Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1950, Page 23
Verzlunarskýrslur 1948
21*
1940 hrapaði síldarútflutningurinn niður i Vi af þvi, sem hann var
árið á undan, þvi að sildarmarkaðir lokuðust vegna ófriðar. Öll stríðs-
árin var síldarútflutningur mjög lítill, og árið 1944 komst hann jafnvel
niður í tæp 2000 tonn. Eftir stríðið hæklcaði hann aftur og var 1946
kominn upp í tæp 16 000 tonn, en 1947 hrapaði hann aftur niður í 6 600
tonn og 1948 var hann ekki nerna 11 þús. tonn. Aftur á móti varð all-
mikill úlflutningur á sildarlýsi og síldarmjöli.
Útflutningur af sildarmjöli og f i s k m ö 1 i hefur verið svo
sem hér segir síðan um 1920:
Sildarmjöl Fiskmjöl Sildarmjöl Fiskmjöl
1000 kg 1000 kg 1000 kg 1000 kg
1921—25 meöaltal .... 1 437 544 1944 ........ 27 040 1 117
1926—30 — .... 6 008 2 936 1945 4 928 2 851
1931—35 — .... 7 372 5 483 1946 10 195 6 169
1936—40 — ....19 340 5 390 1947 11 155 6 477
1941—45 — .... 14 931 2 379 1948 33 685 5 499
Útflutningur af fisltlýsi hefur verið þannig siðan 1910:
Þorskalýsi Ilákarlslýsi Sildarlýsi Karfalýsi
1000 kg 1000 kg 1000 kg 1000 kg
1911—15 meðaltal 1 774 220 1 153
1916—20 — 1 919 296 439
1921—25 — 4 722 85 2 018
1926—30 — 5196 40 5 422
1931—35 — 4 924 7 8 816 59
1936—40 — 5 190 13 19 667 475
1941—45 — 6 105 »> 24 915 ..
1944 6 053 26 429
1945 8162 13 888
1946 7 132 17 534 18
1947 5 332 20 541
1948 7 342 28 336 »»
Hvalafurðir voru allmikið útfluttar héðan af landi á fyrsta ára-
tug þessarar aldar, en 1915—1934 var bannað að reka hvalveiðar héðan
af landi, og féll því sá útflutningur i burtu á því timabili. 1935 var síðan
einu félagi veitt sérleyfi til að reka hvalveiðar (frá Tálknafirði), en þær
lögðust niður aftur 1940. Arið 1948 var farið að reka héðan hvalveiðar
á ný, frá Hvalfirði, og var það ár flutt út 773 tonn af hvallýsi fyrir
rúmar 2 millj. kr. og 864 tonn af hvalkjöti fyrir tæpl. 3 millj. kr.
Afurðir af veiðiskap og hlunnindum eru hverfandi hluti
af útflutningnum. Hér telst til lax og silungur, æðardúnn, selskinn og
rjúpur. Af rjúpum hefur ekkert verið flutt út siðan 1940. Af hinu liefur
útflutningurinn verið síðustu árin:
I.ax og silungur liðardúnn Selskinn
1944 3 470 kg 91 kg' „ kg
1945 12 080 — 417 — 4 534 —
1946 95 — 565 —
1947 1 600 —
1948 »» 1 200 —