Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Side 15
Það er íkorninn sem dansar á trjátoppunum Ég er mjög hrifin af Pinot Grigio Óttarr Proppé – Alþingi Áslaug Arna á beinni línu – DV.is Skólavandi – samfélagsvandi S vo virðist þessa dagana að menn séu á einu máli um að skólakerfið sé í djúpstæðum vanda. Þetta er ekki í fyrsta sinn. Aftur á móti eru menn ekki á eitt sáttir í hverju sá vandi felst. Núna beinist umræðan mjög að brotthvarfi nemenda í framhalds- skólum og ljóst að margir horfa á það sem vanda sem þarf að finna lausn á. Það er sitt að hverju sem ruglar þessa umræðu. Í fyrsta lagi er það sú ofureinföldun sem hér á sér stað. Brotthvarf er afleiðing af löngu ferli. Við þurfum að læra að vinna á því. Við þurfum að laga það sem veld- ur því. Og vera má að það sé ekki einungis að finna í framhaldsskóla. Þetta er ekki vandi nemendanna heldur skólanna og samfélagsins. Ef við vinnum með orsakirnar þá lög- um við afleiðingarnar. Nemendurn- ir sem þarna eiga í vanda eiga sér til dæmis ekki málsvara. Það er hluti vandans. Annað er að fara varlega með tölurnar en ekki sletta þeim um eins og þær séu á síðasta söludegi. Í nýlegum, öflugum en svolítið ruglingslegum sjónvarpsþáttum, er þetta einkennandi. Fullyrðing- um er slengt fram en þær ekki út- skýrðar. Dæmi: Strákum gengur verr í skóla en stelpum. Rangt. Á heildina má sjá ýmislegt sem rennir undir það stoðum að fleiri strákum gangi verr í skóla en stúlkum. Hins vegar eru margir strákar sem standa sig vel. Sumir dúxar á stúdentsprófi eru strákar en aðrir þá stelpur. Í sumum deildum HÍ eru nær ein- göngu strákar. Nýnemar sem voru duglegastir á mælikvarða einkunn- ar og lokinna eininga í Flensborg síðasta skólaár voru strákar. Það eru fleiri strákar en stelpur í þeim skóla og sú staðreynd endurspegl- ast í senn í útskrift og brottfalli. Þetta er alls ekki einfalt mál. Annað dæmi: Konur fara frekar í háskóla en strákar. Satt, en af hverju? Meðal annars vegna þess að fjölmargar námsgrein- ar (kvennagreinar samkvæmt sögunni) sem áður voru í sérskóla (Hjúkrunarskólinn, Þroskaþjálfa- skólinn, Kennaraskólinn) voru fluttar upp á háskólastig. Þá eru konur að sækja í sig veðrið á öðrum sviðum svo sem lögfræði, læknis- fræði og svo framvegis. Þar af leið- andi liggur frama- og menntunar- leið stelpna í gegnum háskóla og bóklegt nám í vaxandi mæli. Enn eitt dæmið: Kynjahlutföll kennara í skólum, sérlega leik- skóla og grunnskóla, eru vanda- mál fyrir stráka. Rangt. Kynjahlut- föll í skólum eru samfélagslegt vandamál. Það er alveg jafnslæmt fyrir stúlkur og drengi að kennarar þeirra séu eingöngu konur. Það að nemendur sjái ekkert nema konur í leikskóla og frameftir grunnskóla (og raunar í vaxandi mæli í fram- haldsskólum) skekkir mynd allra af samfélaginu. Og loks, tengt þessu: Femín- isminn í skólunum er að drepa drengina. Aftur rangt. Ef það væri rétt mætti spyrja sem svo: Ef skólinn er svona femínískur hvers vegna sýna ungar konur þess ekki merki með því að taka öflugri stöðu gegn nauðgunum, aukinni sjálfsvirðingu sem og virkari jafn- réttisumræðu og baráttu? Það er ljómandi gott að berj- ast fyrir úrbótum en ofangreind- ar fullyrðingar eru ekki nothæfar í umræðunni á þann hátt sem oftast er gert. Í raun eigum við að einbeita okkur að úrbótum í skólamálum. Og það er langt ferli. Skólinn er ekki átaksverkefni. Skólinn er þroskandi og eflandi. Hann undirbýr fólk fyrir lífið en ekki næstu helgi. Þær þjóð- ir sem best standa í þessum mál- um eru að einbeita sér við að finna lausnir og úrbætur í skólamálum. Ekki vinna keppni í Pisa, Timms eða OECD heldur leysa þetta verk- efni innan skólanna. Við höfum verk að vinna, en það þarf samtakamátt, skýra sýn og úr- ræði. Ekki slagorð. Umræða 15Miðvikudagur 12. júní 2013 Aðsent Magnús Þorkelsson aðstoðarskólameistari við Flensborg Hún er bara horfin Einar Mikael töframaður sem týndi dúfunni sinni. – DV „Dæmi: Strákum gengur verr í skóla en stelpum. Rangt. K ynjahalli er vinsælt orð í jafnréttisumræðunni. Jafn- rétti kynjanna snýst orðið að mestu um það að sami fjöldi sé af hvoru kyni í öll- um störfum eða að minnsta kosti þar sem hallað hefur á konur. Í þeim tilgangi voru sett lög um jafna stöðu karla og kvenna. Og til að sjá um framkvæmd laganna var sett á stofn Jafnréttisstofa sem heyrir undir vel- ferðarráðherra. Jafnframt skipar ráð- herrann ellefu manna Jafnréttisráð þar sem allir eru tilnefndir af frjáls- um félagasamtökum úti í bæ nema formaðurinn, sem ráðherra skip- ar án tilnefninga. Þessi félagasam- tök eiga það flest sameiginlegt að berjast fyrir hagsmunum kvenna og standa fyrir ákveðinni hugmynda- fræði um réttindi kvenna. Sama á við um þann sem ráðinn var sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Samkvæmt lögunum á Jafnréttisráð að vera Jafnréttisstofu og ráðherra til ráðgjafar um faglega stefnumót- un í málum sem tengjast jafnrétti kynjanna. Það sem er merkilegt í allri þessari kynjahallaleiðréttingu er að kynjahallinn er mestur hjá þeim sem eiga að sjá um framkvæmd lag- anna. Í Jafnréttisráði hafa konur alla tíð verið í miklum meirihluta sem er auðvitað ekki skrýtið þegar hin ýmsu hagsmunafélög kvenna til- nefna í ráðið. Framkvæmdastjórinn var auðvitað sóttur í sama félags- skap og allir starfsmenn Jafnréttis- stofu, fyrir utan einn, eru konur. Lögin sjálf eru meingölluð, ekki bara hvað varðar glórulaust skipulag á yfirstjórn jafnréttismála, held- ur eru þau hrákasmíð að efni til. Lög sem gera ráð fyrir mismunun geta ekki verið jafnréttislög. Sama á við um lög um fjölda hvors kyns í stjórnum fyrirtækja þar sem geng- ið er freklega á eignarrétt manna í þeim tilgangi að jafna hlut kvenna. Skiptir þá engu máli hvers konar fyr- irtæki er um að ræða og hverjir eigi þar hagsmuna að gæta. Við göngum miklu lengra en aðrar þjóðir í þeim göfuga tilgangi að auka hlut kvenna í atvinnulífinu. Enginn áhugi virðist hins vegar vera á löggjöf til að jafna kynjahallann á hinn veginn þar sem við á. Löggjöf af þessu tagi er ekki að undirlagi kvenna almennt. Flestar konur eru á móti öllum forréttind- um í lögum. Þær telja slíkan for- gang óþarfan enda muni menntun og starfsreynsla leysa þennan kynjahalla af sjálfu sér, þar sem konur vilja og ætla að hasla sér völl. Upplifun margra þeirra í núver- andi lagaumhverfi er sú að fram- gangurinn sé vegna kynsins en ekki eigin verðleika. Að þær séu settar í einhvern minnihlutahóp sem eigi undir högg að sækja í hinu frjálsa samfélagi og þurfi því að njóta sér- stakrar verndar og forgangs í lög- um. Sú hugmyndafræði sem ráðið hefur í jafnréttisumræðunni síðustu ár og endurspeglast talsvert í störf- um jafnréttisyfirvalda er að konur séu í veikri stöðu í karllægum heimi. Sumir ganga lengra og tala um kúg- un karla á konum með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Því verði með lögum að tryggja stöðu kvenna sér- staklega umfram karla. Það mun aðeins leiða til þess að hugmyndir um að konur séu að einhverju leyti minnimáttar sem hópur, og þurfi því sérstaka vernd umfram hitt kynið, muni festast í sessi með alvarlegum afleiðingum til lengri tíma litið. Það er kominn tíma til að láta af þessari kynjahallaumræðu og leyfa einstaklingnum að njóta sín á þeim sviðum sem hann kýs. Þótt eflaust sé best að hafa bæði kynin á sem flest- um sviðum og fjölbreytni í fyrirrúmi verður því ekki alltaf við komið. En ruglum því ekki saman við jafnrétti og færum jafnréttismálin ekki í far kynjastríðs eða átaka. Jafnréttismál á villigötum? Aðsent Brynjar Níelsson „Lög sem gera ráð fyrir mismunun geta ekki verið jafn- réttislög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.