Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1917, Blaðsíða 9
Inngangur.
Introduction.
I. Athugasemdir um tilhögun skýrslnanna. Samanburður við tollreikningana.
Remarques préliminaires.
Verslunarskýrslueyðublöðin fyrir árið 1914 voru algerlega með
nýju sniði. Var sundurliðun vörutegundanna á þeim miklu nákvæm-
ari heldur en áður og tala vöruliðanna meir en tvöföld við það sem
var árin á undan. Á verslunarskýrslueyðublöðunum 1914 voru til-
færðir 473 vöruliðir, 380 um aðfluttar vörur og 93 um útfluttar, en
áður var tala vöruliðanna 218, 153 um aðfluttar og 65 um úlfluttar
vörur. Ennfremur var niðurröðunin á vörunum önnur en áður hefur
tiðkast, vörunum skift aðallega eftir efninu sem í þeim er, og eftir
því hvort vörurnar eru lítt unnar eða fullunnar. Virtist það heppi-
legri grundvöllur til þess að byggja á ítarlega flokkun heldur en
notkun varanna eins og áður hefur verið lagt til grundvallar fyrir
niðurröðuninni. í töfludeild skýrslna þessara eru vörutegundirnar
flokkaðar eins og á eyðublaðinu eftir efni og uppruna varanna.
Kemur sú flokkun heim við þá flokkun, sem notuð er um öll Norð-
urlönd. Við sundurliðunina hefur líka verið höfð liliðsjón af sundur-
liðun þeirri, sem ráðgert var að fylgja við útgáfu alþjóðaverslunar-
skýrslna, en til að annast þá útgáfu var fullráðið rjett áður en
heimsstyrjöldin hófst að setja á fót sjerstaka stofnun í Bruxelles,
en vegna ófriðarins er liún enn ekki tekin til starfa. Þrátt fyrir
breytinguna á flokkun varanna í töílunum má samt koma að sam-
anburði við fyrri ár, því að í innganginum hefur vörunum auk þess
verið skift í samskonar flokka eins og að undanförnu..
Par sem um tollvörur er að gera, hefur eins og að undanförnu
útkoman úr verslunarskýrslunum verið borin þar sem unt er saman