Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Qupperneq 22
M
yndlistarmaðurinn Hlyn
ur Hallsson á hrós skilið
fyrir að hafa fundið lausn
ina á ráðgátunni um um
hverfisspjöllin í Mývatns
sveit. Fyrstu fréttir af málinu bentu
til þess að um unglinga hafi verið að
ræða, einhverja skemmdarvarga,
sem hefðu „spreyjað“ á viðkvæma
náttúru og skemmt hana. Um
hverfisstofnun notaði hugtakið
„náttúruterrorismi“ sem vekur upp
hugrenningatengsl við hryðjuverk
framin af öfgahópum.
Níðingur fundinn
Hlynur kom auga á tengsl milli
skemmdarverkanna og listaverka
eftir þýska myndlistarmanninn
Julius von Bismarck. Myndir af
skemmdar verkunum voru til sýn
is í galleríi í Berlín. Viðbrögðin sem
birtust í fréttum hér heima voru
skýr. Náttúruníðingurinn var fund
inn. Lögreglan í Mývatnssveit sendi
málið Alþjóðadeild ríkislögreglu
stjóra. Maður hálfpartinn beið eft
ir því að Julius von Bismarck yrði
fluttur í handjárnum til Íslands.
Julius von Bismarck hefur reynt
að útskýra gjörðir sínar. Hann seg
ir að hann hafi ekki sjálfur framið
umhverfisspjöllin, heldur sjálfstæð
ir listamenn sem hafi sent honum
verkið. Hann segir breytinguna á
náttúrunni fyrst og fremst sjónræna,
ekki sé verið að skemma plöntur
eða valda dýrum skaða – heldur sé
tilgangur verksins að vekja okkur til
umhugsunar um það sem stendur
okkur á hverjum degi fyrir sjónum.
Villtist af leið
Eflaust hefur Julius ekki reiknað
með hve heitt Íslendingar elska
nátt úr una sína. Og hve mikil virðing
er borin fyrir henni hér á landi.
Honum hefur alls ekki dottið í hug
að hann yrði alræmdasti náttúru
níðingur landsins. Ég gef mér það
að Bismarck hafi lagt af stað í þetta
ferðalag með góðan ásetning en
einhvers staðar villst af leið.
En það hafa fleiri villst af leið.
Það er ekki eðlilegt að alræmd
asti umhverfisníðingur landsins sé
listamaður í Berlín. Hans spellvirki
(ef spellvirki skal kalla) komast ekki
í hálfkvist við þann skaða sem virtir
borgarar í jakkafötum hafa unnið á
landinu á síðustu árum.
Óafturkræf náttúruspjöll
Bara á síðustu vikum hafa birst frétt
ir af ástandi í Lagarfljóti. Þar hef
ur verið unnið mikið tjón vegna
Kárahnjúkavirkjunar sem hrein
lega gleypti í sig risavaxið land
flæmi. Aðrir ráðamenn í jakkafötum
vilja leggja veg í gegnum vernd
að hraun í nágrenni Garðabæjar og
Hafnarfjarðar. Fréttir berast af mik
illi mengun frá Hellisheiðarvirkjun
og ný ríkisstjórn virðist ekki ætla
að setja umhverfismál á oddinn –
heldur virðist áætlunin frekar að
stinga umhverfisráðuneytinu niður
í skúffu.
Þetta eru raunveruleg vanda
mál. En þeir sem eru ábyrgir eru
ekki uppnefndir náttúruníðingar.
Þeir eru alþingismenn, skipulags
fræðingar, borgarfulltrúar eða ráð
herrar. Þessir menn eru ekki eltir af
Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra eða
rannsakaðir af sérsveit lögreglunnar
í Mývatnssveit.
Hættuleg orðræða
Mál Julius von Bismarck er dæmi um
þegar orðræða fer úr böndunum.
Að tala um „náttúruterrorisma“ og
„náttúruníðing“ í þessu samhengi
gerir umræðuna ýkta og skrum
skælda. Þegar listamaður frá Berlín
er orðinn höfuðóvinur íslenskrar
náttúru – ígildi hryðjuverkamanns
erum við komin á villigötur.
Kannski er rangt hjá mér að
halda að reiði okkar í garð Bis
marcks byggi á virðingu okkar fyr
ir náttúru landsins. Kannski viljum
við bara eiga einkarétt á að eyði
leggja hana. n
22 Menning 12. júní 2013 Miðvikudagur
S
íðan M. Night Shyamalan sló
eftirminnilega í gegn með
myndinni The 6th Sense hef
ur hann haldið í ákveðin höf
undareinkenni sem veita honum
töluverða sérstöðu. Umfjöllunar efni
hans eru á yfirnáttúrulegum nótum
en mannlegi þátturinn alltaf í for
grunni. Þessar yfirnáttúrulega að
stæður, verða einhvers konar heim
spekilegar vangaveltur um eðli
mannsins í erfiðum aðstæðum.
Barist við óttann
Myndin gerist í framtíðinni. Í aðal
hlutverkum eru Will Smith og son
ur hans Jaden Smith. Þeir brotlenda
á óbyggðri jörð og þurfa að kljást
við geimveru sem er sérhönnuð til
þess að nema ákveðin ferómón sem
mannslíkaminn gefur frá sér þegar
óttinn grípur um sig.
Will Smith leikur hermanninn
Cypher Raige sem hefur unnið bug
á óttatilfinningunni. Hann er því
einskonar ofurhetja og þarf hann
að leiðbeina syni sínum í gegnum
hinar ýmsu hættur til að senda út
neyðarkall. Feðgarnir þurfa að tak
ast á við hætturnar sem leynast á
þessari framtíðarjörð og eina leiðin
til þess, er að sigrast á óttanum.
Fallegur boðskapur
Þetta er falleg bíómynd með fall
egan boðskap. Hún er hins vegar
langt frá því að vera gallalaus. Ég
hef verið duglegur að hrósa mynd
um fyrir góða kvikmyndatöku.
Þessi mynd á slíkt hrós ekki skilið.
After Earth er skotin með glænýj
ustu háskerputækni á mjög falleg
um tökustöðum en myndatakan er
„stabíl“ og leiðinleg og snýst meira í
kringum samtal feðganna en heim
inn í kringum þá.
Jaden sem er 15 ára gamall er að
springa úr gelgju og skortir þessa
leiftrandi framkomu sem einkenn
ir föður hans. Will Smith er aft
ur á móti í einhverju því leiðinleg
asta hlutverki á ferlinum. Persónan
sem hann leikur á að vera óttalaus
en er því miður líka húmorslaus og
persónuleikasnauð. Hvað er fúttið í
því að vera óttalaus ef maður verður
í kjölfarið leiðinlegur?
Ekki að virka
Að blanda saman djúpum og alvar
legum pælingum inn í sumarsmell
inn er ekki að virka. Ég gæti vel trúað
því að stíll M. Night Shyamalan eigi
betur við í litlum listrænum bíó
myndum. Hins vegar hefur óttinn
verið mér hugleikinn síðan ég kom
út af myndinni. Ætli það sé ekki
einnar og hálfrar stjörnu virði. n
After Earth
IMDb 4,7 Metacritic 33
Leikstjóri: M. Night Shyamalan
Leikarar: Jaden Smith, Will Smith, Sophie
Okonedo
Bíómynd
Leifur Þór Þorvaldsson
skrifar
Þungur sumarsmellur
After Earth Jaden Smith fetar í fótspor föður síns.
Hinir raunverulegu
náttúruníðingar
Myndlist
Símon Birgisson
simonb@dv.is
n Orðræðan í kringum meint náttúruníð Julius von Bismarck er úr takti við raunveruleikann
„Það er ekki
eðlilegt að al-
ræmdasti umhverfis-
níðingur landsins sé
listamaður í Berlín
Grapevine
fagnar afmæli
Fyrsta tölublað tímaritsins
Grape vine kom út þann 13. júní
árið 2003. Blaðið fagnar nú tíu
ára afmæli sínu. Anna Andersen,
ritstjóri Grapevine, segir að þess
um tímamótum verði fagnað með
veislu næstkomandi fimmtudags
kvöld á Kex Hostel. „Grapevine á
að vera vettvangur fyrir fólk til að
tjá skoðanir sínar,“ segir Anna og
bætir við: „Blaðið er fyrir ferða
menn og þann hluta fólks í sam
félaginu sem tjáir sig á ensku þó
svo íslendingar gluggi í blað
ið líka því oft eru teknir öðruvísi
vinklar á málefni líðandi stundar.“
Anna ólst upp í Bandaríkjun
um en heimsótti Ísland á hverju
sumri. Hún segir vinnu sína sem
ritstjóri Grapevine hafa breytt sýn
sinni á land og þjóð. “Grapevine
er gagnrýninn fjölmiðill og ég hef
lært mikið sem ritstjóri blaðsins.”
Lokatónleikar
Sinfóníunnar
Síðustu tónleikar Sinfóníu
hljómsveitar Íslands verða
haldnir á fimmtudagskvöld.
Á efnisskránni eru verk eftir
Ludwig van Beethoven og Sergei
Prokofíev. Í konsert fyrir þrjú
einleikshljóðfæri; píanó, selló
og fiðlu eftir Beethoven munu
þrír hljóðfæraleikarar Sinfóní
unnar koma fram. Það eru þau
Ari Þór Vilhjálmsson, Sigurgeir
Agnarsson og Anna Guðný Guð
mundsdóttir. Anna Guðný segir
tónleikana afar spennandi. Nú
sé öðru ári hljómsveitarinnar í
Hörpu að ljúka og hljómsveitin
sé að verða heimavön. „Það hef
ur verið frábær aðsókn í vetur og
við erum farin að læra á húsið
og salinn.“ Stjórnandi á tónleik
unum er Osmo Vänskä.