Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Qupperneq 27
Viðtal 27Helgarblað 1.-3. mars 2013 Við höfðum tileinkað okkur þennan lífsstíl áður en Björgvin veiktist en hann varð kannski dýpri af því að við vissum að hann myndi ekki fá mjög mörg ár. Það tók ekki nema tíu sekúndur að finna þær upplýsingar á netinu.“ Eins og Vilborgar var von og vísa þá varð hún að skilja allt um þennan sjúkdóm þannig að hún settist fyrir framan tölvuna og las allt sem hún gat fundið. „Hann vildi hins vegar bara láta sér batna og bað mig um að segja sér ekkert nema það væri já- kvætt. Fyrst héldu læknarnir að þetta væri 2. stigs æxli en það reyndist ekki vera rétt. Þegar hann var skorinn kom í ljós að hann var með 3. stigs æxli og það var aðeins hægt að taka hluta af því. En ég man að á þessum tíma fann ég upplýsingar um að meðallíftími manns með 2. stigs æxli í heila væri sextán ár. Ég fór heim til vinkonu minnar og grét yfir því að við ættum bara sextán ár eftir saman. Ég hefði verið glöð í dag ef þau hefðu orðið það en ekki tæplega sex og hálft ár.“ Brúðkaupsferð til Rómar Það var í ársbyrjun 2006 sem Björg- vin fór að finna fyrir fyrstu einkenn- um. Hann fór að fá skrýtin köst sem engin gat útskýrt, fyrst á nokkurra vikna fresti, svo vikulega en smám saman ágerðust köstin og þegar verst lét fékk hann þau tvisvar til þrisvar í viku. Hann leitaði því til læknis sem sendi hann þrisvar sinnum aftur heim með þeim skýringum að þetta væri blóðþrýstingsfall eða eitthvað annað álíka. Til að byrja með hafði Björgvin ekki miklar áhyggjur af þessu. Það kom líka tímabil þar sem köstin hættu alveg, í þær sex vikur sem hann var að skrifa mastersritgerðina hugleiddi hann daglega og á þeim tíma fékk hann ekkert kast. Um sumarið fóru þau svo til Ís- lands og giftu sig í Dómkirkjunni og héldu svo í brúðakaupsferð til Róm- ar þar sem þau áttu dásamlegan tíma. Þetta var fyrsta ferðin í langan tíma þar sem Vilborg var ekki að afla sér heimilda fyrir skáldsögu. Þannig að þau gengu bara um, nutu þess að vera til og gerðu bragðkönnun á ís, prófuðu tvær til þrjár tegundir á dag. „Þetta var erfitt val því besti ísinn er gerður á Ítalíu.“ Svo skoðuðu þau katakomburnar og sixtínsku kapelluna. „Það var svo- lítið fyndið því þar eru þessar stór- kostlegu freskur í loftinu, þetta er frægasta og fallegasta list sem þú sérð í lífinu og þarna er stöðugur straumur af ferðamönnum. En þarna standa tveir menn klæddir í skraut- búningi sem leggja fingur að munni sér á tveggja mínútna fresti og segja „susss silencio!“ Þá dempast kliður- inn aðeins en rís strax aftur. Svo köstuðum við peningum í Treví-brunninn því það átti að tryggja að við kæmum aftur eftir fimm ár,“ segir Vilborg og bætir því við að það hafi nú ekki gerst. Feginn að hann greindist ekki fyrr Þegar þau komu aftur út til Edin- borgar þurftu þau að flytja. Eldhúsið á efri hæðinni hafði nefnilega komið í heimsókn á neðri hæðina þannig að íbúðin var óíbúðarhæf og hafði ver- ið nógu lengi til að þau voru búin að gefast upp á því að bíða eftir að við- gerðum lyki. Þá komu köstin aftur og nú mun oftar en áður, jafnvel tvisvar á dag. „Mér skilst að það skori ansi hátt á streituskalanum að gifta sig,“ segir hún og hlær. „Hann átti mjög erfitt með að koma orðum að því sem hann upplifði. Þetta voru mjög sér- stök köst, hann fékk hvorki krampa né störu. Þetta var í raun frekar eins og hugsanir, skynjun og líðan sem hann fór í gegnum á svona tveimur mínútum og stundum heyrði hann lag. Þessu fylgdi líka ógleði og þreyta. En það var ekki fyrr en hann nefndi það að hann fyndi skrýtið bragð í munni að ég kveikti á floga- veikiperunni. Dóttir mín sem er núna 25 ára fékk nefnilega hefð- bundna flogaveiki þegar hún var 12 ára og þá sagði læknirinn að því köstunum gæti fylgt skrýtið bragð. Það væri ákveðin viðvörun og ef hún fyndi það ætti hún að leggjast út af til að draga úr slysahættunni þegar hún fengi kast. Þá hringdi Björgvin í vin sem er læknir sem áttaði sig strax en þetta er svo sjaldgæf flogaveiki að ég hef þurft að útskýra hana fyrir fleiri hvítslopp- um en ég get talið.“ Þau mættu síðan aftur til læknis og nú búin að finna lýsingarorðin sem hann þurfti að heyra til þess að greina Björgvin rétt. „Ég öfundaði ekki heimilislækninn þegar hann var búinn að senda Björgvin í mynda- töku og fá niðurstöðurnar eftir að hann hafði vísað honum tvisvar sinnum á dyr. Eftir á að hyggja er ég þó fegin að hann greindist ekki strax því þá hefði hann farið beint á skurðarborðið og öll okkar plön farið út um þúfur, við hefðum ekki kom- ið heim til Íslands til þess að gifta okkur, við hefðum ekki farið í brúð- kaupsferð til Rómar og hann hefði ekki lokið meistaranáminu. Í stóra samhengi hlutanna breyttu nokkrir mánuðir til eða frá hins vegar ekki neinu hvað varð- ar sjúkrasöguna. En innst inni viss- um við bæði að það væri eitthvað að, við náðum bara að ýta því frá okkur. Björgvin kom til dæmis til mín þegar hann var að skrifa boðskortin fyrir brúðkaupið og spurði hvað mamma mín héti. Mér varð svo um að ég lok- aði á þetta, þetta var of einkennilegt. Pabbi hans dó úr heilablæðingu þegar Björgvin var 23 ára og ég var hrædd um að það væru einhverjar æðar að opnast og hann væri farinn að fá smá blæðingar. Við héldum það bæði en við reyndum að hugsa ekki um það.“ Fékk hvergi vinnu Eftir uppskurð og geislameðferð komu þau hjónin heim um haustið. Björgvin var öryrki en hefði þó getað unnið hlutastarf. Það gekk hins vegar illa að finna vinnu og Vilborg segir að þegar vinnuveitandi sér að umsækjandi hafi fengið heilaæxli sé erindi hans varla svarað. „Það var mjög sárt en Björgvin tók því af miklu æðruleysi og ákvað að drífa sig bara í nám og fá réttindi í klínískri sálfræði. Á þessum tíma, frá því að hann greindist fyrst og þar til hann varð veikur aftur, gerði hann ótrúlega hluti. Á meðan hann var atvinnulaus skrifaði hann handbók í rafeinda- tækni sem heitir Rásakverið. Síðan opnaði hann sálfræðistofu og hélt námskeið um líf í árvekni. Loks fékk hann svo vinnu haustið 2011 sem sálfræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann var eins Georg Bjarnfreðar- son, með fjórar háskólagráður að meðtöldum kennsluréttindunum og meistarapróf líka. Fyrir utan all- ar diplómurnar sem hann náði sér í. Hann var stöðugt á einhverjum nám- skeiðum, í rússneskri matargerð, „Allt í einu áttaði ég mig hins vegar á því að drekinn myndi á endanum taka nógu margt frá okkur, í dag þyrfti hann ekki að taka frá okkur draumana líka. „Það fyrsta sem hún sagði þegar ég sagði henni að pabbi hennar væri dáinn: „Núna veit ég að pabba líður vel og að líkaminn er ekki lengur lasinn.“ Nánari eftir veikindin Vilborg segir að þau hjónin hafi áttað sig á því þegar Björgvin veiktist að þau voru að láta drauma sína rætast og lifa lífinu nákvæmlega eins og þau vildu lifa því. Ef eitthvað var urðu þau nánari. myNdiR sigtRygguR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.