvart hvað það var gott að búa með honum því hann hafði aldrei verið í sambúð áður en ég hafði aftur á móti ekki verið ein frá því að ég var 21 árs, því ég varð mamma frekar ung. Við skiptum húsverkunum á milli okkar, hann sá um þvottinn og ég sá um eitthvað annað, hann þreif gólfin og ég sá um eitthvað annað,“ segir hún og hikar, „ég hlýt að hafa séð um eitthvað,“ segir hún kímin. „Við skiptum þessu líka á milli okkar eftir því hvernig stóð á. Þegar ég var að skrifa bók þá tók hann alveg við og sömuleiðis þegar hann þurfti á því að halda. Við stíluðum bara inn á það sem var að gerast. Af því að lífið hefur verið svolítið sérstakt hjá okkur. Hann grínaðist stundum með það að hann hefði ekki unnið síðan hann varð pabbi, en það var auð- vitað ekki rétt. En við fórum til Skotlands árið 2005 þar sem hann tók meistaranám í heilsusálfræði og ég tók hluta af meistaranámi mínu í þjóðfræði. Í sömu viku og hann útskrifaðist fengum við greininguna. Í október höfðum við fengið að vita að hann væri með æxli í heila en við vissum ekki hvað það þýddi og það notaði enginn orðið krabbamein við okkur. Það var svo þann 15. nóvember sem við fengum segulómmynd sem sýndi að hann var með 7,7 sentí- metra stórt æxli, þann 16. nóvember varð hann 41 árs og þann 17. nóv- ember tók hann við prófskírteininu. Þetta var mjög viðburðarík vika.“ Létu draumana rætast Þau ræddu það þá hvaða þýðingu þetta hefði og hvort þau þyrftu að breyta einhverju í sínu lífi. „En eins og Björgvin benti á þá þurftum við ekki að taka líf okkar neitt í gegn því við vorum að gera nákvæmlega það sem okkur langaði til að gera. Sem var alveg rétt. Það hafði lengi verið draumur hjá okkur báðum að búa erlendis og við vorum bæði mjög hrifin af Bretlandseyjum. Við vorum að láta drauma okkar rætast og það rann upp fyrir okkur að við vorum að lifa lífinu eins og við vildum lifa því. Það var mjög gott. Ef eitthvað var þá gerði þetta okkur nánari en ella.“ Vilborg stóð þétt við bakið á Björgvin og fylgdi honum í gegnum þetta ferli. „Ég varð málpípan hans og tók strax ákvörðun um að láta allt flakka á blogginu svo fólkið okkar heima gæti fylgst með og hefði vett- vang til þess að senda okkur stuðn- ing og kveðjur. En þeirra vegna og mín vegna varð ég að draga upp eins jákvæða mynd og ég mögulega gat af aðstæðunum. Þannig að ég fór strax að leita að því sem ég gæti verið þakklát fyrir. Það hefur örugg- lega hjálpað mér að ég hef verið í tólf spora samtökum í tuttugu ár því þar hef ég lært að sjá það sem ég get breytt en vera ekki að ergja mig á hinu því það er aðeins til þess fallið að gera lífið erfiðara. Þar hef ég líka lært að taka einn dag í einu, andar- tak í senn. Það er lífsviðhorf sem hefur gefið mér mikinn styrk. Í byrjun mánaðarins missti Vilborg Davíðsdóttir eiginmann sinn til tíu ára, Björgvin Ingimarsson. Vilborg þakkar fyrir tímann sem þau áttu saman og hlýhuginn sem henni hefur verið sýndur. Áður en þau kynntust hafði hún verið sjálfstæð móðir í sjö ár. Þannig að hún skrifaði Guði bréf þar sem hún listaði upp eftir hverju hún var að leita. Hún var bænheyrð þegar hún fann Björgvin en skömmu eftir brúðkaupið greindist hann með heilaæxli. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Þannig að ég skrif- aði Guði bréf og bað um mann. Ég var mjög skýr á því hvernig hann ætti að vera, bæði í útliti og eiginleikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.