Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1919, Side 10
8
Verslunarskýrslur 1916
20
B. Útflutt Vörumagn Áætlað verð
Hrogn 95 300 kg 24 000 kr. 52°/o
Síld 8 422 000 — 3823 000 — 27—
Síldarlýsi 248 000 — 238 000 — 98—
Porskalýsi, hákarlslýsi, sellýsi. 17 200 — 22 500 — 1—
T.ax 1 000 — 1 800 — 9-
Áburðarefni (sildargúanó) 572 100 - 171 630 — 100-
Hross *) 590 stk. 129 000 — 25—
Af sumum tollvörum virðist aftur á móti ekki vanta neitt,
sem steinolíu og sementi, saltfisk og sundmaga. Verð alls innflutn-
ingsins af þeim tollvörum, sem teknar hafa verið til samanburðar,
nemur alls (að meðtaldri viðbótinni hjer að framan): aðflutt 17 287
þús. kr., útflutt 34 761 þús. kr., samtals 52 048 þús. kr., en það sem
vantaði á þessa upphæð í hinum innkomnu skýrslum og orðið
hefur að bæta við á eftir samkvæmt tollreikningunum nemur alls:
aöflutt ............ 3 215 000 kr. eða 18.7°/o
útflutt............. 4 410 000 — — 12.7—
Samtals.. 7 625 000 kr. eða 14.g°/o
Af þeim vörum, sem hjer er um að ræða, hefur þá vantað
skýrslur um 72/a miljón króna virði eða um x/7 hluta. Eru heimt-
urnar miklu betri heldur en árið áður, því að þá vantaði í skýrsl-
urnar um 40°/o af þeim vörum, sem hjer um ræðir. Þó eru þær
lakari heldur en gera mætti ráð fyrir og stafar það einkum af þvi,
hve slæmar þær hafa verið úr Eyjafjarðarsýslu, því að eins og að
undanförnu hafa heimturnar orðið langlakastar þaðan.
Aðrar vörur en þær, sem hjer hefur verið getið, eru annað-
hvort tollfrjálsar eða þeim er slegið saman í stóra flokka í toll-
reikningunum, sem ekki er unt að bera saman við það, sem upp
er gefið í skýrslunum, svo sem 2., 3. og 6. flokkur vörutollsins. En
það má búast við því, að á þeim vörum sjeu ekki síður vanhöld
en á þeim, sem bornar hafa verið saman við tollreikningana. Ef
gert væri ráð fyrir eitthvað líkum vanhöldum á þeim ætti að vanta
í þær nærri 4 miljón króna virði. Vegna þess, hve mikið vantaði
af skýrslum úr Eyjafjarðarsýslu, gerði hagstofan tilraun til að bæta
úr því með því að tína það sem unt var af því sem vantaði upp
úr vörutollsreikningi Eyjafjarðarsýslu og var þannig bætt við vörum,
sem áætlað var að mundu vera framundir 2 miljón króna virði,
auk þess sem bætt var við samkvæmt hinum almenna samanburði
á tollvörunum og getið var hjer á undan.
1) Samanborið við skýrslur umsjónarmanna meö útflutningi hrossa.