Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Qupperneq 2
deilur enda í dómsal
Áralangar fjölskyldu-
2 Fréttir 10. júlí 2013 Miðvikudagur
n Eigendur Milestone og forstjórinn ákærðir fyrir kaup félagsins á hlutabréfum Ingunnar í fyrirtækinu
S
tjórnendur eignarhaldsfé
lagsins Milestone voru síð
ur en svo sáttir við að þurfa
að borga Ingunni Wern
ersdóttur, systur aðal
eigenda Milestone, fimm milljarða
króna fyrir 28 prósenta hlut henn
ar í eignarhaldsfélaginu árið 2005.
Gengið var frá viðskiptunum árið
2005 og bárust greiðslurnar til henn
ar á árunum 2006 og 2007. Bræð
ur Ingunnar, Karl og Steingrímur,
hafa nú verið ákærðir vegna við
skiptanna auk fyrrverandi forstjóra
Milestone, Guðmundi Ólasyni, og
þriggja endurskoðenda hjá KPMG.
Tölvupóstar, og önnur gögn sem
DV hefur undir höndum, varpa tals
verðu ljósi á málið, meðal annars
því að stjórnendurnir hafi talið
verðið sem Ingunn fékk fyrir hlutinn
vera of hátt. Embætti sérstaks sak
sóknara telur að viðskiptin kunni að
hafa verið umboðssvik og þar með
brot á almennum hegningarlögum.
Greiðslurnar frá Milestone til
Ingunnar eru meðal þeirra gern
inga sem skiptastjóri Milestone,
Grímur Sigurðsson, hefur höfðað
riftunarmál út af, fyrir dómi. Tel
ur skiptastjórinn að skoða verði
greiðslurnar sem lán til Ingunnar
þar sem ekkert hafi komið á móti
milljörðunum inn í þrotabú Mile
stone. Hann telur að greiðslurnar til
Ingunnar geti verið brot á lögum um
einkahlutafélög.
Hugsun bræðranna með greiðsl
unni til Ingunnar var sú að þeir væru
með henni að kaupa eignarhlut
Ingunnar í Milestone og tveimur
dótturfélögum og notuðu þeir pen
inga eignarhaldsfélagsins til þess.
Ingunnarmálið er því bæði komið til
kasta sérstaks saksóknara – ákæran
verður þingfest í september – sem
og til skiptastjóra Milestone.
„Einræðisherrann“ Karl
Áður en gengið var til samninga við
Ingunni tókust systkinin á um við
skiptin. Karl vildi kaupa Ingunni út
á lægra verði en Steingrímur mun
hafa sett sig upp á móti því og því var
hlutur hennar keyptur á hærra verði
en ella. Karli mun hafa sviðið þetta
og hefur samband hans við Stein
grím og systur sína ekki verið gott
eftir þetta.
Steingrímur mun svo sjálfur hafa
viljað selja sinn hlut í félaginu en
Karl mun hafa talað hann inn á að
gera það ekki því þeir bræður þyrftu
að standa saman. Steingrímur mun
hafa látið undan þrýstingi frá bróður
sínum en sambandi þeirra má lýsa
þannig að Karl hafi ætíð verið sterki
aðilinn, líkt og Steingrímur sagði
sjálfur í yfirheyrslu hjá sérstökum
saksóknara þegar hann lýsti bróð
ur sínum sem „einræðisherra“ og
siðblindum einstaklingi. Steingrím
ur réði alltaf ákaflega litlu hjá Mile
stone þrátt fyrir að eiga stóran hlut
í fyrirtækinu og sitja í stjórn þess og
vissi hann yfirleitt lítið eða ekkert
um daglegan rekstur þess.
Eftir að Ingunn seldi sig út úr
Milestone gerðist hún nokkuð um
svifamikil á sviði fjárfestinga í menn
ingu og listum. Hún stofnaði félag
sem heitir Inn Fjárfesting og fjárfesti
meðal annars í Stradivariusfiðlu,
sem íslenskur fiðluleikari hefur haft
til umráða, umtalsverðum fjölda
listaverka og svo keypti hún gamla
Borgarbókasafnið í Þingholtsstræti
af norska málaranum Odd Nerdrum
árið 2007. Heilmiklar framkvæmdir
hafa verið við húsið síðan og sér ekki
fyrir endann á þeim.
Skilyrði Werners
Viðræðurnar vegna viðskiptanna
við Ingunni höfðu staðið yfir í
nokkurn tíma áður en áðurnefnd
lending fannst. Fjárfestingafélag
ið Milestone hafði verið stofnað
með fjármunum frá föður þeirra,
Werners Rasmussyni apótekara.
Werner hafði auðgast á lyfjabrans
anum og meðal annars verið fram
kvæmdastjóri og stjórnarformað
ur lyfjafyrirtækisins Pharmaco um
árabil. Hann var einn af stofnend
um lyfjafyrirtækisins Delta sem
aftur sameinaðist Pharmaco síðar
undir nafninu Actavis. Hann eign
aðist einnig Ingólfsapótek sem síð
ar varð hluti af keðjunni Lyfjum
og heilsu sem bræðurnir eiga enn
saman í dag – Karl á 60 prósent og
Steingrímur 40.
Werner greiddi þeim arf fyrir
fram árið 1999 setti hann það sem
skilyrði að systkinin settu peninga
inn í fjárfestingafélag sem þau ættu
saman og Karl ætti að stjórna. Ef
eitthvert þeirra systkina vildi ekki
taka þátt í stofnun fjárfestingafé
lagsins áttu hin systkinin að kaupa
viðkomandi út á tilteknu verði.
Heimildir DV herma að upphaf
lega hafi Steingrími þótt verðið sem
honum var boðið of lágt til að hann
tæki ekki þátt í félaginu. Hann og
Ingunn tóku því bæði þátt í stofnun
Milestone en áttu þó bæði eftir að
vilja losna út úr félaginu síðar. Karli
leist ekki vel á þá hugmynd, Mile
stone hefði þá væntanlega þurft að
borga fyrir eignarhluti þeirra beggja
í félaginu. Þetta er meðal þess sem
Steingrímur Wernersson ræddi um
í yfirheyrslunum hjá sérstökum sak
sóknara við rannsókn málsins, líkt
og greint er frá hér að ofan.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Allir ákærðir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason eru allir ákærðir út af viðskiptum Milestone við Ingunni Wernersdóttur.„Pay and
smile
Hverfist um Ingunni
Ingunnarmálið hverfist
um viðskipti bræðranna
Karls og Steingríms Wern-
erssona við systur sína,
Ingunni. Hún er þó ekki
ákærð í málinu þar sem
hún kom ekkert að rekstri
eða starfsemi Milestone
þrátt fyrir að eiga 28 pró-
senta hlut í félaginu.
Vita lítið um
stjórnarsáttmála
Nærri helmingur landsmanna veit
varla hvað kemur fram í stjórnar
sáttmálanum, samkvæmt því
sem kemur fram í nýjum þjóðar
púlsi Gallups. Nærri fjórðung
ur þekkir innihald stjórnarsátt
málans vel og þrír af hverjum tíu
segjast hvorki þekkja innihaldið
vel eða illa. Í könnuninni var fólk
spurt hversu vel eða illa þekkir þú
innihald stjórnarsáttmála nýrrar
ríkis stjórnar Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks.
Karlar segjast frekar en kon
ur þekkja innihald stjórnarsátt
málans vel og þeir sem eldri eru
frekar en þeir sem yngri eru. Íbúar
höfuðborgarsvæðisins segjast að
sama skapi frekar en íbúar lands
byggðarinnar þekkja innihald
hans vel og fólk með háskóla
gráðu frekar en þeir sem hafa
minni menntun að baki. Þeir sem
myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn
eða Samfylkinguna ef kosið yrði til
Alþingis eru líklegri til að þekkja
innihald sáttmálans vel en þeir
sem myndu kjósa aðra flokka.
Auka fram-
leiðslugetu
Fiskeldisfyrirtækið Haukamýri
við Húsavík hefur fengið leyfi til
að auka framleiðslugetu sína upp
í 450 tonn af bleikju og laxaseið
um á ári en hingað til hefur fram
leiðslan numið um 200 tonnum á
ári. Þetta kemur fram á vef viku
blaðsins Akureyri. Starfsleyfið
gildir til ársins 2029 en er endur
skoðað á fjögurra ára fresti.
Leyfinu fylgir sú kvöð að notuð
sé besta fáanlega tækni við meng
unarvarnir sem og að orka og vatn
sé vel nýtt en einnig þarf fyrirtæk
ið að endurbæta frárennsli.
Mikilvægi innan
landsflugsins
Innanríkisráðuneytið vinnur nú
að greiningu á mikilvægi inn
anlandsflugs fyrir hinar dreifðu
byggðir landsins. Starfsmenn
ráðuneytisins hafa undanfarið
verið á ferð og flugi um landið að
ræða málefni innanlandsflugs við
íbúa og fyrirtæki á landsbyggð
inni, að því er fram kemur á aust
urfrett.is
Það er liður í samráðsferli um
framkvæmd félagshagfræðilegr
ar greiningar á framtíð áætlunar
flugs innanlands en það er eitt af
stefnumótandi verkefnum sem
skilgreind eru í samgönguáætlun
2011–2022.
Fundirnir voru haldnir til að fá
fram sjónarmið íbúa og fyrirtækja
á nokkrum af áfangastöðum áætl
unarflugs á mikilvægi flugsins fyrir
byggðarlögin.