Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Side 33
Vikublað 4.–6. mars 2014 Neytendur 25 É g var búin að eiga tölvuna í þrjá mánuði og hún krassar fyrir- varalaust,“ segir Vera Sölva- dóttir en tölva sem hún var ný- lega búin að kaupa slökkti á sér þegar hún var að vinna í henni. Tölv- an var í ábyrgð en erfiðlega gekk að fá gert við hana. Ákvað að kaupa heima „Það sem gerðist er að ég átti tölvu sem var svipuð þessari, sem dó í nóvember. Ég var örugglega búin að eiga hana í svona þrjú ár, ekkert það lengi, en hún bara dó út af engu. Svo ég þurfti að kaupa mér nýja og kaupi hana í Macland,“ segir Vera. „Ég ákvað sérstaklega að kaupa tölvuna hérna heima því ég nennti ekki að lenda í neinu veseni,“ segir hún. Hún fór með bilaða tölvuna í versl- un Macland en þaðan er henni bent á að fara á verkstæði í Applebúð- inni. Epli.is rekur eina viðurkennda Apple-þjónustuverkstæðið hér á landi og sem viðurkenndur þjónustu- aðili Apple sinnir fyrirtækið öllum ábyrgðarviðgerðum á Apple-tölvum, iPad og iPod sem falla undir verk- smiðjuábyrgð Apple. „Ég fer með hana á laugardegi og þeir segja mér að koma á mánudegi því það sé enginn á verkstæðinu yfir helgina. Ég spyr hvenær ég geti feng- ið hana aftur því þetta er vinnutæk- ið mitt. Þeir báðu mig að hafa sam- band á miðvikudegi og ég gerði það og þá voru þeir ekki byrjaðir að vinna í henni, en buðu mér að borga sextán- þúsund krónur í flýtigjald,“ segir hún. Neytandi verði ekki fyrir tjóni „Þetta er fráleitt. Ef tölvan er í ábyrgð á neytandinn ekki að verða fyrir neinu fjárhagslegu tjóni.“ Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna. „Ef það tekur svona langan tíma að gera við, sem það gerir greini- lega ekki, fyrst það er hægt að kaupa sig framar í röðina með greiðslu flýtigjalds, þá á verslunin að bjóða viðskiptavinin- um tölvu að láni á meðan gert er við,“ segir hann. „Það gilda aðrar reglur þegar söluhlutur er farinn úr ábyrgð en þessi tölva er í ábyrgð og þá gilda aðrar reglur en þegar söluhlutur er farinn úr ábyrgð. Þetta er hlutur sem verslun má ekki og á ekki að bjóða viðskiptavinum sínum upp á.“ Tölvulaus í viku Vera fékk að lokum gert við tölvuna og gat náð í hana á föstudegi. Þá hafði hún ítrekað farið á verkstæðið að reka á eftir viðgerðinni og verið tölvulaus í viku. n Flýtigjald eða bið n Boðið að borga 16.000 kr. til að flýta fyrir viðgerð á tölvu í ábyrgð Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Úr ábyrgðarskilmálum Epli.is Reikningur þessi gildir sem ábyrgðarskír- teini skv. almennum reglum og viðtekn- um venjum fyrir ábyrgðarskyldar vörur, enda sé raðnúmer vöru tilgreint. Ábyrgðarskilmálarnir í þessari yfirlýsingu, að því leyti sem lög leyfa, undanskilja ekki, takmarka eða breyta heldur eru til viðbótar lögbundnum réttindum sem gilda um sölu viðkomandi vöru. Ef um er að ræða sölu til fyrirtækis er tímamark til að bera fyrir sig galla á seldri vöru frá Epli.is eitt ár frá því að söluhlut var veitt viðtöku nema annað sé sérstaklega tekið fram. Í samræmi við lög um neytendakaup, nr. 48/2003 er þessi frestur tvö ár ef um er að ræða smásölu til neytenda. Ábyrgð gildir einungis fyrir vélbúnað. Við ábyrgðarviðgerðir geta verið notaðir íhlutir úr öðrum vörum sambærilegir við nýja eða sem hafa verið í óverulegri notkun. Epli.is undanskilur sig allri ábyrgð á afleiddu tjóni sem leiða kann af bilun, svo sem endurvinnslu gagna, töpuðum hagnaði oþh. Notendur eru í öllum tilfellum ábyrgir fyrir öryggis- afritun gagna. Hugbúnaður er seldur í núverandi ástandi án tilkalls til endurbóta og breytinga sem hugsanlega verða gerðar á honum, ekki undir neinum kringumstæðum verður Epli.is ábyrgt fyrir skaða sem notkun hugbúnaðarins kann að valda. Ábyrgð tryggir ekki að búnaður verði laus við allar truflanir eða villulaus. Á líftíma vörunnar mun reynast nauðsynlegt að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um uppfærslur. Ef úrlausn vandamáls felst í því að fylgja leiðbeiningum framleið- anda sem aðgengilegar eru almenningi mun vinna vegna þess ekki falla undir ábyrgð og er þá innheimt samkvæmt gjaldskrá. Notuðum búnaði fylgir ekki ábyrgð, nema það sé sérstaklega tilgreint. Biluð tölva Vera varð fyrir því að tölvan hennar bilaði fyrirvaralaust. MyNd SigTryggur Ari „Verslun á ekki að bjóða við- skiptavinum sínum upp á þetta Tilbúnir búningar ódýrir Algengt verð í kringum 5.000 krónur Ö skudagur er á morgun mið- vikudag en á þeim degi er hefð að halda grímudansleiki auk þess sem sá siður færist í vöxt að börn mæti grímuklædd í skóla og leikskóla á þessum degi og stálpaðri börn syngi jafnvel fyrir sælgætisgjafir í verslunum. Margir leggja töluverða vinnu í búningana en þá er líka hægt að kaupa tilbúna. DV fór á stúfana og kannaði verð á búningum í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð misjafnt var hvað búningarnir kost- uðu en algengt var að þeir kostuðu um það bil 5.000 krónur. Partý búðin í Skeifunni býður upp á nokkuð úrval búninga. Þar er verðið nokkuð misjafnt. Búninga fyrir Svamp Sveins, kóng og Mínu Mús má til dæmis fá á 5.900 krón- ur. Þúsund krónum ódýrari, eða á 4.990 kr. eru ninja, indíánastelpa, læknir, Rauðhetta og trúður. Norna- búningur fæst á sama stað á 3.990 en röndóttur fangabúningur á 2.990 krónur. Í Leikfangalandi fæst álfkonu- búningur á 4.800 krónur og sama verð er á kokkasetti. Vampírubún- ing má fá á 3.200 krónur í Leik- fangalandi en nornabúning á 3.800 krónur. Í Toys 'R' Us fást indjánastelpa á 3.499 krónur eins og grænt epli, læknisbúningur og fílsbúningur. Fyrir 4.499 krónur má fá apabún- ing, en boxara og leðurblökustúlku á 5.999 krónur. n fifa@dv.is Allt að 218% munur á vöruverði Verðkönnun ASÍ Verslunin Bónus í Reykjanesbæ var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 13 verslunum víðs vegar um landið þann 25. febrúar, en farið var í lágvöruverðsverslanir, stórmarkaði sem og klukkubúðir. Hæsta verðið var oftast að finna í klukkubúðinni 10-11 á Akur- eyri eða í meira en helmingi til- vika. Verðmunurinn á hæsta og lægsta verði vöru í könnuninni var frá 9% upp í 218% en oftast var hann 25–75%. Af þeim vörum sem Samkaup-Úrval Selfossi átti til var í um 10% tilvika umbeðin vara óverðmerkt, sem er óviðun- andi fyrir neytendur. Af 83 vörutegundum sem voru skoðaðar voru flestar fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði og Hagkaupum Kringlunni eða 82 af 83, Krónan Granda átti til 79 og Iceland 78. Fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá Samkaupum- Strax eða 51 af 83 og 10-11 átti til 52. Af þessum 52 vörum sem 10-11 átti til var hún dýrust í 46 tilvikum. Öskudagur Víða hefur sú hefð skapast að börn eru í grímubúningum allan öskudaginn, svo sem á frístundaheimilum og leikskólum. Verðmunur á ávöxtum og grænmeti Verð á 11 tegundum á ávöxtum og grænmeti var skoðað í verð- könnun ASÍ. Verðmunur á þeim var 70–218%. Minnstur verð- munur var á avókadó, 70%, en það var dýrast á 849 krónur hjá Hagkaupum en ódýrast á 498 krónur hjá Nettó, Fjarðarkaup- um, Iceland og Kaskó. Einnig var 70% verðmunur á íslenskri agúrku sem var ódýrust á 420 krónur stykkið hjá Bónus en dýrust á 714 krónur stykkið hjá Samkaupum-Strax. Benda má neytendum á að agúrka er seld í stykkjatali í mörgum verslun- um, en ein agúrka er að meðal- tali 350 grömm Mestur verðmunur í könnuninni var á appelsínum sem voru dýrastar á 499 krónur hjá 10-11 en ódýrastar á 157 krónur hjá Nettó og Kaskó sem er 342 króna verðmunur eða 218%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.