Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 20
20 Sport 20. mars 2013 Miðvikudagur Þ að er með miklu stolti sem ég tilkynni áform mín um að hætta sem atvinnumaður í knattspyrnu í lok tímabils,“ skrifar hinn 33 ára Michael Owen á heimasíðu sína á þriðjudag. Tilkynningin vakti mikla athygli en kom líklega fæstum á óvart. Owen fór frá því að vera ungstirni í Liverpool í að verða besti leikmaður verald­ ar. Hann var einn skæðasti framherji heims og þrátt fyrir um margt glæstan feril þá er hann einnig tragískur og ætti að vera öðrum víti til varnaðar. DV rifjar upp feril þessa meiðslum hrjáða markahróks sem skaust ungur upp á stjörnuhimin knattspyrnunnar. Undir smásjá stórliða sjö ára Michael James Owen er fæddur 14. desember 1979 í Chester á Englandi. Fljótt varð ljóst að þar fór mikið efni í knattspyrnumann og voru útsendar­ ar ensku liðanna farnir að fylgjast með honum strax við sjö ára aldur. Þegar Owen var tólf ára voru Liver­ pool, Manchester United, Chelsea og Arsenal öll á höttunum eftir hon­ um. Svo fór að það var persónulegt bréf frá Steve Heighway, yfirmanni unglingaþróunarstarfs Liverpool, sem tryggði að Owen skrifaði undir unglingasamning við fé­ lagið. Það var ekki alveg sjálfgef­ ið enda hafði Owen sjálfur verið stuðningsmaður Everton alla tíð. Þetta hefur verið eitt þrusugott bréf hjá Heighway. Owen var fljótt kallaður upp í unglingalandslið Englendinga þar sem hann setti fjölmörg met. Meðal annars skoraði hann 28 mörk í 20 leikjum fyrir U15 og U16 ára lið Englands. Árið 1996, þá aðeins 17 ára, skrifaði Owen undir sinn fyrsta atvinnumannssamning við Liverpool. Altalað var hversu góður þessi piltur væri og lét Ted Powell, þjálfari U18 lands­ liðs Englands, hafa það eftir sér að Owen væri „besti leikmaður sinnar kynslóðar“ og voru þó nöfn eins og David Beckham, Paul Scholes og Robbie Fowler nefndir í sömu andrá. Það var Roy Evans, þáverandi stjóri Liverpool, sem gaf Owen fyrsta tækifærið í aðalliði félagsins þegar hann kom inn á sem vara­ maður í síðari hálfleik næstsíð­ asta leiks tímabilsins 1996/97 gegn Wimbledon þann 6. maí 1997. Owen skoraði að sjálfsögðu í sínum fyrsta leik sem því miður reyndist tap­ leikur og varð til þess að Manchest­ er United tryggði sér titilinn það ár. Stjarna er fædd Tímabilið 1997/98 varð Owen fyrsti valkostur í framherjastöðu Liver­ pool þegar Robbie Fowler meiddist. Stjarna var fædd. Hinn átján ára framherji endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar með 18 mörk í 36 leikjum. Hann var kjör­ inn besti ungi leikmaður ársins af leikmannasamtökum ensku úrvals­ deildarinnar og varð þriðji í kjöri samtakanna á leikmanni ársins. Owen skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Liverpool, sem metinn var á 2,5 milljónir punda á ári. Með honum varð hann hæst launaði ung­ lingur í sögu breskrar knattspyrnu. Frammistaða Owens varð til þess að hið virta tímarit World Soccer valdi hann næstbesta leik­ mann heims á eftir sjálfum Zinedi­ ne Zidane. Þá varð hann fjórði í kjöri FIFA á besta leikmanni veraldar og sömuleiðis besta leikmanni Evrópu. Tímabilið 1998/99 varð Owen aftur markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, ásamt þremur öðrum, með 18 mörk. Owen lék að­ eins 30 leiki það tímabil enda lauk tímabili hans þann 12. apríl eftir að hann meiddist gegn Leeds. Þau meiðsli voru á hnésbótarsin og áttu slík meiðsl, auk þrálátra tognana eftir að gera Owen lífið leitt það sem eftir lifði ferilsins. Of mikið fyrir ungan mann Helsta vopn framherjans magnaða var ótrúlegur hraði hans og sprengi­ kraftur sem aftur setti mikið álag á unga og óharðnaða fótleggi hans. Hann átti síðar á ævinni eftir að gagnrýna hvernig hann var ofnotað­ ur, þá meðferð sem hann fékk og það mikla álag sem sett var á hann svo ungan. Owen talaði opinskátt um það að ferill hans hefði án nokkurs vafa orðið öðruvísi, og hann hefði enst betur í fremstu röð, hefði hann ekki þurft að spila rúmlega 80 leiki á ári fyrstu árin sín með tilheyrandi álagi. Þetta var of mikið fyrir ungan mann. Það sem líka spilaði inn í var að Owen var orðinn stjarna og efnileg­ asti leikmaður Englands. Þannig að þegar tímabilinu lauk fór hann ekki í hvíld og frí eins og aðrir ungir leik­ menn heldur þurfti hann að fljúga út í heim að sinna landsliðsskyldum. Árið 1998 varð hann yngsti leikmaður í sögu Englands til að leika aðallands­ leik, 18 ára og 59 daga gamall, í 2–0 tapi í vináttulandsleik gegn Chile. Owen sló einnig í gegn á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni, HM 1998, þar sem frammistaða hans vakti heimsathygli. Landsliðsþjálf­ arinn Glenn Hoddle hafði notað hann sem varamann í fyrstu tveimur leikjum riðlakeppninnar en eftir að Owen kom inn á og skoraði í öðrum leiknum, gegn Rúmeníu, gat Hoddle ekki litið framhjá honum. Í 16 liða úrslitunum gegn Argentínu skoraði Owen ógleymanlegt mark þegar hann sólaði vörn Argentínumanna upp úr skónum og skoraði með hnit­ miðuðu skoti. Öllum var ljóst að þarna fór einstakur ungur leikmaður. Í 89 landsleikjum sínum fyrir Eng­ land skoraði Owen 40 mörk. Bestur í heimi Tímabilið 2000/01 var án nokkurs vafa besta ár Owens bæði persónulega og með Liverpool. Fé­ lagið vann deildarbikarinn, enska bikarinn og UEFA­bikarinn auk þess sem Owen var kjörinn besti leik­ maður veraldar og besti leikmaður Evrópu. Fyrsti enski leikmaðurinn til þess í áratugi. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið markahæsti leikmaður Liverpool frá árinu 1998 og þó hann hafi skor­ að 179 mörk í 306 leikjum fyrir liðið var Owen seldur til Real Madrid árið 2004 á aðeins átta milljónir punda. Hjá Galacticos­liði Real Madrid fékk Owen sjaldnast tækifæri í byrj­ unarliðinu. Hann var í byrjunarliði í 15 leikjum en náði þó að skora 19 mörk í þeim 43 leikjum sem hann kom við sögu í – sem var besta hlut­ fall skoraðra marka per leiknar mín­ útur í spænsku deildinni. Dvöl hans á Spáni var stutt. Real þurfti að rýma fyrir nýjum brasilísku stjörnum á borð við Robinho og Julio Baptista og var Owen seldur, með ágætis hagn­ aði og nokkuð óvænt, á 16,8 milljónir punda til Newcastle United. Hrunið Owen var aðeins 25 ára og átti að eiga sín bestu ár framundan. En á árun­ um 2005–2009 náði hann aðeins að leika 71 leik fyrir Newcastle sökum mikilla meiðsla. Í þeim skoraði hann 30 mörk. Sumarið 2009 rann samn­ ingur hans út og Newcastle féll um deild svo Owen ákvað að fara á frjálsri sölu til Manchester United. Vakti sú ákvörðun Alex Ferguson að semja við Owen furðu margra, enda var enginn skortur á framherjum hjá liðinu og Owen verið meiddur nánast samfellt um árabil. Owen var þó á Old Trafford í þrjú ár. Skoraði 17 mörk í 49 leikjum, þar af eitt í sínum fyrsta leik og svo ógleymanlegt sigur­ mark gegn erkifjendum United í City 20. september 2009 á 6. mínútu upp­ bótartíma. Hann átti erfitt uppdrátt­ ar hjá liðinu og var meira eða minna meiddur allan tímann. United lét Owen fara sumarið 2012 og samdi hann nokkuð óvænt við Stoke City af öllum liðum í sept­ ember. Var flestum sparkspekingum ljóst að Owen myndi aldrei fá marga leiki í leikskipulagi Stoke og sú varð raunin. Ekki hjálpaði til að Owen var mikið meiddur að vanda. Hann hefur aðeins leikið fimm leiki fyrir Stoke og skoraði sitt fyrsta og eina mark í 3–1 tapi gegn Swansea í jan­ úar síðastliðnum. Hans fyrsta mark síðan 25. október 2011. Með mark­ inu varð hann sjöundi leikmaður­ inn í sögunni til að skora 150 úrvals­ deildarmörk. Tragíska undrabarnið Saga Owens er um margt tragísk saga undrabarnsins sem flaug of nærri sólinni og brann út á fluginu. Langt fyrir aldur fram, knattspyrnulega séð. „Eftir að hafa komið upp í gegn­ um unglingastarfið hjá Liverpool og leika minn fyrsta leik með aðal­ liðinu 17 ára, leikið með Real Ma­ drid, Manchester United og Stoke City – svo ekki sé minnst á að leika fyrir þjóð mína 89 sinnum – þá tel ég að nú sé rétti tíminn til að segja þetta gott. Ég hef verið afar gæfusamur að því leytinu til að ferill minn hefur tekið mig á ferðalag sem mig hefði aðeins getað dreymt um líkt og svo margir ungir leikmenn gera þegar þeir byrja,“ segir Owen í yfirlýs­ ingunni þar sem hann kveður stóra sviðið. n Óheppna undrabarnið n Michael Owen hættir eftir tímabilið n Meiðslum hrjáður markahrókur Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Ferillinn Ár Félag Leikir Mörk 1996–2004 Liverpool 306 179 2004–2005 Real Madrid 43 19 2005–2009 Newcastle 74 30 2009–2012 Man. Utd 49 17 2012–2013 Stoke City 5 1 HeiMiLd: OpinBer HeiMaSíða MicHaeL Owen Undrabarn í Liverpool Owen fagnar hér þrennu gegn Sheffield Wednesday þann 14. febrúar 1998. Flestir munu minnast hans fyrir afrek hans hjá Liverpool. Mynd reUTerS Ógleymanlegt mark Owen skorar hér magnað mark gegn Argentínu í 16 liða úrslitum HM 1998. Og fagnar innilega með David Beckham. Mynd reUTerS Fjögurra ára kvöl Owen var meira eða minna meiddur hjá Newcastle. Mynd reUTerS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.