Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Blaðsíða 18
18 Skrýtið Vikublað 18.–20. febrúar 2014 Þeir voru máðir af spjöldum sögunnar Í desember bárust fregnir frá Norð- ur-Kóreu þess efnis að Jang Song- thaek, náinn ráðgjafi og frændi þjóðarleiðtogans Kim Jong-un, hefði verið tekinn af lífi fyrir óljós- ar sakir. Hann var af ríkisfjölmiðlum kallaður „sundurlynt úrþvætti“ og fleiri illum nöfnum. Kim sagði að ákvörðunin hefði styrkt flokkinn og aukið samstöðu hundraðfalt. Harðstjórinn lét ekki þar við sitja heldur lét hann einnig myrða alla nána fjölskyldumeðlimi frændans, til öryggis líklega. Undanfarið hef- ur ríkisstöðin KCNA og kommún- istablaðið Rodong Sinmun unnið að því hörðum höndum að afmá frændann af öllu myndefni. Hann má, samkvæmt Guardian, að skip- un Kim Jong-un hvergi vera nefndur og hvergi sjást á mynd. Það eru fyrir- mæli sem enginn vill verða uppvís að því að taka ekki alvarlega. Um er að ræða umfangsmestu hreinsun af þessum toga sem ráðist hefur verið í í Norður-Kóreu. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þekktir harðstjórar ráðast í hreinsan- ir af þessu tagi, það er, að afmá „svik- ara“ af gömlu myndefni. Hér fyrir neðan eru taldin upp önnur dæmi um sams konar aðgerðir. Benda má á að þó auðvelt sé að breyta mynd- um og afmá fólk í nútíma forritum á borð við Photoshop, var þarna um að ræða gríðarlega vinnu við afar frum- stæðar aðstæður – í það minnsta samanborið við ljósmyndatækni og myndvinnslu eins og hún fer fram í dag. n n Sex dæmi um að menn hafi beinlínis verið afmáðir n Féllu í ónáð valdhafa Þurrkaður út Bo Gu, lengst til vinstri á fyrri myndinni, ásamt Mao og félögum. Ágætis „Photoshop“-vinna. Tímar breytast Trotsky má á vinstri myndinni sjá við ræðupúlt Leníns. Hann var seinna afmáður. Með Stalín Nikolai Yezhov við hlið Stalíns. Sá stutti var látinn hverfa eftir að hann skipti um lið. Foringinn Göbbels sést hægra megin á fyrri myndinni. Á þeirri seinni má aðeins sjá runna. Einum færri Hér má sjá stofnmeðlimi Sochi Six. Þeim fækkaði um einn eftir að Nelyubov drakk sig í hel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.