Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Side 9
Fréttir 9Miðvikudagur 12. júní 2013 n Fyrrum ríkisfyrirtæki malar gull fyrir hluthafa sína n Með einokunarstöðu á markaði A rðgreiðslur út úr upplýs- ingafyrirtækinu Já til hlut- hafa fyrirtækisins síðast- liðin fjögur ár nema samtals um 900 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningum fé- lagsins. Já er upplýsingaveita sem var stofnuð árið 2005 utan um rekstur 118 og Símaskrárinnar en fyrirtækið var þá í eigu íslenska ríkisins í gegn- um Símann hf. – fyrirtækið var svo einkavætt á því ári þegar eignarhalds- félagið Exista keypti það. Núverandi hluthafar Já upplýs- ingaveitna eru fjárfestasjóður í eigu Auðar Capital og framkvæmdastjór- inn Sigríður Oddsdóttir auk Katrínar Olgu Jóhannesdóttur. Sjóður Auðar á 85 prósenta hlut í Já upplýsingaveit- um og eignarhaldsfélag í eigu Sig- ríðar og Katrínar á 15 prósenta hlut í fyrirtækinu. Móðurfélag Já heitir Eignarhaldsfélagið Njála ehf. Stærstur hluti arðsins var greidd- ur út til fyrri hluthafa Já, Skjá miðla ehf., árið 2010 en núverandi hluthaf- ar keyptu fyrirtækið í lok þess árs. Skjá miðlar ehf. fengu 500 milljóna króna arð frá fyrirtækinu árið 2010 auk sölu- verðs Já sem nam um milljarði króna. Síminn var eigandi Skjá miðla og því á endanum eigandi Já á þessum tíma. Árið áður, 2009, höfðu Skjá miðlar, fengið 150 milljóna króna arð frá fyr- irtækinu. Í ársreikningi Já fyrir árið 2011 er svo gerð tillaga um útgreiðslu 250 milljóna króna arðs, um fjórðungs- hlutar af kaupverði fyrirtækisins árið 2010, til hluthafanna. Ársreikningur- inn fyrir 2012 liggur ekki fyrir en ætla má að arðurinn hafi verið greiddur út til hluthafanna í fyrra líkt og gerð var tillaga um. Rekstur Já er því ansi góður þar sem mikill rekstrarafgang- ur rennur til hluthafa í formi arð- greiðslna. Tekjur Já hafa numið rúm- um milljarði króna síðastliðin tvö rekstrarár sem ársreikningar liggja fyrir um. Mínútugjald alltaf rukkað Þjónusta Já er alls ekki ókeypis, líkt og fram kom í DV á mánudaginn. Fyrir- tækið rukkar viðskipavini sína minnst um 160 krónur þegar þeir hringja og biðja um símanúmer hjá tilteknum aðilum. Upphafsgjaldið er 85 krón- ur en strax bætast 75 krónur við það gjald. Já rukkar viðskiptavininn svo um 75 krónur fyrir hverja mínútu sem bætist við þar á eftir. Flest sím- töl til Já eru hins vegar frekar stutt og því er algengast að samtölin vari í innan við mínútu. Þessi þjónusta sem 118 býður upp á var áður veitt af ríkisfyrirtækinu Símanum sem var einkavæddur árið 2005. Þá keypti eignarhaldsfélagið Exista Símann og stofnaði sérstakt dótturfélag utan um starfsemina sem kallað var Já. Þar að auki kom fram í blaðinu að ef viðskiptavinurinn biður um að láta tengja sig við símanúmer kosti það 50 krónur aukalega. Samkvæmt verðskrá fyrirtækisins kostar slíkur flutningur 39 krónur en viðskipta- vinur fær óumbeðið SMS-skilaboð með númerinu sem kostar 11 krón- ur. Eitt 20 sekúndna símtal þar sem beðið er um símanúmer og í kjölfar- ið tengingu við símanúmerið kostar því 210 krónur fyrir viðskiptavininn. Samkvæmt athugun DV er viðskipta- vinum ekki gerð grein fyrir þessum kostnaðarauka, hvorki við flutn- inginn né SMS-skilaboðin. SMS- skilaboðin eru því falinn kostnaðar- auki fyrir viðskiptavini Í samtali við DV á mánudaginn sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, að þar sem Já væri í einokunarstöðu við að veita íslenskum viðskiptavinum upplýsingar um símanúmer hér á landi þá ætti fyrirtækið að rukka við- skiptavini um gjald sem væri nálægt kostnaðarverði. „Það er að segja að þeir rukki það sem það kostar þá að veita hana.“ Þetta virðist hins vegar ekki vera raunin hjá Já þar sem mikill rekstrarhagnaður er af starfseminni; hagnaður sem svo er greiddur út til hluthafa í formi arðs. Segir þjónustuna ódýra í alþjóðlegum samanburði Sigríður Margrét Oddsdóttir, fram- kvæmdastjóri og einn af hluthöfum Já, segir að þjónustan sem Já veitir í síma- verum sínum sé ódýr í alþjóðlegum samanburði. Hún segir að sambærileg þjónusta í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi sé dýrari en hér á landi – þjónustan er einnig rekin af einkaaðilum í þessum löndum. „Það hefur verið stefna okk- ar frá því Já var stofnað að skila góð- um rekstri. Við höfum farið í gegnum alls konar hagræðingaraðgerðir til að tryggja að svo megi verða. Varðandi verð fyrir þjónustu 118 þá er verðið fyrir þessa þjónusta eitt það lægsta sem þekkist í Evrópu. Ef þú skoðar hvað kostar að hringja í sambærilega þjónustu í nágrannalöndum okkar og í Bretlandi þá er verðið hjá okkur um það bil 1/3 til 1/4 af verðinu þar.“ Hún nefnir Svíþjóð og Noreg sem dæmi um lönd þar sem þjónustan er þetta miklu dýrari en hér á landi. Sigríður segist vera stolt af því að Já hafi bæði getað boðið þjónustuna á lægra verði en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar á sama tíma og félagið skilar góðri rekstrarniður- stöðu. Framkvæmdastjórinn undir- strikar að fyrirtækið bjóði einnig upp á ókeypis símanúmeraleit á internetinu og að viðskiptavinir fé- lagsins séu alls ekki nauðbeygðir að hringja í 118 og biðja um símanúmer með tilheyrandi kostnaði. Rekstrarhagnaður upp á nærri 300 milljónir Aðspurð hvort sá mikli rekstrar- hagnaður sem Já skilar – 280 millj- ónir árið 2011 og 270 milljónir árið 2010 – þýði ekki að Já geti veitt ís- lenskum neytendum ódýrari þjón- ustu en fyrirtækið hefur gert segir Sigríður: „Það er væntanlega mark- mið allra sem eru í fyrirtækjarekstri að skila hagnaði (...) Þegar kemur að arðsemi fyrirtækisins þá er það okk- ar hlutverk að reka fyrirtækið með sem bestum hætti með hagsmuni hluthafa, viðskiptavina og starfs- manna að leiðarljósi.“ Sigríður segir að hluthafar, við- skiptavinir og starfsmenn Já séu allir ánægðir og að mikilvægt sé að halda jafnvægi á milli þessara þriggja hópa í fyrirtækjarekstri til lengri tíma litið. „Arðsemin er góð, viðskiptavinirn- ir eru ánægðir og starfsmennirnir eru ánægðir. Það þarf að halda jafnvægi á milli þessara þriggja haghópa,“ seg- ir Sigríður en persónuleg hlutdeild hennar í 250 milljóna króna arð- greiðslunni sem ráðgert var að greiða út úr Já í fyrra nemur 18,75 milljónum króna. n „Það er væntanlega markmið allra sem eru í fyrirtækjarekstri að skila hagnaði Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 900 milljóna arður frá 118 á fjórum árum Allir ánægðir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, segir að hún sé stolt af þjónustunni sem fyrirtækið veitir: Hluthafarnir séu ánægðir, viðskiptavinirnir og starfsmennirnir. Einkavædd ríkisþjón- usta n Tilkynnt var um stofnun Já í lok ágúst árið 2005 eftir að eignarhaldsfélagið Exista keypti Símann af íslenska ríkinu fyrir nærri 70 milljarða króna. Exista hafði keypt Símann af íslenska ríkinu eftir einkavæðingarferli í byrjun ágúst 2005. Þegar Já var stofnað var vefsíðan Simaskra.is, sem í dag heitir Já.is, stofnuð. Í frétt um stofnun Já í ágúst 2005 kom fram að nýja félagið ætti að reka upplýsingaþjónustuna 118, sjá um Símaskrána og rekstur vefjarins Símaskrá.is. Starfsmenn félagsins voru þá um 140 og störf- uðu flestir þeirra við símsvörun hjá 118. Í árslok 2011 störfuðu 117 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Innhringiþjónustan sem 118 veit- ir var því áður rekin af íslenska ríkinu og var hluti af þeirri starf- semi sem Exista keypti þegar fé- lagið keypti Símann árið 2005. Já var svo í eigu Símans og Exista, sem var yfirtekið af kröfuhöfum félagsins eftir hrunið 2008, þar til árið 2010 þegar Sigríður, Katrín og fjárfestingasjóður Auðar keypti fyrirtækið út úr dótturfé- laginu Skjá miðlum ehf. fyrir um milljarð króna. 10. júní 2013 J á, 118 rukkar viðskiptavini minnst um 160 krónur þegar þeir hringja og biðja um að- stoð við að finna símanúmer. Upphafsgjaldið er 85 krónur en strax á fyrstu sekúndu samtals- ins bætast 75 krónur við, sem er mínútugjald fyrir fyrstu mínútuna. Ef þú biður um að láta tengja þig við símanúmer, þannig að þú þurfir ekki að slá það inn í símann þinn sjálfur, kostar það 50 krón- ur aukalega. Samkvæmt verðskrá fyrirtækisins kostar slíkur flutn- ingur 39 krónur en viðskiptavinur fær óumbeðið SMS-skilaboð með númerinu sem kostar 11 krónur. Samkvæmt athugun DV er við- skiptavinum ekki gerð grein fyr- ir þessum kostnaðarauka; hvorki við flutninginn né SMS-skilaboð- in. SMS-skilaboðin eru því falinn kostnaðarauki fyrir viðskiptavini. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna segir að ekki eigi að veita viðskiptavinum SMS þjónustu sem þeir biðja ekki um og viti í raun ekki að þeir séu að borga fyrir. „Það er lágmark að viðskiptavinur geti valið sig frá því,“ segir hann í samtali við DV. Hann veltir því einnig fyrir sér af hverju fólk þurfi SMS skilboðin þegar það hefur hringt og fengið tengingu við númerið og bæti við að 11 krónur fyrir slíka þjónustu sé í raun falinn kostnaður. Já.is er upplýsingaveita sem var stofnuð árið 2005 utan um rekstur 118 og Símaskrárinnar og fjöl- margir nýta sér þá þjónustu sem þar er boðið uppá. Það getur hins vegar verið kostnaðarsamt að hr- ingja í 118 og sér í lagi ef alltaf er óskað er eftir því að 118 tengi þig við númerið sem beðið er um. Símafyrirtækin bæta ofan á Með tilkomu netsins má gera ráð fyrir að færri hringi í 118 en áður. Upphæðin 160 krónur kann að virðast lág en þegar hringt er í hverri viku, eða jafnvel daglega, er upphæðin fljót að verða há. Í hvert skipti sem þú hringir í 118 borgar þú 85 krónur í upp- hafsverð auk mínútugjalds sem er 75 krónur, eins og áður segir. Fari símtalið yfir mínútu bætast aðr- ar 75 við. Rukkað er fyrir hverjar 60 sekúndur. Biðji viðskiptavinur- inn um áframtengingu kostar það 39 krónur en samkvæmt upplýs- ingum frá 118 þá kostar 11 krónur aukalega að fá sendar upplýsingar um símanúmer með SMS-skila- boðum. Kostnaðurinn við áfram- tengingu er því 50 krónur. Snjallforritin kosta líka Athygli skal vakin á því að verð- skráin sem hér er gefin er sú sem 118 rukkar símafyrirtækið sem viðskiptavinurinn er hjá. Verðskrá já.is er því einskonar heildsölu- verð en símafyrirtækin leggja svo sína álagninu ofan á þá rukkun. Álagning fyrirtækjanna getur ver- ið mismunandi. Já.is býður einnig upp á ja. is snjallforritið. Það kostar 169 krónur á mánuði eða 2.028 krón- ur á ári. Eins er boðið upp á 118 snjallforritið en bent skal á að það er einungis flýtihnappur sem gef- ur þér samband við þjónustufull- trúa og kostar það sama og að hr- ingja í 118. Ofrukkað? Jóhannes Gunnarsson segir í samtali við DV að þar sem Já 118 sé einokunarfyrirtæki, fyrirtæki sem er eitt á sínum markaði, eigi fyrirtækið að rukka sannvirði fyr- ir þjónustuna. „Það er að segja að þeir rukki það sem það kostar þá að veita hana.“ DV hefur ekki upplýsingar um hvað það kostar að veita þjón- ustuna sem Já gerir. Ljóst er að eitt örstutt símtal, þar sem þegin er tenging við númerið sem beðið er um, kostar 210 krónur. Ljóst er af dæmunum sem fylgja greininni að það marg- borgar að fyrir snjallsímaeigendur að hlaða niður smáforritinu sem Já 118 býður upp á. Eftir því sem DV kemst næst er „appið“ ekki í boði fyrir iPhone notendur. n 16 Neytendur 10. júní 2013 Mánudagur Í góðu lagi að frysta grænmeti n Grænmeti geymist í 10 til 12 mánuði í frysti G rænmeti er hollt og við ætt- um að borða sem mest af því. Því miður helst grænmeti ekki ferskt lengi og margir bregða því á það ráð að frysta bæði græn- meti og ávexti. Næringarfræðilega séð hefur frysting á grænmeti ekki mikil áhrif. Flest grænmeti hentar ágætlega til frystingar en það þarf þó að gæta þess að það sé ferskt áður en það er fryst. Það er því gott ráð að notfæra sér þegar grænmetistegund- ir eru á tilboði og kaupa þá ríflega af því grænmeti og skella því í frystinn. Um þetta er fjallað á síðunni Leið- beiningastöð heimilanna en þar seg- ir að allt grænmeti sem á að frysta þurfi að forsjóða. Þetta eigi þó ekki við um papriku og spergilkál. Forsuðutíminn er misjafn en gef- ið er sem dæmi að forsjóða þurfi blómkál í 4 til 5 mínútur, blaðlauk í 2 mínútur og gulrætur í 5 til 6 mínútur en það fer þó eftir stærð. Þá þurfi að kæla grænmetið hratt eftir forsuðuna en það sé gert með því að láta vatnið renna vel af, pakka grænmetinu inn, merkja það og koma strax í frystinn. Auk þess sé vel hægt að frysta unnið rauðkál. Geymsluþol grænmetis í frysti sé að jafnaði 10 til 12 mánuðir. Það er því tilvalið að rækta sem mest af grænmeti í sumar og frysta það eftir að það er tekið upp í sumar. Heimilið á þá nóg af grænmeti til að endast í allan vetur. n gunnhildur@dv.is 246,5 kr. 242,4 kr. 246,3 kr. 242,2 kr. 246,2kr. 242,1 kr. 246,5 kr. 242,4 kr. 248,9 kr. 242,4 kr. 246,3 kr. 242,2 kr. Eldsneytisverð 10. júní 2013 BenSín DíSilOlía Sérlega heillandi n Matargestur sem snæddi á Grill- inu á Hótel Sögu hafði samband og lýsti sérstakri ánægju með kvöldstund á staðnum. Nýbúið er að skipta um innréttingar á staðn- um og hefur það heppnast sérlega vel. Þessi gamalgróni veitinga- staður hefur gengið í endurnýj- un lífdaga og er sérlega heillandi. Þjónustan og maturinn var hvoru- tveggja óaðfinnanlegt. Eina sem hægt er að setja út á er að ekki var lambakjöt í boði. Og stað- urinn er í sjálfri Bændahöllinni! Verðlagning úr takti n Lastið fær Tokyo Sushi. „Ég versla afskaplega mik- ið hjá þeim, fer þangað um það bil einu sinni í viku, stundum kaupi ég bara fisk, en finnst gaman að kaupa kjúkling líka. Það sem vekur furðu mína er verð- lagið en til dæmis er bakki með fjórum kjúklingabitum, Kjúklinga katsu á 590 krónur, sem er mjög sanngjarnt verð. Átta bitar af BBQ kjúklinga sushi, BBQ maki kostar 890 krónur, sem er líka sanngjarnt verð. Hinsvegar kostar Kjúklinga tvenna, sem eru átta bitar með smá salati, 1.590 krónur. Það borgar sig þess vegna að kaupa þrjá Kjúklinga katsu bakka miðað við þessa verðlagningu. Kostnað- urinn við þessa átta bita, Kjúklinga tvennuna, virðist því vera mjög úr takti við annað á þessum góða stað.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Grænmeti Tilvalið er að frysta grænmetið og eiga í vetur. Flestir hafa heyrt um ráðið að setja farsíma sem blotnar í hrísgrjón. Hér eru nokkur atriði sem ber að forðast: n Ekki reyna að kveikja á síman- um. Það getur eyðilagt rafhlöðuna. n Ekki nota hárblásara á símann. Síminn þolir ekki svo mikinn hita. n Ekki setja hann í örbylgjuofninn Annað örþrifaráð sem gengur endanlega frá símanum þínum. n Ekki reyna að flýta fyrir hrís- grjónaráðinu með því að setja símann í hrísgrjónum út í sólina. Það virkar ekki og á mjög heitum og sólríkum dögum getur hitinn eyðilagt símann. Að þurrka síma n Rukka fyrir SMS án þess að spyrja n Eitt símtal kostar minnst 160 krónur Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Falinn kostnaður við að hringja í 118 Borgar fyrir byrjaða mínútu Þegar DV leitaði til Póst og fjarskipta­ stofnunar varðandi gjaldtöku hjá síma­ fyrirtækjunum fengust þær upp lýs ingar að áður hafi fyrsta gjaldtímabilið verið 20 sekúndur og viðbótartímabilið til dæmis 1 sekúnda hjá Símanum en 10 sekúndur hjá Vodafone. Nú hafi nær öll fyrirtækin lengt gjaldtímabilin í 60/60 sekúndur. Það þýðir að þegar notandi hefur talað í 61 sekúndu hefur hann greitt fyrir tvær mínútur. Greitt er fyrir hverja byrjaða mínútu. Þessi lenging gjaldtímabila sem hefur orðið smátt og smátt á liðnum árum sé í raun dulin verðhækkun því að meðaltali eigi neyt­ andinn ætíð um hálft gjaldtímabil ónotað þegar hverju símtali lýkur. Neyt­ andinn sé þannig rukkaður fyrir þjónustu sem aldrei er veitt. Verðskrá 118 Upphafsverð 85 kr. Mínútuverð 75 kr. Áframtenging 39 kr. SMS í kjölfar áframtengingar 11 kr. Dæmi — 1 Hringir 300 sinnum – 48.000 kr. 20 símtöl fara yfir mínútu – 1.500 kr. 150 áframtengingar (með SMS) – 7.500 kr. Samtals: 57.000 kr. Dæmi — 2 Hringir 150 sinnum – 24.000 kr. 50 símtöl fara yfir mínútu – 4.250 kr. 100 áframtengingar (með SMS) – 5.000 kr. Samtals: 33.250 kr. Dæmi — 3 Hringir 50 sinnum – 8.000 kr. 10 símtöl yfir mínútu – 750 kr. 40 áframtengingar (með SMS) – 2.000 kr. Samtals: 10.750 kr. Dýr þjónusta Það margborgar sig að finna símanúmer á netinu frekar en að hringja í 118. MynD: PhOtOS.cOM „Það er lágmark að viðskiptavinur geti valið sig frá því. Verðskrá 118 Upphafsverð 85 kr. Mínútuverð 75 kr. Áframtenging 39 kr. SMS í kjölfar áframtengingar 11 kr. Dæmi 1 Hringir 300 sinnum – 48.000 kr. 20 símtöl fara yfir mínútu – 1.500 kr. 150 áframtengingar (með SMS) – 7.500 kr. Samtals: 57.000 kr. Dæmi 2 Hringir 150 sinnum – 24.000 kr. 50 símtöl fara yfir mínútu – 4.250 kr. 100 áframtengingar (með SMS) – 5.000 kr. Samtals: 33.250 kr. Dæmi 3 Hringir 50 sinnum – 8.000 kr. 10 símtöl yfir mínútu – 750 kr. 40 áframtengingar (með SMS) – 2.000 kr. Samtals: 10.750 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.