Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 32
32 Viðtal 1.-3. mars 2013 Helgarblað
þurftum við að standa okkur og höf-
um staðið við það. Hópurinn hefur
verið þéttur allan tímann. Við höfum
ekki gert allt fullkomlega og mesta
furða framan af hvernig hópnum
tókst að skilja kjarnann frá hisminu.“
Fundirnir eins og hjá kvekurum
eða Al-Anon
Ævintýrið um Besta flokkinn heldur
nú áfram með Bjartri framtíð. Óttarr
hefur oft verið í því hlutverki að rifja
upp ævintýrið og hefur þar af leið-
andi hugsað svolítið um hvernig
flokkurinn varð til og hvers vegna
hann var kosinn. „Ég held að margir
klóri sér í kollinum yfir því af hverju
hann var kosinn
Fyrir mér var þetta ekki stundar-
brjálæði þriðjungs Reykvíkinga á kjör-
dag, það var einhver dýpri hugsun.
Fyrst og fremst krafa um önnur vinnu-
brögð, nýjar leiðir og breytta stemn-
ingu. Við styrktumst í því, eftir að alvar-
an var orðin ljós. Vinnubrögð skipta
svo ofsalega miklu máli. Við leggjum
mikið upp úr því að fólk treysti hvert
öðru en sé á sama tíma traustsins vert.
Að egóum sé haldið fyrir utan og fólk
sé tilbúið að vinna saman og hlusta á
aðra. Það var stóri galdurinn, hvað við
vorum öflug í samvinnu,“ segir Óttarr
og líkir fundum flokksins við fundi Al-
Anon og jafnvel við kvekara sem hafa
það form á fundum að niðurstaða
fundarins er samþykkt sérstaklega í
sameiningu fundargesta. „Traust og
samvinna er það allra mikilvægasta í
okkar starfi. Við erum praktískt þenkj-
andi. Þegar við komum inn á fundi
þá erum við að hugsa praktískt um
það hvernig við getum leyst málefni
fundarins fyrir klukkan fimm.
Við erum kannski meira að hugsa
um þetta en endilega hver talar mest
á fundinum eða hver fær heiðurinn
af niðurstöðu fundarins.“
Hvað er ég að gera hérna?
Stundum vaknar Óttarr á morgnana
og hugsar með sér: Hvað er ég að
gera hérna? „Ég er ennþá þannig að
ég vakna stundum og hugsa: Hvað er
ég að gera hérna?
Manni líður eins og maður hafi
ráðið sig í verkefni sem þarf að klára.
Þetta er ennþá, fyrir mig og marga í
Besta flokknum, skrýtinn veruleiki
að vera í. Í stjórnmálum eru stunduð
skrýtin vinnubrögð. Sumt af því er
eðlilegt og maður sér það þegar mað-
ur er að kynnast pólitík. Annað óeðli-
legt,“ segir Óttarr og nefnir helst
nálægðina við hagsmunaaðila sem er
vegna smæðar landsins.
„Auðvitað eru alltaf átök því full-
trúar ákveðinna hópa eða gilda vilja
fá sínu framgengt. Það sem er skrýt-
ið er nálægðin sem er við hagsmuna-
aðila. Íslenskt samfélag er náunga-
samfélag og ég held að það sé dálítið
ólíkt evrópskum samfélögum að
valdastrúktúrinn og hópastrúktúr-
inn byggir meira á vinum og kunn-
ingjum en öðru.
Það er miklu auðveldara að skoða
tengsl í gegnum það hverjir voru
saman í bekk í Versló fremur en að
rýna í fjölskyldutengsl.“
Ofbeldi í hópastarfi
Hann segir samskiptamátann í
stjórnmálum geta verið frumstæðan
og stundum einkennist hann af
árásargirni.
„Það er leiðinlegt að grípa til þess
að lýsa samskiptum á þennan máta,
en ég á við ákveðna aðferðafræði
sem er árásargjörn og er notuð til
að snúa út úr orðum eða athöfnum
annarra. Að gefa sér ætlanir annarra
eða ásetning. Það eru alveg element
sem mætti kalla eineltisvinnubrögð
eða kannski frekar ofbeldi í hópa-
starfi. Maður er meðvitaður um að
það er erfitt að nota orðið einelti
því það er misjafnt hvað fólk hugsar
hugtakið vítt. Ég er ekkert viss um að
við í Besta flokknum höfum fengið
meira eða minna af því en aðrir. Jafn-
vel minna, trúi ég. En við viljum samt
breyta þessari menningu.
Við reynum að halda okkur frá því
að rífast. Við tökum ekki þátt í þess-
um kúltúr, tölum ekki illa um aðra
flokka eða samstarfsfólk í pólitík. Við
tölum ekki um andstæðinga. Ég vil
helst ekki meina að við eigum ein-
hverja andstæðinga í pólitík því vett-
vangurinn er svo lítill. Það er talsvert
minni hugmyndafræðilegur munur
um flesta hluti á Íslandi en í öðrum
samfélögum. Þannig að það er skrýt-
ið að það er meira rifist. Kannski er
það eins og stundum er sagt um fjöl-
skyldur, að það sé meira rifist innan
fjölskyldunnar en utan hennar.“
Með skráp úr bransanum
Reynsla Óttars og félaga í Besta
flokknum af liststarfi telur hann
nýtast einstaklega vel í pólitíkinni.
„Tæknin sem maður lærir af því til
dæmis að halda hljómsveit saman
virkar líka í pólitík. Ég held að okkur
hafi tekist að beita þessari tækni. Í
Besta flokknum er fólk sem hefur
unnið sjálfstætt og byggt sitt upp,
hvort sem það er í músík eða arki-
tektúr eða einhverju öðru. Upp til
hópa er þar fólk sem hefur ákveðna
hæfileika í að vinna með öðrum.
Svo áttuðum við okkur á þessu
þegar við vorum komin í pólitíkina
að við vorum í raun með besta bak-
grunninn líka til að koma inn í þetta
umhverfi. Þegar maður er búinn að
vera í hljómsveit sem er hötuð af sum-
um, þá er maður orðinn vanur því að
það sé talað illa um mann og kom-
inn yfir það. Eins og Jón sem hefur
verið að vinna í gríni og margir hlæja
en aðrir hneykslast. Það er ákveðinn
skrápur sem að myndast sem nýtist.“
Vinsældir og völd skipta engu
Hann segist reyndar mjög áhuga-
laus um vinsældir. „Við vorum ekk-
ert mikið að spá í hvernig kosningu
við fengjum. Lásum í blöðunum um
skoðanakannanir eins og hver ann-
ar og gerðum okkar besta í að vinna í
því að láta þær ekki hafa áhrif á okkur.
Gerðum líka okkar besta í því að kom-
ast ekki að því hvaða laun borgar-
fulltrúar væru með fyrir kosningar,“
segir hann og hlær. „Bara svona með-
vitað að læra það ekki og reyna að
halda rónni gagnvart því. Við höfum
heldur ekkert verið að fylgjast með
eða kaupa kannanir eftir kosningar.
Þannig að eina tilfinningin sem við
höfum er að hitta fólk og heyra í því.
Mín tilfinning er sú að okkur er vel
tekið eftir að fólk er farið að venjast
okkur. Það kom mér eiginlega á óvart
hvað kerfið eða embættis menn tóku
okkur vel og voru opnir fyrir því að að
við kæmum hérna inn. Sáu tækifæri í
því að gera breytingar og lofta út. Það
var blessun og það hefur almennt
gengið mjög vel.“
„Anarkó-súrrealismi“
Hvaða hugsjónir á hann?
„Góð spurning,“ segir Óttarr og
kinkar kolli og segir frá því að hann
hafi verið mjög hrifinn af hugmynda-
fræði pönksins á yngri árum. „Þetta
var á tímum pönksins, Reagan og
Thatcher, og þá hafði maður tilhneig-
ingu til að vera róttækur. Sem smá-
krakki var maður síðan alinn upp
af 68-kynslóðinni og kommúnista-
byltingin í Níkaragva hafði áhrif.
En það greip mig einhvern veginn
aldrei alveg og gegnumsneitt hef ég
ofsalega mikla andstyggð á hvers kon-
ar rétttrúnaði. Fyrir mitt leyti finnst
mér kjánalegt að ákveða einhverja
skoðun og eyða síðan tímanum í
að verja hana í staðinn fyrir að þróa
hana. Ég upplifi þetta mjög sterkt og
ég held að við eigum þetta sameigin-
legt mörg hver, bæði í Besta flokkn-
um og í Bjartri framtíð. Það eru auð-
vitað nokkur atriði sem maður hefur
ástríðu eða hugsjónir fyrir. Til dæmis
mannréttindum og því að fólk eigi að
fá að ráða sér nokkurn veginn sjálft.
Eins og hægt er. Upp að því marki að
það fari ekki að skemma fyrir öðrum.
Jón er svo slagorðasniðugur. Hann
datt inn á að kalla stjórnmálastefn-
una anarkó-súrrealisma. Sem er nátt-
úrulega hálfgert bull, eða algert bull.
En það er samt einhver sannleikur í
þessu. Hann felst í því að festast ekki í
fyrirfram skilgreindum raunheimum.“
Vill opnara og frjálsara
samfélag
Björt framtíð skilgreinir sig sem
frjálslyndan flokk. Á sama tíma þá
hefur Óttarr bjargfasta trú á samfé-
lagslegri ábyrgð.
„Þegar við stofnuðum þennan
nýja flokk, Bjarta framtíð, sem ég
er nú kominn í þá skilgreindum við
okkur sem frjálslyndan flokk. Frjáls-
lyndi er út frá þeirri hugsun að fólk
megi ráða sér svolítið sjálft.
Það er mjög sterkt í mér. Hvort þú
kallar það frjálslyndi eða anark isma.
Eins og ég hef mikla trú á frjálslyndi
þá hef ég jafnmikla trú á ábyrgð sam-
félagsins.
Maðurinn er hópdýr og hvernig
hann vinnur í hóp skiptir máli og að
sem flestir taki þátt í því. Það held ég
að sé líka annað af stóru verkefnun-
um, að auka þátttöku í samfélaginu.
Þá á ég við á öllum stigum þess. Við
þurfum að opna samfélagið frekar
og auka þátttöku allra hópa, kvenna,
fatlaðra, fólks af erlendum uppruna,
á mismunandi aldri, og svo fram-
vegis. Við ættum að geta gert það svo
vel því við erum svo lítið samfélag en
við erum kannski ekki að því. Erum
ennþá að loka augunum.“
Stjórnmálamenn eru tegund
Hann segir stjórnmálin verða að
opna fyrir þátttöku fólks. Það sé stórt
böl að ákveðinn hópur sækist helst í
að starfa á þessum vettvangi og hann
skynjar að fólki finnst tal um þjóð-
þrifamál bæði leiðinlegt og á köflum
óskiljanlegt. „Þeir sem taka þátt í
pólitík eru af ákveðinni tegund. Þeir
taka þátt sem eiga auðvelt með þetta,
kunna að tileinka sér stífar form-
reglur, eru góðir í að halda ræður og
kunna að hegða sér rétt á fundum.
Eins og í öllum öðrum bransa þá ger-
ist það náttúrulega að allir aðrir eru
fyrir utan. Þótt þeir séu hluti af samfé-
laginu sem þeir tilheyra. Þegar þú ert
kominn með aflokað fag, þá verður
líka til ákveðið tungumál sem stjórn-
málamenn tala saman, þá færðu
þessar umræður sem venjulegu fólki
finnst hundleiðinlegt og óskiljanlegt.“
Langar ekki að verða
alþingismaður
Nú fer senn í hönd kosningabarátta
og Óttarr segist ekki bjóða sig fram
af því hann langi til þess að verða
alþingismaður. „Við viljum hugsa
meira um ábyrgðina en valdið. Það
er okkur mjög mikilvægt og það er
þess vegna sem ég er að bjóða mig
fram. Ég er ekki að bjóða mig fram
af því mig langi til þess að verða al-
þingismaður. Heldur finnst mér að
ég þurfi og vilji bjóða mig fram til
að taka ábyrgð og hafi eitthvað til að
bera til að standa undir því.
Ef ég ætlaði að vera algjörlega
sjálfselskur þá held ég að Alþingi yrði
alls ekki fyrsti starfsvettvangurinn
sem ég kysi!“
Trúir ekki á snillinga
Hann vill hefja Alþingi til vegs og
virðingar og byggja upp traust. „Það
er mjög mikilvægt. Ég held að þetta
sé spurning um vinnubrögð og
virðingu. Bæði virðingu sem fólk hef-
ur fyrir sjálfu sér og fyrir samstarfs-
fólki og fyrir vinnubrögðum og ferl-
um. Ég held að Alþingi, alveg eins og
heimili eða vinnustaður, ef það vant-
ar þennan kúltúr virðingar og sam-
vinnu þá gengur þetta ekki upp. En
um leið og fólk byrjar að vinna saman
þá gerist hitt af sjálfu sér. Ég hef aldrei
verið í þeirri stöðu að það sé mínus
að fólk vinni saman að einhverju. Að
fleiri hausar takist á við vandamálið
saman og ræði það. Ég bara trúi ekki
á hugtakið um snillinginn sem kem-
ur og er með svör við öllu og leggur
þau bara á borðið. Ég held að eftir því
sem heimurinn okkar verður flóknari
þá verði hann samþættari, þá verður
þetta ennþá hættulegra.
Ég held að lýðræðishugsun,
það er að segja dreifðara vald, með
ákveðnum grunni mannréttinda
og virðingar sé það sem skiptir öllu
máli. Ég held að þetta eigi við um allt
samfélagið.“ n
Álversmenguðu djöflarnir „Við skrifuðum
mjög gott handrit að kvikmynd sem átti að
heita Álversmenguðu djöflarnir,“ segir Óttarr.
Síðar kom í ljós að auðveldara var að reka
hljómsveit en gera kvikmynd. Mynd SigTryggur Ari
„Við settum okkur strax
mjög ákveðin markmið: að vera
háværastir, leiðinlegastir og hægastir