Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Page 4
Vikublað 18.–20. febrúar 20144 Fréttir Leynigögn um skíða- skála: „Kæri Hannes“ Tölvupóstur frá lögmanni í Lúxemborg til Hannesar Smárasonar T ölvupóstur frá lögmanni í Lúxemborg sannar að aðkoma Hannesar að eignarhaldinu á tveggja milljarða króna skíðaskála í Courchevel í Frakklandi er meiri en fjárfestirinn vildi vera láta í lok síð­ asta árs. DV hefur tölvupóstinn und­ ir höndum en þar ber lögmaðurinn, Stéphane Biver, spurningar um skíða­ skálann undir Hannes og Magnús Ár­ mann. Biver ber spurningar undir þá Hannes og Magnús sem snúast um leigu á skíðaskálanum, endurbótum á honum og hugsanlegri sölu. Tölvu­ pósturinn er frá 5. maí 2011. Neitaði eignarhaldinu Í lok síðasta árs fjallaði DV um eignarhaldið á skálanum og hélt því fram með tilvísunum í gögn að Hannes og Magnús ættu skíðaskál­ ann í gegnum flókið net eignarhalds­ félaga í Frakklandi, Lúxemborg, Kýpur og Panama. Í tilfelli Hannesar heitir félagið sem heldur utan um eignarhaldið á skálanum Intergem Holding S.A. Félagið í Panama sem Hannes hefur notað til að fjármagna eignarhaldið á skálanum heitir Mex­ borough Holding S.A. en DV hafði áður fjallað um að Hannes notaði það félag í viðskiptum sínum í Evrópu. Hannes neitaði hins vegar að hann ætti nokkuð í skálanum eft­ ir að DV hafði fjallað um hann. Í yf­ irlýsingu sem hann sendi frá sér: „„Fréttin“ er röng. Ég á ekkert í þess­ um skíðaskála, hvorki beint né „í gegnum eignarhaldsfélög í skatta­ skjólum“, eins og sagt er. Sama gild­ ir um Magnús. Ég og Magnús þekkj­ um þessa eign og höfum komið að rekstri hennar, en „fréttin“ snýst ekki um það. Hvorugur okkar er eigandi, eins og áður segir, og ég kem ekki að rekstri þessarar fasteignar í dag.“ „Kæri Hannes“ Í tölvupóstinum sem DV hefur undir höndum ávarpar lögmaðurinn Biver þá Hannes og Magnús með nafni: „Kæri Magnús, kæri Hannes“ áður en hann rekur erindið sitt. Tölvu­ póstfangið sem Magnús notar er nafn hans sjálfs á tilteknu léni en í tilfelli Hannesar er ekkert í heiti net­ fangsins sem tengir það við Hannes: „a.dupond@docsaccess.com“. Svo segir Biver, og vísar til leig­ unnar á skíðaskálanum: „Dagatalið fyrir vertíðina árið 2011: Við erum búnir að ganga frá nýju dagatali fyrir tímabilið 2011/2012 með verðum fyrir hverja viku og byrjum laugar­ daginn 3. desember 2011. Getið þið vinsamlegast litið á það og staðfest verðin sem stungið er upp á fyrir hvert tímabil?“ Biver ræðir einnig um söluverð á skíðaskálanum á nefnir tölurnar 13 til 15 milljónir evra, sem á þeim voru 2,1 til tæplega 2,5 milljarða króna. Lög­ fræðingurinn ræðir svo endurbætur á skálanum upp á eina milljón evra, rúmlega 165 milljónir króna á þeim tíma, en þær voru að hluta til fjármagnaðar í gegnum Mex­ borough Holding S.A. í Panama, eins og áður segir. Spurningin sem vaknar óneitan­ lega þegar tölvupósturinn er lesinn er af hverju lögmaðurinn í Lúxemborg hafi spurt Hannes og Magnús slíkra spurninga ef þeir áttu ekki skíðaskál­ ann. Í umfjöllun DV kom fram að Hannes ætti þriðjungshlut í skálan­ um í gegnum eignarhalds­ félög en Magnús 2/3. Tekið skal fram að Magnús neitaði aldrei að hann ætti skíðaskál­ ann, óbeint í gegnum eignarhalds­ félög. Skiptir máli fyrir uppgjör Eignarhaldið á skíðaskálanum skiptir máli í tilfelli Hannesar vegna þess að fjármálafyrirtæki sækja að honum vegna skulda sem stofnað var til fyr­ ir hrunið 2008. Í lok nóvember í fyrra var Hannes til dæmis dæmdur til að greiða Landsbankanum tvo milljarða króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann hafði gengist í vegna skulda eignarhaldsfélaga sinna Primusi ehf. og Oddaflugi ehf. við bank­ ann. Hannes gæti því þurft að greiða Landsbankanum þessa upphæð sem hann er í ábyrgðum fyrir fari svo að Hæstiréttur Íslands staðfesti dóminn. Í lok október í fyrra sagði Hann­ es í viðtali við Fréttablaðið að hann væri „enginn eigna­ maður“ lengur. Upplýs­ ingarnar um skíðaskál­ ann og bankareikninga í gegnum aflandsfélög á peninga sem notaðir eru í fjármagnsflutninga í Evrópu benda hins vegar til annars. Kröfu­ hafar Hannesar og eignarhaldsfélaga hans gætu reynt að sækja þessar eignir hans, fari svo að dómstólar kom­ ist að því að fyrirtækin eigi réttmætt tilkall til þeirra. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Spurður um skíðaskál- ann Lögmaður í Lúxemborg spurði Hannes Smárason um leigu, sölu og endurbætur á skíðaskálanum í Courchevel. Verðmetinn á 2,1 til 2,5 millj- arða Skíðaskálinn í Courchevel er metinn á 2,1 til 2,5 milljarða samkvæmt tölvu- póstinum.„… og staðfest verðin sem stungið er upp á fyrir hvert tímabil? N æstkomandi fimmtudag mun ríkissaksóknari fá í hendur gögn vegna rannsóknar tæknideild­ ar á svokölluðu Hraunbæjar­ máli, eða skotárás í Árbæjarhverfinu í desember sl. Sævar Rafn Jónasson hóf skothríð í íbúð sinni. Hann lést þegar lögregla reyndi að yfirbuga hann og er fyrsti einstaklingurinn á Ís­ landi sem deyr í skotbardaga við lög­ regluna. Sævar Rafn, sem átti við geð­ ræn vandamál að stríða, var vopnaður haglabyssu og hafði verið að hleypa af henni í íbúð sinni um nóttina. Áhyggjufullir nágrannar höfðu sam­ band við lögregluna sem kom á stað­ inn ásamt sérsveitinni. Viðleitni lög­ reglu til að fá Sævar til að leggja frá sér vopnin og hleypa lögreglumönnum inn í íbúðina bar engan árangur og fór svo að sérsveitarmenn brutu sér leið inn í íbúðina með aðstoð lásasmiðs. Litlu mátti muna að lásasmiðurinn slasaðist í árásinni, en tveir sérsveitar­ menn meiddust í aðgerðunum. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak­ sóknari segist bíða eftir gögnunum. Þegar öll rannsóknargögnin hafa ver­ ið afhent mun hún fara yfir þau og taka ákvörðun um afgreiðslu málsins. Að því loknu verður opinberlega gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknar­ innar og afgreiðslu málsins. Búast má við því að meðferð málsins muni taka einhverjar vikur. Ljóst er að lögreglu var kunnugt um að Sævar væri með byssu í íbúðinni og systur hans óttuð­ ust mjög um hann og aðra. Hann hafði um nokkurt skeið verið mjög veikur og andlegir erfiðleikar gerðu það að verk­ um að fjölskylda hans átti erfitt með að nálgast hann, og aðstoð frá félags­ þjónustunni var stopul. Ekki liggur fyr­ ir hvaðan byssan sem hann hafði und­ ir höndum kom eða hversu mörg skot hann hafði til umráða. Sævar var ekki með byssuleyfi. n astasigrun@dv.is Bíða gagna vegna Hraunbæjar Ríkissaksóknari fær gögn í Hraunbæjarmáli á fimmtudag Sævar Rafn Sævar var mjög illa haldinn eftir erfið og langvinn andleg veikindi. Systur hans höfðu margoft óskað eftir aðstoð, en fengu ekki. Tekinn tvisvar á klukkutíma Lögreglan á Suðurnesjum handtók karlmann um tvítugt tvisvar á rúmum klukkutíma um helgina. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að mað­ urinn hafi fyrst verið stöðvað­ ur í akstri, þar sem aksturslag hans þótti undarlegt. Frá hon­ um lagði áfengisþef og var hann þvoglumæltur, er lögreglumenn ræddu við hann. Þá var hann ekki með öryggisbelti spennt og kvaðst hafa gleymt ökuskírtein­ inu heima. Hann var handtek­ inn og færður á lögreglustöð. Eftir tökur sýna og skýrslu­ töku var maðurinn látinn laus, rúmum klukkutíma síðar. Í and­ dyri lögreglustöðvarinnar varð hann skyldilega mjög æstur og ógnandi og hlýddi engum fyrir­ mælum sem lögregla gaf hon­ um. Hann var því handtekinn aftur og vistaður í klefa þar til að af honum bráði. Kennarar kjósa um verkfall Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls Félags framhaldsskóla­ kennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólunum hefst form­ lega í dag, þriðjudag, og lýkur klukkan fimm næstkomandi föstudag. Í næstu viku hefst svo talning atkvæða, en kynna verð­ ur fjármálaráðherra og ríkis­ sáttasemjara um verkfall fyrir 1. mars, það er að segja ef sú er niðurstaða kosningarinnar. Það þarf að gera tveimur vikum fyrir verkfall, sem þýðir að líklega yrði fyrsti kennsludagur verkfalls, mánudagurinn 17. mars næst­ komandi, en formlega myndi verkfallið hefjast á laugardegin­ um 15. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.