Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Page 23
Menning 23Miðvikudagur 31. júlí 2013 Bobby Fischer og íslenskur hestur Á ður óbirtar ljósmyndir af skák­ snillingnum Bobby Fischer, eftir bandaríska ljósmyndar­ ann Harry Benson, birtu­ st nú nýverið á vef New York Times. Nokkrar myndanna voru teknar á Ís­ landi þegar Bobby Fischer og Boris Spassky áttust við í einvígi aldar­ innar. Ein myndin sýnir Fischer í ís­ lenskri fatabúð þar sem hann keypti sér jakkaföt. Aðra mynd tók Harry Benson í göngutúr sem hann fór með Fischer. Þeir komu að hesta­ stóði og einn af hestunum gekk að Fischer sem hrópaði á Harry: „Dýr­ inu líkar vel við mig!“ Þeir áttu eftir að leita að hestunum síðar en fundu þá ekki aftur. Heimild: The New York Times. n simonb@dv.is M ál ve rk e ft ir S ig u rj ó n J ó h an n ss o n s íld ar m ál ar a - w w w .s jo h an n ss o n .i s á Siglufirði SÍLDAR ævintýrid 2. - 4. ÁGÚST SÍLDARDAGAR 25. júlí - 1. ágúst Einar Mikael TöframaðurSprell leiktæki Sóli Hólm Tjaldstæði Sálin hans Jóns míns MannakornSveppi & Villi Hreimur & Made in Sveitin KK & Maggi Eiríks Matti MattVanir Menn Valdimar Síldarminjasafnid- Stúlli & Dúi Heldri Menn Tóti & Danni N orskir fjölmiðlar telja ís­ lenska tónlistarmenn hafa staðið upp úr á Hróars­ kelduhátíðinni í ár og eru Ásgeir Trausti, Of Mon­ sters and Men og Sigur Rós sérstak­ lega nefndir til sögunnar. Norska ríkisútvarpið ákvað að rannsaka hver galdurinn sé og ræddi við rit­ höfundinn Mette Karlsvik, sem þykir einn færasti höfundur lands­ ins á nýnorsku og hefur sérstakt dá­ læti á Íslandi. Karlsvik segist ekki hafa tekið eftir neinni krísu í íslenskri menn­ ingu í kjölfar bankahrunsins, held­ ur hafi fólk þvert á móti ferðast með tónlistinni þegar það hafði ekki lengur efni á að fara til Spánar. Tel­ ur hún jafnframt pólitískar ákvarð­ anir spila inn í: „Ég ræddi við þá­ verandi menntamálaráðherra árið 2010 og hún sagði minnst vera skorið niður í menningarmálum, enda átti menningin sinn þátt í að reisa ímynd landsins við þegar margir litu helst á Íslendinga sem fjárglæpamenn.“ Danir stjórna, Íslendingar syngja Mette nefnir einnig aðrar ástæð­ ur. Segir hún Íslendinga duglega að breyta yfirgefnum iðnaðarhúsum í æfingarhúsnæði allt frá því að skólar ráku pönksveitir út úr húsi af ótta við drykkjuskap og fengu plötusnúða til að þeyta diskóskífum í staðinn. Stóru skilin í íslenskri tónlist urðu á árun­ um 1979–82 þegar tónlistarmenn urðu frumlegri en áður. Rekur hún þræðina þó enn aftar og segir mikil áhrif hafa verið frá Kanaútvarpinu og að enn fyrr hafi Íslendingar einbeitt sér að vísnasöng á meðan Danir sáu um stjórnun landsins. Þá segir hún tónlistarmenn styðja hver við bakið á öðrum, ekki síst í gegnum blaðið Grapevine þar sem ritstjórar séu sjálfir tónlistarmenn, svo sem Haukur Magnússon í hljóm­ sveitinni Reykjavík! Jafnframt segir hún að sjónvarpsleysi á fimmtudögum hafi leitt til þess að fólk kom saman og spilaði tónlist og hafði þetta sín áhrif, ekki síst á þá kynslóð sem kom fram í kringum pönkið. Íslensk tónlist á trúnó Þetta er þó ekki bara spurning um að gera heldur líka að geta og seg­ ir hún íslenska tónlistarmenn hljóta tónlistarmenntun alveg frá því þeir byrja í barnaskóla og séu því afar færir tæknilega, en um leið miklir einstakl­ ingar í flutningi sínum. Íslendingar eru víst opnir og reiðubúnir til að bera sjálfa sig, eða með öðrum orðum fara á trúnó, og sést þetta í tónlist þeirra. Vissulega er hér dregin upp held­ ur rómantísk mynd en varla verður um það deilt að íslenskt tónlistarlíf stendur með miklum blóma. Þrátt fyrir að Norðmenn eyði talsverðum fjárhæðum í að kynna tónlist sína hefur gengið illa að fylgja eftir vel­ gengni A­ha á 9. áratugnum. Í stað­ inn líta þeir með aðdáun til Íslands sem hefur orðið stórveldi í tónlist þrátt fyrir takmarkaða fjármuni. Það er því ekki að undra að menn velti því fyrir sér hverjar ástæðurnar séu. n Norðmenn dást að íslenskri tónlist n Ríkisútvarp Noregs rannsakar hvers vegna íslenskir tónlistarmenn bera af Tónlist Valur Gunnarsson Mette Karlsvik Skrifaði verðlaunabók um Björk. Ásgeir Trausti Ein skærasta stjarnan í íslensku tónlistarlífi í dag. Mennskar geimverur á Snæfellsnesi Úr sýningunni Hér er Kári í hlutverki ástralskar konu sem verður ástfangin af íslenskum geimverufræðingi. Mennskar geimverur 21:07 er fantagóð leiksýning. Hún er ekki gallalaus – endirinn var til að mynda allt of farsakenndur, líkt og þeir hefðu misst hálfpart­ inn stjórnina á eigin leiksýningu – en sýningin er unnin af heilindum og tekst að snerta við manni. Hún fjallar um fólk sem kom saman til að finna geimverur en fann kannski á endanum hvort ann­ að. Þetta er sýning sem öll þjóðin gæti notið – svo ekki sé talað um ferðamennina sem elska sögur af skrýtnum Íslendingum og líta ef­ laust á okkur sem hálfgerðar geim­ verur. n „Fólk kom saman til að finna geim- verur en fann kannski hvort annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.