Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 18.–20. febrúar 201430 Sport
Viðsnúningur Liverpool
n Breytingin á Liverpool-liðinu síðan í fyrra n Fleiri stungusendingar, tæklingar og eitraðar skyndisóknir
L
iverpool þarf aðeins átta
stig í síðustu tólf leikj-
um tímabilsins til að jafna
þann stigafjölda sem liðið
fékk á síðstu leiktíð. Þá þarf
liðið aðeins að skora fimm mörk
til viðbótar til að jafna marka-
fjöldann frá síðustu leiktíð. Óhætt
er að segja að Brendan Rodgers,
knattspyrnustjóri Liverpool, hafi
unnið stuðningsmenn félagsins
á sitt band á þessari leiktíð. Liðið
er nú í 4. sæti deildarinnar með
53 stig – fjórum stigum frá topp-
sætinu – og á enn fína möguleika á
Englandsmeistara titlinum.
Fleiri stungusendingar
DV tók saman ýmsar tölfræði-
upplýsingar frá tímabilinu í fyrra
og bar þær saman við yfirstand-
andi leiktíð. Liverpool lenti í 7.
sæti deildarinnar í fyrra, heilum 28
stigum á eftir Englandsmeisturum
Manchester United.
Notast var við upplýsingar af
vefnum WhoScored.com þar sem
má finna ýmsar athyglisverðar
tölfræðiupplýsingar úr helstu
deildum Evrópu. Meðal þess sem
kemur í ljós við yfirferðina er að
leikmenn Liverpool fara í fleiri
tæklingar í ár en í fyrra, vinna fleiri
skallaeinvígi, brjóta oftar af sér,
eiga færri skot að marki en fleiri
skot sem hitta rammann. Þá reynir
liðið færri fyrirgjafir en þeim mun
fleiri stungusendingar inn fyrir
varnir andstæðinganna. Liverpool
skoraði aðeins eitt mark upp úr
skyndisókn allt tímabilið í fyrra, en
það sem af er þessu tímabili hefur
liðið skorað sex mörk úr skyndi-
sóknum. Þá skorar Liverpool mun
meira úr föstum leikatriðum en í
fyrra, þegar liðið skoraði 11 mörk.
Það sem af er þessu tímabili hef-
ur liðið skorað 17 mörk úr föstum
leikatriðum, svo sem eftir horn-
spyrnur og aukaspyrnur þar sem
Luis Suarez hefur verið í broddi
fylkingar.
Fleiri mörk og meira
sjálfstraust
Stærsta breytingin er sú að Liver-
pool-liðið skorar mun fleiri mörk
en í fyrra. Það sem af er þessari
leiktíð hefur liðið skorað 66
mörk í 26 leikjum, eða 2,53 mörk
að meðal tali í leik. Í fyrra skor-
aði liðið 1,87 mörk að meðaltali.
Daniel Sturridge á stóran þátt í
þeirri fjölgun, en hann og Philippe
Coutinho bættust í hópinn í janú-
ar í fyrra. Síðan þá hefur Sturridge
skorað 26 deildarmörk í 32 leikj-
um. Þá hefur Luis Suarez verið
óstöðvandi í sóknarleik Liverpool
í vetur og skorað 23 mörk í 21 leik.
Hann þurfti 33 deildarleiki í fyrra
til að skora jafnmörg mörk. Aðrir
leikmenn hafa einnig stigið upp í
vetur og öðlast meira sjálfstraust.
Raheem Sterling hefur átt fína leiki
fyrir Liverpool í vetur og þá hefur
Jordan Henderson vaxið mikið og
verið öflugur inni á miðjunni hjá
Liverpool-liðinu. Ekki eru sjáanleg
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is Liverpool í fyrra og í ár
2012/2013 2013/2014
Með bolta (meðaltalstölur) 57,2% 54,4%
Heppnaðar sendingar 84,2% 83,9%
Unnin skallaeinvígi 12,7 15,4
Skot fengin á sig 11,4 13,1
Tæklingar í leik 20,9 21,9
Sendingar stöðvaðar 13,8 12,3
Brot í leik 10,6 11,7
Skot að marki í leik 19,4 17
Skot á rammann í leik 6,1 6,8
Mörk í leik 1,87 2,53
Mörk fengin á sig í leik 1,13 1,23
Sendingar
Fyrirgjafir 21 18
Stungusendingar 3 6
Langar sendingar (lengri en 25 metrar) 61 56
Stuttar sendingar 475 453
Hvaða koma mörkin?
Opnu spili 50 35
Skyndisóknum 1 6
Föstum leikatriðum 11 17
Vítaspyrnum 5 3
Sjálfsmörk andstæðings 4 3
Hvaðan er sótt?
Upp vinstri vænginn 35% 32%
Upp miðjuna 28% 29%
Upp hægri vænginn 37% 39%
Hvaðan koma skotin?
Í markteig 5% 7%
Í vítateig 52% 51%
Fyrir utan teig 43% 42%
Hvar fer leikurinn fram?
Á eigin vallarhelmingi 27% 29%
Á miðjum vellinum 44% 44%
Á vallarhelmingi andstæðings 30% 27%
„Liverpool skoraði
aðeins eitt mark
upp úr skyndisókn allt
tímabilið í fyrra, en það
sem af er þessu tímabili
hefur liðið skorað sex...
Luis Suarez
Aldur: 27
Leikir í deild/mörk: 21/23
Stoðsendingar: 8
Skot í leik: 5,5
Daniel
Sturridge
Aldur: 24
Leikir í deild/mörk: 18/16
Stoðsendingar: 4
Skot í leik: 3,5
Khedira til
Chelsea?
José Mourinho er sagður
áhugasamur um að endurnýja
kynnin við þýska landsliðs-
manninn Sami Khedira hjá Real
Madrid. Khedira og Mourinho
unnu sem kunnugt er saman
þegar Mourinho stýrði Real
Madrid og er Mourinho sagður
vilja fá Khedira til Chelsea. Það
sem kann að setja strik í reikn-
inginn eru meiðsli sem Khedira
glímir við en hann sleit kross-
bönd í hné fyrir áramót. Talið er
að Chelsea þyrfti að greiða 21
milljón punda, eða fjóra millj-
arða króna, fyrir Þjóðverjann.
Inter vill fá
Ben Arfa
Forráðamenn ítalska stórliðsins
Inter eru sagðir leiða kapp-
hlaupið um franska landsliðs-
manninn Hatem Ben Arfa hjá
Newcastle. Frakkinn, sem er 26
ára, hefur ekki náð sér á strik á
þessari leiktíð og er Newcastle
sagt tilbúið til að hlusta á til-
boð í leikmanninn. Newcastle
Chronicle greinir frá því að Alan
Pardew, stjóri Newcastle, muni
taka til í herbúðum félagsins í
sumar og Hatem Ben Arfa verði
í hópi nokkurra leikmanna sem
munu yfirgefa félagið. Talið er
að félagið vilji fá sjö milljón-
ir punda fyrir leikmanninn, um
1,3 milljarða króna. Ekki er talið
útilokað að Inter geri tilboð
strax í byrjun sumars.
Fernandinho
klár í slaginn
Brasilíumaðurinn Fernandinho
verður væntanlega í leikmanna-
hópi Manchester City sem mæt-
ir Barcelona í fyrri leik liðanna
í sextán liða úrslitum Meistara-
deildar Evrópu í kvöld, þriðju-
dag. Fernandinho hefur verið
fjarri góðu gamni undanfarnar
vikur og virðist City-liðið hafa
saknað þessa mikla baráttujaxls.
Sergio Aguero er enn meiddur
og hann missir af fyrri leiknum
en ætti að vera klár í síðari leik-
inn. Aguero hefur skorað 26
mörk í 25 leikjum á yfirstand-
andi tímabili.