Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Side 10
Vikublað 18.–20. febrúar 201410 Fréttir
virkir í athugasemdum
n Fólkið á bak við skjáinn sem lætur ekkert fram hjá sér fara n Nauðsynlegt að geta tjáð sig um málefni líðandi stundar n Frægir láta ekki sitt eftir liggja
Nafn: Sigurður Þórarinsson
Aldur: 37 ára
Starf: Coca-Cola, Vífilfell
Búseta: Reykjavík
Þ
að kemur fyrir,“ svarar Sigurð-
ur Þórarinsson, spurður hvort
hann skrifi athugasemdir á
vef DV. „Ég reyni þó að tala
með munnin-
um þar, en ekki
rassgatinu eins
og sumir. Það
kemur stund-
um misjafnt út hjá
fólki.“
Sigurður segist ekki vera með-
al þeirra sem skrifa athugasemdir
í hugsanaleysi. „Mér sýnist sum-
ir fara inn á vefinn til þess eins
að skrifa óhróður, en ég fer mest
til þess að lesa fréttir og skrifa
athugasemdir þegar mér er ofboð-
ið,“ útskýrir hann. Sigurður starfar
hjá Coca-Cola og hefur gert það
síðan í kennaraverkfallinu árið
1996. Hann hefur mikinn áhuga
á tala um stjórnmál og hlustar á
Harmageddon á morgnana. Auk
þess gengur hann stundum á fjöll.
„Ég reyni að vera málefnalegur,
svolítið vinstri sinnaður og agnúast
út í sjálfa Frammara [Framsóknar-
menn] vegna þess að mér finnst þeir
ömurlegir,“ segir Sigurður. „En
ég reyni að gera það á þann hátt að
þá langi til að fara til helvítis.“
Að mati Sigurðar eru þær um-
ræður sem skapast í athugasemda-
kerfinu oft og tíðum fyrir neðan allar
hellur. Hann segist gera sér að leik
að lesa fréttir og skoða ummælin
sem fjöldi fólks skilur eftir sig. „Mér
er oft ofboðið,“ segir Sigurður. „Ég
hef stundum svarað fólki en ég er
búinn að sjá að það er dálítið erfitt
að æra óstöðugan. Það er ekki eitt-
hvað sem maður ætti að gera. Ef
einhver skrifar óhróður um mig þá
svara ég honum af yfirvegun til baka
og passa mig á því að vera málefna-
legur. Mér finnst að það ætti að vera
meira eftirlit með því hvað fólk er að
skrifa þarna inn.“
Nafn: Jón M. Ívarsson
Aldur: 65 ára
Starf: Sagnfræðingur
Búseta: Reykjavík
M
ér finnst margt í þessu
þjóðfélagi vera á þann
veg að það sé alveg tilefni
til að segja sína skoðun á
því. Sérstaklega því sem hefur far-
ið úrskeiðis,“ segir Jón M. Ívars-
son, sagnfræðingur og húsasmið-
ur, í samtali við DV. Jón er virkur
í umræðunni í athugasemda-
kerfum og segir nauðsynlegt að
hafa opin athugasemdakerfi til
að fólk geti tjáð sig um hin ýmsu
málefni. „Mér finnst það algjör-
lega nauðsynlegt. Og ég er mjög
ánægður með að þetta skuli vera
opið til dæmis á Vísi og DV,“ segir
Jón.
„Ég er einn af þeim sem finna
hjá sér þörf til þess að láta í sér
heyra og þarna eru boðleiðirnar
stuttar og vettvangurinn liggur
mjög beint við. Maður þarf ekki
að bíða langan tíma eftir því að fá
grein birta í blaði eða eitthvað slíkt
þó manni liggi eitthvað á hjarta,
maður getur bara sagt það beint.“
En hvers vegna tekur Jón þátt í
umræðunni?
„Kannski er maður bara að gera
þetta fyrir sjálfan sig; að fá útrás
fyrir eitthvað sem
heitir réttlætis-
kennd. Sumir myndu kannski nota
annað orð en þetta er það sem mér
er efst í huga.“ Jón segist reyna að
vera ávallt málefnalegur í skrifum
sínum á netinu.
„Ég geri mér far um að skrifa
ekki þannig að það séu nein
ókvæðisorð eða illyrði til manna
og ég reyni að stefna að því að vera
ekki í neinu hnútukasti við menn.
Ég reyni að tala almennt en í eins-
taka tilfellum þá getur maður ekki
orða bundist um tiltekna menn eða
málefni,“ segir hann og bætir við að
umræðan mætti oft vera á hærra
plani. „Sumt af þessu er algjör-
lega ómálefnalegt og mætti vera
miklu málefnalegra. En menn – og
þeirra skoðanir – eru eins margir
og misjafnir og raun ber vitni. Það
er margt af þessu jákvætt og það
er aldrei svo að maður geti ekki
lært eitthvað eða fræðst eitthvað
af sumu því sem sagt er, en annað
mætti nú gjarnan missa sín.“
Aðspurður segist Jón ekki eyða
miklum tíma í skrif á netinu. „Nei,
ekki núorðið. Ég skanna yfirleitt
daglega yfir fréttirnar og ef það er
eitthvert málefni sem stendur mér
nærri þá læt ég stundum í mér
heyra. Ég er farinn að spara mér
það að vera að gera athugsemdir
um hvað eina; það er algjör óþarfi.
Ég skanna út stærstu málin sem
mér finnst einhverju máli skipta og
tjái mig um þau.“
Nafn: Hjördís Vilhjálmsdóttir
Aldur: 48 ára
Starf: Húsmóðir
Búseta: Reykjavík
É
g hef haft brennandi áhuga
á stjórnmálum og þjóðfé-
lagsmálum frá því ég man
eftir mér, svona næstum því.
Og ég trúi því að öll samfé-
lög geti verið mjög góð, sé þeim
vel stjórnað og af sanngirni, og að
öllum eigi að geta liðið vel,“ segir
Hjördís Vilhjálmsdóttir í samtali
við DV.
„Þess vegna er svo brýnt að fólk
láti í sér heyra, þegar hlutir geta
verið betri, sem eru jú mannanna
verk. Stundum þarf lagabreytingar
og stundum viðhorfsbreytingar
til að bæta samfélagið og hvort
tveggja þarf stöðugt aðhald og
mikla vinnu, sem og að viðhalda
öllu því góða sem þegar hefur
náðst.“
Hjördís tjáir sig iðulega á
athugasemdakerfum netmiðlanna
og segir slíka umræðu geta breytt
samfélaginu.
„Tvímælalaust já, og dæmin um
það eru óteljandi og fer fjölgandi.
Að taka þátt í umræðu á netinu
er eins og að vera boðin að um-
ræðuborði þar sem allir sem vilja
mega leggja orð í belg. Netheim-
ar hafa einnig tekið við af fund-
um á torgum úti. Að lesa fréttir án
athugasemda er álíka dautt og ef
það væru engir áhorfendur á tón-
leikum eða í sönghæfileikaþáttum
sem gæfu „spontant“ viðbrögð við
því sem fram fer,“ segir hún.
„Svo vona ég að ráðamenn
okkar fari nú að viðurkenna
það í auknum mæli að þeir lesa
kommentin, enda væri líka annað
ókurteisi við almenning í landinu
að hunsa raddir kjósenda sinna.
Og þau hafa líka áhrif á mig sjálfa,
enda hefur það oft gerst að viðhorf
mitt til mála hefur
breyst við það að lesa
ný og ólík sjónarmið frá
fólki sem sér hlutina
allt öðrum augum en
ég geri.“
En hvað finnst
Hjördísi um um-
ræðuna sem fram fer
á athugasemdakerf-
unum?
„Almennt er hún mjög góð og
málefnaleg og hefur batnað mjög
mikið. Enda held ég að flestir sem
eru áhugasamir um að tjá sig í
netheimum séu duglegir að slá á
puttann á þeim sem
mættu vera kurteisari.
Það geri ég og mun
halda því áfram, með-
al annars vegna þess
að það má ekki ger-
ast að lokað verði fyrir
kommentamöguleika og þagga þar
með niður í rödd almennings.“
Hjördís segist tjá sig um allt
mögulegt í netheimunum.
„Málefni sem snerta hjarta mitt
og tilfinningar. Ég er mjög einlæg
og mikil tilfinningavera með sterka
réttlætiskennd sem ekkert aumt og
óréttlátt má sjá. Flest öll komment
mín eru „spontant“ viðbrögð mín
við því sem ég er að lesa og ég leyfi
mínum hugsunum og pæling-
um að flakka óritskoðuðum,“ segir
hún.
„Og afleiðingar hrunsins og
hvernig reynt er að taka á þeim
málum og ég harma það hversu
léttvægt almennt er tekið á efna-
hagsbrotum, sem eru í hópi þeirra
allra alvarlegustu sem til eru að
mínu mati. Þjóðfélagið okkar er
enn í sárum og mun verða áfram
einhver misseri til viðbótar að
minnsta kosti, svo aðgerðir og að-
gerðaleysi fyrir og eftir hrun eru
gríðarlega alvarlegt og hefur ekki
látið neitt okkar ósnortið. Ég bara
óska þess að hér verði ekki ann-
að hrun, eins og margir óttast og
ýmis teikn eru á lofti um. Og að
ekki brjótist út stríð í heiminum,
en vaxandi ólga er í svo mörgum
löndum af sömu ástæðum í raun;
vaxandi ójöfnuður og græðgi, veld-
ur mér þungum áhyggjum.“
Má ekkert óréttlátt sjá
Framsóknarmenn
eru ömurlegir Fær útrás fyrir réttlætiskennd