Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1943, Blaðsíða 26
24
VprslunarsUýrslur 1!)41
árið 1941. Var J)áð aðallega kornvörur og timbur. Hins vegar hefur út-
flutningur þangað verið hverfandi lítill.
Útflutningur til annara landa i Ameriku (Kúbu, Brasilíu, Argentínu),
sem verið hefur riokkur undanfarin ár, hefur heldur gengið saman siðan
stríðið bvrjaði.
I töflu V A og B (þls. 52—81) eru taldar upp allar helstu innfluttar
og útfluttar vörutegundir og sýnt, hvernig inn- og útflutningsmagn hverr-
ar vöru skiftist eftir löndum. í töflu IV A og B (bls. 46—51) er verðmæti
innflutningsins frá hverju landi og útflutnings til þess skift eftir vöru-
flokkum. Og loks eru í töflu VI (bls. 82—94) taldar upp með magni og
verði helstu vörutegundirnar í innflutningnum frá hverju landi og i út-
flutningnum til þess.
Undanfarið hefur það verið regla í íslenskum verslunarskýrslum,
eins og í skýrslum flestra annara landa, að miða viðskiftin við i n n -
k a u p s 1 a n d og s ö 1 u 1 a n d, hvaðan vörurnar eru keyptar og hvert
þær eru seldar. En margar innfluttar vörur eru keyptar í öðrum löndum en
þar, sem þær eru framleiddar, og eins er um ýmsar útfluttar vörur,
að þær eru notaðar í öðrum löndum en þeim, sem fyrst kaupa þær. Inn-
kaups- og sölulöndin gefa þvi ekki rétta huginynd um hin eiginlegu
vöruskifti milli framleiðenda og nevtenda varanna. A síðari árum hefur
mjög aukist áhugi fvrir því að fá úr verslunarskýrslunum upplýsingar
mn þessi eiginlegu vöruskifti milli landanna, enda þótt minni upplýsing-
ar fengjust þá um kaup og sölu til landa, sem aðeins eru milliliðir i
viðskiftunum. Ýms lönd hafa breytt verslunarskýrslum sínum viðvíkj-
andi viðskiftalöndum i það horf, að þam veita upplýsingar um upp-
r u n a 1 a n d o g n e v s 1 u la n d . Til þess að fá upplýsingar um þetta
viðvikjandi innflutningi til íslands, hefur verið settur á innflutnings-
skýrslueyðublöðin dálkur fyrir upprunaland varanna, auk innkaups-
landsins, en sá dálkur hefur aðeins verið útfyltur á mjög fáum skýrslum.
Hefm því ekki þótt tiltækilegt að gera yfirlit vl'ir það að þessu sinni.
5. Viðskil'tin við útlönd eftir kauptúnum.
L’écliange extérieur par inlles et places.
í 8. yfirliti (bls. 25*) er skifting á verðmagni verslunarviðskiftanna
við útlönd i beild sinni, svo og innflutnings og útflutnings sérstaklega,
árin 1987 -1941 og sýnt, hve mikið kemur á Reykjavík, hina kaupstað-
ina og verslunarstaðina. I yfirlitinu er þetta einnig sýnt með hlutfalls-
tölum. Arið 1941 hefur meir en % af innflutningnum komið á Reykjavík,
tæpl. 3á á hina kaupstaðina en ekki Vm á aðra verslunarstaði. Af útflutn-
ingnum kom nál. % á Revkjavík, rúml. 3/s á hina kaupstaðina og rúml.
3/ii á aðra verslunarstaði. Stríðið hefur orðið til þess að auka töluverl
hlutdeild höfuðstaðarins i vershminni við útlönd,