Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2013, Side 22
Árni PÁll
flottastur
í tauinu
22 Fólk 18. mars 2013 Mánudagur
n Fötin skapa manninn, segir máltækið
n Á við um stjórnmálamenn sem og aðra
Gísli Marteinn Baldursson x-D
„Smart og skemmtilegur. Afslappaður stíll einkennir
hann. Gísli Marteinn er bara meðedda!“
Eygló Harðardóttir x-B
„Hef ekki hugmynd um hvernig stíl hún er með en hún
er með skíðabrekkur sem brjóst. Það nægir.“
Unnur Brá Konráðsdóttir x-D
„Minnir mig á fyrstu kærustuna mína og hún hafði
góðan smekk. Unnur er líka pínu pönk. Við viljum það.“
Róbert Marshall x-A
„Einn af fáum stjórnmálamönnum sem er vel á sig
kominn líkamlega og þess vegna lúkka jakkafötin
betur á honum en flestum öðrum.“
Helgi Hjörvar x-S
„Bono Íslands. Berst fyrir réttindum og er smekklegur
til fara – gleraugun eru síðan punkturinn yfir i-ið.“
Katrín Júlíusdóttir x-S
„Frumlegur stíll, hefur gott auga fyrir fylgihlutum á
borð við trefla sem hún á til í öllum litum, stærðum
og gerðum. Skiptir stundum treflunum út fyrir stór
hálsmen. Hugsar um heildarmyndina. Tískudrottn-
ingin – samkeppnin er reyndar ekki mikil.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson x-B
„Hefur þurft að kaupa ný föt eftir að hafa lést mikið.
Virðist nota Árna Pál sem fyrirmynd í þeim efnum.
Flottastur í fullum herklæðum á göngu um borgina
– líklega er þetta Armani- eða Boss-frakki sem hann
klæðist. Með glæsilega leðurhanska og skó í stíl. Það
þarf meiri frumleika ef hann vill ná Árna Páli.“
Jóhanna Sigurðardóttir x-S
„Alltaf stórglæsileg til fara, svo ekki sé talað um fal-
legu hálsfestarnar og skartið sem hún er alltaf með.“
Steingrímur J. Sigfússon x-V
„Alltaf til fyrirmyndar í fínum jakkafötum, klæðist
fötum í jarðlitum sem fara honum vel.“
Guðmundur Steingrímsson x-A
„Alltaf elegant en líka töff. Verslar ábyggilega í
Kormáki og Skildi.“
Ragnheiður Ríkarðsdóttir x-D
„Alltaf smart. Skýtur aldrei yfir markið. Hæfir til-
efninu.“
Magnús Orri Schram x-S
„Fínn án þess að maður taki eftir því. Sem er trikkið.
Alveg áreynslulaust.“
Birgitta Jónsdóttir x-Þ
„Fríkuð í klæðnaði en hún kemst alveg upp með það.“
Eva Einarsdóttir x-Æ
„Fylgist með því sem er í gangi og eignar sér það. Með
mjög flottan stíl og persónulegan.“
Þau voru líka nefnd til sögunnar
1 Árni Páll Árnason x-S
„Einn af fáum karlmönnum sem verður ekki ófrýnilegur með skegg.
Svo púllar hann köflótt.“
„Ber höfuð og herðar yfir aðra þingmenn þegar kemur að klæðnaði.
Hefur mest verið í tískujakkafötum með bindi en nýlega hefur hann
komið meira fram bindislaus og jafnvel í gallabuxum. Toppar svo með
því að klæðast peysum með V-hálsmáli og skyrtu undir sem fer hon-
um einstaklega vel. Hárið og skeggrótin hefur líka gert kvenþjóðina
vitlausa undanfarið.“
„Alltaf í vönduðum fötum og traustvekjandi. Klæðir sig alltaf í sam-
ræmi við tækifærið. Til sóma hvar sem hann kemur og þorir líka.“
„Sexí en samt ekki sexí.“
2 Hanna Birna
Kristjánsdóttir x-D
„Stígur aldrei feilspor í klæðnaði, hin
klassíska týpa með smá tvisti. Púllar lopa-
peysu jafnt sem dragt. Tekur stundum
sénsa en þeir virka!“
„Best klæddi stjórnmálamaðurinn
á Íslandi. Hún er alltaf óaðfinnan-
leg til fara – og hrikalega smart.“
„Alltaf svo smart, ekki of formleg
en alltaf svo elegant.
Svo er hún líka
alltaf vel til höfð,
bæði vel máluð
og hárið á henni
fallegt.“
„Klæðir
sig alltaf
í samræmi við
tækifærið
3-7 Katrín Jak-
obsdóttir x-V
„Hefur svo sannarlega sinn eigin
stíl og fyrir það má hún fá hrós.
Litrík og skemmtileg! Upplífg-
andi að hafa konu eins og hana
á þingi!“
„Hún er ekki með neitt kjaftæði í
fatavali. Er með sinn eigin stíl og
hefur haldið honum.“
Álitsgjafar
n Ágúst Bjarnason framleiðandi
n Björk Eiðsdóttir blaðamaður
n Erla Tryggvadóttir útvarpskona
n Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður
n Harpa D. Benediktsdóttir markaðsfulltrúi
n Ingibjörg Lárusdóttir söngkona
n Ína Valgerður Pétursdóttir söngkona
n Óli Hjörtur Ólafsson stuðpinni
n Íris Björk Tanya Jónsdóttir athafnakona
n Rósa Birgitta Ísfeld tónlistarkona
n Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður
3-7 Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir x-D
„Flott kona sem kann að klæða
sig smekklega.“
„Skvísa með töffaralegt yfirbragð
– fíla það.“
3-7 Bjarni Bene-
diktsson x-D
„Smekkmaður á föt og stíl. Einfaldur en
samt svo virðulegur. Á líka nóg af pen-
ingum til að kaupa góð og falleg föt.“
„Smekklegur og flottur í tauinu. Alltaf
með puttann á púlsinum, hvað tískuna
varðar að minnsta kosti! Karlmennskan
uppmáluð í klæðaburði.“
3-7 Heiða Kristín
Helgadóttir x-Æ
„Skemmtileg og klár. Svo er hún
mjög smart.“
„Klassísk og dömuleg með einfald-
an smekk sem klikkar aldrei.“
3-7 Jón Gnarr x-Æ
„Af því að hann er eini stjórnmála-
maðurinn sem fer almennilega út
fyrir boxið í klæðavali, en er samt
yfirleitt töff og fer ekki nema ör-
sjaldan yfir strikið.“
„Bleikur „tuxedo“ og Obi Wan
Kenobi-skikkja. Eitt orð: Snilld.“