Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Page 11
Vikublað 4.–6. mars 2014 Fréttir 11
Barn tekið frá flóttafjölskyldu
n Enginn fótur fyrir mansalsásökunum n Sex ára stúlka tekin af heimilinu og send til fórsturforeldra n Lögmaður gagnrýnir barnaverndaryfirvöld harðlega
Þar kom fram að mikill hávaði
bærist frá íbúðinni fram eftir nóttu
og taldi tilkynnandi að börnin
stunduðu áfengisneyslu eða aðra
neyslu í íbúðinni.
Lögreglan fór á heimilið ásamt
starfsmanni Barnaverndar, en
þar var allt með kyrrum kjörum.
Tilkynningin átti ekki við rök að
styðjast. Þuríður segir fullkomlega
eðlilegt að barnaverndaryfirvöld
kanni aðstæður þegar þeim berist
ábendingar um eitthvað mis
jafnt en taka þurfi öllu slíku með
fyrirvara enda hafi tilkynningarn
ar ekki verið á rökum reistar. „Lög
reglan fór á staðinn ásamt starfs
manni Barnaverndar og það kom í
ljós að þetta var algjörlega ósönn
staðhæfing þannig að það var ekki
ástæða til að aðhafast neitt. Það
drekkur enginn á þessu heimili,
það reykir enginn á þessu heimili
og það er enginn í nokkurs konar
neyslu á þessi heimili.“
Dularfullur tölvupóstur
Mun alvarlegri ásakanir voru síð
ar bornar á borð, meðal annars
að faðir Vanessu, Yves, væri ekki
raunverulegur afi stúlkunnar sem
kom með honum til landsins og
að hugsanlega væri hún fórnar
lamb mansals. Þetta átti að koma
fram í tölvupósti sem Barna
verndarnefnd Reykjavíkur barst
þann 17. 18. og 19. október síðast
liðinn. Tölvupósturinn var sendur
í nafni Vanessu og Yves en þar
voru nöfn fjölskyldumeðlima staf
sett vitlaus. Þau hafa neitað því að
hafa sent tölvupóstinn enda voru
þau á fundi með lögmanni sín
um þann 17. október þegar fyrsti
tölvupósturinn barst. Þetta stað
festir Þuríður í samtali við DV.
Blaðamaður hefur séð dómskjöl
frá Haítí þar sem fram kemur að
Yves sé með forræði yfir stúlkunni.
Rannsókn lögreglu var látin niður
falla enda voru ásakanirnar ekki á
rökum reistar.
Þrátt fyrir að lögreglan hafi tek
ið af allan vafa segir í úrskurði Hér
aðsdóms Reykjavíkur að dómur
inn telji brýnt að hið allra fyrsta
verði skoðuð tengsl stelpunn
ar við Yves og forsjárhæfni hans
metin. Þá þyki dóminum ekki síð
ur nauðsynlegt að Barnavernd
kanni til hlítar hvort efni tölvu
póstsins eigi við einhver rök að
styðjast. Þuríður segir bagalegt að
dómari byggi úrskurð sinn á ásök
unum sem þegar hefur verið sýnt
fram á að séu rangar. „Ég benti ít
rekað á að búið væri að rannsaka
málið og að það væri enginn fót
ur fyrir ásökununum. Samt sem
áður er úrskurður dómarans á þá
leið að þetta beri að skoða betur.
En hvernig í ósköpunum á að gera
það þegar lögreglan hefur lokið
rannsókn sinni?“
„Hið ljótasta mál“
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur
kemur einnig fram að fyrrverandi
maður Vanessu hafi sakað Yves
um að beita börnin ofbeldi. Þessu
hefur hann hins vegar neitað enda
búa dætur hans á heimilinu með
afa sínum. Þá hefur ekkert ann
að komið fram sem styður þessar
fullyrðingar um ofbeldi. Þuríður
segir málið eina stóra hringavit
leysu. Ekki hafi bætt úr skák þegar
það var blásið út í fjölmiðlum, en
Vísir og Stöð 2 greindu frá því í jan
úar að stúlkubarn hefði verið tek
ið af heimili sínu vegna „gruns um
ofbeldi og mansal.“ Fréttaflutn
ingurinn byggði að miklu leyti á
úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,
en að beiðni Þuríðar voru nokkrar
rangar og ósannaðar staðhæfingar
síðar fjarlægðar úr úrskurðinum
á vef Hæstaréttar. Hún segist hafa
haft samband við þann fjölmiðil
sem birti hinar röngu fréttir og
beðið um leiðréttingu en við þeirri
kröfu hafi þeir ekki orðið.
Þuríður segir ljóst að nafn
lausar ábendingar og ásakanir
sem ekki eiga við rök að styðjast
hafi undið upp á sig. „Þetta byrj
aði sem eitthvert smámál en síð
an hefur þetta fengið að rúlla og
vaxa eins og snjóbolti.“ Hún segir
ýmislegt fleira vafasamt í úrskurði
Héraðsdóms Reykjavíkur, eins og
til dæmis fullyrðingar um að Yves
hafi neitað að taka þátt í stuðn
ingsúrræðum eins og „Greining og
ráðgjöf heim.“ Slíkt hafi ekki ver
ið reynt enda hafi honum aldrei
boðist að skrifa undir skjal þess
efnis þvert á það sem Barnavernd
Reykjavíkur heldur fram: „Þetta
eru hrein og klár ósannindi.“ Þrátt
fyrir að ýmsar aðrar ásakanir um
ofbeldi og vanrækslu hafi verið af
sannaðar var stúlkan tekin af Yves
í september og sú ákvörðun síðan
staðfest af Hæstarétti Íslands.
„Þetta er hið ljótasta mál. Hér
er um flóttafólk að ræða sem kem
ur hingað eftir að hafa misst sína
nánustu í jarðskjálftanum á Ha
ítí. Að afinn skuli síðar þurfa að
verja sig gagnvart ásökunum um
að hann sé komin með barna
barn sitt hingað í mansal er auð
vitað fyrir neðan allar hellur. All
ir málsaðilar vita að hann er með
forræði yfir barninu. Ég hef setið
símafund með föður stúlkunnar
og fulltrúum Barnaverndarnefnd
ar Reykjavíkur þar sem hann stað
festir þetta. Þá eru til dómskjöl frá
Haítí sem taka af allan vafa. Samt
sem áður er haldið áfram með
þetta rugl.“
Góð umsögn leikskóla
Í umsögn frá leikskóla stúl
kunnar sem Barnaverndarnefnd
Reykjavíkur barst í júlí síðastliðn
um kemur fram að hún sé „mjög
kát og hress.“ Þá segir að hún sé
ákveðin og sýni umhverfinu mik
inn áhuga, komi ávallt hrein og í
hreinum fötum á leikskólann, og
að umhirða hennar og aðbúnaður
hafi verið með ágætum. Í umsögn
inni segir enn frekar að stúlkan sé
umhyggjusöm, góð við alla og láti
kennara vita ef einhver geri henni
eitthvað.
Yves fór til Haítí í sumar til
þess að ganga frá lausum endum
og taka til í kringum rústir þeirra
gömlu híbýla. Hann veiktist hið
ytra og kom því seinna heim en
ætlað hafði verið. Stúlkan byrjaði
í grunnskóla á sama tíma en
Vanessa gat ekki skráð hana í mat
þar sem hún er ekki forsjáraðili
barnsins. Þann 12. september
barst Barnaverndarnefnd Reykja
víkur síðan ábending um að stúlk
an hefði mætt döpur í skólann og
grátið. Var lýst yfir áhyggjum af
því að stelpunni liði ekki vel og að
grunnþarfir um mat og aðbúnað
væru ekki fullnægjandi. Nokkrum
dögum síðar, eða þann 18. sept
ember, var stúlkan færð í hendur
fósturforeldra.
Hún var færð í annan skóla í
kjölfarið en þar líður henni ekki
vel ef marka má umsögn skólayfir
valda um líðan stúlkunnar þar.
Kemur fram að henni hafi liðið
illa í nýja skólanum. Stúlkan hefði
virkað ráðvillt, hún ætti í erfiðleik
um með að fara eftir settum regl
um og „vissi oft ekki í hvorn fótinn
hún ætti að stíga og því væri hún
óörugg.“ Þá var hún sögð lítil í sér,
og að hún tengdist fáum í bekkn
um. Þuríður segist hafa bent ít
rekað á þetta fyrir dómstólum en
dómarar hafi litið fram hjá þessu.
Þá segir hún sérkennilegt að
barnaverndaryfirvöld hafi ákveðið
að fjarlægja barnið af heimilinu án
þess að reyna önnur úrræði fyrst.
Barnavernd svarar engu
„Það er hræðilegt að koma svona
fram við fólk. Að bera upp á afa
mansal þegar hann er að koma
hingað með barnabarn sem hefur
misst móður sína. Það var búið
að leggja alveg nóg á fólkið. Mér
finnst þetta allt mjög undarlegt,“
segir Þuríður. „Ég missti stóran
hluta af fjölskyldunni minni í jarð
skjálftanum en ég vil ekki missa
alla hina hér á Íslandi,“ segir
Vanessa. „Þau geta ekki gert okk
ur þetta, við komum hingað alls
laus og í leit að betra lífi,“ seg
ir Vanessa sem er gráti næst. Hún
tekur fram að síðustu mánuðir hafi
reynt mjög á taugarnar og að það
sé verulega stressandi að geta bú
ist við því að fleiri börn verði tekin
af heimilinu. „Hvernig eigum við
að vita hvað gerist næst?“
Hún vonast til þess að úr
skurðinum verði snúið sem fyrst
enda skilur hún ekki hvers vegna
barnið má ekki vera með fjöl
skyldunni. Þá vonast hún til þess
að fjölskyldan fái einhver betri
húsnæðisúrræði sem fyrst enda sé
íbúðin vissulega lítil fyrir svo stóra
fjölskyldu. Hún segir furðulegt af
íslenskum yfirvöldum að bjóða
fólk velkomið til Íslands á grund
velli fjölskyldusameiningar en
fylgja því síðan ekki betur eftir en
raun ber vitni. Þuríður tekur und
ir þetta og álítur málið ákveðinn
áfellisdóm yfir félagslega kerfinu.
DV sendi skriflega fyrirspurn
á Halldóru Gunnarsdóttur, fram
kvæmdastjóra Barnaverndar
Reykjavíkur. Þar var meðal annars
spurt hvers vegna ásakanir sem
þegar hefðu verið afsannaðar
væru lagðar fram sem gögn í mál
inu. Hún sá sér ekki fært að svara
fyrirspurnum blaðsins þar sem
starfsmenn barnaverndarnefnda
séu „bundnir trúnaði um hagi
barna, foreldra og annarra sem
þeir hafa afskipti af.“ n
Systur að leik Dætur Vanessu léku sér saman í tölvuleik þegar blaðamann bar að garði. MynD SiGtryGGur Ari„Ég hefði aldrei
komið með hana
hingað ef ég hefði vitað
að íslenska ríkið myndi
taka hana frá mér.