Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 18.–20. febrúar 201412 Fréttir
Auðmenn Hafnarfjarðar
n Seldi kvóta sinn á Flateyri og hagnaðist n Súkkulaðifyrirtæki uppspretta auðs Svisslendings
Hinrik Kristjánsson útgerðar
maður er talinn ríkastur Hafn
firðinga og eru eignir hans tæp
lega einn og hálfur milljarður
samkvæmt skattaog útsvars
skrá árið 2012. DV birtir í dag upp
lýsingar um ríkustu einstaklinga
Hafnarfjarðar. Séu makar sem
eru samskattaðir taldir saman
eru um tuttugu heimili í Hafnar
firði sem eiga meira en 160 millj
ónir í hreina eign. Útgerðarmenn
eru sem fyrr fyrirferðarmiklir á
listanum en þó má finna nokkra
fjölbreytni. Auður Valerie Helene
Maier nemur rúmum sjö hundruð
milljónum og má rekja þann auð
til súkkulaðifyrirtækis fjölskyldu
hennar í Sviss.
hjalmar@dv.is og rognvaldur@dv.is
1
3
2
4
5
10 6
7
8
Auðmenn létust í desember
G
eorg Þór Steindórsson var
auðugastur Hafnfirðinga
árið 2011. Hann lést í des-
ember síðastliðnum, 41 árs
gamall. Eignir hans voru um tvö
þúsund og þrjú hundruð millj-
ónir króna. DV ræddi við hann
áður en hann lést. Þar sagðist
hann hafa fjárfest í hinu og þessu,
á gráa svæðinu, eins og hann
orðaði það. Hann hefði fjárfest
í námufyrirtækjum í útlöndum.
Georg var framkvæmdastjóri
fyrir tækisins Málaferli ehf. en
einnig Útrásarvíkings ehf. Í sam-
tali við DV sagðist Georg upphaf-
lega hafa hagnast á því að mála
en hann sagði auðæfi sín ekki
hafa haft áhrif á líf sitt.
Elísabet Reykdal var sjötti rík-
asti Hafnfirðingurinn árið 2011.
Hún lést líkt og Georg í desember.
Eignir hennar voru tæplega fimm
hundruð milljónir króna. Hún var
dóttir frumkvöðulsins Jóhann-
esar Reykdal sem setti á lagg-
irnar verksmiðju við Lækinn í
Hafnarfirði. Hann tók virkan þátt
í rafvæðingu Íslands og virkjaði
Lækinn. Það var fyrsta almenn-
ingsrafveitan á Íslandi. Jóhannes
átti bú á Setbergi og má ætla að
Elísabet hafi erft það land.
Ríkasti Hafnfirðingurinn fallinn frá
7 Gunnar Hjaltalín 67 ára
Eignir: 411 milljónir kr.
n Gunnar er löggiltur
endurskoðandi og
á Endurskoðun
Gunnars Hjaltalín
ehf. í Hafnarfirði. Auk
endurskoðunarstofunn-
ar hefur Gunnar verið um-
svifamikill í íslensku viðskiptalífi og
átt hlut í ýmsum fyrirtækjum. Maki
Gunnars er Helga R. Stefánsdóttir.
4 Viðar Sæmundsson 67 ára
Eignir: 518 milljónir kr.
n „Ég hef verið í góðu starfi
í gegnum árin, sem skip-
stjóri á ýmsum skipum,“
sagði Viðar Sæmundsson
við DV, en hann er eigandi
útgerðarfyrirtækisins Sæli
ehf. Fyrirtækið gerir út fiskveiði-
bátinn Ársæll Sigurðsson HF-80 í Hafnar-
firði. Auk þess á Viðar hrossaræktarbúið
Skeiðvelli á Suðurlandi ásamt bróður
sínum. „Hrossin veita nú fyrst og fremst
ánægju. Það er gaman að vera í því sem
manni finnst gaman, en þeir eru nú ekki
margir sem verða ríkir á hestamennsku.
Happ, glapp og heppni gildir þar.“
5 Guðbjörg Edda Eggertsdóttir 62 ára
Eignir: 523 milljónir kr.
n Guðbjörg Edda er forstjóri Actavis
en hún hefur starfað hjá fyrirtækinu
og forvera þess í 30 ár. Hún situr í
stjórnum fjölmargra fyrirtækja á Ís-
landi og var forseti Samtaka evrópskra
samheitalyfja fyrirtækja, European
Generic Medicines Association (EGA), á árun-
um 2011–2013. Þá hlaut hún fálkaorðuna árið 2012 fyrir
framlag sitt til uppbyggingar atvinnulífs á heilbrigðis-
sviði. Hún er menntuð í lyfjafræði. Eiginmaður hennar
er Eyjólfur Haraldsson læknir.
3 Marinella R. Haraldsdóttir 80 ára
Eignir: 537 milljónir kr.
n Marinella er ekkja Jóns Guðmunds-
sonar, forstjóra útgerðarfyrirtæk-
isins Sjólaskipa. Árið 2007 keypti
Samherji alla erlenda starfsemi
fyrirtækisins og tengdra félaga,
en Sjólaskip gerði út fiskiskip við
Mári taníu og Marokkó. Kaupverð var ekki
gefið upp en ljóst er að öll fjölskylda Jóns, að með-
talinni Marinellu, hagnaðist mjög vel á sölunni.
6 Frímann Elvar Guðjónsson 53 ára
Eignir: 431 milljón kr.
n Frímann Elvar er framkvæmdastjóri fyrirtækis
sem nefnist Point Transaction Systems á Íslandi
ehf. Það sérhæfir sig í sölu á vélbúnaði (posum) til
Valitor og Borgunar hf. ásamt útleigu á GSM-pos-
um og framleiðslu á hugbúnaði tengdum rafræn-
um viðskiptum. Maki Frímanns Elvars er Guðrún
Lilja Rúnarsdóttir.
10 Guðrún Lárusdóttir 80 ára
og Ágúst Sigurðsson 82 ára
Eignir: 390 milljónir kr.
n Guðrún og maður
hennar Ágúst Sigurðsson
stofnuðu útgerðina
Stálskip í Hafnarfirði
fyrir rúmum fjörtíu árum.
Útgerðin gerði út einn
togara, Þór HF-4 og var fyr-
irtækið afskaplega arðbært. Þór var fyrr
á þessu ári seldur til Rússlands en ekki
liggur ljóst fyrir hvar kvótinn endar.
2 Valerie Helene Maier 44 ára
Eignir: 722 milljónir kr.
n Valerie er doktor í lífefna-
fræði og lektor við Háskóla
Íslands. Hún er svissnesk
og er fjölskylda hennar
vellauðug. Samkvæmt því
sem DV kemst næst má rekja
auð fjölskyldunnar til súkkulaði-
fyrirtækis. Hún er gift Sveini Kára sem er
doktor í líffræði með áherslu á fiskifræði.
Í dag starfar hann sem verkefnastjóri hjá
Landsvirkjun. Á árunum 2005 til 2006 var
hann formaður Samtaka náttúrustofu.
8 Haukur Bachmann 73 ára
Eignir: 404 milljónir kr.
n Haukur á ásamt
eiginkonu sinni
Kristínu Einarsdóttur
heildverslunina I.
Guðmundsson ehf.
Hann er auk þess fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins
sem hefur umboð fyrir ýmsar þekktar
útivistarvörur.