Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 16.–19. maí 201410 Fréttir „Allir þátttakendur veittu upplýst samþykki sitt“ Í slensk erfðagreining hefur notað upplýsingar upp úr sjúkraskýrsl- um þúsunda Íslendinga sem ekki hafa gefið upplýst samþykki sitt fyrir að vera þátttakendur í rann- sóknum fyrirtækisins. Sjúkraupplýs- ingarnar koma frá Landspítala-há- skólasjúkrahúsi. Upplýsingarnar eru svo notaðar í vísindagreinum fyrir- tækisins sem birtar eru í erlendum vísindatímaritum. Þessa staðreynd má meðal annars sjá í grein frá Íslenskri erfða- greiningu um þvagsýrugigt sem birt- ist í tímaritinu Nature Genetics árið 2011. Þrátt fyrir þetta segir í grein- inni: „Allir þátttakendur veittu upp- lýst samþykki.“ Upplýst samþykki til erfðagreiningar var hins vegar bara fyrir hendi hjá tæplega 11.400 af þeim rúmlega 22.000 einstaklingum sem áttu blóðsýni sem var rannsak- að vegna þvagsýrugigtar. Arfgerð hinna rúmlega 9.000 var áætluð út frá arfgerð ættingja þeirra. Blóð- sýnin sem notuð voru í rannsókn- inni voru fengin frá rannsóknarstofu Landspítala-háskólasjúkrahúss og Læknasetrinu í Mjódd á árunum 1990 til 2010. Þeir Íslendingar sem um ræðir eru meðal annars þeir sem Íslensk erfðagreining hefur áætlaðar arf- gerðir hjá út frá arfgerðum skyld- menna þeirra. Þeir sem arfgerðin hefur verið áætluð hjá eru einstak- lingar sem ekki hafa gefið Íslenskri erfðagreiningu lífsýni úr sér og veitt fyrirtækinu upplýst samþykki sitt til að vera þátttakendur í rannsókn- um þess. Samkvæmt lögum um persónuvernd er Íslenskri erfða- greiningu hins vegar aðeins heim- ilt að vinna með upplýsingar um þá einstaklinga sem veitt hafa upp- lýst samþykki sitt til að vera hluti af rannsóknum ÍE og veitt fyrirtækinu lífsýni úr sér með arfgerð sinni. Skýr greinarmunur Í ofangreindri rannsókn er gerður skýr greinarmunur á því hvort arf- gerð einstaklingsins sem um ræð- ir sé áætluð eða ekki. Í henni kemur skýrt fram að mengi rannsóknar- innar hafi verið stækkað um ríflega 9.400 einstaklinga, til viðbótar við ríflega 11.400 sem veitt höfðu sam- þykki sitt og gefið lífsýni til Íslenskrar erfðagreiningar, sem arfgerðin var áætluð hjá. Þetta þýðir að ríflega 9.400 einstaklingar, hvers blóðsýni voru notuð í rannsókninni, höfðu ekki gefið upplýst leyfi fyrir því. Niðurstaðan er því þessi: Ef Ís- lensk erfðagreining hefði verið með upplýst samþykki allra þeirra ríf- lega 22.000 einstaklinga sem áttu blóðsýni sem notað var í viðkom- andi rannsókn þá hefði leitt af því að vísindamenn fyrirtækisins hefðu ekki þurft að áætla arfgerð tæplega helmings þeirra þar sem þeir hefðu verið með upplýsingar um arfgerð þeirra út frá lífsýni sem þetta fólk hefði látið fyrirtækinu í té til erfða- greiningar í rannsóknarskyni. Upp- lýst samþykki einstaklinga fyrir þátttöku í rannsóknum og veiting líf- sýnis fer alltaf saman í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar. Af þessu leiðir að ekki er satt að allir þátttak- endur í rannsókn fyrirtækisins hafi veitt upplýst samþykki sitt, líkt og fram kemur í greininni. Deilt um lífsýnasöfnun Málefni Íslenskrar erfðagreiningar hafa mikið verið til umræðu í sam- félaginu síðustu daga eftir að fyrir- tækið réðst í lífsýnasöfnun þar sem markmiðið er að 100 þúsund Ís- lendingar gefi Íslenskri erfðagrein- ingu sýni úr sér. Lífsýnasöfnunin er tengd við fjáröflun Landsbjargar þar sem samtökin fá tvö þúsund krónur fyrir hvert sýni sem fólk gefur. Í samtali við DV segir Kári Stefáns son, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að þeir sem fá senda beiðni um þátttöku í rann- sókninni sé fólk sem ekki hefur gef- ið fyrirtækinu lífsýni hingað til. Á síðastliðnum sautján árum hafa um 120 þúsund Íslendingar gefið Ís- lenskri erfðagreiningu lífsýni og veitt upplýst samþykki til að vera hluti af rannsóknum fyrirtækisins. Kári seg- ir að þetta sé oft og tíðum eldra fólk og að fyrirtækið skorti lífsýni og upp- lýst samþykki frá yngra fólki einnig. Endanlegt markmið Íslenskrar erfðagreiningar er sjálfsagt ekkert launungarmál: Fyrirtækið vill fá líf- sýni og upplýst samþykki sem flestra Íslendinga – allra ef mögulegt er – til að nota upplýsingar um erfða- þætti þeirra í rannsóknum sínum. Íslensk erfðagreining er hins vegar ekki komið með lífsýni og upplýst samþykki allra Íslendinga. Fyrirtæk- ið hefur hins vegar reynt að kom- ast eins nálægt því markmiði sínu og það getur með því að áætla með líkindareikningi arfgerðir þeirra einstaklinga sem ekki hafa veitt samþykki sitt og gefið lífsýni, út frá arfgerð ættingja þeirra. Lífsýnasöfn- unin er eitt skref í átt að því mark- miði að Íslensk erfðagreining geti stundað rannsóknir sínar með upp- lýstu samþykki og lífsýnum úr sem flestum Íslendingum. Af fyrirliggjandi gögnum að dæma bendir hins vegar flest til þess að Íslensk erfðagreining hafi nú þegar greint arfgerð allrar þjóðar- innar og að þessar niðurstöður hafi verið notaðar í rannsóknum fyrir- tækisins, sama hvort einstaklingarn- ir hafi veitt samþykki sitt eða ekki. Vildu upplýsingar um „alla Íslendinga“ Líkt og DV greindi frá á þriðjudaginn þá synjaði Persónuvernd Íslenskri erfðagreiningu um leyfi í fyrra fyrir mjög umfangsmikilli rannsókn sem kallaðist „Undirbúningur að notkun raðgreiningarupplýsinga í einstak- lingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu Landspítala-háskólasjúkrahúss“. Í umsókninni bað Íslensk erfðagrein- ing um leyfi til að „miðla upplýsing- um um alla þá sem fengið hafa þjón- ustu hjá Landspítalanum síðastliðin fimm ár og samkeyra þær við upp- lýsingar ÍE, þ.á.m. arfgerðarupplýs- ingar.“ Ein af ástæðunum fyrir því að þessari umsókn Íslenskrar erfða- greiningar var hafnað var sú að Persónuvernd taldi ekki heimilt að Íslensk erfðagreining arfgerðar- greindi einstaklinga sem ekki hefðu gefið upplýst samþykki sitt fyrir því að vera hluti af rannsóknum Ís- lenskrar erfðagreiningar. „Í um- sókn kemur fram að ekki aðeins þeir 95.085 einstaklingar, sem hafa tek- ið þátt í rannsóknum á vegum ÍE, hafi verið arfgerðargreindir held- ur hafi einnig verið áætlaðar arf- gerðir 280.000 náinna skyldmenna þeirra,“ sagði meðal annars í úr- skurði Persónuverndar. Sjúkraupplýsingar um alla Út frá niðurstöðu Persónuverndar í fyrra þá verður ekki annað séð en Ís- lensk erfðagreining hafi talið sig geta unnið með erfðaeiginleika allra Ís- lendinga í rannsóknum sínum jafn- vel þó að fyrirtækið hafi ekki fengið upplýst samþykki allra Íslendinga eða lífsýni þeirra. Svo virðist sem áætlun fyrirtækisins á arfgerðum fólks út frá fyrirliggjandi upplýsing- um um ættingja sé það nákvæm að ekki þurfi nauðsynlega sérstök lífsýni frá þeim sem arfgerðin er áætluð hjá. Um þetta atriði rannsóknar Ís- lenskrar erfðagreiningar segir í niðurstöðu Persónuverndar: „Fyrir liggur að við umrætt verkefni er fyrir- hugað að vinna með upplýsingar um erfðaeiginleika allra Íslendinga sem í tilviki þeirra sem ekki hafa samþykkt þátttöku í rannsókn á vegum ÍE og samstarfsaðila er áætluð á grundvelli líkindaútreiknings. Af skýringum ÍE sem fram koma í bréfi fyrirtækisins til Persónuverndar, dags. 22. apríl 2013 verður ráðið að ekki sé þar að- eins um að ræða tölfræðilegar niður- stöður fyrir hóp heldur upplýsingar sem beinlínis eru tengdar við til- tekna einstaklinga. Þá liggur fyrir að auk umræddra upplýsinga, sem og upplýsinga um sjúkdómsgreiningar og önnur atriði sem ÍE hefur safnað á grundvelli samþykkis, er ráðgert að vinna með víðtækar heilsufars- upplýsingar um alla þá sem leitað hafa þjónustu Landspítalans síðustu fimm ár. Þær upplýsingar er fyrir- hugað að varðveita innan veggja ÍE í þau fimm til tíu ár sem áætlað er að verkefnið standi yfir, sem og í sjö ár til viðbótar. Heildarvarðveislutími gæti því orðið 17 ár.“ Ljóst er, út frá þessu orðalagi, að Íslensk erfðagreining hafði það sannarlega á stefnuskrá sinni að fá sjúkraupplýsingar um alla þá Ís- lendinga sem leitað hafa á Landspít- alann síðastliðin fimm ár. „Allir“ sjúklingar Landspítalans hafa ekki veitt samþykki sitt fyrir því að vera hluti af rannsóknum og ÍE og fyrir- tækið á ekki lífsýni um þá alla. ÍE þarf hins vegar ekki lífsýni úr þeim til að stunda rannsóknir sem byggja á erfðaupplýsingum um þá og fyrir- tækið taldi sig heldur ekki þurfa samþykki þeirra. Þessu var Persónu- vernd ósammála og synjaði fyrir- tækinu því um leyfi til að gera rann- sóknina sem byggði á flutningi sjúkragagnanna um einstaklinga frá Landspítalanum. Unnið er að því innan Landspítalans að veita Ís- lenskri erfðagreiningu aðgang að sjúkraskrám sjúklinga fimm ár aftur í tímann, líkt og fjallað er um í auka- efni hér á opnunni, en sá aðgangur verður skilyrtur við þá einstaklinga sem veitt hafa samþykki sitt fyrir því. Upplýsingarnar notaðar Þrátt fyrir að Persónuvernd hafi slegið á puttana á Íslenskri erfða- greiningu í fyrra, og fyrirtækið hafi eytt þeim gögnum sem fyrirtæk- ið vann sem byggðu á áætlaðri arf- gerð einstaklinga sem ekki höfðu veitt samþykki sitt, þá hafa upplýs- ingarnar sem stofnunin gagnrýndi að fyrirtækið væri að nota ratað inn í greinar sem fyrirtækið hefur skrif- að erlendis, líkt og áður segir. Íslensk erfðagreining hefur því notað upp- lýsingar um Íslendinga, bæði erfða- upplýsingar fólks sem ekki hefur veitt samþykki sitt eða gefið lífsýni og eins upplýsingar úr sjúkraskrám frá Landspítalanum, sem Persónu- vernd telur að fyrirtækið hafi ekki heimild til að nota. Á heimasíðu NextCodeHealth, bandarísks fyrirtækis í eigu lyfja- þróunarfyrirtækisins Amgen, sem einnig er eigandi Íslenskrar erfða- greiningar, kemur fram að fyrir- tækið bjóði upp á þjónustu sem byggir á erfðagreiningu allrar ís- lensku „þjóðarinnar“ – 350 þús- und Íslendinga – sem búið sé að erfðagreina eða áætla arfgerðina hjá. Tveir helstu stjórnendur NextCodeHealth eru Björn Zoëga, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, og Hannes Smárason, fjárfestir og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar. Þá seg- ir jafnframt að búið sé að staðfesta nákvæmni áætluðu arfgerðanna en það er gert með fjölskylduupplýs- ingum úr Íslendingabók. Líkt og kom fram hér að ofan í tengslum við umfjöllunina um þvagsýrugigtarrannsóknina þá tel- ur Íslensk erfðagreining að upplýs- ingarnar sem fengnar eru með því að áætla arfgerðir fólks út frá líf- sýnum ættingja þeirra séu nægj- anlega nákvæmar til að hægt sé að birta ályktanir sem dregnar eru af þeim í ritrýndum vísindatímaritum. Greinarmunur er að vísu gerður á því hvort niðurstöður byggja á arf- gerðum þeirra einstaklinga sem eru til rannsóknar eða áætluðum arf- gerðum þeirra. Ágiskanir ekki upplýsingar Í ljósi þessa er áhugavert að vísa til orða sem Kári Stefánsson lét falla í DV á þriðjudaginn þar sem hann Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „… er ráðgert að vinna með víðtækar heilsufars- upplýsingar um alla þá sem leitað hafa þjónustu Landspítalans síðustu fimm ár. n Íslensk erfðagreining notaði rannsóknaraðferðir sem Persónuvernd gagnrýndi n Áætluðu arfgerðir fólks sem ekki hafði veitt samþykki sitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.