Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 20. mars 2013 Miðvikudagur Carl Bildt fékk íslenska lopapeysu n „Mögnuð upplifun“ að fljúga yfir Ísland A ð fljúga inn yfir strendur Ís- lands á svona björtum degi er mögnuð upplifun, segir Carl Bildt, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, á bloggsíðu sinni en hann fundaði með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslands, á skrifstofu utanríkisráðuneytisins á mánudaginn. Borðaði Bildt hádegismat með Össuri sem hann kallar vin sinn og kollega. „Við höfum í gegnum tíðina styrkt tengsl, sem þegar voru góð, við Ísland og í okkar augum hefur það ætíð verið mikilvægt að geta liðsinnt Íslending- um, fyrst í gegnum fjármálakrepp- una og ekki síður nú, í samningum Ís- lands við Evrópusambandið. Við þetta bætast svo hin aðkallandi álitamál norður skautsins,“ skrifar Bildt sem situr í forsæti Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Bendir Bildt á að fjár- málakreppan hafi dregið fram áleitnar spurningar um hvort lítið hagkerfi eins og Ísland geti staðið eitt og sér í al- þjóðavæddum heimi. Peysan sem Bildt klæðist á myndinni er gjöf frá ráðuneytinu og keypt keypt frá Handprjónasam- bandinu. Öðru máli gegnir um peysu Össurar: „Mín er hundgömul, prjónuð af gamalli frænku minni á Suðurnesj- um,“ sagði hann. Þeir Össur og Bildt fóru ljúfum orð- um hvor um annan í ræðum sem þeir héldu á ráðstefnu um norðurslóða- mál. Sagði Össur að enginn vissi það betur en hann sjálfur hve Bildt væri góður vinur Íslands. Bildt gerði komandi þingkosningar að umtalsefni í bloggfærslu sinni. „Ís- lendingar ganga að kjörborðinu þann 27. apríl og jafnvel þótt spurningar um aðild að Evrópusambandinu séu ekki beinlínis uppi á borðinu í þess- um kosningum, þá geta niðurstöður kosninganna haft bein og nærtæk áhrif á framhald viðræðna Íslands við Evrópusambandið,“ skrifar hann. n É g get sagt þér alveg eins og er að ég var tekinn þarna eins og hryðjuverkamaður. Ég skil ekki af hverju ríkisstofnun vinnur svona,“ segir Jóhann Rúnar Kristinsson, útgerðarmaður á Rifi á Snæfellsnesi, um aðgerðir Fiski- stofu í þorpinu. Stofnunin fann fyrir skömmu ýsu – þrjú tonn að því er sagt er – í húsnæði sem er í eigu út- gerðar Jóhanns Rúnars, Melness, sem gerir út línubátinn Særif SH-25. Fiskistofa mun vera að skoða tilkomu aflans sem mögulegt kvótasvindl. Í samtali við DV segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri að um hafi verið að ræða hefðbundið eftirlit Fiskistofu á Rifi. Hann segir að mál- ið sé til skoðunar en að hann geti ekki veitt upplýsingar um eðli rann- sóknarinnar. Ætlaði að búa til harðfisk Jóhann Rúnar segir að vissulega hafi Fiskistofa fundið ýsu í húsa- kynnum Melness en það hafi verið fiskur sem hann keypti af sjálfum sér. „Það var fiskur þarna. En ég keypti hann af sjálfum mér. Ég keypti hann en hann var skalað- ur á bílavoginni á Rifi. Svona var þetta og það er alveg sama hvað þið þvælið um þetta. Ég ætlaði að gera harðfisk úr honum. Má ég það ekki? Af hverju er þá gengið að manni eins og ég sé hryðjuverka- maður?“ spyr Jóhann Rúnar. Samkvæmt því sem Jóhann Rúnar segir keypti hann fiskinn því af Særifi SH-25 með það fyrir aug- um að herða hann. „Ég keypti bara ýsu af Særifinu til að herða fyrir sjálfan mig. Ég hlýt að mega það sem íslenskur ríkisborgari. Ég hef oft gert þetta; það er ekkert hægt að banna þetta. Fiskistofa hafði ekki hugmynd um þetta þegar hún kom til mín. Ég þurfti að sýna þeim nótuna fyrir viðskiptunum,“ segir Jóhann Rúnar. Magnið liggur ekki fyrir Aðspurður segir Jóhann Rúnar að ekki liggi fyrir hversu mikið magn af fiski Fiskistofa rannsakaði. „Ég ætla ekkert að segja þér það; Fiski- stofa segir þér það. Það er ekkert einu sinni á hreinu. […] Þetta er bara helvítis kjaftæði eins og Ís- land er orðið í dag. Það er bara þannig. Þetta voru engin þrjú tonn þetta voru nokkur kíló af harð- fiski,“ segir Jóhann Rúnar. Jóhann Rúnar segir aðspurður að hann viti „ekkert um það“ hvort aflinn hafi verið veiddur og land- að með löglegum hætti. „Það veit ég ekkert um. Spurðu Fiskistofu að þessu. Þeir hljóta að vera starfi sínu vaxnir fyrst þeir „tríta“ mann eins og hryðjuverkamann,“ segir Jóhann Rúnar. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég keypti fiskinn af sjálfum mér“ n Útgerðarmaður á Rifi ósáttur vegna aðgerða Fiskistofu n Rannsaka ýsu Ósáttur Jóhann Rúnar er ósáttur við aðgerðir Fiskistofu. Hann sést hér um borð í línubátnum Særifi SH-25. „Ég var tekinn þarna eins og hryðjuverka- maður Hagræðing hjá RÚV Hagræðingaraðgerðir standa yfir hjá Ríkisútvarpinu þessa dagana og hefur starfshlutfall fjögurra dagskrárgerðarmanna verið lækkað umtalsvert. Starfs- hlutfall tveggja var lækkað nið- ur í 70 prósent af því sem fyrir var en hinir tveir urðu fyrir 20 prósenta skerðingu. Sagði einn þeirra upp í kjölfarið. „Það eru bara ekki til nægir peningar til að reka Rás 1 og þá verða ein- hverjir að fá minna,“ sagði einn þeirra starfsmanna sem lækkun- in bitnaði á. Samkvæmt heim- ildum DV ríkir talsverð óánægja á vinnustaðnum vegna þessa. Kvaddi þingheim Þuríður Backman, þingkona Vinstri grænna til 14 ára, hélt sína síðustu þingræðu á þriðju- dag. Lýsti hún yfir áhyggjum af umræðuhefðinni á þingi. „Þriðj- ungur þingmanna er nýr hér á þingi,“ sagði hún. „Hann hefur ekki kynnst neinu öðru en því starfsumhverfi sem að nú hefur skapast. Og mér finnst áhyggju- efni að horfa til næsta kjör- tímabils þegar það koma nýir þingmenn og læra það sem fyrir þeim er haft.“ Þá hvatti hún til þess að komið yrði á siðareglum og lokið yrði við endurskoðun á þingsköpum. Útboð hjá Seðlabankanum Seðlabanki Íslands hélt ann- að gjaldeyrisútboð ársins á þriðjudaginn og bauðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir ís- lenskar krónur til fjárfestingar í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Er þetta liður í áætlun um losun á gjaldeyrishöftum og með svip- uðu sniði og önnur útboð sem haldin hafa verið. Fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka að talsverður titringur hafi verið á markaði að undanförnu vegna vangaveltna um hvort til standi að þrengja að fjárfestingarmöguleikum aflandskrónueigenda á næst- unni. Þá hafi útboðsgengið farið lækkandi. Vinir og kollegar Utanríkisráðuneytið gaf Carl Bildt, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, íslenska lopapeysu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.