Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1919, Page 18
16
Verslunarskýrslur 191G
20
vörur úr beini, horni o. fl„ burstar og kústar, kerti, fægismyrsl,
listar, stofugögn, tóbakspípur, göngustafir, glysvarningur, eldspítur,
j'mislegar trjávörur, veggfóður, ýmisl. vörur úr pappir, gólfmottur,
ýmsar vörur fljettaðar, gimsteinar, leirkerasmíði, steintau og fajance,
postulínsvörur, spegilgler og speglar, lampar og lampaglös, glervörur,
ýmsar vörur úr marmara, gipsi og sementi, gasmælar, 5rmisl. blikk-
vörur, hnífar og skæri, lásar, lamir og lyklar, ofnar og pottar
ýmsar vörur úr alúminíum, eir, tini, nikkel, blýi, sinki, gulli og
silfri, barnavagnar og barnaleikföng, vjelar til heimilisnotkunar, úr
og klukkur. Innflutningur af eftirfarandi vörutegundum árið 1916
nam yfir 70 þús. kr. 191G 1915
Blikkvörur 182 þús. kr. 99 pús. kr.
ílát úr steintaui og fajance 87 — - 51 — —
Ofnar og eldavjelar 80 — — 61 — —
Stofugögn úr trje 76 — — 38 — —
Eirvörur 70 — — 37 - —
Ljósmeti og eldsneyti. I þeim flokki eru talin kol (ásamt
kóksi) og steinolía (ásamt bensíni), og eru þær vörur báðar hafðar.
bæði til framleiðslu og heimilisnotkunar. Árið 1916 voru þessar
vörur fluttar inn fyrir rúmar 6 milj. kr. eða fyrir nærri l1/* milj.
kr. meira en árið á undan. Síðastliðin 5 ár hefur aðflutningur af
steinolíu og kolum numið þeim verðupphæðum, sem hjer segir:
Steinolia Kol
1912 .... 1 829 þús. kr.
1913 .... ... 746 — — 2 568 — —
1914 .... ... 663 — -- 2 636 — —
1615 .... ... 860 — — 3 879 — —
1916 .... ... 1 389 — — 4 593 — —
Árin 1914—16 er steinolian talin ein sjer, en árin á undan mun
vera talið með henni bensín og ef til vill fleira. Á undanförnum
árum hefur aukist mikið innflutningur bæði á steinolíu og kolum.
Steinolíueyðslan hefur aukist mikið vegna mótorbátanna, en kola-
eyðslan vegna botnvörpunganna og aukinna skipaferða hjer við
land. 1901—05 var að meðaltali flutt inn á ári 30 þús. tonn af
kolum, 1906 —10 58 þús. tonn, 1911 —15 91 þús. tonn. Árið 1914
var kolainnflutningurinn hæstur 112 þús. tonn, en síðan hefur hann
lækkað mikið bæði vegna þess, að útlendum skipum fækkaði mikið
hjer við land eftir að stríðið hófst og erviðleikar miklir voru á því
að fá kolin. Árið 1915 var kolainnflutningurinn 82 þús. tonn, og
1916 að eins 64 þús. tonn. En vegna gífurlegrar verðhækkunar á