Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 36
36 1.-3. mars 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g K vikmynd Disneys um Mary Poppins frá 1964 er auðvit- að klassík. Eins þótt höf- undur bókanna um Maríu, Pamela Lyndon Travis, væri alls ekki ánægð með hana. Henni fannst víst of mikið sykur- bragð af þessari leikandi léttu músíkal-kómedíu og þverneit- aði Walt um leyfi til að gera fleiri myndir um barnfóstruna sem húrr- ar einn dag af himnum ofan nið- ur á virðulegt millistéttarheimili í London, skömmu fyrir fyrra stríð og kemur þar skikki á hlutina. Trú- lega var það skynsamlegt af fröken Travis, burtséð frá þeim ástæðum sem hún kann að hafa haft fyrir af- stöðu sinni. Það er ólíklegt að Dis- ney og hans lið hefðu náð að toppa myndina sem heldur óskertum öllum töfrum sínum, hugarflugi, glettni og glaðværð, hálfri öld síðar. Árið 2004 var frumsýndur í London nýr söngleikur um Maríu. Hann gekk þar í ein þrjú ár og var enn við lýði á Broadway þegar síð- ast fréttist. Söngleikurinn var fram- leiddur af hinum fræga Sir Camer- on Macintosh, sem komið hefur við sögu fjölda frægra söngleikja, svo sem Cats (sem af einhverjum ástæðum hefur aldrei verið sýndur hér), Vesalinganna og Oliver!, svo fátt eitt sé nefnt. Cameron fór að sögn á sínum tíma til fundar við fröken Travis og þá var gamla kon- an enn við sama heygarðshornið, mátti ekki heyra á það minnst að músík og söngtextar hinna banda- rísku Sherman-bræðra, sem eiga ólítinn þátt í velgengni myndarinn- ar, yrðu notaðir. Í fróðlegum annál þessarar sögu sem birtur er í leik- skrá segir að Cameron hafi þó tek- ist að telja henni hughvarf og hún hafi að lokum fallist á að nota mætti tónlist kvikmyndarinnar, ef meira efni úr bókunum yrði bætt inn í. Skömmu síðar safnaðist frökenin til feðra sinna og mæðra í hárri elli og gat því ekki lengur skipt sér af því hvað leikhúsfólkið gerði við sköp- unarverk hennar, nema hún hafi gert það eftir óbeinum leiðum. Á síðari vinnslustigum var ákveðið að bæta við nokkru af nýskrifaðri tón- list, en ekki fannst mér hún nú jafn- ast á við þá gömlu þegar ég heyrði hana í fyrsta skipti á föstudags- kvöldið fyrir viku í Borgarleikhús- inu. Ekkert á við myndina Vera má að þessi sérkennilega til- urðarsaga skýri að einhverju leyti hvers vegna söngleikurinn stendur myndinni svo mjög að baki. Hann er að uppistöðu ekki annað en endurgerð á myndinni að viðbætt- um einhvers konar málamiðlun- um gagnvart höfundarverki fröken Travis, en alls urðu bækur henn- ar um Maríu Poppins átta talsins á árunum frá 1934 til 1988 (nokkr- ar af þeim hafa raunar verið þýdd- ar á íslensku). Hér verður ekki farið út í ítarlegan samanburð, en fáein atriði finnst mér þó rétt að nefna, þar sem ég notaði tækifærið og rifjaði upp forn kynni af myndinni áður en ég mætti á frumsýninguna í Borgarleikhúsinu. Er þar þá einna fyrst til að taka, að börnin tvö, Jane og Michael, verða á sviðinu talsvert óþekkari en í myndinni. Þar eru þetta ósköp sætir krakkar sem eiga fyllilega skil- ið að fá jafn geðþekka og göldrótta fóstru og þá sem Julie Andrews skapar. Hér skilur maður hins vegar vel að María skuli gefast upp á þeim rétt fyrir hlé og tilkynna brottför sína. Í hennar stað birtist svo – eft- ir hlé – gamla barnfóstran hans pabba þeirra og er sú ekkert lamb að leika sér við, hið versta forað, satt að segja, og gefur börnunum meira að segja hákarlalýsi í stað hins bragðgóða meðals sem rann svo ljúflega niður um kverkar þeirra úr skeiðinni hjá Maríu. En sem bet- ur fer stendur þessi ógnaröld ekki lengi, María snýr fljótt aftur og er ekki lengi að losa heimilið við tröllskessuna. Siðalexíur Annað sem skilur á milli myndar og músíkals er að pabbi barnanna, bankastarfsmaðurinn George Banks (viðeigandi heiti), verður hér mun fyrirferðarmeiri persóna en í myndinni þar sem hann er meira svona þessi klassíski breski kerfis- kall, maður sem er svo upptekinn af starfi og starfsframa að hann má lítt vera að því að sinna börnunum sín- um. Öðrum þræði verður þetta fullt eins mikið saga af því hvernig hann lærir að meta þau, átta sig bæði á þeim skyldum sem hann hefur gagnvart þeim og gleðinni sem hann getur haft af þeim ef hann tek- ur þau alvarlega. Þetta er auðvitað fallegur og góður boðskapur sem á alltaf erindi. En hér eru fleiri siðferðislexíur í boði. Eina nóttina gerist það sem sé að leikföng barnanna lifna við, svona líkt og í Hnotubrjótnum, nema hvað þessi leikföng eru í hefndarhug og þjarma að krökk- unum sem hafa ekki farið alltof vel með þau. Þegar leikurinn var frum- sýndur í London voru börnin, eftir því sem heimildir herma, beinlínis dæmd til dauða af slösuðum leik- fangakörlum og leidd fyrir aftöku- sveit. Munu þau ósköp að von- um ekki hafa farið vel í alla breska uppalendur, og ekki náði sú gerð upp á Broadway og ekki heldur hingað, þó að atriðið sjálft haldi sér; já, börnin góð, þið skuluð nú muna að fara vel með dótið ykkar! Síðari hluti leiksins er næsta lit- laus samanborið við það sem geng- ur á í myndinni. Þar er Banks ekki aðeins sviptur vinnu heldur einnig kennitáknum stöðunnar – at- riðið minnir mest á meðferðina á Dreyfusi – eftir að Michael litli hef- ur með óábyrgri afstöðu sinni til fjármála orðið valdur að áhlaupi á bankann. Allt fer þó vel að lok- um, bæði í mynd og músíkali, sem heldur allar góðar formúlur í heiðri í sameiginlegum lokasöng: „Allt er hægt bar´ef þú trúir á það“, segir þar og fleira gott: „Þeir sem himin- inn þrá, munu stjörnurnar fá“, ég vitna í ágæta þýðingu Gísla Rúnars eftir minni og vona ég fari rétt með. Ætli fröken Travis heitinni hefði þótt nokkuð minna sykurbragð að þeirri lífsspeki en rómantíkinni hjá Disney? Einhvern veginn finnst mér frekar líklegt að hún hefði ekki orðið neitt hressari með það – en auðvitað skiptir það okkur engu máli; hvaða máli skipta höfund- ar yfirleitt í sönnu nútímaleikhúsi, fersku og framsæknu? Glæsilegt „show“ Leikfélag Reykjavíkur, sem setur upp sýninguna í samvinnu við Ís- lenska dansflokkinn, tjaldar öllu sem til er og útkoman er eftir því: gríðarlega flott „show“ sem fékk hlýjar viðtökur frumsýningargesta; lófatakið var ekkert mjög langt, en innilegt. Af sjónarhóli fagmennsk- unnar er þetta í rauninni fágætlega vel unnin sýning, öllum sem að henni koma til sóma; meira að segja jafnvægið á milli tónlistar og söngs, sem svo oft hefur reynst svo vand- fundið í íslenskum músík ölum, var með örfáum og frekar smávægileg- um undantekningum hnökralaust. Manni finnst varla taka því að fetta fingur út í eitt og annað smálegt sem sumt á sjálfsagt eftir að lagast þegar fram í sækir og sýningin slíp- ast. Allir sviðskraftar, ungir sem aldnir, leikarar jafnt sem söngvarar og dansarar, standa sig með prýði; maður hefur sjaldan, ef nokkru sinni, séð dansað af jafn miklu ör- yggi og fjöri á íslensku sviði. Ég hygg að fáir hafi tekið eftir því þegar tæknin bilaði í miðri frumsýn- ingunni og næsta leikmynd skil- aði sér ekki inn á réttum tíma, leik- ararnir héldu bara áfram eins og ekkert hefði í skorist og hættu ekki fyrr en Bergur Þór, leikstjóri, snar- aðist inn á sviðið með hljóðnema og stöðvaði þá, pollrólegur, eins og ekkert væri sjálfsagðara, og leysti málið með svo góðum húmor að hann nánast stal senunni frá öllum öðrum þetta kvöld. Veifaði töfra- Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Mary Poppins Söngleikur byggður á sögum P. L. Travers og kvikmynd Walt Disneys Leiktexti: Julian Fellowes Frumgerð tónlistar og söngtextar: Richard M. og Robert B. Sherman Nýir söngvar, tónlist og textar: Georges Stiles og Anthony Drewe Íslensk þýðing: Gísli Rúnar Jónsson Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon Leikmynd og myndband: Petr Hlousek Búningar: María Ólafsdóttir Danshöfundur: Lee Proud Lýsing: Þórður Orri Pétursson Sýnt í Borgarleikhúsinu / Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn Barnasýning leikársins Gríðarlega flott „show“ „Sem fékk hlýjar viðtökur frumsýningargesta; lófatakið var ekkert mjög langt, en inni- legt. Af sjónarhóli fagmennsk- unnar er þetta í rauninni fágætlega vel unnin sýning, öllum sem að henni koma til sóma.“ myND GrÍmur BjarNaSoN „Annars breyta stjörnurnar varla miklu úr þessu; ég heyri í sjónvarpinu í þessum skrifuðum orðum að upp- selt sé á fyrstu fjörutíu og fimm sýningarnar. „Þetta er kvikmynd um þig“ „Í m Talking about you“ Geir Ólafs Life of Pi Ang Lee „Ærleg plata ærlegs listamanns“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.