Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 20. mars 2013 Miðvikudagur Ekki króna upp í kröfur á Baugsfélag n 37 milljarða gjaldþrot Unity Investments E ngar eignir og ekki króna fékkst upp í tæplega 37 milljarða króna kröfur í þrotabú fjárfestinga­ félagsins Unity Investments ehf. sem var í eigu Baugs Group, FL Group og breska kaupsýslumannsins Kevin Stanford. Félagið, sem var stofnað árið 2006, var aðallega í því að kaupa hluta­ bréf í smásölufyrirtækjum sem voru með beinum eða óbeinum hætti í eigu Baugs í Bretlandi eins og French Connection og Woolworths. Baugur og FL Group áttu hvort sinn 37,5 pró­ senta hlut í Unity en Stanford átti 25 prósent. Félagið var, eins og svo mörg önnur tengd Baugi ,skráð með lög­ heimili í því mikla Baugsvígi, Tún­ götu 6. Unity Investments var úrskurðað gjaldþrota þann 3. október 2012 en skiptum á þrotabúinu lauk 28. febrúar síðastliðinn. Lýstar kröfur í búið námu 36.783.701.654 krónum en sem fyrr segir fékkst ekki króna upp í þær kröfur né fundust nokkrar eign­ ir í búinu. Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins fyrir árið 2007 virðist það ár hafa reynst félaginu afar þung­ bært. Það fór úr því að hagnast um tæpar 700 milljónir punda árið 2006 í að tapa 115 milljónum punda árið 2007 eða sem nemur rúmlega 21,8 milljörðum króna að núvirði. Skráðir stjórnarmenn í félaginu sam­ kvæmt ársreikningnum voru þeir Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, og Stefán Hilmar Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs. Eitt dótturfélag í 100 prósenta eigu Unity Investments var skráð. Unity One var stofnað í lok febrúar 2007 og sam­ kvæmt fyrsta og eina ársreikningi þess dótturfélags tapaði það 47 milljónum punda það ár og var loks úrskurðað gjaldþrota 19. desember 2012. n mikael@dv.is Bannað að fjalla um skilnað skúla n Útgáfufyrirtækið var með samning við WOW air vegna flugblaðs R itstjóra tímaritsins Séð og heyrt, Björk Eiðsdóttur, mun hafa verið bannað að fjalla um skilnað Skúla Mogensen fjárfestis þegar frá honum var greint í byrjun þessa árs. Þetta herma heimildir DV. Útgáfufélag Séð og heyrt, Birtíngur, gefur út flugblað fyrir ferðaskrifstofu Skúla, WOW air, en gaf áður út sams konar blað fyrir Iceland Express. Birtíngur hefur því fjárhagslega hagsmuni af viðskiptum sínum við WOW air. Blaðið heitir Wow Magazine. Tón­ listarmaðurinn Ásgeir Trausti prýðir nýjasta tölublað Wow Magazine. Blaðið er að finna í þotunum sem ferðaskrifstofan notar í farþegaflutn­ ingum sínum til og frá Íslandi sem og á heimasíðu WOW air. Vill ekki ræða starfslokin Björk Eiðsdóttir sagði upp starfi sínu sem ritstjóri Séð og heyrt í lok febrúar síðastliðinn af ótilgreindum ástæðum. Í samtali við DV þann 27. febrúar staðfesti Björk að hún hefði sagt upp störfum; „Jú, það passar“ – en vildi ekki greina frá því „að svo stöddu“ af hverju hún hætti sem rit­ stjóri blaðsins. DV hafði samband við Björk til að spyrja hana hvort það væri rétt að henni hefði verið bannað að fjalla um skilnað Skúla Mogensen í Séð og heyrt. Björk neitaði að ræða um mál­ ið og starfslok sín við blaðið. Heim­ ildir DV fyrir þessum afskiptum af umfjöllun Séð og heyrt um Skúla Mogesen eru hins vegar traustar þó Björk neiti að ræða málið við blaðið. Miklar sögusagnir Síðastliðnar vikur hafa miklar sögur gengið um málið. Ein sagan er á þá leið að búið hafi verið að prenta tölu­ blað Séð og heyrt þar sem fjallað var um skilnað Skúla Mogensen á forsíð­ unni og að fjárfestirinn hafi keypt allt upplagið. Þetta mun hins vegar ekki vera satt. Séð og heyrt skrifaði aldrei um skilnað Skúla í blaðið af áðurnefndri ástæðu og þar af leiðandi rataði um­ fjöllunin aldrei á prent: Skýr fyrir­ mæli komu um það innan Birtíngs að ekki yrði fjallað um skilnað Skúla. Gaf út blað fyrir Iceland Express Áður en Birtíngur byrjaði að gefa út blaðið fyrir WOW air gaf útgáfufélagið út flugblað fyrir ferðaskrifstofu Pálma Haraldssonar, Iceland Express. Það hét FlyExpress. Þegar WOW air keypti hluta af starfsemi Iceland Express í október fyrra, og Iceland Express lagði upp laupana, gerði ferðaskrif­ stofan samning við Birtíng um útgáfu Wow blaðsins. Þögn Bjarkar Eiðsdóttur um starfs­ lok sín hjá Birtíngi þýðir að ekki ligg­ ur fyrir af hverju hún ákvað að hætta sem ritstjóri Séð og heyrt og hvort af­ skiptin af hugsanlegum fréttaflutn­ ingi af Skúla Mogensen hafi spilað þar inn í. Þá er heldur ekki hægt að fullyrða neitt um hvort afskiptin af rit­ stjórnarstefnu Séð og heyrt hafi verið meiri og tíðari en hér um ræðir. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Mátti ekki fjalla um Skúla Skýr fyrirmæli voru um að Séð og heyrt mætti ekki fjalla um Skúla Mogensen. Útgáfufélag Séð og heyrt gefur út flugblað fyrir WOW air. Neitar að tjá sig Björk Eiðsdóttir neitar að tjá sig um starfslokin hjá Birtíngi. Hermt er að henni hafi verið bannað að fjalla um Skúla Mogensen í Séð og heyrt. „Jú, það passar Breska útrásin Jón Ásgeir Jóhannesson var einn aðaleigenda Baugs og Jón Sigurðs son, forstjóri FL Group. Sá síðarnefndi var stjórnarmaður í Unity Investments sem skilur eftir sig tugmilljarða gjaldþrot. Nefnd rannsaki læknamistök Fimm þingmenn hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að sér­ stök nefnd rannsaki mistök sem verða í heilbrigðisþjónustu. Landlæknir annast nú athugun slíkra mála. Fimm þingmenn standa að frumvarpinu; Álf­ heiður Ingadóttir, Siv Friðleifs­ dóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þur­ íður Backman en fram kemur í tilkynningu frá þingmönnunum að hugmyndina megi rekja til blaðagreinar Auðbjargar Reynis­ dóttur, hjúkrunarfræðings og eins stofnanda Viljaspors, fé­ lags fólks um öryggi sjúklinga og úrvinnslu atvika í heilbrigð­ isþjónustu. „Megintilgangur frumvarpsins er að sjálfstæð og óháð rannsóknanefnd leiði í ljós hvort mistök hafa orðið innan heilbrigðiskerfisins og um leið orsakir atvika, þ.á.m. vanrækslu og mistök.“ „Slá met í vanhæfni“ „Við erum sennilega að fara að slá met í vanhæfni og lítill sómi af þessu þingi okkar sem ég batt svo miklar vonir við að yrði þingið sem endurvann traust og trúnað þjóðar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, á þriðjudaginn þegar rætt var um breytingar á stjórnarskránni á Alþingi. Benti hún á að þingsköpum hafi ekki enn verið breytt til að koma í veg fyrir málþóf auk þess sem þingið hefur ekki enn sett sér siðareglur. Önnur umræða um frumvarp formanna Samfylk­ ingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar um breyting­ arákvæði stjórnarskrár stóð yfir til miðnættis á mánudag og fram til klukkan átta á þriðju­ dag. Frumvarpið hefur verið tekið af dagskrá og verður geymt þar til síðar en óvíst er hvenær þingstörfum lýkur. Birgitta Jónsdóttir hefur kvartað undan samráðsleysi við Hreyfinguna. Um helgina skrif­ aði hún á Facebook­síðu sína að það væri einfaldlega enginn vilji meðal stjórnarflokkanna til að finna lausn á málinu. „Ég hef reynt að fá ÁPÁ til að koma til móts við t.d. þá kröfu að þingið afgreiði mannréttindakaflann og þau ákvæði sem spurt var sérstaklega um í þjóðaratkvæða­ greiðslu. Hans svar er að tala ekki við mig heldur bara silfur­ skeiðarbandalagið. Þá hefur Katrín ekki heldur haft sam­ band til að reyna að finna flöt á samvinnu. Það finnst mér bera vott um enn meiri rörsýni en Jóhanna var jafnan sögð hafa,“ skrifaði hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.