Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Page 14
14 Sport 10. júlí 2013 Miðvikudagur Vestfjarðavíkingurinn fór fram um helgina en keppnin hefur sjaldan verið eins jöfn og núna. Fjögur stig skildu að fyrsta og fjórða sætið en það var Andri Björnsson sem stal senunni að þessu sinni. „Það var rosalegur bardagi um fyrsta sætið og alveg frábært að ná að klára þetta,“ segir Andri en sig­ ur Andra kom nokkuð á óvart. Fyr­ ir fram var Ari Gunnarsson talinn sigurstranglegastur en Vestfjarða­ víkingur síðustu fjögurra ára, Haf­ þór Júlíus Björnsson, er erlendis að keppa í Strongman Champions League. Sigurinn kom Andra einnig skemmtilega á óvart þó hann hafi haft mikla trú á verkefninu. „Ég átti mitt besta mót og bætti mig í öllum greinum,“ en af átta grein­ um sigraði Andri í þremur: Sund­ laugargrein, legsteinagöngu og bændagöngu. „Burðargreinarn­ ar eru mín sterkasta hlið. Þar hef ég úthaldið og snerpuna fram yfir marga aðra,“ segir Andri en á móti hafi aðrir þyngd og styrk fram yfir hann þegar kemur til dæmis að réttstöðulyftu og drumbalyftu. „Ég lenti í mótorhljólaslysi árið 2007 og slasaðist illa á hné. Ég hef átt erfitt með að byggja upp 100 pró­ sent styrk í löppunum síðan en ég verð alltaf betri og betri. Líkt og fyrr sagði var keppn­ ina gríðarlega jöfn en fyrir síð­ ustu grein leiddi Andri með einu og hálfu stigi. Svo fór að lokum að Andri vann, Þröstur Ólason varð í öðru sæti, Úlfur Orri Pétursson í því þriðja og Ari Gunnarsson í því fjórða en hann var að glíma við meiðsli á ökkla að þessu sinni. Fram undan hjá Andra eru stíf­ ar æfingar en hann ætlar að mæta sterkur til leiks á Austfjarðartröll­ inu síðar í sumar. Íslenski hópurinn Stelpurnar stilltu sér upp í myndatöku áður en þær héldu utan. Meiðsli í hópnum gætu sett strik í reikninginn á mótinu. n Helena segir að Ísland eigi að geta unnið Holland n Hún gagnrýnir liðsvalið „Eigum góða möguleika“ „Varnarleikurinn gæti orðið vandamál. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is S vona fyrirfram tel ég að það séu svona 50/50 lík­ ur á að komast áfram,“ seg­ ir Helena Ólafsdóttir, fyrr­ verandi landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og núverandi þjálfari kvennaliðs Vals.“ Ísland leikur á morgun, fimmtudag, sinn fyrsta leik á EM í knattspyrnu, sem fram fer í Svíþjóð. Stelpurnar okkar mæta þá liði Noregs en landsliðs­ þjálfarinn, Sigurður Ragnar Eyjólfs­ son, hefur sagt að um lykilleik sé að ræða. Ísland mætir ógnarsterku liði Þýskalands á sunnudag og svo liði Hollands í lokaleik liðsins í riðlin­ um á miðvikudag. Tvö lið af fjórum komast upp úr riðlinum. Helena er á þeirri skoðun á hóp­ ur inn sem fer á EM núna sé að ein­ hverju leyti leikreyndari en sá sem Sigurður Ragnar þjálfari hafði í hönd un um á EM fyrir fjórum árum. Sú reynsla sumra leikmanna liðsins, að hafa spilað á stórmóti áður, muni örugglega hjálpa liðinu. Þurfum Margréti Láru í gang Helenu finnst liðið eiga góða mögu­ leika gegn Norðmönnum og Hol­ lendingum. „Riðillinn er þannig að við eigum góða möguleika í honum. Ég er þess vegna þokkalega bjartsýn.“ Hún bendir á að meiðsli hafi hrjáð lykilmenn liðsins og segir að það gæti reynst liðinu dýrkeypt þegar uppi verður staðið. Varnarmaðurinn öflugi Sif Atladóttir hefur glímt við meiðsli rétt eins og Þóra Helgadóttir markvörður. Þá er Margrét Lára Við­ arsdóttir að ná sér á strik eftir erfið meiðsli og óvíst í hversu góði standi hún verður. „Við þurfum að ná Mar­ gréti Láru í gang. Hún er með ótrú­ legt „record“ í markaskorun en virk­ aði ekki í góðu standi síðast þegar ég sá hana,“ segir Helena. Sif og Þóra séu afar mikilvægar þegar kemur að varnarleiki liðsins. Liðið megi illa við fjarveru þeirra, þó öflugar stúlkur séu til taks aftar í goggunarröðinni. Úrslit íslenska liðsins hafa ekki verið góð upp á síðkastið. Liðið hefur tapað sex leikjum af síðustu sjö. Sig­ urður Ragnar benti í samtali við DV á dögunum á að liðið hafi att kappi við afar sterka mótherja og hann hafi ekki verið ósáttur við spilamennsku liðsins. Liðið hafi átt góða spretti þó úrslitin hafi ekki verið eins hag­ stæð og oft áður. Helena segist að­ spurð ekki sammála því að liðið hafi mætt sterkari andstæðingum en áður. Skotland sé til að mynda lið sem Ísland hafi verið að vinna á um­ liðnum árum, en Ísland tapaði fyrir liðinu á heimavelli á dögunum, 3–2. Hún segir að nú komi í ljós úr hverju stelpurnar séu gerðar. Þær hafi glímt við mótbyr undanfarið en nú komi karakterinn í gegn. „Það þyngir alltaf hausinn að tapa leikjum. En ég held að þegar út í svona mót er komið þá sé enginn að spá í hvernig leikirnir hafa farið fram að því. Það ætla allir að standa sig.“ Edda ætti að vera í hópnum Athygli vakti þegar Edda Garðars­ dóttir, einn af burðarásum liðsins til margra ára, var ekki valin í hóp­ inn fyrir EM. Helena gagnrýnir þá ákvörðun þjálfarans. „Ég var hissa. Þó hennar tími inni á vellinum sé að minnka þá viltu hafa svona leik­ mann í hópnum. Þú vilt hafa hana sem bakland fyrir yngri miðjumann. Mér finnst sorglegt hvernig henni er kippt út úr hópnum rétt fyrir mót. Liðið hefði þurft á henni að halda.“ Hún bendir á að Edda hafi lengi ver­ ið afar mikilvægur hlekkur í hópn­ um. Það hafi til dæmis komið fram í EM þættinum sem sýndur var á RÚV í síðustu viku. „Ég held að reynslan sem Edda býr yfir sé vanmetinn. Hún ætti tvímælalaust að vera í þessum hópi.“ Hún bendir þó á að Sigurður Ragnar hafi eflaust sínar ástæður fyrir þessari ákvörðun. Íslandi ekki spáð góðu gengi Veðbankar eru ekki bjartsýnir fyrir Íslands hönd, nú rétt fyrir mót. Liðið er af flestum veðbönkum talið eiga minnsta möguleika á því að standa uppi sem sigurvegarar mótsins. Lík­ urnar eru 1 á móti 101 á BraOdds. com. Líkurnar á að Ísland komist upp úr riðlinum eru metnar 1 á móti 21 á sömu síðu. Eins og fram hefur komið verð­ ur leikurinn á morgun gegn Nor­ egi lykilleikur í riðlinum. Á Bet365. com eru líkurnar á norskum sigri 1 á móti 1,73 – líkurnar á jafntefli eru 1 á móti 3,6 og líkurnar á sigri Íslands 1 á móti 4,75. Það þýðir að ef einhver sem spáir Íslandi sigri í leiknum leggur eitt hundrað krónur undir, fær hann 475 krónur ef Ísland vinn­ ur. Líkurnar eru svipaðar hjá öðrum veðbönkum. Erlendir veðbankar búast því ekki við miklu af liðinu. „Vonandi toppa þær“ Helena segir við DV að liðsheildin ætti að geta orðið sterkasta vopn Ís­ lands á mótinu. Hún hefur ákveðn­ ar áhyggjur af vörninni. „Varnar­ leikurinn gæti orðið vandamál. Það er óvíst hvernig við setjum vörnina upp og hún var til dæmis ekki sann­ færandi á móti Skotum,“ segir hún en tekur fram að hún hafi ekki séð leikinn gegn Dönum, þar sem Ís­ land tapaði 2–0 ytra. Framar á vell­ inum hafi liðið leikmenn sem geta skorað mörk, eins og Margréti Láru og Hólmfríði Magnúsdóttur. Styrk­ leiki liðsins felist þó fyrst og fremst í liðsheildinni. „Vonandi toppa þær á þessu móti.“ Helena segist fyrirfram telja að liðið eigi að leggja lið Hollands, þó þar fari sterkt lið. Þá eigi liðið jafna möguleika á móti Noregi. „Fyrir­ fram var horft á þessa tvo leiki. Þeir þurfa að falla með okkur. Ef við náum blússandi varnarleik og erum skynsöm þá er allt hægt. Ég þori ekki að spá en stelpurnar eru ákveðnar að ná í átta liða úrslit. Það væri skref í rétta átt og skref sem við þurfum að taka.“ n 1 5 6 8 11 9 2 7 16 3 19 Þóra Hallbera Hólmfríður Katrín J. Katrín Ó. Margrét Lára Sif Sara Björk Harpa Ólína Fanndís Líklegt byrjunarlið Leikirnir í Svíþjóð Fim. 11. júl. 16:00 Noregur–Ísland Sun. 14. júl. 18:30 Ísland–Þýskaland Mið. 17. júl. 16:00 Holland–Ísland Hópurinn Markverðir Þóra B. Helgadóttir, Ldb Malmö Guðbjörg Gunnarsdóttir, Avaldsnes Sandra Sigurðardóttir, Stjarnan Aðrir leikmenn Katrín Jónsdóttir, Umea Dóra María Lárusdóttir, Valur Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes Ólína G. Viðarsdóttir, Valur Sara Björk Gunnarsdóttir, Ldb Malmö Katrín Ómarsdóttir, Liverpool Ladies Rakel Hönnudóttir, Breiðablik Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera Guðný Gísladóttir, Pitea Fanndís Friðriksdóttir, Kolbotn Guðný B. Óðinsdóttir, Kristianstad Dagný Brynjarsdóttir, Valur Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Glódís Perla Viggósdóttir, Stjarnan Þórunn Helga Jónsdóttir, Avaldsnes Elísa Viðarsdóttir, ÍBV Elín Metta Jensen, Valur Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjarnan Þjálfar Val Helena gagnrýnir Sigurð Ragnar landsliðsþjálfara fyrir að hafa skilið Eddu Garðarsdóttur eftir heima. Andri Björnsson er Vestfjarðavíkingurinn 2013: Sjaldan meiri spenna Úrslit 1. Andri Björnsson 56 stig 2. Þröstur Ólason 54,5 stig 3. Úlfur Orri Pétursson 52,5 stig 4. Ari Gunnarsson 52 stig 5.–6. Daníel Gerena 40,5 stig 5.–6. Skúli Ármannsson 40,5 stig 7. Valgeir Gauti Árnason 37 stig 8. Birgir Guðnason 15 stig 9. Gatis Kauzens 12 stig Stórleikur í Garðabæ KR heimsækir Stjörnuna í Garða­ bæinn og Framarar taka á móti Breiðablik í undanúrslitum Borg­ unarbikars karla í knattspyrnu. Dregið var á þriðjudag. Leikið verður 31. júlí og 1. ágúst. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik keppn­ innar í fyrra. Þar höfðu KR­ingar betur 2–1 og eru því ríkjandi bik­ armeistarar. KR­ingar höfðu einnig betur 2–1 á heimavelli í fyrstu um­ ferð Pepsi­deildarinnar, nú í sumar. Fram og Breiðablik mættust í deildarleik 30. júní síðastliðinn. Þeim leik lyktaði með jafntefli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.