Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 12
T
ugþúsundir hneykslaðra
borgara hafa skrifað nafn sitt
á undirskriftalista þar sem
bandaríska fréttastofan CNN
er krafin um opinbera afsök-
unarbeiðni fyrir að sýna nauðgurun-
um í Steubenville-málinu svokallaða
samúð.
Reiði aðgerðasinna gegn CNN
beinist að því að í umfjöllun stöðvar-
innar um sakfellingu tveggja unglings-
pilta voru kallaðir fyrir þrír álitsgjaf-
ar sem virtust allir sammála um að
niðurstaða dómsins væri skelfileg tíð-
indi fyrir piltana og þeirra líf. Enginn
þeirra minntist einu orði á þolandann
í málinu sem piltarnir byrluðu nauðg-
unarlyf, nauðguðu, höfðu þvaglát yfir
og tóku síðan myndir af. Samúðin virt-
ist öll þeirra megin og hversu sorglegt
það væri að sjá líf svo „efnilegra ungra
manna“ eyðilagt.
Á sunnudag voru íþróttamennirnir
Trent Mays (17 ára) og Ma‘Lik
Richmond (16 ára) dæmdir fyrir að
nauðga skólasystur sinni í Steuben-
ville í Ohio í Bandaríkjunum síðast-
liðið haust. Piltarnir byrluðu stúlk-
unni nauðgunarlyf í samkvæmi og
nauðguðu henni meðan hópur fólks
horfði á, drengirnir meðal annars
pissuðu yfir hana meðvitundarlausa.
Þeir tóku myndir af glæp sínum og
birtu á Instagram auk þess sem nán-
ast bein textalýsing var af ódæðinu á
samfélagsmiðlum meðan á því stóð og
þá var tekið myndband af því. Málið
vakti gríðarlegan óhug og reiði. Eftir-
mál þessarar árásar hafa einnig vakið
athygli. Málið hefur nefnilega klofið
bæjarfélagið í Steubenville í fylkingar
þar sem hópur fólks hefur annars
vegar fylkt sér að baki nauðgurunum
og hins vegar þolandanum. Piltarnir
voru vinsælir ungir íþróttamenn í
ruðningsliði framhaldsskóla Steuben-
ville en síðan málið kom upp hefur
verið dregin upp dökk mynd af nauð-
gunarmenningunni í Ohio og víðar í
Bandaríkjunum þar sem fórnarlömb-
um hefur verið gert að sitja uppi með
alla ábyrgð og skömm í sambærilegum
málum.
Þrátt fyrir að Mays og Richmond
hafi haldið fram sakleysi sínu voru þeir
dæmdir til afplánunar í unglingafang-
elsi þar sem þeir mega dúsa, hugsan-
lega þar til þeir ná 21 árs aldri. Mays
fékk að auki eitt ár aukalega fyrir að
dreifa nektarmyndum af stúlku undir
lögaldri. Þá kveður dómurinn á um að
þeir megi ekki hafa nokkurt samband
við stúlkuna á þessum tíma og loks
verða þeir að skrá sig sem unga kyn-
ferðisbrotamenn.
Femínistar og aðrir aðgerðasinnar
eru hins vegar verulega ósáttir við
umfjöllun CNN um málið þar sem
álitsgjafarnir Candy Crowley, Poppy
Harlow og Paul Callan voru kallaðir
til í beinni útsendingu til að tjá sig um
niðurstöðuna.
„Ég get ekki ímyndað mér hversu
tilfinningaþrungin stund dómsupp-
kvaðningin hefur verið fyrir 16 ára
stráka, að sitja grátandi í dómsal, burt-
séð frá því hversu stórir ruðningsmenn
þeir eru. Hverjar verða afleiðingarnar
fyrir tvo unga menn að vera dæmdir
sekir um nauðgun? Maður spyr sig?“
sagði Crowley.
Önnur kona, Poppy Harlow, sagði:
„Það var ótrúlega erfitt að horfa á þessa
tvo ungu menn, sem áttu svo bjarta
framtíð fyrir sér – stjörnuleikmenn í
ruðningi, góðir nemendur – láta horfa
á sig meðan líf þeirra hrundi.“
Paul Callan bætti síðan við: „Líf
eru eyðilögð. En hvað næstu skref
varðar þá er það alvarlegasta sem ger-
ist hjá þessum ungu mönnum núna er
að verða titlaðir sem kynferðisbrota-
menn. Réttarkerfið í Ohio hefur nú
sett þann merkimiða á þá. Það mun
ásækja þá það sem eftir er.“
Enginn álitsgjafanna minntist einu
orði á þolanda árásarinnar sem fyrr
segir. Enginn þeirra velti fyrir sér af-
leiðingunum sem árás piltanna hafði
á hana. Þessa umfjöllun segja gagn-
rýnendur skammarlega og brjóta í
bága við siðareglur fréttamennsk-
unnar.
„Það er ekkert annað en við-
bjóðslegt að þarna skuli þrír álitsgjaf-
ar ykkar skammlaust gera nauðgar-
ana að fórnarlömbum í málinu, án
þess að þolandinn sé virtur viðlits eða
minnst á það sem hún hefur mátt þola
– morðhótanir og andúð íþróttaóðs
samfélags,“ segir í bréfinu sem fylgir
undirskriftalistanum sem tugþús-
undir hneykslaðra áhorfenda og net-
verja hafa skrifað nafn sitt undir. Þar er
þess krafist að CNN biðjist afsökunar í
beinni útsendingu, oftar en einu sinni
næstu vikuna, í upphafi hvers klukku-
tíma, og stöðin hreinlega látin hafa
það óþvegið, þó á yfirvegaðan og mál-
efnalegan hátt.
„Sú menning að sýna nauðgur-
um samkennd og hvetja til þess að
fórnar lömb nauðgana burðist með
alla skömmina getur ekki lengur talist
ásættanleg og breyting þar á verður
að byrja hjá ykkur. Sem fréttamenn
hjá stórri sjónvarpskeðju, er þetta á
ábyrgð ykkar. Gangist við henni.“ n
12 Erlent 20. mars 2013 Miðvikudagur
Stökk af svölum á annarri hæð
n Hélt að hóteleigandinn ætlaði að nauðga henni
B
resk kona sem var ferðamaður
á Indlandi flúði af hótel-
herbergi sínu á dögunum því
hún taldi að hóteleigandinn
ætlaði að nauðga henni. Konan, sem
er um þrítugt, stökk af svölum her-
bergis síns á annarri hæð og fótbrotn-
aði við fallið.
Konan var á hóteli í borginni Agra,
rétt hjá Taj Mahal, og hafði beðið
um að vera vakin klukkan fjögur um
morguninn. Í stað þess að fá sím-
hringingu á þeim tíma, líkt og hún
gerði ráð fyrir, birtist hóteleigandinn
inni í herberginu hjá henni. Hann
hafði þá brotist inn til konunnar,
bauðst til að nudda hana og neitaði
að yfirgefa herbergið. Konan sá því
ekki annan kost í stöðunni en að flýja.
Hún hafði samband við lögregluna
sem handtók eiganda hótelsins.
Ofbeldi gegn konum er alvarlegt
vandamál á Indlandi, en skemmst er
að minnast hörmulegs atburðar sem
átti sér stað í desember í fyrra. Þá var
23 ára indverskri konu hópnauðgað í
strætisvagni og hlaut hún svo alvarlega
áverka að hún lést af sárum sínum.
Leiddi atburðurinn til þess að al-
menningur reis upp og mótmælti á
götum úti. Var þess krafist að refsingar
í kynferðisbrotamálum yrðu þyngdar
og farið yrði í fyrirbyggjandi aðgerðir
til að koma í veg fyrir slíka ofbeldis-
glæpi.
Ríkisstjórn Indlands hefur nú
brugðist við með því að kynna nýja
löggjöf í kynferðisbrotamálum. Þar er
lágmarksrefsing fyrir nauðgun 20 ár
og ef ofbeldið leiðir til dauða fórnar-
lambsins þá varðar það við dauða-
refsingu.
Mál bresku konunnar í Agra hef-
ur vakið hræðslu og óhug í ljósi þess
að það átti sér stað á vinsælum ferða-
mannastað sem milljónir vestrænna
ferðamanna heimsækja á ári hverju.
Málið er þó ekki einsdæmi á svæð-
inu því í síðustu viku var ráðist á sviss-
neska konu á svipuðum slóðum og
henni hópnauðgað. Eiginmaður
hennar var bundinn á meðan og lát-
inn fylgjast með ódæðisverkinu.
solrun@dv.is
Þau vorkenna
nauðgurunum
n Tugþúsundir segja CNN að skammast sín n Álitsgjafar fordæmdir
Í dómssal Trent Mays (t.v.) og
Ma‘Lik Richmond voru dæmdir
fyrir nauðgun á 16 ára skóla-
systur sinni. Hún hefur mátt þola
líflátshótanir og útskúfun. Þeir fá
samúð hjá CNN. Mynd: ReuteRs
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Reiðibylgja Þessi mynd með samantekt
á ummælum álitsgjafa CNN varð kveikjan
að undirskriftalistanum eftir að hún fór sem
eldur í sinu um netheima.
Kim eignaðist
dóttur
Norðurkóreski einræðisherrann
Kim Jong-un eignaðist dóttur ný-
verið. Þetta staðfesti körfubolta-
kappinn Dennis Rodman í viðtali
við breska blaðið The Sun. Áður
hafði engin eiginleg staðfesting
borist hvað varðar kyn barnsins
en stjórnvöld í Suður-Kóreu
höfðu ljóstrað upp að leiðtogi ná-
grannanna í norðri hefði eignast
barn. Í viðtalinu sagði Rodman að
eiginkona Kim hafi talað um lítið
annað en dótturina. „Hún talaði
stanslaust um fallegu litlu dóttur
þeirra,“ sagði hann.
Hótelið Atvikið átti sér stað á
vinsælum ferðamannastað og
hefur vakið óhug.
Ekki eins og
Saddam Hussein
Körfuboltamaðurinn Dennis
Rodman heldur ótrauður áfram
að segja frá kynnum sínum af
Kim Jong-un, einræðisherra
Norður-Kóreu. Í viðtali við breska
dagblaðið The Sun segir Rod-
man frá því að hann hafi dans-
að við tónlist Michael Jackson
með norðurkóreska harðstjór-
anum. „Hann er ekki ein af þess-
um Saddam Hussein-týpum sem
dreymir um heimsyfirráð,“ sagði
hann. Þá bætti hann því við að
Kim Jong-un hefði ekki í hyggju
að drepa eða sprengja einn né
neinn heldur vildi hann bara að
Obama hringdi í hann. Dennis
Rodman varð tíðrætt um eigin-
konu þjóðhöfðingjans sem hann
sagði að væri gullfalleg, gáfuð og
hávaxnari en gengur og gerist
í landinu. Sagði hann frá barni
þeirra hjóna en tilvist þess er rík-
isleyndarmál í Norður-Kóreu.
Á línu yfir
Miklagljúfur
Ofurhuginn Nik Wallenda hyggst
ganga á línu yfir Miklagljúfur í
Colorado í Bandaríkjunum án ör-
yggisnets næsta sumar. Að sögn
Wallenda er Miklagljúfur ofarlega
á verkefnalista hans og verður
gangan sýnd í beinni útsendingu
á sjónvarpsstöðinni Discovery.
„Það eina sem mun skilja mig
og botninn á gljúfrinu að er ör-
þunn lína,“ sagði Wallenda í við-
tali við Los Angeles Times, en
hann mun ganga í 500 metra hæð
yfir Colorado-fljóti. „Ég hlakka
til að gefa áhorfendum nýja
sýn á Miklagljúfur,“ sagði ofur-
huginn sem segir að gangan sé til
heiðurs langalangafa sínum sem
beið bana þegar hann féll af línu
í Puerto Rico árið 1978 þá 74 ára
að aldri. Nik Wallenda er fyrsti
línudansarinn sem tekist hefur að
ganga yfir Niagara-fossana.