Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 28
28 Lífsstíll Vikublað 18.–20. febrúar 2014
Bíll sem beðið
hefur verið eftir
n Virkilega skemmtilegur akstursbíll n Þyrfti meira afl
T
oyota GT86 er bíll sem virki-
lega skemmtilegt er að keyra,
enda settur saman og hann-
aður með það að markmiði
að vera akstursbíll fyrst og
fremst. Hér er á ferðinni léttur, ódýr
og skemmtilegur sportbíll en það er
eitthvað sem Toyota hefur ekki sent
frá sér lengi. Bíllinn er afturdrifinn,
með vélina fram í og er knúinn áfram
af 2,0 lítra „boxer“ mótor sem skilar í
standardútgáfu tæpum tvö hundruð
hestöflum. Margir muna eftir AE86-
bílnum frá Toyota og telja nafnið vera
komið þaðan en það er ekki bara svo.
Rúmmál af bori og stróki boxer mót-
orsins í þessum bíl er einnig 86 mm og
krómaða pústkerfið aftur úr honum er
einnig 86 mm.
Subaru-vél
Mótorinn úr þessum bíl er ættaður frá
Subaru en þar sem hann er túrbínu-
laus þá var snúningsvægi hans auk-
ið og snýst þessi mótor í 7.400 snún-
inga. Hann kemur sex gíra beinskiptur
í standardútgáfu og er gírskiptirinn
í honum einstaklega skemmtileg-
ur í notkun. Upplifunin þar minnir
meira á tölvuleik en venjulegan akstur
þar sem mjög stutt er á milli gíra og
nánast ómögulegt að lenda í vitlaus-
um gír þrátt fyrir að tekið sé á honum.
Þyngdardreifing í bílnum er mjög góð
fyrir aksturseiginleika en 53% þunga
hans eru á framhjólum meðan 47%
liggja á afturhjólum hans.
Innréttingin
Innrétting GT86 er mjög flott eins og
bíllinn allur en það sem vekur mesta
ánægju er staða ökumanns í bílnum.
Mikið er lagt upp úr því að hafa
þyngdarpunkt bílsins sem lægstan
og því eru sætin í honum einstaklega
neðarlega sem gefur manni líka mikla
upplifun í akstri bílsins. Stór snún-
ingshraðamælir og einföld aksturs-
tölva er það sem helst ber fyrir augun
– önnur athygli fer í aksturinn sjálfan.
Hurðaspjöldin eru með púðum sem
styðja vel við hnén og sætin sjálf mjög
vel hönnuð. Auðvitað eru aftursætin
eiginlega bara grín og meira svona til
þess að hafa þau þarna en það má vel
skutla krökkunum í skólann færi mað-
ur sæti sitt óþægilega framarlega.
Aksturseiginleikar
Hér er bíllinn á heimavelli því hann er
eins og fyrr sagði hreinlega smíðaður
til þess að hafa gaman af því að keyra
hann. Vissulega mætti aflið vera meira
til þess að gera þennan bíl að ofurleik-
tæki en hann er þægilega „kraftlaus“
til þess að maður nái að að njóta þess
að keyra hann. Hröðun í 0–100 km.
klst. er uppgefin 7,1 sekúnda en hann
er samt nógu duglegur til þess að
maður verði ekki í vandræðum með
framúrakstur. Það sem gerir hann
svo einnig sérstaklega skemmtilegan
í akstri, burtséð frá frábærri fjöðrun,
er þyngd bílsins en hann vegur aðeins
1.235 kíló. Stýrið í bílnum svarar mjög
vel og hreinlega biður um að maður
finni skemmtilegar beygjur til þess að
prófa hann í. Þessi bíll er án efa mjög
skemmtilegur bíll til þess að prófa á
kappakstursbraut en við erum ekki
það heppin enn sem komið er hér á
landi að geta prófað hann við slíkar
aðstæður – sem klárlega ætti að vera
heimavöllur GT86.
Verðmiðinn
Hér á landi kostar þessi bíll nýr í dag
8.095 þúsund og verður það að
teljast mjög gott verð þótt vissu-
lega séu það margar milljónir. Bíll-
inn er vel útbúinn, fallegur í útliti
og er alveg tilbúinn að veita þér þá
skemmtun í akstri sem búast má við
miðað við útliti hans. Túrbínur frá
Subaru má nálgast í hann með til-
tölulega litlum kostnaði vilji maður
enn meira fjör en eftir sem áður er
GT86 alvöru afturdrifinn sportbíll á
verði sem slyddujepplingar bjóð-
ast á hér í dag. Þjónusta Toyota á Ís-
landi er líka mjög góð svo ekki þarf
að hafa áhyggjur af viðhaldi og dýr-
um varahlutum eins og gera má ráð
fyrir fari maður þá leið að kaupa sér
sportbíl sér til akstursánægju. Það er
því eiginlega bara að lokum þumlar
upp fyrir frábærum bíl. n
Toyota GT86
✘
Kostir: Frábærir aksturseiginleikar,
flott útlit, þyngd og gott verð
✔
Gallar: Aflleysi,
pláss aftur í
Umboðsaðili: Toyota á Íslandi
Bíll: Toyota GT86
Eyðsla: 7,1 l/100 (blandaður akstur)
Hestöfl: 200
Gírar/þrep: 6 gíra beinskiptur
Árekstrarpróf: 81%
Verð: 8.095 þús.
Sambærilegir bílar: Mazda MX-5, Renault
Clio RS, Audi TT, Mercedes Bens SLK 200
Björgvin Ólafsson
bilar@dv.is
Bílar
Flott útlit Þessi bíll lítur einstaklega
vel út og að mínu mati ein fallegasta
Toyota sem framleidd hefur verið að
frátöldum 2000GT-bílnum sem fáan-
legur var árin 1967–1970. Mynd BÓ
Einfalt og gott Innréttingin í bílnum er
eins og bíllinn að utan, mjög flott. Einfald-
leikinn ræður ríkjum og allar aðgerðir eru
auðveldar. Gírskiptirinn er sérstaklega góður
og mjög stutt er á milli gíra. Mynd BÓ
Baksvipurinn GT86 er flottur allan hringinn og ekki hægt að setja út á neitt í útliti hans.
Það stendur eiginlega bara utan á honum hvað það er skemmtilegt að keyra hann. Mynd BÓ
Aftursætin Þótt bíllinn sé með aftur-
sætum þá eru þau mestmegnis skraut eða
í besta falli fyrir börn, færi ökumaður eða
farþegi fram í sæti sín framarlega. Mynd BÓ
Með „boxer“ mótor Það er fremur
fámennt í þessu hesthúsi en eins og bíllinn
fæst í dag er hann 200 hestöfl með þessum
2,0 lítra mótor. Túrbína hér væri kærkomin
viðbót til þess að gera bíllinn að fullorðnu
leiktæki. Mynd BÓ
Vilja banna fá-
tæka ökumenn
Komið hefur til tals í Dúbaí að
banna fátækari þegnum lands-
ins að nota þjóðvegina þar. Í
Dúbaí má sjá mikið af ofur-
sportbílum og ekki er óalgeng
sjón að sjá yfirgefna Ferra Enzo
í vegarkanti. Þar í landi er lög-
reglan líka mest á ofurbílum og
nú síðast voru þar keyptir MP-
4-12C McLaren-bílar fyrir þjóð-
vegaeftirlit þeirra. Mikið álag á
þjóðvegum þar og umferðar-
hnútar hafa leitt til þess að yfir-
völd hafa sent frá sér yfirlýs-
ingu þess efnis að það komi nú
til greina að hækka tryggingar,
bensínverð og bifreiðagjöld
það hressilega að einungis
virkilega vel efnað fólk hafi efni
á að keyra þar.
Vinsæll Mini
Þriðja kynslóð Mini er tiltölu-
lega nýkomin á markað en
þrátt fyrir það hafa sögur um
endurbætur BMW á þessum bíl
dreift sér víða á netinu. Bíllinn
hefur selst gríðarlega vel og er
fáanlegur í nokkrum útgáfum.
Þótt ekki sé líklegt að fjórða
kynslóðin komi á markað
fyrr en eftir nokkur ár. Helstu
breytingar sem líklegar eru á
þessum vinsæla bíl byggja á
því að hann verði mun minni
og lægri og eigi með því að líkj-
ast sinni fyrstu útgáfu meira en
hann gerir í dag. Þá eru uppi
hugmyndir um að leyfa kaup-
endum að velja í meira mæli
hvernig þeir vilja hafa sinn bíl.
Nýr S-class
coupe
Ekki er langt síðan Mercedes
Benz kynnti hinn nýja S-class-
bíl sinn og var hann t.a.m.
kynntur hér á landi um síðast-
liðna helgi. S-class Mercedes
hefur um áratugaskeið verið
einn besti bíll sem framleiddur
er í heiminum og hefur hann
verið viðmið annarra bílafram-
leiðenda um hvernig alvöru
bíll á að vera. Þá hefur S-class
ávallt skapað sér mikla sér-
stöðu þegar nýtt módel er
kynnt til sögunnar þar sem
tæknibúnaður bílanna á sér
enga hliðstæðu. Nú hafa verk-
smiðjurnar einnig kynnt
„coupe“-útgáfuna af þessum
einstaka bíl og þær myndir sem
þegar hafa verið birtar lofa svo
sannarlega góðu. Bíllinn mun
bera nafnið S-class coupe og
mun taka við af núverandi CL
bíl þeirra.