Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2013, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2013, Page 6
þetta vegna þess að hún hafði fengið sér vatn úr krananum fyrr um daginn en þá hafði enginn sagt neitt.“ Gamalt mál „Þetta er eldgamalt mál,“ segir Björn Zoëga og bendir á að vatnskerfi gam- alla húsa geti verið hættuleg þeim sem eru með slæmt ónæmis kerfi. „Það getur ræktast svokölluð her- mannaveikibaktería og hún er ekkert hættuleg neinum nema þeim sem hafa veiklað ónæmiskerfi, en það eru krabbameinssjúklingar venjulega með.“ Hann segir ekkert slíkt tilfelli hafa komið upp nýlega en að á viss- um deildum séu gerðar þær varúð- arráðstafanir að notast einfaldlega ekki við kranavatnið. Aðspurður um hvort hægt sé að laga þetta með því að skipta um lagnirnar í húsinu segir hann svo ekki vera: „Ég held að það sé búið að laga það sem er hægt að laga í svona gömlu húsi.“ Vita ekki hvort vatnið er öruggt „Mér finnst þetta hálf óhugnan- legt,“ segir dóttir konunnar. Hún segir móður sína fyrst hafa talið að 6 Fréttir 18. mars 2013 Mánudagur Níðst á þroskaskertri konu í áratugi n Tengdasonur konunnar og stjúpfaðir hennar sagðir hafa misnotaða hana báðir Á ttatíu og tveggja ára maður situr nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um að hafa misnotað þroskaskerta konu í fjóra áratugi. Greint var frá þessu í kvöldfrétt- um Ríkissjónvarpsins á laugar- dagskvöld. Þar kom fram að mað- urinn sé grunaður um að hafa byrjað að misnota konuna þegar hún var tíu ára. Misnotkunin á að hafa hafist þegar maðurinn hóf samband við móður konunnar en þau fluttust á sveitabæ á Snæfells- nesi. Móðir konunnar átti í sam- bandi við manninn um árabil og dvaldi dóttir hennar oft hjá þeim á sveitabænum. Heimildir RÚV herma að maðurinn hafi brotið gegn konunni fyrir skömmu síðan. Konan sakar einnig tvö bræður mannsins um að hafa brotið gegn sér en þeir eru báðir látnir. Konan eignaðist dóttur sem er á fullorðinsaldri en ekki er vitað hver faðir hennar er. Sambýlis- maður dóttur konunnar hef- ur viðurkennt að hafa misnotað tengdamóður sína. Komst upp um þau brot í janúar síðastliðnum og teljast þau upplýst. Segir RÚV manninn sem minnst er á í upphafi ekki hafa gengist við brotunum og er rann- sókn málsins í höndum lög- reglunnar á Akranesi. n Þ etta er bara varúðarráðstöf- un,“ segir Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans, í sam- tali við DV. Ung kona hafði samband við DV og benti á að móður hennar, sem er í krabba- meinsmeðferð á spítalanum, hefði verið bannað að drekka kranavatnið á spítalanum. Var sagt að í því gætu leynst sýkl- ar sem væru hættulegir fólki með veikt ónæmiskerfi. Björn Zoëga segir að um varúðarráðstöfun sé að ræða, en það sé þekkt að í gömlu húsnæði eins og Landspítalanum, geti ræktast hermannaveikibaktería. Hermanna- veiki getur verið lífshættuleg þeim sem eru með veikt ónæmiskerfi en dæmi eru um að fólk hafi dáið úr henni hér á landi. Mæðgunum brá Móðir konunnar var lögð inn í krabbameinsmeðferð í upphafi síð- ustu viku. Þegar hún ætlaði að fara að bursta í sér tennurnar um kvöldið lét hjúkrunarfræðingur hana fá vatnsflösku og varaði hana við krana- vatninu. „Við spurðum af hverju og hún svaraði því til að það væru svo mikið af gerlum og óhreinindum í krana- vatninu að hún mætti alls ekki drekka það. Okkur brá svolítið við n Varúðarráðstafanir á Landspítalanum n Spítalinn óttast hermannaveiki Veikri konu bannað að drekka Vatnið Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Varúðarráðstafanir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að fólk á ákveðnum deildum sé beðið um að forðast kranavatnið á spítalanum vegna varúðarráðstafana. Heimkynnin eru í vatni n Tveir létust úr hermannaveiki á Íslandi árið 2005. Yfirlæknir sóttvarna hjá Land- læknisembættinu sagði þá í samtali við Morgunblaðið að árlega greindust tveir til þrír með hermannaveiki hér á landi. n Á Vísindavefnum segir eftirfarandi um Hermannanaveiki: „Hermannaveiki orsak- ast af bakteríu sem kallast Legionella pneumophila. Sýking af völdum þessarar bakteríu greindist fyrst eftir ráðstefnu gamalla bandarískra hermanna sem haldin var á hóteli í Fíladelfíu árið 1976. Hátt í 200 manns veiktust og margir dóu. Við krufningu fannst bakterían í sýni frá lungum. Nú eru þekktar yfir 40 tegundir Legíónella–bakteríunnar en einungis fáar þeirra eru sjúkdómsvaldandi í mönnum.“ n „Náttúruleg heim- kynni bakteríunnar eru í vatni, hún þolir hitastig frá 0–63°C en kjörhitastig hennar er um það bil 30–40°C. Legíónella- bakterían getur lifað árum saman í vatns- tönkum við 2–8°C og sest oft að í lokuðum endum pípulagna stórra bygginga þar sem vatnið stendur kyrrt og hitastig er ekki hátt. Fullfrískir ungir einstaklingar geta fengið bakteríuna í öndunarvegi án þess að veikjast og er hún hættulítil í þeim tilvikum. Alvarleg veikindi verða yfirleitt hjá einstak- lingum með undirliggjandi áhættuþætti en þeir eru helstir hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmis- skerðing, áfengissýki og nýrnabilun.“ „Mér finnst þetta hálf óhugnanlegt það væri hluti af krabbameinsmeð- ferðinni að drekka ekki kranavatn en að þær hafi orðið hissa þegar þær heyrðu skýringuna. Forstjóri Landspítalans skilur áhyggjur fólks en segir þetta einmitt gert til þess að koma í veg fyrir veik- indi. „Það er búið að laga það sem hægt er að laga, við vitum ekki hvort þetta er öruggt, þannig að þetta eru bara varúðarráðstafanir.“ n Gamalt húsnæði Það getur verið erfitt að eiga við það þegar sýkingar eins og hermannaveiki hreiðra um sig í vatnslögn- um gamalla bygginga eins og húsnæðis Landspítalans, segir forstjóri Landspítalans. Gamall maður í haldi Karlmaður á níræðisaldri situr í gæsluvarðhaldi á Litla- Hrauni vegna gruns um misnotkun. Dýr leit Björgunaraðilar lögðu á sig mikla vinnu og umtalsverðan kostnað aðfaranótt sunnudags þegar þeir leituðu að fólki á Vatnajökli. Til- kynnt var um að neyðarblys hefði sést á lofti, upp af Jökulheimum. Flugvél, þyrla og leitarflokkar kembdu svæðið en hvorki fannst tangur né tetur af fólki í vanda. Kannaðar voru helstu leiðir og staðir með sex til átta bílum og tveimur snjóbílum en ekki var færi þar fyrir vélsleða. Fimm tímum eftir að leit hófst úr lofti lenti flugvél Landhelgis- gæslunnar í Reykjavík, en engin skýring hefur komið fram á því hver skaut upp blysinu. Skuldvanda ríkisins lokið Íslenska ríkið stendur ekki lengur frammi fyrir skuldavanda og er- lend skuldastaða ríkisins er orðin viðráðanleg og sjálfbær sagði Már Guðmunds- son seðla- bankastjóri á ráðstefnu í Lundúnum fyrir helgi. Þar kom fram að helsta vanda- málið væri gjaldeyrisójöfnuður þar sem landið skuldar meira í erlendum gjaldeyri en það aflar. Þá er erlend skuldastaða einkaaðila til vand- ræða. Að sögn Más er tekjuafgang- ur nú hjá ríkissjóði og fjárlaga- hallinn aðeins eitt til tvö prósent af áætlaðri landsframleiðslu Ís- lands á árinu 2013. Næstu verk- efni að mati seðlabankastjórans eru afnám fjármagnshafta, sem sé erfitt og krefjandi verkefni. Fótbrotin á Austurvelli Það var ansi mikill erill hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Á laugardagkvöldið var einstaklingur færður á lögreglu- stöð frá stórmarkaði en við- komandi var í annarlegu ástandi og grunaður um þjófnað. Hann gisti í fangageymslu. Rétt fyrir klukkan eitt um nóttina þurfti lög- reglan svo að aðstoða konu sem hafði misstigið sig við Austurvöll, hún var talin vera fótbrotin og var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar. Flytja þurfti fleiri á slysadeild í gærkvöldi því á veitingahúsi í miðborginni hafði einn dottið á höfuðið og rotast. Már Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.