Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 10
F immtán fyrrverandi starfs- menn Kaupþings og Lands- bankans hafa verið ákærðir vegna meintrar markaðsmis- notkunar bankanna tveggja fyrir hrun. Um er að ræða níu starfs- menn Kaupþings og sex starfs- menn Landsbankans. Meðal þeirra sem hafa verið ákærðir í málun- um tveimur eru fyrrverandi forstjóri og stjórnar formaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, og fyrrverandi bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, Sigur jón Árnason og Elín Sigfúsdóttir. Um er að ræða aðra ákæruna í markaðsmisnotkunarmálum sem gefin er út á hendur starfsmönnum Kaupþings hjá embætti sérstaks saksóknara eftir hrunið 2008. Þeir Hreiðar Már, Sigurður, Magnús Guð- mundsson og Ólafur Ólafsson eru einnig ákærðir í al-Thani málinu svo- kallaða sem snýst um kaup katarska sjeiksins al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi í september 2008. Fimm aðskilin markaðsmisnotkunarmál liggja undir í ákærunni gegn Kaup- þingsfólkinu. Ákæran gegn fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans er sú fyrsta sem lítur dagsins ljós gegn starfsmönnum þess banka frá hrun- inu 2008. Heimildir DV herma að ákæran snúist meðal annars um tvær milljarða lánveitingar Landsbankans til hlutabréfakaupa í bankanum í september og október 2008. DV gerði á þriðjudaginn ítrekað- ar tilraunir til að ná í þá fyrrverandi starfsmenn bankanna tveggja sem ákærðir hafa verið en það gekk ekki eftir. Ákært fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun Í tilfelli Kaupþings er um að ræða ákæru vegna meintrar allsherjar- markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum á árunum 2005 til 2008. Meðal annars er um að ræða meinta markaðsmisnotkun deildar eigin viðskipta bankans með hlutabréf í Kaupþingi. Á þessum árum keypti deild eigin viðskipta Kaupþings 29 prósent af öllu hlutafé í bankanum. Meðal ákærðu í málinu eru fyrrver- andi starfsmenn þessarar deildar í Kaupþingi. Um viðskipti deildar eigin við- skipta Kaupþings með hlutabréf í bankanum segir meðal annars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: „Þessi frásögn staðfestir að deild eig- in viðskipta Kaupþings hafi með virkum hætti keypt hlutabréf í bank- anum til að milda verðfallið þegar mikill söluþrýstingur myndaðist. Þetta bendir því til þess að viðskipti Kaupþings, í það minnsta frá því að hlutabréfaverð tók að lækka, megi skýra með því að EVK hafi gert tilraun til þess að hafa áhrif á hlutabréfaverð bankans til hækkunar.“ Byggir þessi liður ákærunnar því væntanlega á því að starfsmenn Kaupþings hafi skapað falska verðmyndun á hluta- bréfum í bankanum með þessum viðskiptum sínum og haldið hluta- bréfaverðinu í bankanum uppi. Enn fremur segir í skýrslunni: „Ekki fæst annað séð en að hluti slíkra lána hafi verið veittur til þess eins að liðka fyrir sölu eigin hlutabréfa úr veltubók bankans og komast þannig hjá því að senda inn flöggunartilkynningu, án þess þó að draga úr kaupum.“ Þá byggir ákæran einnig á eins- taka lánveitingum til einstakra eignarhaldsfélaga, lánum sem svo voru notuð til hlutabréfakaupa í bankanum. DV hefur ekki heimild- ir fyrir því hvaða lánveitingar þetta eru en Kaupþing lánaði hins vegar ýmsum eignarhaldsfélögum fjár- muni til kaupa á hlutafé í bankan- um, meðal annars Desulo Trading og Holt Investment Group, félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar sem yfirleitt er kenndur við Hótel Holt. Ákært fyrir viðskipti frá 3. október Ákæran gegn fyrrverandi starfs- mönnum Landsbankans byggir á tveimur málum þar sem Landsbank- inn lánaði milljarða króna til hluta- bréfakaupa í aðdraganda hrunsins 2008. Líkt og í Kaupþingsmálinu eru fyrrverandi starfsmenn deildar eigin viðskipta Landsbankans ákærðir í því. Annars vegar er um að ræða Imon-málið svokallaða – kaup eignarhaldsfélagsins Imon á hluta- bréfum í Landsbankanum fyrir rúma fimm milljarða króna þann 3. október 2008 – og hins vegar kaup Finnans Mika Petteri Salmivuori á hlutabréfum í bankanum fyrir 3,8 milljarða króna þennan sama dag. Salmivuori var viðskiptafélagi Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, stærsta hluthafa bankans fyrir hrun. Lands- bankinn var yfirtekinn af Fjármála- eftirlitinu fjórum dögum síðar, þann 7. október. Finninn dularfulli Margoft hefur verið rætt um kaup Imon á hlutabréfunum í Landsbank- anum en félagið var í eigu fjárfestis- ins Magnúsar Ármann. Minna hefur hins vegar verið rætt um viðskipti Salmivuoris, sem gengið hefur undir nafninu Ari finnski meðal kunnugra hér á landi. Finninn keypti hlutabréf- in í gegnum aflandsfélagið Azalea Resources Limited. Landsbankinn fjármagnaði hlutabréfakaupin. DV fjallaði um viðskipti Landsbankans og Finnans í mars í fyrra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er minnst á kaup Azalea Re- sources Limited í Landsbankanum en þar segir að félagið hafi keypt hluta- bréf í bankanum fyrir 3,781 milljón þann 3. október 2008. Um var að ræða nærri 200 milljón hluti í bankanum sem seldir voru á genginu 19. Salmivuori er fjárfestir í Finnlandi og er eigandi og stjórnarformaður fjárfestingarfélagsins Ajanta sem er með skrifstofur í Helsinki í Finnlandi og í Belgíu. Björgólfur Thor og Ari Salmivuori hafa til að mynda fjárfest saman í finnska símafyrirtækinu Elisa auk þess sem Björgólfur Thor fjárfesti í finnska flugfélaginu Finnair í gegn- um Ara árið 2005. Björgólfur Thor og Ari stunduðu því fjárfestingar saman í Finnlandi á árunum fyrir hrun. Þá kom finnski fjárfestirinn með- al annars í fertugsafmæli Björgólfs sem haldið var á Jamaíku árið 2007. 130 gestir voru í afmælinu sem haldið var í kastalanum Trident þar í landi. Líkt og frægt er orðið söng bandaríski rapparinn 50 Cent í afmælinu. n 10 Fréttir 20. mars 2013 Miðvikudagur BANKASTARFS- MENN ÁKÆRÐIR Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ekki fæst annað séð en að hluti slíkra lána hafi verið veittur til þess eins að liðka fyrir sölu eigin hlutabréfa úr veltubók bankans. Ákæra vegna Ara finnska Starfsmenn Landsbankans eru meðal annars ákærðir vegna láns upp á 3,8 milljarða til finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfs- sonar þann 3. október 2008. Samtal við Ara finnska DV hafði samband við Ara Mika Petteri Salmivuori í mars í fyrra eftir að það spurðist út að sérstakur saksóknari væri með viðskipti hans með hlutabréf í Landsbankanum til rannsóknar. Blaðið hringdi í finnskt farsímanúmer sem skráð er á heima- síðu Ajanta, fjárfestingarfélags Ara í Finnlandi. Ari svaraði en hafði hins vegar ekki áhuga á að ræða við blaðið um viðskipti hans með hlutabréf í Landsbankanum. Samtal blaða- manns við Ara fylgir hér á eftir: Blaðamaður: Ari? Ari: Já, sá er maðurinn. Blaðamaður: Heyrir þú í mér? Ari: Já. Blaðamaður: Ég heiti Ingi Vilhjálms- son og er blaðamaður á íslenska dagblaðinu DV. Ari: Já, en þú afsakar – ég veit ekki hvort þú heyrir í mér – en ég er staddur í stórmarkaði … Blaðamaður: Ég skil, ég skil, en mig langar bara að spyrja þig að einu, ég verð mjög fljótur. Þann 3. október 2008 … Ari: Hei, hei, hei, getur þú ekki hringt í mig eftir klukkutíma? Blaðamaður: Leyfðu mér bara að bera upp erindið … Ari: (Skellt á) Sónninn heyrist. Ari vildi því ekki ræða um viðskiptin í þessu samtali, áður en hann skellti á blaðamann DV. Þegar DV hringdi í hann rúmum klukkutíma síðar var slökkt á síma Ara. Forsíða 24. Mars 2012. n Landsbankamenn ákærðir vegna tvennra viðskipta frá 3. október 2008 Ákærðir aftur Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guð- mundsson eru aftur ákærðir vegna meintrar markaðs- misnotkunar. Þeir sjást hér í dómsal í al-Thani málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.