Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1919, Side 20
18*
Verslunarskýrslur 191G
20
Innflutningur á tunnum hefur verið þessi síðuslu 5 árin:
1912 ........... ? þús. kg 317 þús. kr.
1913 ......... 884 — — 273 — -
1914 ......... 775 — — 214 — —
1915 ...... 2 038 - — 541 — —
1916 ...... 6 553 — — 4 485 — —
Árið 1916 hefur tunnuinnflutningur meir en þrefaldast, en
verðmagnið vaxið miklu meir vegna verðhækkunar. Við þennan
árasamanburð er það annars aðgætandi, að liætt er við, að fyrri
árin hafi töluvert af tunnuinnflutningi hingað til lands ekki komið
fram í skýrslunum.
Af öðrum vörum í þessum flokki hefur innflutningurinn af
þessum verið mestur að verðmagni:
191G 1915
Skiþ og bátar ...................... 1 255 þús. kr. 1 935 þús. kr.
Net og netjagarn ................... 646 — — 181 — —
Færi ............................... 555 — — 344 — —
Steinolíu- og bensinmótorar...... 330 — — 151 — —
Olía úr steinarikinu (önnur en stein-
olía og bensín, mest vjelaolía) ... 235 — — 113 — —
Aukningin á verðmagninu 1916 stafar nokkuð af hækkuðu
verði, en mest af auknum innílutningi.
Til landbúnaðar er talinn innflutningur fyrir nál. 200 þús.
kr. árið 1916. Þar til telst skepnufóður (nema korn), baðlyf, áburður,
gaddavír, hestajárn, landbúnaðarverkfæri og landbúnaðarvjelar. Þessi
innflutningur má heita hreinn landbúnaðarinnflutningur, en auk
þess gengur til landbúnaðar sumt af þeim innflutningi, sem talinn
er í öðrum flokkum, svo sem nokkuð af kornvörunum, sem notað
er til skepnufóðurs og nokkuð af saltinu, sem notað er til kjötsölt-
unar og heysöltunar. Af þeim vörum, sem taldar eru í þessum
flokki, var gaddavír áður stærsti liðurinn. Af gaddavír hefur flust
inn á síðari árum:
1912 ......... 196 þús. kg 48 þús. kr.
1913 ......... 253 — — 64 — —
1914 ......... 355 — — 85 — -
1915 .......... 55 — — 17 — —
1916 .......... 32 — - 15 — —
Innflulningur af gaddavír fór mjög vaxandi fram að 1914, en
síðan minkar hann afarmikið og 1916 er hann ekki 710 af því sem
hann var 1914, enda er gaddavír vara, sem mikið er notuð í ófriði.
Árið 1916 eru taldar innfluttar 630 skilvindur og er það meira