Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Qupperneq 26
R
ussell Brand á nýja kær-
ustu og slúðurmiðlar í Bret-
landi fjalla ítarlega um málið
enda er umrædd stúlka, Al-
essandra Balaz, 23 ára dótt-
ir hótelmógulsins og milljarðamær-
ingsins, Andre Balazs.
Alessandra og Russell sáust fyrst
saman í Feneyjum í aprílmánuði
og lentu á Heathrow flugvelli í síð-
asta mánuði. Russell var afslappað-
ur í inniskóm og frjálslega til fara að
vanda og Alessandra sömuleiðis og
virtist fara vel á með þeim.
15 ára aldursmunur
Ungi hótelerfinginn setti inn ný-
lega mynd á Instagram af ævisögu
Russell; My Booky Wook og slúður-
miðlar sem rýna í Instagram reikn-
ing hennar segja ljóst að sambandið
sé ekki nýtt af nálinni. Alessandra
hafi greinilega verið að hitta Russell
í þó nokkra mánuði. Aldursmunur-
inn á milli þeirra er töluverður, eða
heil 15 ár.
Eins og frægt er orðið entist hjóna-
band Russells og Katy Perry aðeins í
14 mánuði og nú þegar nærri því 2 ár
er liðin frá því að gengið var frá skiln-
aðnum, virðist hann hafa hitt ástina
eftir óróleikatíma.
Glímdi við kynlífsfíkn
Russell hefur verið orðaður við mik-
inn fjölda kvenna frá því að hann
skildi við Katy.
Í viðtali við Esquire tímaritið sagði
hann upp og ofan af kvennamálum
sínum og kynlífsfíkn sem hann glím-
ir við.
Þá viðurkenndi hann að hafa skað-
að fólk með eigingirni sinni. „Ég hef
örugglega skaðað aðra með sjálfelsku
minni, og ég myndi vilja vera giftur, ég
gef bara ekki frá mér þá strauma um
þessar mundir, sagði hann þá og vildi
meina að hann gæfi frekar frá sér kyn-
ferðislega strauma.
Oft í slúðurpressunni
Russell varð frægur á skömm-
um tíma í Bretlandi og er oft milli
tannanna á slúðurpressunni. Hann
er 38 ára gamall og sló fyrst í gegn
sem kynnir í breska þættinum Big
Brothers Big Mouth árið 2004.
Fyrsta stóra hlutverkið fékk hann
árið 2007 í myndinni St. Trinian og
varð þekktur árið 2008 í Bandaríkj-
unum eftir hlutverk sitt í myndinni
Forgetting Sarah Marshall. Síðan þá
hefur hann leikið í Get Him to the
Greek (2010), Hop (2011) og Arth-
ur (2011).
Í slúðurpressunni er oft fjallað
um hvatvísi hans og sérvisku. Hann
hefur viðurkennt kynlífs- og eitur-
lyfjafíkn sína á opinberum vettvangi
og var rekinn frá MTV eftir að hafa
klætt sig upp eins og Osama bin
Laden á verðlaunahátíð á vegum
stöðvarinnar. Þá sagði Russell af sér
á BBC eftir símagabb þar sem hann
lék leikarann Andrew Sach grátt.
Hann hefur verið handtekinn alls 12
sinnum á ævi sinni. Hann hefur hins
vegar ekki snert á eiturlyfjum að eig-
in sögn síðan árið 2003 svo líkast til
er þeim kafla í ævi hans lokið.
Búlimía og geðhvarfasýki
Ef til vill má rekja erfiðleika hans á full-
orðinsárum til æskunnar. Móðir hans
veiktist af krabbameini þegar hann
var ungur að árum og bjó hann hjá
ættingjum á meðan hún glímdi við
veikindin. Hann var beittur kynferðis-
legu ofbeldi af kennara sínum aðeins
átta ára gamall og fjórtán ára gam-
all þjáðist hann af lotugræðgi. Þegar
hann var sextán ára var hann kom-
inn í neyslu. Með aðstoð félagsmála-
yfirvalda tókst að snúa óheillaferli
Russell við. Hann kláraði leiklistar-
nám sitt með bravúr frá Drama Centre
í London og hefur síðan þá verið einn
af litríkustu bóhemum borgarinnar.
Hann lýsir sjálfum sér og klæðaburði
sínum sem sadómasókískri útgáfu af
Willy Wonka. Hann er greindur með
ADHD og geðhvarfasýki og hefur að
auki gengið í gegnum skeið þar sem
hann hefur skorið sjálfan sig. n
kristjana@dv.is
26 Fólk 12. júní 2013 Miðvikudagur
Filippus á spítala
E
lísabet II Bretlandsdrottn-
ing eyddi mánudagskvöldinu
á spítala. Sjálf er hún reynd-
ar við hestaheilsu en drottn-
ingin var að heimsækja eiginmann
sinn, Filippus prins, sem varð 92
ára gamall á mánudaginn. Filippus
er að jafna sig eftir skurðaðgerð og
mun þurfa að dvelja á spítala í tvær
vikur til viðbótar en er talinn munu
ná fullum bata á næstu tveimur
mánuðum. n
Jólabrúðkaup?
n Jennifer Aniston og Justin Ther-
oux hafa seinkað brúðkaupi sínu
til jóla ef marka má Mail online.
Ástæðan mun vera sú að bæði
eru þau upptekin í vinnu á næstu
mánuðum og Jennifer vill plana
brúðkaupið vel sem á að vera
stórt.
Billy selur
n Það hef-
ur ekki mikið
heyrst frá Billy
Joel á undan-
förnum misser-
um, en hann komst
í fréttirnar fyrir að selja hús sitt á
tæpa tvo milljarða króna. Húsið
sem er á Miami er með sjö svefn-
herbergjum og átta baðherbergj-
um.
Hannar fyrir Kmart
n Nicki Minaj hannar fatalínu
fyrir lágvöruverslunina Kmart
í Bandaríkunum. Hún leggur
áherslu á að kvenlegar línur fái
sín notið. „Ég geri þetta fyrir kon-
ur sem vilja sýna kynþokka sinn,“
segir Nicki.
Strákatími hjá Brad
n Brad Pitt og sonur
hans Pax Jolie-
Pitt, eru stadd-
ir í Ástralíu um
þessar mund-
ir þar sem Brad
er við vinnu. Þeir
skelltu sér í bátsferð
í lögreglubát og virtust skemmta
sér vel saman feðgarnir.
Stjörnu
fréttir
Íris Björk
Jónsdóttir
n Brand komin með nýja kærustu n Alessandra er 23 ára hótelerfingi
n Elísabet heimsótti eiginmanninn
92 ára gamall
Filippus prins fagnaði
afmælinu á spítala.
Litríkur bóhem
í Lundúnaborg
Russell og nýja kærastan
Alessandra er erfingi mikilla auð-
æfa og aðeins 23 ára gömul.
Sadómasókískur Willy Wonka Russell
er iðulega á milli tannanna á slúðurpress-
unni og ákaflega litríkur einstaklingur.
Afmæli Russell fagnaði nýlega 38 ára
afmæli sínu. Aldursmunurinn á honum og
Alessöndru er 15 ár.
„Ég hef ör-
ugglega
skaðað aðra
K
annski lýtaaðgerðin hafi borg-
að sig? Að minnsta kosti hef-
ur tónlistarframleiðandinn
Chinga Chang boðið hinni
skrautlegu Amöndu Bynes hip-hop
plötusamning.
Nickeolodeon stjarnan útbrunna
hefur verið á hraðri niðurleið síðustu
misseri en tónlistarframleiðandinn
virðist telja henni það til tekna og
ætlar að markaðssetja hana sem
vandræðagemlinginn sem hún er.
Amanda sem var handtekin á
dögunum hafði lýst yfir óánægju
sinni með mynd sem tekin var af
henni á lögreglustöðinni og fór í að-
gerð í kjölfarið.
„Pabbi minn er jafn ljótur og
RuPaul. Til allrar hamingju lít ég
ekki út eins og þau bæði. Ég fór
í nefaðgerð eftir handtökuna og
nefið mitt er frábært núna,“ skrif-
aði bandaríska leikkonan Amanda
Bynes á samfélagsmiðilinn Twitter
eftir aðgerðina. n
Amanda landar plötusamningi
n Verður markaðssett sem vandræðagemlingur
Vandræðagemsi Amanda Bynes hefur þrátt fyrir allt landað útgáfusamningi og nú má
fólk eiga von á því að heyra hana syngja hip-hop.