Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Síða 37
Menning 37Helgarblað 1.-3. mars 2013
Barnasýning leikársins
staf (kannski fenginn að láni frá
Maríu sjálfri?) og auðvitað hrukku
allar tölvur eins og skot í gang:
„showið“ rann áfram og leik-
myndlist Slóvakans Petrs Hlousek,
sumt af henni blátt áfram ægi-
fagurt, hélt áfram að streyma fram
og gleðja augun handan litskrúð-
ugrar búningaflóru.
Frammistaða leikenda er heilt
yfir afar jöfn, en sumir skara þó
fram úr. Þar langar mig sérstak-
lega að nefna Halldór Gylfason
sem dró upp hæfilega skopfærða
en þó trúverðuga mynd af Banks
pabba, Margréti Eiri sem var ægi-
lega grimm í hlutverki vondu
fóstrunnar, Guðjón Davíð, lipr-
an og líflegan í hlutverki götu-
listamannsins og sótarans Berts,
og Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur
sem vakti eftirtekt í litlu hlutverki
frú Korrí. Mér sýnist að hún mætti
vel fá fleiri og stærri tækifæri. Það
kemur engum á óvart að Jóhanna
Vigdís syngi vel og skili hlutverki
Maríu óaðfinnanlega; fyrir minn
persónulega smekk var hún ef
til vill full mikil matróna, helst
framan af, en þannig á hún sjálf-
sagt að vera samkvæmt hinum
réttu forskriftum og auðvitað frá-
leitt að gagnrýna þessa góðu leik-
og söngkonu fyrir að minna ekki
nógu mikið á blessunina hana
Júlíu Andrews. Ég held nú samt
að aðeins meiri glóð milli þeirra
Berts, svolítill erótískur spenning-
ur, hefði varla sakað – eins þótt
þetta sé í raun og veru barnasýn-
ing og ætti að vera kynnt sam-
kvæmt því.
Leikhúsið nýtur vafans
Stjörnugjöfin vefst fyrir mér að
þessu sinni – og stjörnurnar má
að sjálfsögðu ekki vanta; hvað ætli
auglýsinga- og markaðsdeildir leik-
húsanna segðu þá? Mér finnst mús-
íkalið sem slíkt varla slaga upp í
nema svo sem í mesta lagi þrjár (að
teknu tilliti til þess að það besta í því
eru fimmtíu ára gamlar melódíur),
en fagmennskan í þessari sýningu
er alveg upp á fjórar stjörnur og vel
það. Ég mun því að vanda láta leik-
húsið njóta vafans og gefa Mary
Poppins fjórar stjörnur. Annars
breyta stjörnurnar varla miklu úr
þessu; ég heyri í sjónvarpinu í þess-
um skrifuðum orðum að uppselt sé
á fyrstu fjörutíu og fimm sýningarn-
ar. Er þetta ekki bara tíu stjörnu
markaðsdeild þarna hjá Leikfélagi
Reykjavíkur!? n
„Vera má að þessi
sérkennilega til-
urðarsaga skýri að ein-
hverju leyti hvers vegna
söngleikurinn stendur
myndinni svo mjög að
baki.
S
tefán Pálsson, spurningahöf-
undur þáttarins HA?, er sér-
fróður um bjór og gerir bjór-
bannið að efni þáttarins
föstudagskvöldið 1. mars.
Tilefnið er að 1. mars árið 1989
var Íslendingum heimilað að kaupa
og drekka bjór eins og öðrum jarðar-
búum. Stefán segir bjórinn lengi hafa
verið til á Íslandi – en með hléum þó.
„Svo var vínbanni komið á árið
1915 sem molnaði niður í áföngum,
meðal annars vegna þess að fólk var
duglegt að brugga og smygla en það
sem gróf endanlega undan banninu
var þegar Spánverjar hótuðu að
hætta að kaupa af okkur saltfisk ef
við myndum ekki hefja kaup á létt-
vínum frá þeim,“ segir Stefán frá í til-
kynningu um dagskrárliðinn á Skjá
Einum.
„Samt var sá sérkennilegi háttur
hafður á að ennþá var algjört bjór-
bann. Svo kom heimsstyrjöld og her-
mennirnir reyndu í upphafi að sætta
sig við bannið en þoldu illa mikla
sterkvínsdrykkju,“ segir Stefán og
bendir á að í kjölfarið hafi framleiðsla
á bjór verið heimiluð fyrir hermenn
og sendiráðsstarfsmenn.
Aðspurður segir Stefán mjög sér-
kennilegt hve lengi bjórinn var í
raun bannaður. „Þegar málið féll á
þingi á sjöunda áratugnum var rök-
færsla eins þingmanns á þá leið að
ekki mætti leyfa bjórinn því það væri
„ekki hægt að drekka sig ofurölvi af
honum.“ En þegar við Íslendingar
fórum að sækja sólarstrandir í meiri
mæli upp úr 1980 breyttist viðhorf-
ið til drykkjarins. Svo var ákveðið
árið 1988 að bjórinn skildi leyfa 1.
mars 1989, meðal annars vegna þess
að þingmenn héldu að fyrst daginn
bæri upp á miðvikudag, yrði ekki
allt vitlaust í miðbænum. Engu að
síður varð ekki við mikið ráðið,“ seg-
ir Stefán spenntur fyrir ísköldum
Ha? í kvöld – klukkan 22.00. Bjórsér-
fræðingarnir Úlfar Linnet og Sveinn
Waage verða gestir þáttarins. n
„Fólk var duglegt
að brugga og smygla“
n Dagur bjórsins tekinn fyrir í spurningaþætti Stefáns Pálssonar
„Yfirþyrmandi
stórverk“
Les Misérables
Tom Hooper
„Meiriháttar
skemmtun“
DMC Devil May Cry
Capcom
„Ágætis sjónvarpsmynd á
sunnudagseftirmiðdegi“
Jack Reacher
Christopher McQuarrie
Stefán Pálsson „Það sem
gróf endanlega undan banninu
var þegar Spánverjar hótuðu að
hætta að kaupa af okkur salt-
fisk ef við myndum ekki hefja
kaup á léttvínum frá þeim.“