Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1919, Side 26
24*
Verslunarskýrslur 191G
20
V. Viðskiftin við einstök lönd.
L’échange avec les pays élrangers.
5. yfirlit (bls. 25‘) sýnir hvernig verðupphæð aðfiuttu og út-
fluttu vörunnar hefur skifst 4 síðustu árin eftir löndunum, þar sem
vörurnar hafa verið keyptar eða seldar. Síðari hluti yfirlitsins sýnir,
hvern þátt löndin taka hlutfallslega í versluninni við Ísland sam-
kvæmt íslensku verslunarskýrslunum. Sundurliðunin eftir löndunum
er töluvert fyllri síðan 1914 heldur en árin á undan, því að nú eru
öll lönd, sem viðskifti hafa verið við, tilfærð hvert í sínu lagi, en
áður voru allmörg þeirra tekin í einu lagi án aðgreiningar og
nefnd »önnur lönd«.
Langmestur hluti aðfluttu vörunnar liefur komið frá Danmörku
og Bretlandi. 1916 komu 69.2°/o eða rúmlega tveir þriðju hlutar að-
fluttu vörunnar frá þessum tveim löndum. Hlutdeild Danmerkur í
aðflutningunum er tiltölulega töluvert minni heldur en fyrir nokkrum
árum. Árið 1909 komu 48% af verði aðfluttu vörunnar á Danmörku,
en 1916 ekki nema 38%. Á Bretland hefur á undanförnum árum
komið nálægt V3 af verði aðflutlu vörunnar. Næst þessum löndum
gekk fyrir stríðið Þýskaland með nálega 10%, en effir að stríðið
hófst minkaði innflutningur þaðan stórum og mátti heita alveg
hættur árið 1916. Aftur á móti kom þá 10V2% af innflutningnum
frá Noregi, en þar á eftir koma Bandaríkin með rúml. 7^2% af að-
fluttu vörunni, Svíþjóð með rúml. 5l/2%, Spánn með tæpl. 4% og
Holland með 2xh%.
Af útfluttu vörunum hefur venjulega verið mest selt til Dan-
merkur, framundir 2/s hlutár þeirra. En árið 1916 hefur þetta ger-
breyst. Bretland hefur dregið til sin mest af útflutningnum það ár
eða 42V2%, og aukningin á útflutningnum þangað hefur inest öll
komið niður á Danmörku, svo að hún hefur ekki einungis hrapað
niður fyrir Bretland, lieldur líka niður fyrir Noreg, Spán og Svíþjóð.
Til Noregs og Spánar livors um sig fór 14^2% af úlflutningnum
það ár, til Svíþjóðar HV2V0, en til Danmerkur ekki nema 10%.
Þar á eftir kemur Ítalía með 5x/2% og Bandaríkin með 1V20/0, en
til annara landa er úlflutningurinn alveg hverfandi.
Á 5. yfirliti sjest, að miklu meira er flutt út frá íslandi til
Noregs, Sviþjóðar, Spánar og Ítalíu heldur en aðflutt er frá þessum
löndum, en aftur á móti er meira flutt inn frá Bandaríkjunum
heldur en útflutt er þangað. Venjulega hefur útflutningur til Dan-
merkur verið meiri heldur aðflutningur þaðan, en innflutningur
meiri frá Bretlandi heldur en útflutningur þangað. En árið 1916 er