Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Síða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 31. júlí 2013
Straumur bauð gæslunni þyrlur
n Þrír aðilar gerðu tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna
F
járfestingarbankinn Straum
ur var einn þeirra þriggja aðila
sem gerðu tilboð í leigu á sjúkra
þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna.
Tilboðið var gert fyrir hönd einhvers
þriðja aðila sem DV hefur ekki heim
ildir fyrir hver er. Fyrir skömmu endur
samdi Landhelgisgæslan við norskt
fyrirtæki um leigu á tveimur björg
unarþyrlum fyrir 720 milljónir króna
á ári en gæslan samdi fyrst við norska
fyrirtækið fyrir sex árum. Ekki er vitað
hver þriðji tilboðsgjafinn var.
Þeir tveir aðilar sem stóðu að til
boðunum tveimur sem ekki var tekið
eru ekki sáttir við að tilboði norska fyr
irtækisins hafi verið tekið samkvæmt
heimildum DV. Þeir vilja meina að
Landhelgisgæslan hafi ekki tekið betri
tilboðunum sem bárust og í stað þess
samið við norska fyrirtækið aftur þrátt
fyrir hagstæðari tilboð annars staðar
frá. Tilboð þessara tveggja aðila snér
ust um kaupleigu á þyrlum sem áður
höfðu verið notaðar á olíuborpöllum
og gekk annað tilboðið út á þrjár þyrl
ur fyrir 320 milljónir á ári. Heimildir
DV herma hins vegar að breyta hefði
þurft þyrlunum til að gera þeir hæfar
til sjúkraflugs og að sá kostnaður hefði
fallið á ríkissjóð. Með tímanum hefði
Landhelgisgæslan svo eignast þessar
þyrlur á grundvelli kaupleigusamn
inganna.
Sá kvittur hefur heyrst að óeining
hafi verið á milli Landhelgisgæslunn
ar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
um málið en málefni gæslunnar heyra
undir innanríkisráðuneyti hennar.
Samkvæmt þessu á ráðherrann að
hafa verið ósáttur við að hafa ekki
fengið að kynna sér tilboðin tvö áður
en þeim var hafnað og gengið var til
samninga við norska fyrirtækið. Sátt
mun þó vera um viðskiptin við Norð
mennina á milli ríkisstjórnarinnar og
Landhelgisgæslunnar.
Heimildir DV herma jafnframt
að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leigja
frekar þyrlur en að kaupa þær þar
sem staðan á ríkissjóði sé einfaldlega
þannig að ekki sé verjandi að leggja út
í kaup á þyrlum. n
TF-Líf Þrjú tilboð bárust í þyrluleigu til
gæslunnar og átti Straumur eitt þeirra.
Ármann Ármannsson:
Missti Setbergslandið
til Landsbankans
Laun á mánuði: 508 þús.
Eignir: 657 milljónir
10 Ármann Ármannsson á útgerðarfyrirtækið
Ingimund hf. en hann tók líka
þátt í óskyldum fjárfestingum
á tíma góðærisins. Þannig má nefna að
Landsbankinn þurfti að afskrifa nærri
fjögurra milljarða króna skuld félags-
ins Gráfells ehf. sem var að fullu í eigu
eignarhaldsfélagsins Látra sem aftur er í
eigu Ármanns. Gráfell hafði verið stórtækt
í kaupum á svokölluðu Setbergslandi
í Garðabæ þar sem ætlunin var að
skipuleggja byggð sem ekkert varð af og
leysti bankinn landið til sín. Ármann var
skattakóngur Reykjavíkur árið 2006 þegar
hann greiddi hæstu opinberu gjöld allra í
höfuðborginni, tæpa 161 milljón króna. Þá
tók hann þátt í uppkaupum á hesthúsum
á svokölluðu Gust-svæði í Kópavogi árið
2006 sem síðar var selt til Kópavogsbæjar
í umdeildri sölu.
Björgólfur Guðmundsson:
96 milljarða króna
afskriftir
Laun á mánuði: 440 þús.
11 Björgólfur Guðmunds-son, fyrrverandi
eigandi og stjórnarfor-
maður Landsbankans hefur
verið nefndur afskriftakóngur
Íslands. Hann var persónulega lýstur
gjaldþrota og er talið að íslenskir bankar
hafi þurft að afskrifa alls 96 milljarða
króna vegna skulda hans og félaga hans.
Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis skulduðu félög tengd Björgólfi ís-
lensku bönkunum alls 150 milljarða króna
og þar af Landsbankanum 90 milljarða
króna. Samson eignarhaldsfélag skuldaði
Landsbankanum 32 milljarða króna
en félagið átti stóran hlut í bankanum
sjálfum. Þá skuldaði Grettir eignarhalds-
félag Landsbankanum 28 milljarða króna
og Fjárfestingafélagið Grettir 21 milljarð
króna en þessi félög héldu utan um hluta-
bréf Björgólfs í Eimskipum og Icelandic
Group.
Karl Wernersson, fjárfestir:
90 milljarða afskrift
vegna Milestone
Laun á mánuði: 240 þús.
Eignir: 568 milljónir
12 Talið er að Lands-bankinn og Glitnir hafi
þurft að afskrifa allt að 90
milljarða króna vegna skulda
Milestone og fleiri félaga sem tengdust
Karli Wernerssyni en ekki er búið að ljúka
skiptum á Milestone. Langstærsti hluti
skuldanna var hjá Glitni en þar skulduðu
félög tengd Milestone alls 95 milljarða
króna en síðan skuldaði tryggingafyrir-
tækið Avant, sem var í eigu Askar Capital
Landsbankanum 14 milljarða króna við
hrunið. Í byrjun júlí greindi Fréttablaðið frá
því að Karl hefði verið ákærður af embætti
sérstaks saksóknara ásamt Steingrími
bróður sínum fyrir umboðssvik og brot
á bókhaldslögum. Tengdust meint brot
fimm milljarða króna greiðslu Milestone
til Ingunnar, systur þeirra, þegar hún var
keypt út úr Milestone.
Finnur Ingólfsson, fjárfestir:
Fimm milljarða afskrift
hjá Íslandsbanka
Laun á mánuði: 137 þús. kr.
Eignir: 800 milljónir
13 Finnur Ingólfsson, fyrrverandi við-
skipta- og iðnaðarráðherra
og seðlabankastjóri var
stórtækur í fjárfestingum fyrir
bankahrunið. Kröfuhafar eignarhaldsfé-
lagsins FS7, sem var í eigu Finns, þurftu
að afskrifa rúmlega fimm milljarða króna
kröfur sem þeir lýstu í bú félagsins. FS7
var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2011.
Eini kröfuhafi FS7 var Íslandsbanki sem
átti 5,2 milljarða króna kröfu sem ekkert
fékkst upp í. Þrátt fyrir þetta ríflega fimm
milljarða gjaldþrot FS7 ehf. heldur móð-
urfélags þess, Fikt ehf., eftir tæplega 400
milljóna króna arði sem greiddur var út úr
FS7 á góðærisárinu 2007. Fikt er enn þá
starfandi og á Finnur Ingólfsson allt hluta-
fé í félaginu. Félagið heldur meðal annars
utan um hlutabréf Finns Ingólfssonar í
skoðunarfyrirtækinu Frumherja.
Róbert Wessman, fjárfestir:
Fjárfesti í Glitni á
síðustu metrunum
Laun á mánuði: 0 þús.
14 Salt Investments, eignarhaldsfélag
Róberts Wessmann fjár-
festis og eins af eigendum
samheitalyfjafyrirtækisins
Alvogen, niðurfærði skuldir og kröfur um
nærri 12 milljarða króna árið 2011 sam-
kvæmt ársreikningi félagsins. Salt Invest-
ments er móðurfélag nokkurra annarra
eignarhaldsfélaga í eigu Róberts, svo sem
Salt Properties og Salt Financials. Salt
Financials er meðal annars þekkt vegna
fjárfestingar félagsins í Glitni árin 2007 og
2008 upp á nærri 13 milljarða króna sem
fjármagnað var með láni frá bankanum.
Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis skulduðu félög tengd Róberti
íslenskum bönkum alls 30 milljarða
króna við bankahrunið. Þar af skulduðu
Salt Investments og Salt Financial Glitni
19,5 milljarða króna. Í ársreikningi Salt
Investments segir að þær eignir sem
lánardrottnar félagsins tóku yfir nægi fyrir
skuldaniðurfærslunni sem bókfærð er í
ársreikningnum og stjórnendur félagsins
hafi ekki vitneskju um neinar afskriftir
vegna þeirra. Með öðrum orðum: Að ekkert
hafi verið afskrifað í fjárhagslegri endur-
skipulagningu Salt Investments. Í dag
starfar Róbert sem forstjóri lyfjafyrirtæk-
isins Alvogen sem er í hans eigu.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Fasteignaverð
hækkar hratt
n Mikil eignaupptaka hefur átt sér stað
F
asteignaverð hefur farið
hækkandi á síðustu misser
um og verð á fasteignum er
nú orðið svipað og það var á
árunum fyrir hrun, 2006 til
2007. Jafnvel aðeins hærra, að sögn
Ingibjargar Þórðardóttur, formanns
Félags fasteignasala.
DV greindi frá því í síðustu viku
að fasteignasala væri örlítið að glæð
ast eftir lægð á markaðnum síðustu
mánuði. En þrátt fyrir meiri sölu væri
enn langt í land og eftirspurn eft
ir eignum væri meiri en framboðið.
Salan þyrfti að aukast um 50 prósent
til að markaðurinn næði jafnvægi.
Mikil hækkun frá hruni
Í Morgunkorni greiningardeildar Ís
landsbanka frá því í júní kemur fram
að íbúðaverð hafi hækkað um 19 pró
sent frá hruni. Sú tala segir þó ekki
allt því verðbólga hefur verið tölu
verð á tímabilinu og raunhækkun því
minni. Yfir síðustu tólf mánuði hef
ur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu
til að mynda hækkað um 6,5 prósent,
en um 3,2 prósent að raunvirði.
Í maí síðastliðnum hækkaði íbúða
verð um 1,3 prósent sem var mesta
hækkun sem hafði orðið frá því í júní
í fyrra. Hækkunin kemur aðallega
til vegna mikillar hækkunar á verði
íbúða í fjölbýli, en það hækkaði um
1,7 prósent á milli mánaða.
Hraði á verðhækkun húsnæðis
hefur verið að aukast undanfarið,
bæði hvað nafnvirði og raunvirði
varðar.
Lán hafa hækkað um
50 prósent
Ingibjörg bendir á að fasteignaeig
endur njóti ekki endilega góðs af
þessari hækkun á fasteignaverði,
enda hafi verðtryggð lán hækk
að um allt að 50 prósent frá hruni.
„Þannig það hefur orðið mikil
eignaupptaka hjá almenningi og
stórum hluta þjóðarinnar sem
er búinn að vera með þessi verð
tryggðu lán.“
Hún segir því mikilvægt að grípa
í taumana og leiðrétta lánakerfið
þannig það verði sambærilegt við
það sem tíðkist í siðuðum samfé
lögum.
„Hér er allt lagt á lántakand
ann. Hann veit ekkert hver vísi
talan verður í september, það gæti
þess vegna verið komin styrjöld,
olíuverð tvöfaldast eða uppskeru
brestur í Rússlandi og þetta fer allt
inn í lánin. Eins og til dæmis þegar
sykurskatturinn var hækkaður út af
manneldissjónarmiðum, þá hækk
uðu lán landsmanna um 3 milljarða
króna.“
Ákveðin einkenni bólu
Magnús Árni Skúlason hagfræðing
ur sagði í Morgunútvarpi Rásar 2
fyrr í júlí að verð fasteigna væri nú að
komast í jafnvægi eftir að hafa tek
ið dýfu í kjölfar hrunsins. Mikil fast
eignabóla blés út í kjölfar þess að
Íbúðalánasjóður og bankarnir fóru
að bjóða lántakendum upp á hærri
lán vegna íbúðarkaupa – árið 2004.
Sú bóla sprakk hins vegar og fast
eignamarkaðurinn hrundi.
Verð á fasteignum hefur nú hægt
og bítandi verið að leiðréttast með
tilliti til byggingarkostnaðar og fólks
fjölgunar.
Magnús sagði að markaðurinn nú
bæri ákveðin einkenni þess að það
gæti komið önnur fasteignabóla. Það
væri ekki bólumyndun akkúrat núna
en ef verð héldi áfram að hækka þá
gæti slík bóla myndast. n
Mikil eignaupptaka
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala, segir fasteigna-
eigendur ekki njóta góðs af hækkun
fasteignaverðs.
„Það gæti þess
vegna verið komin
styrjöld, olíuverð tvöfald-
ast eða uppskerubrestur
í Rússlandi og þetta fer
allt inn í lánin.
Önnur bóla?
Fasteignaverð hefur hækkað hratt síðustu
mánuði og Magnús Árni Skúlason hag-
fræðingur segir markaðinn bera einkenni
bólumyndunar. Mynd: dV EhF / SIGTRyGGuR ARI