Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2013, Blaðsíða 10
innrásin frá kína 10 Fréttir 12. ágúst 2013 Mánudagur n Fjárfestingar á Íslandi og öðrum Norðurlöndum hafa aukist n Erlendar fjárfestingar Kínverja sjöfaldast á átta árum H ollendingurinn Adrian van der Knaap sem ráðinn var til að selja Íslandsbanka í gegnum ráðgjafarfyrirtæki sitt, Storm Harbour, fær greiddar prósentur af söluverðinu sem þrotabú Glitnis fær fyrir bank­ ann. Þetta herma heimildir DV. Við­ ræðurnar við kínversku fjárfestana munu hafa hafist í apríl síðastliðn­ um. Storm Harbour er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki og er van der Kna­ ap einn af eigendum þess. Líkt og Morgunblaðið greindi frá í síðustu viku standa yfir viðræður um sölu á bankanum til hóps fjárfesta, meðal annars frá Kína, fyrir um 115 milljarða króna. Vegna þessa bónuss sem van der Knaap og Storm Har­ bour geta fengið vegna sölunnar á bankanum þjónar það hagsmunum þeirra, og vitanlega kröfuhafa Glitn­ is sem eiga Íslandsbanka að mestu, að sem hæst verð fáist fyrir bankann. Þeir sem eru reiðubúnir að greiða hæsta verðið fyrir bankann eru hins vegar ekki endilega heppilegustu eigendur hans. Staðfestir hvorki né neitar Steinunn Guðbjartsdóttir lögmað­ ur, sem situr í slitastjórn Glitnis, vill ekki staðfesta eða neita því hvort van der Knaap og Storm Harbour fái ár­ angustengda þóknun, prósentu, af söluverði bankans. „Ég gef ekkert upp um samninga Glitnis við eins­ taka aðila. Það eru fjölmargir ráð­ gjafar að vinna fyrir Glitni,“ segir Steinunn aðspurð um málið. Van der Knaap stýrir skrifstofu Storm Har­ bour í New York í Bandaríkjunum og hefur verið búsettur þar í landi um árabil. Leitað eftir hæsta verði Einn af viðmælendum DV um mál­ ið segir að dálítið einkennilegt sé að Storm Harbour og van der Knaap hafi fengið umboð til að selja Íslands­ banka. „Það sýnir að slitastjórnin er ekki alveg eins sófistikeruð og maður hefði haldið. Ef þeir ætluðu að gera þetta vel þá myndu þeir fá einhvern alvöru fjárfestingarbanka til að selja þetta. En hann er að leita að hæsta verðinu, til að fá sem mesta þóknun, og hann fer auðvitað þangað þar sem mestu peningarnir eru og leitar til aðila sem vilja kom peningunum sín­ um fyrir á réttum stöðum. Slitastjórn­ in hefur hins vegar auðvitað bara eitt markmið og það er fá eins mikið fyrir bankann og hún getur.“ Steinunn segir að Storm Harbour hafi verið ráðið til að annast söluna á Glitni, ef tilboð kæmi, fyrir um ári síðan. Steinunn segir einnig að van der Knaap og Storm Harbour hafi komið að viðræðum við Skúla Mog­ ensen fjárfesti og íslenska lífeyris­ sjóði sem DV greindi frá að ættu sér stað í febrúar síðastliðinn. Þeim við­ ræðum var hins vegar hætt að sögn Steinunnar. Hún segir að ekki hafi verið byrjað að ræða um söluverð bankans þegar viðræðunum við Skúla og lífeyrissjóðina var hætt. Miklu hærra verð „Þeim viðræðum var bara hætt; þeim var ekki haldið áfram,“ segir Steinunn. „Það voru viðræður í gangi á ákveðnu á tímabili. Þær viðræður stóðu yfir í nokkrar vikur og svo bara dóu þær út.“ Steinunn segist ekki vita hver ástæðan sé fyrir því að viðræðunum hafi ekki verið haldið áfram. Hugsanlegt er að verðið sem Skúli Mogensen og lífeyrissjóðirnir hafi verið reiðubúnir að greiða fyr­ ir bankann sé umtalsvert lægra en þeir 115 milljarðar króna sem kín­ versku fjárfestarnir vilja borga en í umræðunni um viðræðurnar við lífeyris sjóðina var umtalsvert lægra verð í umræðunni, um 85 milljarðar króna. Steinunn staðfestir enn frem­ ur að í tilfelli lífeyrissjóðanna hafi þeir komið að máli við slitastjórn­ ina með það fyrir augum að kaupa Íslandsbanka en í tilfelli kínversku fjárfestanna þá hafi Storm Harbour átt virkari þátt í því að finna þá fjár­ festa. „Það er hægt að staðfesta það að það er áhugi. En hvað verður er svo annað mál.“ Einn af heimildarmönnum DV segir að verðið sem Kínverjarnir vilja greiða fyrir bankann sé miklu hærra en það verð sem lífeyrissjóðirnir hafi verið tilbúnir að borga. „Þetta er miklu hærra verð. Kannski er bara fínt að selja þeim þetta fyrir svona hátt verð,“ segir heimildarmaðurinn. Ein af ástæðunum fyrir því að Fjárfestingar Kínverja erlendis á árunum 2005–2013 17.170 35.350 46.390 82.220 83.360 118.450 116.410 129.000 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 70.000 80.000 90.000 100.000 110.000 120.000 129.000 milljónir dollara 2012 59.740 Það sem af er ári 2013 1 2010 Greint var frá því í janúar það ár að kínverska ríkið hefði fest kaup á rúmlega 4.000 fermetra húsi í Bríetartúni undir sendiráð. Áður hafði sendiráð Kína verið í 725 fermetra húsnæði við Víðimel í Reykjavík. Kaupverð hússins var 870 milljónir króna. 2 2011 Greint var frá áhuga kínverska milljarðamæringsins Huans Nubo á að kaupa Grímsstaði á Fjöllum fyrir 5,4 milljónir dollara til að byggja þar 120 herbergja hótel, golfvöll, flugvöll og aðstöðu fyrir hestamennsku. 3 2012 Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, kom í opinbera heimsókn til Íslands þar sem hann fundaði meðal annars með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Jiabao skrifaði í heimsókninni undir samstarfsamninga við Íslendinga á sviði orkumála og könnunar norðurskautsins. Um var að ræða fyrstu opinberu heimsókn kínversks ráða- manns til Íslands frá því Kína hóf diplómatísk samskipti við Ísland árið 1971. 4 2012 Kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn stoppaði á Íslandi í könnunarleiðangri sínum um norðurhvel jarðar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hitti áhöfn skipsins í Reykjavíkurhöfn. Um var að ræða fyrstu heimsókn Snæ- drekans til ríkis á norðurhveli jarðar. 5 2012 Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, greindi frá því á mál- þingi um sóknarfæri á norðurslóðum í nóvember að kínverskir aðilar hefðu áhuga á að fjárfesta í umskipunarhöfn á suð- austanverðu Íslandi. Höfnin átti að vera til siglinga yfir norðurskautið. Í viðtali við Stöð 2 sagði Össur að honum litist ekki illa á hugmyndina: „Mér líst ekki illa á það.“ 6 2013 Ísland og Kína undirrituðu fríverslunarsamning í Peking, höf- uðborg Kína. Um var að ræða fyrsta fríverslunarsamninginn sem Kína gerir við Evrópuríki. 7 2013 Slitastjórn Glitnis hefur viðræður við kín-verska fjárfesta, sem og fjárfesta annars staðar að, í apríl um kaup á Íslandsbanka. Kaupverðið er sagt vera um 115 milljarðar króna ef af viðskiptun- um verður. Morgun- blaðið greindi frá málinu í byrjun ágúst 2013. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Það sýnir að slitastjórnin er ekki alveg eins sófistikeruð og maður hefði haldið. 688 milljarðar dollara fjárfestingar Kínverja erlendis Í milljónum dollara. Heimild Dagensnyheter Aukinn áhugi og umsvif Kínverja á Íslandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.