Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Side 20
20 Lífsstíll 10. júlí 2013 Miðvikudagur
Þriðjudags-
ganga í Viðey
Þriðjudaginn 16. júlí verður boðið
upp á gönguferð um Viðey undir
leiðsögn bókaútgefandans Örlygs
Hálfdánarsonar. Örlygur mun
ganga með gestum um eyjuna og
deila með þeim sögum og ýmsum
fróðleik, en sjálfur er hann fæddur
og uppalinn í Viðey og þekkir sögu
hennar og náttúru því vel.
Gangan hefst klukkan 19:30 og
tekur eina og hálfa til tvær klukku-
stundir, en gengið verður frá Við-
eyjarstofu. Boðið verður upp á
aukaferðir til Viðeyjar frá Skarfa-
bakka klukkan 18:15 og 19:15 auk
þess sem kaffihúsið í Viðeyjarstofu
verður opið fram á kvöld. Síðasta
ferjan fer frá Viðey um klukkan
22:00. Nánari upplýsingar má finna
á vefsíðu Viðeyjar, www.videy.com
Gönguferðir
fyrir einhleypa
Vefsíðan einkamál.is ásamt Sam-
bandsmiðlun stendur fyrir tveim-
ur gönguferðum í sumar. Ekk-
ert kostar í göngurnar, sem verða
í auðveldara lagi og þess eðlis að
flestir ættu að ráða við þær, auk
þess sem ekki þarf að skrá sig því
fjöldatakmarkanir eru engar. Nóg
er því að mæta í göngufötum og
með góða skapið í farteskinu sem
og viljann til að kynnast skemmti-
legu fólki. Fulltrúi einkamál.is
verður á staðnum til að halda utan
um hópinn og stýra göngunni en
að öðru leyti er hver á sína ábyrgð.
Fyrri gangan verður í Heiðmörk
mánudaginn 15. júlí klukkan 18 en
sú seinni verður þriðjudaginn 30.
júlí, einnig klukkan 18, og þá verð-
ur gengið í Elliðaárdalnum. Nánari
upplýsingar má nálgast á vefsíðu
einkamál.is þegar nær dregur.
E
ric Hill er maður á þrítugs-
aldri frá Utah í Bandaríkjun-
um á ferðalagi um heiminn.
Hann ætlar sér að ferðast til
193 landa heimsins.
Eric kallar ferðalagið, The Global
Odyssey og ætlar að setja heimsmet
í að heimsækja þau á sem skemmst-
um tíma.
Nú er Eric staddur á Íslandi og
hefur kannað eldgíga og stundað
svifflug og kynnst heimamönnum.
Ástæða ferðalagsins mikla kemur
frá hjartans rótum en Eric leitast við
að færa sönnur á það að hið góða í
mannsandanum þrífst alls staðar í
heiminum við allar mögulegar að-
stæður.
Við erum eitt
„Hversu djúpt viltu fara?“ Spyr Eric
þegar hann er spurður að því hvers
vegna hann takist á hendur svo
metnaðarfullt ferðalag. Hann hikar
og segir ástæðuna margþætta. Fað-
ir hans ferðaðist mikið þegar hann
var lítill og honum fannst gaman að
heyra af því sögur. „En ástæðuna er
líka að finna í því að ég er alinn upp
í fremur strangtrúaðri kristinni fjöl-
skyldu þar sem trúin á hið góða líf
er bundin við ein trúarbrögð. Ég hef
mikla löngun til þess að afsanna þá
hugsun. Ég vil sýna fram á það að
hið sammannlega, hið góða í mann-
inum þrífst alls staðar, sama hvert
farið er og sama í hvaða aðstæð-
um maðurinn er, við erum eitt,“ seg-
ir hann þessu til áherslu og notar
orðið „awesome“ til að lýsa því góða
í manninum. „Alls staðar er fólk sem
er góðum kostum gætt. Ég leita að
því og sanna að það er alls staðar.“
Lenti í lífshættu í Sýrlandi
Eric kom til Íslands alla leið frá Súdan
og hefur nýverið lent í mikilli hættu í
Sýrlandi þegar hann hitti fjandsam-
lega uppreisnarmenn.
„Ég kom frá Súdan til Íslands og
hef fengið fjölbreytt sýnishorn af
veðri hér,“ segir hann og hlær. „Mér
finnst fólkið hér einstaklega vina-
legt,“ bætir hann við en hann leggur
sig fram við að kynnast fólki á ferðum
sínum. Það er misdjúpt á því góða í
manninum eins og Eric komst að á
ferðalagi sínu er hann hitti uppreisn-
armenn úr sveitum Jabat Al Nusra.
„Ég sat á litlu kaffihúsi í Azaz í Sýr-
landi ásamt fylgdarmanni mínum.
Við sátum þar einir þegar tveir upp-
reisnarmenn koma inn og fá sér sæti.
Við erum engin ógn við þá, hugs-
aði ég. Við erum með þeim í liði. En
ég sá að fylgdarmaður minn var mjög
órólegur. Hann sagði mér að vera ró-
legur og yfirvegaður og lét mig vita af
því að umræddir uppreisnarmenn
væru liðsmenn Jabat Al Nusra.
Jabat Al Nusra eru íslamskir öfga-
menn studdir af al-Qaeda. Liðsmenn
sveitanna eru ekki frá Sýrlandi og
hafa andstyggð á Ameríkönum. Að-
ferðir þeirra þykja hörkulegar og
óvenjulegar. Flestir þerira sem teknir
eru til yfirheyrslu birtast annað hvort
á aftökumyndböndum á Youtube
eða hreinlega hverfa af yfirborði jarð-
ar. Af þessu eru margar sögur þótt ég
viti sjálfur ekki um sannleiksgildi
þeirra.
Við reyndum að halda stillingu
okkar og ég spjallaði við þá. Ég sagði
þeim að ég væri frá Bandaríkjunum.
Þeir spurðu mig hvað mér fyndist
um Obama og ég svaraði því til að
mér stæði á sama um stjórnmál. Þeir
spurðu mig hvað ég væri að gera á
þessu svæði og ég sagðist sannleik-
anum samkvæmt leita að fólki sem
væri hamingjusamt og gæti brosað
þrátt fyrir erfiðar aðsætður. Þeim lík-
aði svarið og enduðu á því að kaupa
handa okkur drykki. Mér fannst and-
rúmsloftið strax betra.
En það breyttist. Liðsmaður þeirra
gekk inn svartklæddur frá toppi til
táar og rifaði aðeins í augun. Hann
heimtaði að sjá vegabréfin okkar og
var ógnandi í tilburðum. Ég leyfði
honum að líta á það. Svo flýttum við
okkur að borga reikninginn og stig-
um út.
Þá urðum við fyrst alvarlega
hræddir. Úti stóð stór hópur upp-
reisnarmannana og virtust hafa
safnast saman við innganginn til að
athuga stöðu okkar.
Fylgdarmaður minn heyrði þá
tala saman. Þeir halda að við séum
njósnarar, sagði hann skelkaður
og fór að reikna út hvert við gætum
hlaupið á flótta.
Kvaddi foreldra sína
Ég tók upp símann og sendi foreldr-
um mínum skilaboð. Ég sagði þeim
að ég elskaði þá og bar þeim mína
hinstu kveðju.
Einn uppreisnarmanna nálgað-
ist mig og greip í mig. Hann sagðist
vilja fylgja okkur á fund leiðtoga síns.
Á meðan beðið var eftir brottför tók
hann myndavélina og renndi í gegn-
um myndirnar. Hann staðnæmd-
ist við mynd af mosku og spurði mig
hvort ég væri múslimi.
Ég neitaði því en útskýrði áhuga
minn á trúarbrögðum og hamingju.
Hann virtist mildast við þetta og
þegar ég sagði honum bugaður frá
því að ég væri aðeins að leita að bros-
um, virtist allur vindur úr honum.
Okkur var sleppt og við prísuðum
okkur sæla en þetta var skelfilegasta
atvik sem ég hef upplifað á ferðalagi
mínu. Ég hef horft í byssuhlaup í Afr-
íku, oftsinnis verið nærri því að falla
af bröttum bjargbrúnum, lent í miðri
fílahjörð og margsinnis verið í hættu-
legum aðstæðum. En þessar þrjátíu
mínútur voru skelfilegastar.“
Eric gerir ráð fyrir því að dveljast á
Íslandi í nokkra daga en næst liggur
leið hans til Noregs. „Það hefur ver-
ið endurnærandi í alla staði að dvelj-
ast hér,“ segir hann glaður í bragði. n
Ætlar að sækja
193 lönd heim
n Eric Hill staddur á Íslandi n Stefnir á heimsmet n Í lífshættu í Sýrlandi „Hið góða
þrífst
alls staðar
Á Íslandi Eric hefur heimsótt fjölda landa nú þegar, hann ætlar sér að setja heimsmet og
ferðast til 193 landa á sem skemmstum tíma.
Í Sýrlandi Skelfilegasta lífsreynsla Erics var í Azaz í Sýrlandi þegar hann komst í kynni við
uppreisnarmenn úr sveitum Jabat Al Nusra, íslamskra öfgamanna styrktum af al-Qaeda.
Í Bláa lóninu Eric er sæll og
glaður á friðsömu Fróni. Hingað
kom hann frá Súdan.
Minnismiðar
fyrir sálina
Catlin Boyle var orðin þreytt á að
hlusta á fólk brjóta sig sjálft niður.
Neikvæðar athugasemdir um útlit,
stöðu eða lífsstíl voru orðnar yfir-
þyrmandi og hún fann hreinlega
til með þeim sem höfðu ekki meira
sjálfsálit. Hún setti því af stað Oper-
ation Beautiful, eða „Fallegu Að-
gerðaráætlunina“.
Hún felst einna helst í því að
fólk skilur eftir minnismiða á víð og
dreif. Hvort sem það er á almenn-
ingssalernum, í sundlauginni eða
bara hvar sem er. Á miðann set-
ur þú uppörvunarorð, hvatningu
eða fallega hugleiðingu og merkir
hann heimasíðunni og verkefninu.
Miðarnir eiga að hvetja samferða-
fólk okkar áfram og gleðja. Ef þú vilt
geturðu tekið mynd af miðanum og
sent Caitlin myndina, en þú finn-
ur verkefnið hér: www.operation-
beautiful.com
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Ferðir