Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Qupperneq 15
Alveg galið að birta þessar upplýsingar Ekki ástæða til bjartsýni Ég heiti Dagur og ég er drusla Inga Lind Karlsdóttir óttast að þjófar noti tekjuskrár. – BylgjanKristinn Hrafnsson segir Manning hafa fengið sýndarréttarhöld. – visir.isDagur B. Eggertsson hélt tölu í Druslugöngunni. – DV Spurningin „Ég er að fara að veiða í Hreðavatni.“ Jónas Jónasson 44 ára, matreiðslumeistari „Ég ætla að halda upp á afmælið mitt. Skrepp kannski í stutta útilegu.“ Vera Knútsdóttir 27 ára, starfsmaður Borgarbókasafnsins „Ég er að fara til Danmerkur. Verð í Kaupmannahöfn með fjölskyldunni.“ Birta Björnsdóttir 33 ára, blaðamaður á Stöð 2 „Ég ætla bara að eyða tíma með börnunum mínum hérna í bænum.“ Auður Hilmarsdóttir 40 ára, víóluleikari „Ég ætla til Akureyrar með fjölskyldunni á Eina með öllu.“ Sigurður Máni Helguson 34 ára, tengill og hugmyndasmiður Hvað ætlar þú að gera um verslunar­ mannahelgina? 1 Börnin látin frjósa í hel á fjallstindi Fornleifafræðingur rannsakaði múmíur sem fundust í Andesfjöllum árið 1999. 2 Banaslys á Langjökli: Mildi þykir að aðrir slösuðust ekki Maðurinn sem lést sagðist vera með ökuréttindi en reyndist ekki hafa þau. 3 Þessir þingmenn greiða auðlegðarskatt Kristján Möller, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson eru þar á meðal. 4 „Ein stór fjölskylda sem eyðir of miklu“ Ríkisstjórnin undirbýr róttækan niðurskurð. 5 Risagjaldþrot Serbíufarans Ekkert fékkst upp i nærri 900 milljóna kröfur í bú Daníels Þorsteinssonar. 6 Deilur um arð í Vinnslustöð­inni: „Hófleg arðgreiðsla mikilvæg“ Ekki einhugur um 1,1 milljarða arðgreiðslu Vinnslustöðvarinnar. 7 Starfsmennirnir komu sér sjálfir á sjúkrahús Öflug sprenging í gassmiðju á Flórída í Bandaríkjunum aðfaranótt þriðjudags. Mest lesið á DV.is Útitafl Skákmaðurinn Róbert Lagerman tefldi við gesti og gangandi í Austurstræti á þriðjudagseftirmiðdag. Hér tekst hann á við ungan franskan skákmann sem þrátt fyrir skæra einbeitingu virðist ætla að lúta í lægra haldi. Mynd Sigtryggur ariMyndin Umræða 15Miðvikudagur 31. júlí 2013 Ý mislegt bendir til að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hafi áhuga á Íslandi og horfi hingað girndaraugum eft­ ir fjárfestingartækifærum. Staðfest er að Goldman Sachs lánaði Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þrjá milljarða króna í apríl síðastliðnum og gerði á sama tíma vaxtaskiptasamninga við bankann upp á allt að 500 milljónir evra, 80 milljarða króna, til næstu 56 mánaða. Um þessi viðskipti sagði fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson, sem þekkir vel til alþjóðlega fjármálakerfisins: „Í vikunni bárust frétt­ ir af því að fjárfestingarbankinn Gold­ man Sachs stæði í samningum um að endurfjármagna OR Þetta er nú sérstök framsetning fyrir nokkurra hluta sakir. Goldman Sachs fjármagnar ekki fyrirtæki eins og OR, heldur miðlar hann skuldum þeirra til annarra.“ Með öðrum orðum: Goldman Sachs selur lánið til OR eitt­ hvert annað. Þá hefur bankinn einnig verið bendl­ aður við önnur viðskipti sem tengjast OR á liðnum mánuðum: Sölu Orkuveitunn­ ar á höfuðstöðvum sínum í Reykjavík fyr­ ir 5,1 milljarð til hóps sem fjárfestingar­ bankinn Straumur er í forsvari fyrir sem og kaup sjóðs í stýringu hjá Landsbréfum á skuldabréfi Ross Beatys, sem er með veði í tæplega fjórðungshlut í HS Orku, fyrir 8,6 milljarða króna. Í báðum seinni tilfellunum er ekki staðfest að Goldman Sachs komi að viðskiptunum með höf­ uðstöðvarnar og skuldabréfið enda er ekkert vitað um það hvaða fjárfestar eru í raun á bak við viðskiptin. Tvö íslensk fjármálafyrir tæki „fronta“ kaupin, eins og sagt er, en á bak við þau eru fjárfest­ ar sem njóta nafnleyndar. Svona er fyrir­ komulag fjárfestingarsjóðanna sem við höfum séð svo mikið af á Íslandi á liðn­ um árum: Engar opinberar upplýsingar liggja fyrir um raunverulega eigendur eigna sem keyptar eru í gegnum slíka sjóði – þeir eru óvinir gagnsæis í viðskipt­ um. Goldman Sachs hefur hins vegar verið bendlað við þessi viðskipti í opin­ berri umræðu. Meðal annars sagði Eyjubloggarinn Andri Geir Arinbjarnarson fyrir skömmu um skuldabréfakaupin: „Líklegt er að Goldman Sachs sé á bak við söluna á Magma bréfi OR. Goldman veitti nýlega lán til OR á hagstæðum kjörum sem átti að halda leyndu en lak út. Goldman er einn fremsti fjárfestingabanki heims og afgreið­ ir varla stök viðskiptalán til félaga eins og OR. Goldman er þekktur fyrir að endur­ skipuleggja efnahagsreikninga hjá lösk­ uðum fyrirtækjum og koma þeim á réttan kjöl. Hér er líklega um pakkalausn að ræða þar sem efnahagsreikningur OR er hreins­ aður upp með Goldman láni og sölu á Magma bréfinu. Sjálfsagt er tiltektinni ekki lokið, enda sleppir Goldman ekki kúnnum fyrr en þeir eru vel snurfusaðir.“ Goldman Sachs er ekki eins og „gamli góði“ Búnaðarbankinn eða ljúfur, velvilj­ aður sparisjóður úti á landi sem ákveð­ ur að styðja við bakið á OR í þeirri fjár­ hagskrísu sem fyrirtækið á í. Þetta er einn harðsvíraðsti banki heims; eigendur hans svífast einskis í þeirri viðleitni sinni að græða peninga, eins og mikið hef­ ur verið skrifað um. Fræg eru þau um­ mæli Matt Taibbis í grein í bandaríska tímaritinu Rolling Stone að Goldman Sachs væri eins og: „blóðsugusmokkfisk­ ur sem vefði sér utan um andlit mann­ kyns, sem stingi örmum sínum án afláts í allt sem lyktaði af peningum. Í fyrra kom út í Bandaríkjunum bók um Gold­ man Sachs sem heitir Peningar og völd: Hvernig Goldman stýrir heiminum þar sem sýnt er fram hversu valdamikill og grimmur þessi stærsti og öflugasti fjár­ festingarbanki heims er í raun. Af hverju ætti þessi hákarlabanki að hafa áhuga á því að lána einhverju orkufyrirtæki í ör­ samfélagi eins og Íslandi, samfélagi sem telur rúmar 300 þúsund hræður, þrjá milljarða króna? Goldman Sachs finnur blóðlyktina af OR, sem er örvæntingarfull í skuld­ setningar­ og fjármögnunarvandræð­ um sínum, og þeir stökkva á fyrirtæk­ ið eins og hákarl á særða bráð. Nýleg sala Orkuveitunnar á skuldabréfi Ross Beatys er bara enn ein staðfestingin á örvæntingu OR: Þetta opinbera fyrir­ tæki selur eignir sínar á bráðaútsölu til að grynnka á skuldum og ná sér í lausa­ fé. Örvæntingarfullt, fjársoltið fyrirtæki í almannaeign er ekki í sérstaklega góðri samningsstöðu en á liðnum mánuð­ um hefur það selt frá sér risastórar eignir til fjárfesta sem ætla sér – eðlilega – að reyna að græða eins mikið og þeir geta á óförum Orkuveitunnar. Ég veit ekki hvert svarið er við þessari spurningu um þennan áhuga Gold­ man Sachs á OR og Íslandi, fyrir utan það að þeir finna blóðlyktina leggja frá orkufyrirtækinu og bankinn veit, eftir að hafa einnig komið að viðskiptum með skuldabréf föllnu bankanna þriggja, að hægt er að fá eignir á Íslandi á brunaút­ sölu af skuldsettum fyrirtækjum. Svarið við þessari spurningu liggur of djúpt og er sennilega of flókið fyrir leikmann að skilja enda eru mörg af þeim viðskipt­ um sem banki eins og Goldman Sachs stendur í afar snúin og geta farið fram í löngum fléttum og tengst mörgum mismunandi aðilum. Verksummerk­ in eru hins vegar til staðar sem og vís­ bendingarnar um að Goldman Sachs sé kominn á bragðið. Vitað er að Goldman Sachs, og aðr­ ir stórir fjárfestingarbankar, stunda við­ skipti með hrávörur eins og korn, kaffi, olíu og ál sem geta meðal annars gengið út á veðmál um verðgildi þessara hrá­ vara á tilteknu tímabili. Slík spákaup­ mennska, ef hún gengur eftir, getur fært fjárfestingarbönkunum gríðarlegan hagnað. Um slíka spákaupmennsku Goldman Sachs var fjallað í merkilegri grein í New York Times í vikunni þar sem fram kom að bankinn ætti stórar vöru­ skemmur í Detroit í Bandaríkjunum þar sem mikið magn áls er geymt og að bankinn hefði áhrif á framboð og eftir­ spurn á álmarkaði með eignarhaldinu. Goldman lætur flytja álið fram og til baka í vöruskemmunum sem gerir það að verkum að álið er geymt lengur í skemm­ unum og eigendur þess þurfa að borga hærri leigu til Goldman auk þess sem ál­ verð á markaði getur hækkað fyrir vikið. Á sama tíma kann Goldman að vera með stöðu með hækkandi álverði þar sem bankinn á mikið undir því að álverðið hækki. Þannig getur Goldman Sachs ver­ ið báðum megin við borðið í viðskiptum með ál í Bandaríkjunum og haft áhrif á þróun heimsmarkaðsverðs á áli. Ekki er hægt að fullyrða að Gold­ man Sachs hafi áhuga á OR og hugsan­ lega HS Orku í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif á álverð. HS Orka selur hins vegar raforku til álframleiðslu og er það meðal annars og aðallega út af lækkandi álverði í heiminum sem Kanadamaður­ inn Ross Beaty hefur ekki fengið það út úr fjárfestingu sinni á Íslandi sem hann vonaðist til og er það ein af ástæðunum fyrir því að OR ákvað að selja skuldabréf­ ið sem er með veði í hlutnum í HS Orku. Slíkar ástæður kunna þó að spila inn í hjá Goldman Sachs enda snúast við­ skipti bankans meðal annars um það að geta komið sér fyrir í öðrum greinum at­ vinnulífsins en bankastarfsemi þar sem bankinn getur haft bein áhrif á markaði þar sem hann hefur kannski tekið sér til­ tekna stöðu, til dæmis á álmarkaði líkt og kemur fram í grein The New York Times. Viðvörunarbjöllurnar um áform Gold­ man Sachs á Íslandi ættu að minnsta kosti að vera við hendina. n „Blóðsugusmokkfiskur“ leggst á Orkuveituna Kjallari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Líklegt er að Goldman Sachs sé á bak við söluna á Magma bréfi OR Blóðlykt Orkuveita Reykjavíkur er veik fyrir vegna skuldsetningar og lausafjárvanda. Goldman Sachs lánaði félaginu milljarða fyrr á árinu og hefur verið bendlaður við önn- ur tvennra viðskipta við fyrirtækið. Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.