Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Síða 22
22 Menning 31. júlí 2013 Miðvikudagur Jarfi í leit að arfi n The Wolverine stenst ekki væntingar M annkynssagan hefur laumað sér inn í hasarmyndir undan- farið. Kúbudeilan lék stórt hlutverk í X-Men: First Class, geimkapphlaupið í Men in Black III og Transformers III og seinni heims- styrjöldin í Captain America. Hér hefst sagan í Nagasaki árið 1945, og Wol- verine er stríðsfangi sem bjargar lífi japansks fangavarðar þegar kjarnorku- sprengjan springur. Þetta er lofandi upphaf á spennumynd, en því miður fer allt fljótt niður á við. Jarfi býr í óbyggðum Kanada þar sem hann, rétt eins og Steven Seagal í „On Deadly Ground“, lemur vitinu í náttúruníðinga (hvar voru þeir þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð?). Hann er boðaður til Japan til að kveðja fanga- vörðinn sem hann bjargaði fyrrum og liggur nú á dánarbeðinum og flækist í deilur um arf hans. Boðið er upp á allt sem Bandaríkjamenn telja sig vita um Japan: þeir borða með prjónum og hafa hátæknilestar, konurnar líta út eins og anime-persónur og karlarn- ir eru samúræjar eða ninjur, þeir hafa undarleg kynlífshótel og eru stríðs- glæpamenn innst inni. Heimamenn eru afgreiddir á hefðbundinn máta, sofið er hjá konunum og karlpeningur- inn drepinn. Kyntöfrar Jarfa (sem lítur jú út eins og Hugh Jackman) eru síst minni en hjá sjálfum Bond. Þegar hann fer úr að ofan gleyma jafnt konur sem karlar fyrri tryggð við atvinnurekendur og ættingja og ganga með honum í lið við að niðurlægja japanska menningu. Hinir fjöldamörgu óvinir fara fljótt að þvælast hver fyrir öðrum. Hvað varð af mafíunni? Hvað er snákakon- an að vilja þarna? Hvers vegna geta ninjurnar ekki ákveðið með hverjum þeir standa? Bardaginn á lestinni er þó með þeim betri undanfarið og bjargar því sem bjargað verður. „One-læner- arnir“ eru hins vegar ekki bara vondir heldur letilegir og manni finnst ósann- gjarnt þegar Hugh Jackman kallar óvin „pretty boy.“ Manni finnst einnig ósanngjarnt að ólíkt Súpermann hikar Jarfi ekki við að drepa andstæðinga sína. Það er auð- velt að vera töffari ef maður er ódrep- andi, en í raun ekki mikið hugrakkara en nútíma hermaður sem situr heima við tölvuna og drepur fólk í stórum stíl án þess að það fái að skjóta til baka. Myndin reynir að leysa þetta með því að gera Jarfa kraftlausan um tíma, en samt stendur hann af sér enda- lausan fjölda byssukúlna og fjarlægir síðan vélpödduna úr Matrix, sem ein- hvern veginn hefur þessi áhrif, úr brjóstkassanum. Wolverine hefur örlítinn vísir að persónuleika, ólíkt Pacific Rim og Man of Steel. Eftir sem áður er Zetan hans Brad Pitt eina sumarstórmyndin í ár sem raunverulega stenst væntingar. n Kvöldganga um Hallsteinsgarð Listunnendum er boðið í göngu um Hallsteinsgarð í Gufunesi fimmtudagskvöldið 1. ágúst klukkan 20. Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur leiðir kvöld- göngu um Hallsteinsgarð í fylgd Hallsteins Sigurðssonar. Gangan tekur um klukkustund og lagt er upp frá göngustígn- um við Strandveg í Gufunesi kl. 20. Hallsteinsgarður er land- svæði austan við gömlu áburðar- verksmiðjuna í Gufunesi, en þar kom Hallsteinn Sigurðsson fyrir 16 höggmyndum úr áli á árun- um 1989 til 2012. Listamaður- inn færði Reykjavíkurborg verkin að gjöf þann 25. maí á þessu ári og eru höggmyndirnar nú í eigu Listasafns Reykjavíkur. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Hugh Jackman sem Wolverine: Ómótstæðilegir magavöðvar. Bíómynd Valur Gunnarsson The Wolverine IMDb 7,3 RottenTomatoes 67% Metacritic 60 Leikstjóri: James Mangold. Handrit: Mark Bomback, Scott Frank. Leikarar: Hugh Jackman, Tao Okamoto, Rila Fukushima 126 mínútur Listagleði í Álfagarðinum Árlegur listamannadagur í Hellisgerði verður haldinn laugardaginn 3. ágúst kl.13–17, innan um álfa og fugla í notalegu umhverfi, líkt og segir í frétta- tilkynningu. Hafnfirskir mynd- listarmenn verða með trönurn- ar sínar og vinna að list sinni í garðinum. En öllum er velkom- ið að mæta með sínar græjur: pensilinn, litina eða myndavél- ina og vera memm. Listasmiðja verður opin fyrir börn og ung- linga, farið verður í álfagöngu klukkan tvö þar sem Ragnhildur Jónsdóttir sjáandi leiðir gönguna um Hellisgerði og segir frá stór- um og smáum íbúum garðsins. Mennskar geimverur á Snæfellsnesi n Farsakennt heimildaleikhús á Rifi 21:07 Eftir Kára Viðarsson og Víking Kristjánsson Frystiklefinn á Rifi Leikhús Símon Birgisson simonb@dv.is E flaust var þetta einn fallegasti dagur sumarsins. Náttúru- dýrð Snæfellsnessins fékk að njóta sín í sumarblíðunni. Og hvort sem maður stoppaði á Hellnum eða Arnarstapa var vart þverfótað fyrir útlendingum með myndavélar, rútum og hópferða- bílum. Það þurfti ekki geimverur á Snæfellsjökli til að gera Snæfells- nesið að vinsælum ferðamanna- stað. Snæfellsnesið sjálft sér um það, fuglalífið og sjórinn. Ævintýralegur atburður Leikritið 21:07 gerist árið 1995 þegar þrír einstaklingar fengu sýn og greindu frá því í blöðum að geim- verur myndu lenda á Snæfellsjökli. Fremstur í flokki var Bandaríkjamað- urinn Michael Dillon sem hélt fyrir- lestur um geimverurnar í Háskólabíói og vakti athygli í íslenskum fréttum. Atburðarásin varð sífellt ævin- týralegri og að lokum var Snæfells- nesið komið í heimsfréttirnar, erlend tökulið mætt til að skrásetja atburðinn og hundruð lögðu leið sína á jökulinn. Í öðrum hópnum voru Íslend- ingar í kraftgöllum sem skutu upp flugeldum og höfðu háreysti. En í hinum hópnum voru geimverusér- fræðingarnir og erlendir gestir sem stunduðu hugleiðslu og kyrjuðu í kór. Þetta var svo sannarlega eftir- minnilegt kvöld á Snæfellsnesi. Hvað ef enginn kemur? Það er klók dramatúrgísk leið hjá Kára og Víkingi, leikhöfundum, að láta verkið gerast í „beinni út- sendingu“. Skeiðklukka, ættuð úr bandarískum spennuþætti, telur niður og við fylgjumst með vand- ræðagangi framámanna í sveitarfé- laginu sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga – eiga þeir að taka á móti geimverunum með ræðu- höldum, flugeldasýningu – eiga þeir að vera klæddir í kraftgalla eða smóking? Og hvað ef þeir verða að athlægi, ef engar geimverur koma og grín verður gert að Snæfellsnesi bæði hér heima og erlendis? Þetta er á tíma þar sem hug- myndin um Ísland sem ferðamanna- paradís norðursins er kannski jafn fjarlæg og geimveru lending á Snæ- fellsjökli. Þar sem aðeins eitt her- bergi er bókað allan ársins hring á gistiheimili bæjarins. Það var bæði fræðandi og skemmtilegt að fá inn- sýn í vonir og væntingar bæjarbúa tengda heimsókninni. Í smóking á jökli Kári og Víkingur bregða sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni og vakti túlkun þeirra á heimamönn- um mikla kátínu hjá fólkinu í saln- um. Þetta er kabarett-sýning þar sem dansað er á mörkum spunaleik- hússins og leikararnir eru óhrædd- ir við að gera grín að sjálfum sér og öðrum. Kári leikur sjálfan sig sem barn, ofsahræðsla hans við sjúkdóma brýst fram þegar Bráðavaktin byrjar í sjónvarpinu og pabbi hans, Viðar íþróttakennari, hverfur upp á jökul. Afi Kára, Skúli Alexandersson fyrr- verandi þingmaður, er svo einn af áhrifamönnum bæjarfélagsins, leik- inn af afabarninu sjálfu. Og óborg- anlegur er Ómar Lúðvíksson sem klæddist smóking á jöklinum. Víkingur brýtur upp leikritið á skemmtilegan hátt – Vesturports- leikur inn stígur fram, sem nú er orðin stjarna í gömlu frystihúsi á lands byggðinni. Hann bregður sér í fjölda hlutverka – var eftirminnileg- ur í hlut verki manns í bæjarvinnunni sem hefur það hlutverk að undirbúa flugeldasýninguna – geimverunum til heiðurs. Nostalgísk upplifun Atburðurinn sjálfur er svo stórmerki- legur og í raun áhugavert að honum hafi ekki verið gerð skil áður. Það fór vel á því að sýna gamlar fréttamynd- ir. Það færði mann nær atburðinum í tíma og leikritið vakti með manni nostalgíu, tónlistin, fréttaklippurn- ar – Ólöf Rún Skúladóttir fréttakona stelur senunni. Leikritið er dæmi um mjög hefð- bundna nálgun á heimildaleikhús- formið þar sem leikarinn er í aðal- hlutverki og heimildirnar notaðar sem efniviður í spuna og senur. Sem betur fer er afstaða þeirra Kára og Víkings til efnisins ekki gildishlaðin, líkt og algengt er þegar heimildaleik- hús er búið til hér á landi. Leikritið tekur heldur ekki afstöðu til þeirra atburða sem áttu sér stað. Þeirri spurningu er ósvarað hvort geim- verurnar hafi látið sjá sig eður ei. Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson Leika og skrifa verkið 21:07.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.