Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 25
Umræða 25Helgarblað 16.–19. maí 2014 Ég sagði þriðja sæti við hana Ég fékk haturspóst Áskell Einarsson hafnar því að kona hafi lent í 3. sæti Endurreisnar vegna misskilnings. – RÚV Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, varar við sykurgildrum. – DV.is við fréttir DV í vikunni Vinsæl ummæli „VH verður að fara að læra mannasiði, þetta sífellda gjamm í henni er algjörlega óþolandi maður fær grænar bólur þegar hún byrjar að bulla einhverja vitleysu, gott hjá þér Steingrímur.“ Guðrún Björnsdóttir er ánægð með að Steingrímur J. Sigfússon hafi skammað Vigdísi Hauksdóttur á Alþingi á þriðjudagskvöld. „Þegiðu háttvirtur þingmaður, Vigdís Hauksdóttir,“ er meðal þess sem Stein- grímur sagði við hana. 15 „Vigdís hefur líklega ekki frétt af því en hún fer í taugarnar á hægri mönnum líka.“ Eva Hauksdóttir gerði orð Vig- dísar Hauksdóttur að umtals- efni. Eftir ummæli Steingríms á Alþingi, sem vísað er til hér að ofan, sagði Vigdís að hún færi í taugarnar á mörgum vinstri mönnum og væri stolt af því. 18 „Nei nei … er ég að missa af einhverju? Ef þau eru gift hvernig er hægt að vísa manninum úr landi? Konan mín er perúsk, er það í alvöru möguleiki að henni verði vísað úr landi? Svona óöryggi er óásættanlegt fyrir fólk sem byggir líf saman.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í athugasemd við frétt DV. Fréttin sagði frá sýrlenskum eiginmanni Margrétar Láru Jónasdóttur sem var vísað úr landi í síðustu viku. 115 „Hér fór vissulega eitthvað úrskeiðis hjá móður náttúru – en ég tek eftir ástaraugum móðurinnar þar sem hún horfir á afkvæmið/ afkvæmin. Móðurástin lætur ekki að sér hæða, hvað sem öðru líður.“ Ólína Þorvarðardóttir um kraftaverkasystur sem fæddust í Ástralíu. Stúlkurnar voru með tvö andlit en einn líkama. 9 Könnun Hver flutti bestu ræðuna í eldhús- dagsumræðum? n Katrín Jakobsdóttir n Árni Páll Árnason n Óttarr Proppé n Frosti Sigurjónsson n Guðmundur Steingrímsson n Aðrir 510 ATKVÆÐI 38,8% 12,1% 23,8% 3,2% 15,5% 6,6% V erkefnisstjórn um framtíðar- skipan húsnæðismála hef- ur skilað af sér og niðurstöð- ur þeirrar vinnu eru m.a. þær að tekið verði upp nýtt húsnæðislána- kerfi þar sem lánveitingar til húsnæð- iskaupa fara í gegnum sérstök og sér- hæfð húsnæðislánafélög. Jafnframt kemur þar fram að húsnæðislán til framtíðar verði óverðtryggð, enda hafi nauðsynlegar kerfisbreytingar og mótvægisaðgerðir gert það kleift. Sérstaklega mikilvægt er að afnema verðtrygginguna af húsnæðislánum til að minnka vægi verðtryggingar á lánamarkaði. Nauðsynlegt er að stoppa þær eignatilfærslur sem hafa átt sér stað til fjölda ára. Eignatilfær- slur sem verða þegar fjármálastofnan- ir soga til sín eignarhluta heimilanna. En þá sorglegu staðreynd hafa margir séð gerast á undanförnum árum. Hins vegar er það svo að greiðslu- byrði óverðtryggðra lána er hærri en greiðslubyrði verðtryggðra lána er í upphafi lánstímans. Þessi mun- ur jafnar sig á um það bil tíu árum og snýst svo við, þannig að greiðslubyrði óverðtryggðra lána verður mun lægri en greiðslubyrði verðtryggðra lána er á síðari hluta lánstíma. Í þessu samhengi er afar þarft að grípa til mótvægisaðgerða, til að koma á móts við hærri greiðslubyrði óverð- tryggðra lána. Þessar mótvægisað- gerðir geta m.a. verið að nýta séreigna- sparnað til að greiða niður höfuðstól lána og er það alveg í takt við skulda- aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Einnig er hægt að breyta vaxtabótakerfinu á þann veg að bæturnar renni mánaðar- lega beint inn á húsnæðislánin, í stað þess að vera greiddar út í peningum einu sinni á ári, eins og nú er. Tillögur að ofangreindum mót- vægisaðgerðum eru m.a. lagðar fram í séráliti sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Í tillögum Verkefnisstjórnarinn- ar um framtíðarskipan húsnæðis- mála, er að mestu komið á móts við sérálit sérfræðingahópsins. Þar er m.a. lagt til að fólki verði gert kleift að nýta séreignarsparnað til að fara í húsnæðiskaup. Jafnframt er lagt til að breytingar verði á vaxtabótakerfinu þannig að bæturnar renni beint inn á höfuðstól lána á mánaðarfresti, með það að markmiði að létta greiðslu- byrði íslenskra heimila. Framsóknarmenn hafa talað fyrir afnámi verðtryggingar af neytenda- lánum. Þess vegna er afar ánægju- legt að sjá að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið næstu skref í afnámi verðtryggingar- innar af neytendalánum. Ábyrgð þeirra verkefna er hjá fjármála – og efnahagsráðuneytinu, velferðarráðu- neytinu og forsætisráðuneytinu. Nú sjáum við loksins fram á að eignatilfærslur frá heimilunum til fjármálastofnana verði stöðvað- ar. Við höfum ríkisstjórn sem sýnir kjark og þor í þessum efnum. Ríkis- stjórn sem stígur mikilvæg skref, ís- lenskum heimilum til hagsbóta. n Burt með verðtrygginguna„Við höfum ríkis- stjórn sem sýnir kjark og þor í þessum efnum. Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Kjallari Mynd SIGTryGGur ArI N ú á vordögum nýt ég þeirra forréttinda að fá að stúd- era heimspeki við háskóla í Helsinki. En í sólskininu núna í dag gekk ég um borgina og naut blíðunnar. Á meðan sígar- ettuskýin dró fyrir sólu annað veif- ið og alþjóðlegir spegildýrkend- ur spókuðu sig, mátti sjá nokkra betlara sem höfðu hver sinn hátt- inn á. Allir voru þeir þó á höttun- um eftir klinki. Borgin iðaði af lífi. Broddborgarar og hvunndags- hetjur snæddu mat, drukku kaffi og þömbuðu bjór. En spörfuglar vöppuðu undir borðum á þáðu mylsnu. Á bókasafni í morgunsárið, hafði ég hitt mann. Hann hafði gef- ið sig á tal við mig þegar hann sá mig blaða í íslenskri bók. Í mannþröng eftirmiðdags- ins rakst ég aftur á þennan ágæta mann. Hann settist við hlið mér á bekk undir trjám sem eru að byrja að fá á sig grænan blæ. Við rædd- um saman á ensku og norsku og hann sagðist tala 10 tungumál auk finnsku. En hann sagðist geta les- ið nokkur tungumál til viðbót- ar og þar á meðal sagði hann ís- lenskuna. Aðspurður sagðist hann vinna í kirkju og sagðist starfa þar í sex klukkustundir í viku hverri, en bætti því við að þetta gæti far- ið úr böndunum fyrir jólin, því þá geta stundirnar orðið allt að átta. Ja, seisei – allt að átta vinnustund- um í viku. Fyrir starfið fær hann vasapen- ing og gistiaðstöðu. Hann sagðist fá nóg af öllu. Og hann gaukaði að mér þeirri staðreynd, að hann ætti í raun og veru ekki nokkurn skap- aðan hlut. Fötin sagðist hann hafa fengið að láni hjá fólki sem langar ekki að klæðast snjáðum fötum. Mikið gladdist ég í ljóðelsku hjarta mínu að hitta þennan eins- taka mann; einn af þeim fáu sem hafa nægjusemi að leiðarljósi. Þessi maður hefur ekki talað í síma síðan nítján hundruð átta- tíu og eitthvað, hann minnist þess ekki að hafa nokkru sinni tekið ljósmynd. Og hann gengur laus í mannhafi sem iðar af símaglöðu sjálfsmyndafólki. Og hann er ekki einu sinni viss um að hann eigi líf- ið sem hann lifir. -Hvað gerir þú alla hina dag- ana? spurði ég. -Ég ferðast, svaraði hann og bros hinnar hreinu hamingju fór um andlitið. -Ferðast … ? hváði ég. -Já, ég hef ferðast um allan heiminn. Ég les alla daga. Og ég hef lesið bækur allra helstu höfunda heimsins. Og ég ferðast í gegnum bækurnar. Ég flýg á bókunum um heiminn. Ég ferðast í huganum, sagði hann í sæluvímu. n Hugsun getur heimi breytt og hamingjuna skapað hjá þeim sem eiga ekki neitt og engu geta tapað. Hann ferðast um heiminn Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Myndin reiðhjólalöggur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók á fimmtudag í notkun nokkur glæný lögreglureiðhjól sem notuð verða í löggæslu í miðborginni og nágrenni í sumar og jafnvel eitthvað fram á vetur eftir því sem hægt er. Mynd SIGTryGGur ArI Besta leiðin að buddu foreldr- anna liggur í gegnum börnin Ingólfur Axelsson komst ekki á Everest vegna snjóflóðs. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.