Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
20 Umræða Vikublað 18.–20. febrúar 2014
Tími Jóns Gnarr
er liðinn
Róaðu þig nú
aðeins niður
Það kom mér svolítið
á óvart
Græna höndin
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor undrast ummæli Sigmundar Davíðs. – DV.is
Þ
að er hefðbundið í íslenskum
fjölmiðlum að strjúka hefðar-
köttum valdsins og gæta þess
vandlega að styggja þá ekki.
Þetta kom glöggt og iðulega fram í
samskiptum þegnanna við Davíð
Oddsson, fyrrverandi forsætisráð-
herra, þar sem hver mélkisan af
annarri strauk sér upp við hann og
gætti þess að styggja hann ekki. Og
þeir sem voguðu sér að fjalla um
hann með skýrum og eðlilegum hætti
þurftu að sæta aðför afla sem kennd
voru við Bláu höndina. Mörgum er
minnisstætt þegar Hallgrímur Helga-
son rithöfundur var kallaður á teppi
forsætisráðherra fyrir að vera óvarkár í
orðum. Á frægum fundi í ráðuneytinu
upplifði rithöfundurinn að með til-
tali sínu hefði Davíð í hótunum. Ótt-
aðist hann að stjórnvöld létu til skarar
skríða gegn föður sínum, vegamála-
stjóranum. Margir muna að í valda-
tíð Davíðs var öll umræða á Íslandi
í klakaböndum hatursfullra valda-
manna sem einskis svifust til að koma
fram vilja sínum. Þjóðin sat hníp-
in undir ósköpunum og aðeins stöku
maður þorði að segja hug sinn. Fjöl-
miðill sem vogaði sér að segja frá hatri
forsætisráðherrans á Baugi og eigend-
um hans var úthrópaður af Davíð og
hirð hans. Veiðileyfi var gefið á blaða-
mann og stjórnendur miðilsins.
Það var mörgum léttir þegar harð-
lyndi forsætisráðherrann fékk það
áfall í kosningum að hann hrökklaðist
úr embætti sínu og varð utanríkisráð-
herra. Þá hófst ákveðin þýða og fólk
fann til þess að hörkunni hafði linnt.
Nýi forsætisráðherrann, Halldór Ás-
grímsson, var allt annarrar gerðar.
Enginn hafði hann grunaðan um að
beita þegnana andlegu ofbeldi. Sama
var uppi með Geir Haarde sem kom
í kjölfar hans. Og Jóhanna Sigurðar-
dóttir var laus við ofbeldistakta enda
er henni helst legið á hálsi fyrir að
hafa látið bera Davíð Oddsson út úr
Seðlabankanum.
En nú kveður við nýjan tón. Sá
vörpulegi forsætisráðherra, Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, hafði
aðeins verið í örfáar vikur í embætti
þegar hann sýndi tennurnar. Gagn-
rýni fjölmiðla á hendur honum hétu
„loftárásir“. Hann var gjörsamlega
laus við að fjalla málefnalega um
hlutina. Hann mætti helst ekki í við-
töl nema þar sem hann taldi vini
vera fyrir á fleti. Gagnrýnir fjölmiðl-
ar áttu ekki upp á pallborðið. Þannig
hefur hann margsinnis neitað að
mæta á Beina línu DV eða svara blað-
inu. Hann veit að þar er ekki að finna
þæga þjóna valdsins.
Sigmundur afhjúpaði sig á Við-
skiptaþingi þar sem hann jós úr skál-
um reiði sinnar. Eitt helsta reiðiefni
hans er að margir úr hópi forystu-
manna viðskiptalífsins hafa viljað
ljúka viðræðum við ESB. Sjálfur elur
hann á þjóðernishyggju og viðheld-
ur ævagamalli landbúnaðarpólitík
með boðum á bönnum á allt sem
erlent er. En þótt ræða Sigmundar á
Viðskiptaþingi hafi verið afhjúpandi
tók steininn úr þegar hann mætti úf-
inn og snakillur í sjónvarpsþáttinn
Sunnudagsmorgun. Fyrirfram hafði
hann að líkindum talið að Gísli Mart-
einn Baldursson, þáttastjórnandi og
sjálfstæðismaður til fjölmargra ára,
yrði prúður, og spyrði helst ekki um
annað en íslenska kúrinn. En Gísli
Marteinn var trúr því hlutverki sínu
að knýja fram svör. Og þá kastaði
úlfurinn sauðargærunni. Endalausir
útúrsnúningar komu í stað svara og
áhorfendur sátu í forundran og hlust-
uðu á forsætisráðherrann hafa allt á
hornum sér og veitast að spyrlinum
með persónulegum aðdróttunum.
Svo talaði hann eins og unglingur:
„Róaðu þig nú aðeins niður,“ sagði
hann. Og allt var þetta í sama dúr.
Hrokinn sveif yfir vötnum og svör-
in voru dylgjur og útúrsnúningar.
Það var öllu hugsandi fólki ljóst að
þarna fór maður sem kann ekki að
fara með vald sitt fremur en Davíð
Oddsson á sínum tíma. Bláa höndin
er fyrir löngu horfin upp til fjalla eins
og Grýla gamla að loknum jólum en
það glittir í nýtt fyrirbæri sem er álíka
illyrmislegt. Græna höndin er mætt
til leiks. n
Þorsteinn Már glaður
Fyrirtækið Creditinfo hefur
undanfarin ár tekið upp á því
að velja framúrskarandi fyrir-
tæki. Efst á þeim lista yfir stór-
fyrirtæki er Samherji sem þykir
til fyrirmyndar. Víst er að þetta
gleður Þorstein Má Baldvinsson
forstjóra sem átt hefur í harðri
glímu við Seðlabankann í tvö
ár. Seðlabankinn heldur því
fram að fyrirtækið sé alls ekki
til fyrirmyndar hvað gjaldeyris-
lög varðar. Ekkert hefur þó ver-
ið sannað varðandi meint brot
fyrirtækisins.
Hulduher tapaði
Sigur Ármanns Kr. Ólafssonar,
leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi, markar hin formlegu
endalok á valda-
tíma Gunnars
Birgissonar, fyrr-
verandi bæjar-
stjóra. Hulduher
Gunnars fylkti
sér að baki Mar-
grétar Friðriks-
dóttur skólameistara sem vildi
skáka Ármanni út með hjálp
Gunnarsmanna. Það gekk ekki
og lenti skólameistarinn í öðru
sæti. Eftir nokkra umhugsun
ákvað Margrét að taka sætið.
Það mun svo koma á daginn
hvort friður verði í bæjarstjórn-
inni.
Í blárri skikkju
Fyrrverandi forstjóri Fjármála-
eftirlitsins, Jónas Fr. Jónsson,
er einn fárra sem þurftu að
axla ábyrgð eft-
ir bankahrunið
en hann var lát-
inn víkja í sömu
andrá og Björgvin
G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra.
Jónas Fr. starfar
nú ásamt föður sínum, Jóni
Magnússyni, fyrrverandi þing-
manni Frjálslynda flokksins,
við lögmannsstörf. Feðgarnir
voru báðir að flytja mál í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í síðustu
viku. Þótti Jónas taka sig vel út í
bláu skikkjunni.
Már í ónáð
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra þrífst illa
í mótlæti. Þetta kom skýrt fram
á Viðskipta-
þingi þar sem
hann skamm-
aðist yfir því að
Seðlabankinn
undir stjórn Más
Guðmundssonar
hefði lagt í þá
vinnu að reikna áhrif frægrar
skuldaleiðréttingar á þjóðarbú-
ið. Niðurstaðan var ráðherra ekki
þóknanleg þar sem hún fól í sér
að leiðréttingarnar ýttu undir
þenslu. Það hefur legið í loftinu
að stjórnarflokkarnir reyni að
losa sig við Má. Helst er talið að
það gerist með sameiningu Fjár-
málaeftirlitsins og Seðlabankans.
Reynir Traustason
rt@dv.is
Leiðari
MynD SKJÁSKoT aF veF RÚv„Róaðu þig nú
aðeins niður
Þórlaug Ágústsdóttir stefnir á að komast til áhrifa í borginni. – DV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. – Sunnudagsmorgunn RÚV
Um ójafnaðarmenn
Ó
jafnaðarmaður er alþekkt
hugtak úr fornsögunum.
Ójafnaðarmenn fóru um
með yfirgangi, tóku eign-
ir annarra og létu þá jafn-
vel kaupa sínar eigin eignir til baka.
Ef við tökum mark á Íslendinga-
sögunum var ójöfnuður til marks
um ranglæti – með öðrum orðum
þótti ójöfnuður þeirra vera ástæða
til aðgerða og jafnvel vígaferla.
Ójafnaðar menn ógnuðu friði
heima í héraði og framþróun í sam-
félaginu.
Ógn við friðinn
Þetta eru gömul sannindi og ný.
Vaxandi ójöfnuður í heiminum er
eitt stærsta áhyggjuefni þeirra sem
fylgjast með þróun mála á alþjóða-
vísu. Ný skýrsla Sameinuðu þjóð-
anna staðfestir þannig óheilla þróun
undanfarinna ára; ójöfnuður hefur
aukist jafnt og þétt. 40% af verðmæt-
um heimsins eru nú í eigu þess eins
prósents sem er ríkast í heiminum.
50% fátækasta fólksins eiga innan
við eitt prósent verðmætanna. Börn
í fátækustu heimshlutunum eru
þrefalt líklegri til að deyja áður en
fimm ára aldri er náð borið saman
við börn í ríkustu hlutum heimsins.
Samkvæmt sömu skýrslu er fá-
tæktin ekki aðeins vandamál í
sjálfu sér heldur er ójöfnuðurinn
milli ríkra og fátækra ógn við frið-
inn, hann hindrar efnahagslegar
framfarir, veikir lýðræðislegt samfé-
lag og ógnar félagslegri samheldni.
Þess vegna ætti það að vera kapps-
mál okkar að auka jöfnuð í heimin-
um.
Skökk forgangsröðun
Þó að núverandi ríkisstjórn hér á
Íslandi þykist vera sérstakt áhuga-
mannafélag um þjóðmenningu virð-
ast hugmyndasmiðir hennar ekki
hafa kynnt sér inntak Íslendinga-
sagnanna þegar kemur að ójöfn-
uði. Þannig var ójöfnuður á heims-
vísu svo sannarlega ekki efst í huga
ríkis stjórnarinnar þegar kom að fjár-
lögum ársins í ár. Framlög til Þró-
unarsamvinnustofnunar stóðu ekki
aðeins í stað þvert á samþykkta til-
lögu Alþingis um hvernig haga ætti
framlögum til þróunarsamvinnu á
næstu árum – þau voru beinlínis
skorin sérstaklega niður milli um-
ræðna. Við Íslendingar erum þrátt
fyrir kreppu undanfarinna ára í hópi
15–20 ríkustu þjóða í heimi en þær
þjóðir sem við höfum stutt við eru
Malaví, Mósambík og Úganda, ríki
sem raðast í sæti 160–180 á heims-
listann yfir auðlegð þjóðanna.
Því miður var þetta áþreifanlega
dæmi aðeins eitt af mörgum um
skakka forgangsröðun ríkisstjórn-
arinnar sem reyndist öll af sama
meiði. Fyrsta mál ríkisstjórnarinn-
ar var að lækka sérstaka veiðigjaldið
til að tryggja hag stórútgerðarinnar.
Og í kjölfarið hafa stjórnarliðar sagt
að því miður séu ekki til peningar
fyrir þróunarsamvinnu og fleiru en
þeir voru til þegar þurfti að gæta að
þessum sérhagsmunum. Og ekki
mátti hafa eðlilegan virðisaukaskatt
á ferðaþjónustu sem hefði lagst á þá
ferðamenn sem sækja okkur heim.
Í stuttu máli mátti ekki afla tekna til
að efla jöfnuð hvort sem er á heims-
vísu eða hér heima.
við þekkjum söguna
Núna berast svo fregnir af næstu verk-
um ríkisstjórnarinnar; það er að ríkis-
stjórnin hafi áhuga á auknum einka-
rekstri, til að mynda þegar kemur að
samgöngumannvirkjum; höfnum,
flugvöllum, vegum og fleiru. Við
þekkjum þá sögu; sögu ríkisstofnana
á borð við Símann en andvirði hans
átti að nota til að byggja nýjan spítala,
hús íslenskra fræða, byggja Sunda-
braut og ýmislegt fleira sem ekki var
gert. Minnir þetta ekki nokkuð á eign-
irnar sem ójafnaðarmenn fyrri tíma
tóku og seldu svo eigandanum aftur?
Er kominn tími til að rifja upp Ís-
lendingasögurnar fyrir ríkisstjórn-
ina? n
Katrín Jakobsdóttir
formaður VG
Aðsent
„Þess vegna ætti
það að vera
kappsmál okkar að auka
jöfnuð í heiminum.