Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1919, Side 13
20
Verslunarskýrslur 1916
11
verðmagn aðíluttu og útíluttu vörunnar til þess að sjá, hvort landið
safnar skuldum við önnur lönd eða eignast kröfur á þau.
Verðmagn útfluttu vörunnar árið 1916 hefur orðið heldur hærra
heldur en aðfluttu vörunnar, en munurinn er samt ekki mikill,
tæpl. 1 milj. kr., og minni heldur en hann hefur verið í mörg ár
undanfarin. Aðgætandi er þó, að með innflutningnum 1916 er talið
framundir s/4 m>'j- 4 peningum (gulli og silfri). Sjeu þeir ekki taldir
með verður mismunurinn nál. 12/a milj. kr. En þegar þess er gætt,
að mikill hluti af síldinni, sem svo mikið munar um í útflutningnum,
er eign útlendinga, þá kemur samt sennilega fram halli á hina hliðina.
III. Aðfluttar vörutegundir.
Impoiiation des marchandises.
Tafla II (bls. 4—19) sýnir hve mikið hefur ílust til landsins
af hverri vörutegund árið 1916. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir
skyldleika og tilfærðar í sömu röð eins og á verslunarskýrslueyðu-
blaðinu. í töflu I (bls. 2—3) er yfirlit yfir verðmagn aðllutningsins í
öllum vöruflokkunum. Enda þótt flokkun þessi virðist heppilegri til
þess að byggja á nákvæma sundurliðun á vörunum heldur en flokkun
eftir notkun varanna, sem áður var lögð til grundvallar í verslunar-
skýrslunum, er samt líka flokkuninni eftir notkun varanna haldið í
yfirliti þessu, bæði vegna þess, að með því má betur koma að saman-
burði við fyrri ár og líka vegna þess, að sú flokkun getur gefið mikils-
verðar bendingar um, hvers eðlis vöruflutningarnir eru. Aðeins verður
að hafa hugfast, að flokkun eftir notkun varanna getur aldrei orðið
nákvæm, því að oft er sama varan notuð margvíslega og gelur þá
verið álitamál, hvar helst beri að telja hana. Verður þá að setja hana
í þann flokk, sem ætla má að meiri hluti hennar falli venjulega undir.
1. yfirlit (bls. 12*) sýnir skiftinguna á aðfluttum vörum þrjú
síðustn árin eftir notkun varanna. Hafa þær verið flokkaðar alveg
eins og siðustu ár á undan (sjá Verslunarskýrslur 1914, bls. 14*). í
yfirlilinu er sýnt, hve miklum hluta af hundraði hver flokkur nemur
af verðupphæð allrar aðfiuttrar vöru hvert ár. Yfirlitið ber með sjer,
að árið 1916 hefur meira en 2ls af verði aðfiuttu vörunnar farið í
framleiðsluvörur, um 2/ö i neysluvörur og tæpl. ’/« í ljósmeti og elds-
neyti (steinolíu og kol), sem bæði er til heimilisnotkunar og fram-
leiðslu. Hefur gengið tiltölulega töluvert meira til framleiðsluvar-
anna, en minna til neysluvaranna, árið 1916 heldur en undanfarin ár.
Það er innflutningurinn til sjávarútvegs, sem aukist hefur stórkostlega.