Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 25
Vikublað 18.–20. febrúar 2014 Neytendur 25 T oyota hefur ákveðið að inn- kalla bíla af þriðju kynslóð Toyota Prius þar sem upp hefur komið galli í hugbún- aði. Á heimsvísu verða innkallað- ar 1,9 milljónir bíla, þar af helm- ingurinn í Japan. „Það eru 42 bílar sem verða kallaðir inn hérlendis,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. Toyota Prius er „hybrid“-bíll sem býr til raf- magn úr orkunni sem losnar þegar hemlað er eða ekið niður brekkur til dæmis. Hann notar síðan það rafmagn til að knýja bílinn allt að tveimur kílómetrum. Þannig eyðir hann mun minna eldsneyti en bíl- ar sem eingöngu nýta bensín eða dísilolíu til að knýja vélarnar. „Það er hugbúnaður sem stýrir þessu, það hefur komið upp ákveðinn galli í honum og við munum fljót- lega senda eigendum þessara 42 bíla bréf og biðja þá að koma til okkar þar sem þetta verður upp- fært. Það tekur um 40 mínútur,“ segir Páll. Bilunin hefur ekki valdið slys- um en í örfáum tilfellum getur hún orðið til þess að það slokkni á „ hybrid“-kerfinu og þannig valdið því að bíllinn stöðvast. Líklegra er þó að viðvörunarljós kvikni í mælaborði og hægt sé að keyra bíl- inn áfram, þótt hann kunni að vera aflminni en ella. Þetta er í þriðja sinn sem Toyota innkallar bíla af gerðinni Prius en í júní síðastliðnum voru Prius- bílar innkallaðir vegna bilunar í þrýstikút í bremsubúnaði sem gat orsakað lengri hemlunar- vegalengd. Þrír bílar voru innkall- aðir á Íslandi vegna þessa. n fifa@dv.is Toyota innkallar Prius Galli í tölvukerfi sem þarf að laga Toyota Prius Bílarnir eru innkallaðir í þriðja sinn. Smálán rukka enn gríðarlega Það sem áður voru vextir er nú kallað flýtigjald V ið erum að skoða hvort þeir hafi fundið gat og hvort þeir séu í raun að brjóta lögin,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur Neytendastofu, aðspurð um flýti- gjald sem smálánafyrirtækin taka fyr- ir þjónustu sína. Þó vextir smálánafyrirtækja hafi lækkað snarlega með lögum um neyt- endalán sem tóku gildi hér á landi 1. nóvember síðastliðinn hafa þau nýtt sér smugu sem gerir þeim kleift að hagnast mjög á starfseminni. Í stað þess að rukka gríðarlega vexti, eða allt að 600% á ársgrundvelli, eins og áður bjóða þau nú upp á hóflega vexti á lánum. Það tekur hins vegar átta daga að fá þau afgreidd nema fólk greiði sérstakt flýtigjald. Flýtigjaldið er mjög hátt en ætla má að flestir þeir sem nýta sér smálán vilji fá þau strax. Flýtigjald nemur 30% Sem dæmi má nefna 20 þúsunda króna lán frá fyrirtækinu Kredia. Kostnaður við það er 678 krónur sem er mun minna en áður en lögin tóku gildi. Flýtiþjónustan kostar hins vegar 5.990 krónur eða tæplega 30% af láns- fjárhæðinni. Með þessu er í raun ekk- ert breytt frá því sem áður var nema að kostnaðurinn er ekki nefndur vext- ir og þar af leiðandi innan marka lag- anna. Allavega fimm smálánafyrir- tæki eru starfandi hér á landi. 1909, Kredia, Múla, Smálán og Hraðpen- ingar. Þau virka þannig að lánþeginn skráir kennitölu, reikningsnúmer og símanúmer á heimasíðu fyrirtækj- anna. Eftir það getur hann sótt um lán með því einu að senda sms. Fyrir- tækið lánar þá 20 þúsund krónur í allt að 30 daga. Áður en lögin voru sett tók innan við klukkutíma að afgreiða lán- ið, en eftir breytinguna gefa öll fyrir- tækin sér átta daga til að meta lánið. Neytendastofa sinnir eftirliti Neytendastofa hefur eftirlit með því að lögum um neytendalán sé fylgt eft- ir. Matthildur segist ekkert geta gef- ið út um afstöðu Neytendastofu þar sem afstaða hennar liggur ekki fyrir. „Við erum enn að fá upplýsingar frá fyrirtækjunum og fá svör við því hvers vegna þeir eru ekki taka þetta með sem hluta af heildar lántöku- kostnaði.“ Þessi smuga hefur verið nýtt frá því lögin tóku gildi og verið til skoðunar hjá Neytendastofu síð- an þá, en niðurstaða hefur ekki enn fengist í málið. Í lögum um neytendalán sem áður voru nefnd er lögð mjög rík skylda á lánveitendur að veita lánþegum upp- lýsingar fyrirfram þannig að lán- takar geti borið saman mismun- andi lánstilboð. Þetta þurfi að gerast á stöðluðu formi þannig að þeir fái staðlaðar upplýsingar frá fyrirtækjum sem þeir leita til. Bera saman lánsmöguleika Hugtakið árleg hlutfallstala kostn- aðar er hugsað til að auðvelda neyt- endum að bera saman mismunandi lánsmöguleika. Árleg hlutfallstala kostnaðar er heildarlántökukostn- aður sem árlegur hundraðshluti af heildarfjárhæð láns þess sem veitt er en með lögunum er sett hámark á hver þessi hlutfallstala má vera. Heildarlántökukostnaður er allur kostnaður vegna lántöku, þ.m.t. vext- ir og verðbætur á lánstíma, lántöku- gjald, tilkynninga- og greiðslugjald, skattar og önnur gjöld. Við útreikn- ing á árlegri hlutfallstölu kostnaðar er miðað við ársverðbólgu sam- kvæmt tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs. Skoða hvort lög séu brotin „Í lögunum var sett hámark á ár- lega hlutfallstölu kostnaðar og árleg hlutfallstala kostnaðar er reiknuð út frá heildarlántökukostnaði. Ef þetta flýtigjald er ekki talið með lántöku- kostnaði fer það ekki inn í útreikn- inga á árlegri hlutfallstölu kostnaðar og hefur þá ekki áhrif á þetta há- mark. Við erum að fara yfir það hvort þetta standist skoðun,“ segir Matt- hildur. „Við förum yfir hvort við telj- um að þetta sé brot á lögunum eða ekki og það hvort lögin séu þannig orðuð að það sé hægt að finna leið fram hjá þessu. Stundum þarf að gera breytingu á lögum af því að þau eru ekki nóg vel orðuð.“ n Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Kredia Fimm smálána- fyrirtæki eru starfandi á Íslandi og öll bjóða þau upp á flýtigjaldið. MyNd BrAgi Þór JóSeFSSoN Matarskandall í Bretlandi Þriðjungur sýna innihélt annað en ætlað var Matur sem seldur er í Bretlandi inniheldur ýmislegt annað en mat. Þannig er innan við helm- ingur mozzarellaosts í raun ostur, skinka á pítsum er búin til úr kjúklingi og meira en helming- ur af því sem selt er sem frosn- ar rækjur er vatn. Þetta er meðal niðurstaðna úr viðamikilli rann- sókn sem gerð var þar í landi ný- lega og breska blaðið The Guard- ian segir frá. Rannsak- endur tóku fleiri hund- ruð sýni úr mat í Vestur- Yorkshire og reyndist meira en þriðjungur sýn- anna innihalda annað en ætlað var. Þannig fannst svínakjöt í merktu nautakjöti og grennandi jurtate innihélt hvorki jurtir né te heldur glúkósa og lyf gegn offitu í þrettánföldum skammti. Þriðjungur ávaxtasafa var rangt merktur og þar af reyndust tvær tegundir innihalda aukaefni sem eru bönnuð innan Evrópusam- bandsins. Rannsóknin var gerð af opin- berri rannsóknarstofu og þess gætt að sýnin væru ekki merkt seljanda eða framleiðanda til að tryggja hlutleysi rannsakenda. Málið hefur vakið óhug í Bret- landi og sérfræðingar telja mál þar sem ódýrari uppfyllingarefni eru notuð í stað merktra inni- haldsefna séu æ algengari. Þá sé smit til dæmis milli kjöttegunda oft afleiðing þess að tæki sem notuð eru í kjötvinnslu séu ekki þrifin almennilega milli þess sem þau eru notuð. Þá hefur verið kallað eftir því að harðari viðurlög verði við brot- um af þessu tagi og eftir- lit verði enn aukið. Flest- um er enn í fersku minni þegar hrossa- kjöt fannst í réttum sem sagðir voru innihalda nauta- kjöt í Evrópu í fyrrasumar en í kjölfarið hefur kastljósinu verið beint í ríkara mæli að þessum málum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.