Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Qupperneq 15
Vikublað 18.–20. febrúar 2014 Fréttir Viðskipti 15 Leynd yfir lækkun á veiðigjöldunum n Fiskistofa bundin trúnaði n Útgerðir á Reykjanesi fengu mesta lækkun E ngar nánari skýringar er hægt að fá á því hvaða út- gerðir fá lækkun veiðigjalda vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum og vegna skulda. Fiskistofa vildi ekki veita DV þær upplýsingar þar sem þær eru bundnar trúnaði og birting á þeim gæti skaðað hagsmuni þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem þær varða. Þó fengust svör um mun á hæstu upphæð afsláttar og þeirri lægstu, auk meðaltals. Samkvæmt þeim upplýsingum fengu 118 fyrirtæki afslætti á fisk- veiðiárinu 2012–2013 en heildar- lækkun nam samtals 2,8 milljörðum. Meðallækkun hjá fyrirtækjum var 24 milljónir króna, lægsta upphæð- in var ellefu þúsund krónur en sú hæsta var 326 milljónir. Skuldsett félög fá lækkun Í frumvarpi um veiðigjöld kemur fram að útgerðarfélög geti feng- ið afslátt af þeim, séu þau mjög skuldsett. Þar segir: „Vaxtaberandi skuldir viðkomandi í árslok 2011 samkvæmt skattaframtali hans fyrir það ár án bókfærðra tekjuskatts- skuldbindinga og að frádregnum peningalegum eignum séu hærri en svarar 4% af bókfærðu verðmæti ófyrningalegra eigna samkvæmt framtali fyrir sama ár.“ Í leiðbeining- um Fiskistofu um umsókn á lækkun segir einnig að hún megi ekki vera hærri en 4% af bókfærðu verðmæti ófyrnanlegra eigna, samkvæmt skattframtali. 976 milljóna lækkun á Reykjanesi Alþingismaðurinn Kristján L. Möller sendi inn fyrirspurn til sjávar útvegsráðherra í haust og óskaði eftir nánari upplýsingum um veiðigjaldið, sundurliðað eft- ir því í hvaða sveitarfélagi heimil- isfesti greiðanda er skráð. Vegna persónuverndarsjónarmiða vildi ráðherra aðeins veita upplýsingar um landshluta. Þar kom fram að út- gerðir á Reykjanesi nutu langmestr- ar lækkunar, en samtals fengu þær 976 milljónir í afslátt, en greiddu alls 915 milljónir. DV hefur áður greint frá því að hver heildarafslátturinn var en forsvarsmenn útgerðanna Vísis, Þorbjarnar og Stakkavíkur í Grindavík neituðu allir að segja hver heildarupphæð afsláttar þeirra fyrirtækja var. Á Vesturlandi voru veiðigjöld lækkuð um 478 milljónir og á Vestfjörðum um 416 milljónir. Í Reykjavík og á höfuðborgarsvæð- inu öllu voru þau lækkuð um sam- tals 284 milljónir. Vísaði í upplýsingalög Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, óskaði í sumar eftir upplýsingum um hve mikill af- sláttur hefði verið veittur af veiði- gjaldi og sendi fyrirspurn þess efnis til sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, Sigurðar Inga Jó- hannssonar. Óskaði Björn eftir upp- lýsingum um heildartölu afsláttar, hvernig honum væri skipt eftir út- gerðarflokkum og því næst hvern- ig hann skiptist niður eftir félögum og einstaklingum. Sigurður svaraði ekki síðari tveimur hlutum fyrir- spurnarinnar um félög og einstak- linga. Ákvarðanir um lækkun sér- staks veiðigjalds byggja meðal annars á upplýsingum úr skattfram- tölum sem Fiskistofa fær og teljast trúnaðarupplýsingar. Líkt og ráð- herrann svaraði fyrirspurn Kristjáns í haust, þá taldi hann það ljóst að lækkun veiðigjalda hjá einstökum fyrirtækjum eða einstaklingum geti talist til upplýsinga um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem eðlilegt sé að fari leynt samkvæmt níundu grein upplýsingalaga, og gaf þær því ekki upp. Í tölvupósti sem Björn Valur sendi blaðamanni fyrir helgi kem- ur fram að svarið hafi ekki borist fyrr en þingi hafi verið lokið. Hon- um hafi því ekki gefist tækifæri til að bregðast við svarinu. „Vísan til upp- lýsingalaga eða þess að hér sé um skattaupplýsingar að ræða stenst enga skoðun. Það er ekkert í lög- unum um veiðigjöldin sem vísar til þess að þessar upplýsingar skuli vera leynilegar. Hér er um almenn- ar upplýsingar að ræða sem varða nýtingu á sameiginlegri auðlind og eiga að vera aðgengilegar öll- um. Það er ekkert í þessu sem get- ur skaðað viðkomandi fyrirtæki að nokkru leyti, allar upplýsingar um fjárhag fyrirtækjanna eiga að liggja fyrir í ársreikningum þeirra, sem hver sem er getur nálgast, auk þess sem bankarnir hafa þetta allt hjá sér líka. Skattaframtöl einstaklinga eru birt á hverju ári. Það er því ekkert sem réttlætir það að halda þessum upplýsingum leyndum,“ segir Björn Valur. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Skattaframtöl einstaklinga eru birt á hverju ári. Það er því ekkert sem réttlætir það að halda þessum upplýs- ingum leyndum. Lækkun veiðigjalda eftir landshlutum Tölur fyrir fiskveiðiárið 2012–2013 Austurland 19 milljónir Norðurland eystra 369 milljónir Norðurland vestra 1 milljón Reykjanes 976 milljónir Suðurland 278 milljónir Vestfirðir 416 milljónir Vesturland 478 milljónir Reykjavík 196 milljónir Nágrenni Reykjavíkur 88 milljónir Vísar í upplýsingalög Engar upplýsingar er hægt að fá um það hvaða útgerðir njóta lækkunar veiðigjalda. Fékk ekki svör Kristján Möller fékk ekki þau svör sem hann óskaði eftir. Þó kom fram að út- gerðir á Reykjanesi nutu langmestrar lækkunar. Fleiri sjómenn missa vinnuna Ísfélagið selur tvö skip Ísfélagið í Vestmannaeyjum hefur nú bæst í hóp þeirra útgerða sem þurft hafa að segja upp sjómönn- um vegna sölu á skipum. Alls verður 38 skipverjum á uppsjávar- frystiskipinu Guðmundi VE sagt upp, en það er öll áhöfn skipsins sem hefur skipt með sér túrum. Þá verður frystitogarinn Þorsteinn ÞH einnig seldur úr landi, en hann er einnig nótaskip. Skipin verða seld til Grænlands, líkt og gerst hefur með fjölmörg önnur skip, sem tilheyrðu íslenska flotanum, á undanförnum mánuðum. Út- gerðin sem eignast skipin er í eigu Ísfélagsins og Royal Greenland auk annarra aðila. Í stað þessara tveggja skipa kemur glænýtt skip sem nú er í smíðum í Tyrklandi og verður af- hent eftir tæpt ár. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að það muni leysa skipin af hólmi með tilheyr- andi lækkun á olíu- og launa- kostnaði. Ekki fengust viðbrögð frá Ísfélaginu við vinnslu fréttarinnar. Hagræðing vegna skattheimtu Nýlega var tilkynnt um kaup Ísfé- lagsins á útgerðarfélaginu Dala- Rafni sem hefur gert út togbátinn Dala-Rafn VE-508, en í tilkynningu frá Ísfélaginu kom fram að kaup- in væru liður í hagræðingarað- gerðum félagsins, ekki síst vegna aukinnar skattheimtu stjórnvalda á útgerðarfélög. Gera má ráð fyrir því að þar sé verið að vísa í sérstakt veiðigjald, en félagið telur að veið- gjöld séu komin út yfir öll mörk þess sem getur talist sanngjarnt og eðlilegt. Einnig kom fram í tilkynn- ingunni að kaupin hafi styrkt veið- ar og vinnslu félagsins á bolfiski og að félagið ræki fjölþætta fisk- vinnslu. Það er í takt við breytingar hjá öðrum útgerðum, en markað- urinn kallar frekar eftir ferskum fiski en sjávarfrystum og því er meiri áhersla lögð á landvinnslu. Sjómennirnir 38 bætast nú í hóp þeirra sem misst hafa vinnunna á síðustu mánuðum, sem telja hátt í tvö hundruð manns. DV gerði nýlega úttekt á málinu en þar sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðing- ur hjá LÍÚ, að þrátt fyrir fjórtán prósenta verðlækkun sjófrystra afurða á síðustu tveimur árum þá væri það ekki eina orsök þessarar þróunar, heldur væru veiðigjöldin kornið sem fyllti mælinn. Verð á vörukörfu ASÍ hækkar Verð á vörukörfu ASÍ hefur hækk- að hjá átta verslunum af fimmtán síðan í nóvember. Mest var hækk- unin á verði grænmetis og ávaxta og hækkuðu tíu verslanir verð í þeim flokki. Hreinlætis- og snyrti- vörur lækkuðu hins vegar í verði hjá tíu verslunum. Mest var hækk- unin á grænmeti hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, um 13,6%, og hjá Hagkaupum, um 5,1%. Af eins- tökum verslunum má nefna að Hagkaup hækkaði verðið um 2,1% og Víðir um 1,7%. Bónus lækk- aði hins vegar verð hjá sér um 2%, Kaskó um 1,4% og 1% hjá Iceland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.