Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Qupperneq 36
36 Fólk Vikublað 18.–20. febrúar 2014
Eignuðust stúlku
Breska leikkonan Emily Blunt og
eiginmaður hennar, The Office-
leikarinn John Krasinski, eignuð-
ust stúlku síðastliðinn sunnudag.
Um var að ræða fyrsta barn þeirra
hjóna og hlaut stúlkan nafnið
Hazel. Þetta tilkynnti Krasinski
á Twitter-síðu sinni á dögunum,
en hann hefur verið iðinn við
að segja aðdáendum sínum frá
meðgöngunni og tilhlökkun sinni
vegna föðurhlutverksins.
„Emily og ég erum svo ótrú-
lega hamingjusöm að taka á móti
dóttur okkar Hazel í heiminn í
dag,“ skrifaði hinn nýbakaði faðir
á Twitter á sunnudagsmorgun-
inn. Hjónin hófu ástarsamband
árið 2008 og trúlofuðu sig tæpu
ári síðar. Í júlí 2010 gengu þau svo
í hjónaband og í desember síð-
astliðnum sögðu þau frá hinum
væntanlega erfingja.
B
andaríska söngkonan Jordin
Sparks fékk heldur betur
rómantískan glaðning á Val-
entínusardaginn. Kærasti
hennar, söngvarinn Jason
Derulo, gaf henni nefnilega hvorki
meira né minna en tíu þúsund rósir
á degi ástarinnar. Rósirnar lét hann
senda á hótelsvítu Sparks á Red-
bury-hótelinu í Los Angeles og fylltu
þær nánast herbergi söngkonunnar.
„Þær eru svo fallegar. Guð minn
góður,“ skrifaði Sparks á Twitter-síðu
sína á föstudaginn en hún var himin-
lifandi með uppátæki kærastans.
Derulo var ekki síður ánægður með
þessa rómantísku gjöf og skrifaði
sjálfur um það á Twitter-síðu sína:
„Ég vildi bara að ég hefði komið fyrir
tíu þúsund í viðbót hérna inni.“
Eftir að hafa varið föstu-
dagskvöldinu í víndrykkju og
humarpítsuát ásamt kærastanum,
umvafin bleikum rósum, gaf Sparks
hluta rósanna til starfsfólks hótels-
ins áður en hún tók nokkur rósabúnt
með sér heim. Parið hefur verið
saman í tvö ár og neitaði nýlega
sögusögnum þess eðlis að þau væru
búin að trúlofa sig. Þau sögðust ný-
lega í viðtali vera yfir sig ástfangin
en að brúðkaup væri þó ekki inni í
myndinni á næstunni. n
Tíu þúsund rósir á Valentínusardaginn
Jason Derulo kom kærustunni á óvart Fullt af rósum Derulo
fyllti hótelherbergið af
bleikum rósum.
Hamingjusöm Parið er yfir sig ástfangið
og eyddi Valentínusardeginum saman í
rólegheitunum.
Klæðist bikiníi á
sextugsafmæli
Fyrirsætan Christie Brinkley fagn-
ar sextugsafmælinu með því að
klæðast bikiníi á forsíðu People-
tímaritsins og í blaðinu er við-
tal við hana um það hvernig hún
viðheldur unglegu útliti sínu.
„Mig hefði aldrei grunað að
svona ætti ég eftir að fagna sex-
tugsafmælinu, en bestu þakkir
til ritstjórnar People-tímaritsins
fyrir að senda þau skilaboð að
með góðu mataræði, líkamsrækt
og lífsgleði megi fagna hverjum
afmælisdegi,“ skrifaði Christie á
Instagram á sunnudag.
Móðir Leos á
næsta borði
Leonardo DiCaprio bauð kær-
ustu sinni Toni Garrn út á Val-
entínusardaginn og ætlaði sér
að eiga með henni rómantíska
stund. Það fór forgörðum á
kostulegan máta. Þau mættu á
Bouley-veitingastað-
inn í Tribeca en
urðu fljótt fyr-
ir ónæði eldra
pars á nálægu
borði. Kom í
ljós að þar var á
ferð móðir Leos,
hin fjöruga Irmelin Indenbirken,
með karlmann upp á arminn.
Í fyrstu setti Leo pottaplöntu á
borðið til að byrgja móður sinni
sýn og gaf í skjóli plöntunnar
Toni fallega eyrnalokka. Þegar
þau höfðu gætt sér á ljúffengum
veitingunum fjarlægðu þau
pottaplöntuna, gerðu gott úr öllu
saman og settust hjá Irmelin. Best og verst
klædd á Bafta
M
óðir náttúra hvíldi ofsa-
veðrið síðasta sunnudags-
kvöld á Bafta-hátíðinni í
London og lítið bar á slag-
viðri á rauða dreglinum
sem hefur plagað íbúa London síð-
ustu vikur.
Lupita Nyong'o mætti í fallegum
Dior-kjól og bætti upp fjarveru Jenni-
fer Lawrence sem er í algjöru uppá-
haldi hjá Dior-tískuhúsinu.
Helen glóði
Helen Mirren glóði af hamingju þegar
hún hlaut heiðursverðlaun á Bafta-
hátíðinni á sunnudagskvöld. Hún bar
af öðrum í fallegum svörtum tjullsíð-
kjól úr smiðju Jacques Azagury, sem
hannaði fjölda kjóla fyrir Díönu pr-
insessu heitna.
Verst klædd en skemmtilegust
Lily Allen klæddist litríkum og belg-
víðum kjól með slaufum og dúlleríi.
Litagleðin minnti á páskana og hin
káta Lily minnti helst á páskakanínu.
Hún lét það ekki á sig fá enda mikil-
vægara að hafa gaman á rauða dregl-
inum með risastóra bleika slaufu í
hárinu.
Bæði í jakkafötum
Angeline Jolie og eiginmaður henn-
ar, Brad Pitt, klæddu sig í stíl. Bæði
í Yves Saint Laurent-fatnaði. Nokk-
uð sem er vandasamt en gekk fylli-
lega upp. Hjónum sem líkar vel að
fara í samstæða jogginggalla til allrar
hamingju. Nú er greinilega rétti tím-
inn til að spóka sig. Victoria og Dav-
id Beckham hljóta að vera æf af öfund
enda hafa þau hlotið harða útreið hjá
pressunni fyrir svipað uppátæki.
Hálsskraut og líkamsrækt
Cate Blanchett klæddist kjól sem
passaði henni illa. Konan sú er öllu
meiri töffari og ofvaxin silfruð blóm-
in á þessum annars prýðilega Alex-
ander McQueen-kjól voru ekki til
prýði auk þess sem hálsmenið virtist
níðþungt.
Fleiri báru þungt hálsskraut en
Maggie Gyllenhal klæddist kjól úr
smiðju Lanvins sem virtist vera að
kæfa hana. Er það líkamsrækt að
klæðast kjólum? Svo virðist vera en
Lanvin hefur hlaðið kjólinn háls-
skrauti sem virðist þungt og óklæði-
legt.
Beggja blands eins og Ziggy
Stardust
Ruth Wilson klæddist ógurlegri silfur-
dragt frá Antonio Berardi. Hún var
eins og Ziggy Stardust á dreglinum og
fólk virtist bæði verða hrellt og fullt
aðdáunar á klæðaburðinum. n
n Lily þjófstartaði páskunum n Helen Mirren allra glæsilegust
Lily Allen og pásk-
arnir Lily er slétt
sama en hún þótti
heldur hallærisleg á
rauða dreglinum.
Brangelina í
stíl Slógu í gegn í
drögtum frá Yves
Saint Laurent.
Best klædd
Helen Mirren bar af
og skaut yngri kon-
um ref fyrir rass.
Lupita Nyong'o Í fjarveru Dior-drottn-
ingarinnar Jennifer Lawrence stal hin
ægifagra og hæfileikaríka Lupita senunni í
þessum fallega kjól frá Dior.
Ruth
„aka“
Ziggy
Stardust
Silfruð
dragtin
hlaut
misjafnar
undirtektir.
Maggie yfirbóhem
Maggie Gyllenhal
klæddist kjól úr smiðju
Lanvins sem var
ofhlaðinn skrauti.
Cate Blanchett
Stórrósóttur kjóll
Alexanders klæðir
Cate illa og hálsmenið
virkar níðþungt.